Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 39
fór framhjá neinum hvað henni
þótti vænt um barnabörnin og
langömmustrákana þrjá og
hversu stolt hún var af þessum
stóra hópi sem hún skilur nú eftir.
Hún gaf þeim endalausan tíma til
að spjalla og tala nú ekki um að
spila.
Spilastokkurinn var aldrei
langt undan og var oft fjör í eld-
húsinu þegar hún var að spila við
krakkaskarann og spilanammi var
ómissandi, þá var farið í búrið
góða.
Hún hafði einstaklega mikinn
áhuga á fuglum og þegar við vor-
um að koma á vorin í Austurhlíð
var alltaf tekin umræða um hvaða
fuglar væru komnir hér fyrir aust-
an og svo sagði hún frá þeim sem
hún hafði séð sjálf eða heyrt að
væru komnir þarna í sveitinni. Þá
var oftar en ekki kíkt í fuglabókina
sem var alltaf við höndina.
Alda mín tók ömmu sína einu
sinni aðeins of alvarlega þegar
hún var nýbyrjuð í skóla. Kenn-
arinn spurði bekkinn hver væri
mesti ránfugl á Íslandi. Þá var
hún fljót að svara: „Skógarþröst-
urinn … amma segir það, því hann
er alltaf að éta berin af rifsberj-
arunnanum í garðinum hjá henni.“
Sennilega hefur nafna látið ein-
hver orð falla um skógarþröstinn
og Alda tekið því svo að hann hafi
verið mikill skaðvaldur.
Tengdamamma var mikill nátt-
úruunnandi og kenndi mér mörg
plöntu- og blómanöfnin. Gaman
var að vera í gönguferðum með
henni því hún þekkti allan gróður
sem varð á vegi okkar. Ef einhver
óvissa var um einhverja tegund
voru oft teknar með heim smá
plöntur eða blóm og farið að
glugga í Plöntubókina.
Jæja nafna mín, þá er okkar
samveru lokið í bili og vil ég þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og mína.
Þín tengdadóttir,
Anna Pálína.
Elsku amma. Það er svo hrika-
lega sárt og leitt að þurfa kveðja
þig. Samt erum við svo afskaplega
þakklát fyrir þann tíma sem við
höfum átt saman. Þú varst alltaf
svo hjartahlý og ráðagóð við okk-
ur. Öryggistilfinningin var mikil
þegar við vorum hjá þér, bæði sem
krakkar sem og fullorðin. Við gát-
um spurt þig um hvað sem er, hve-
nær sem er – alltaf kom svar sem
við vorum sátt við, eða jafnvel ráð
sem við munum alltaf eiga. Þegar
við vorum saman fengum við at-
hygli þína alla og væntumþykjan
var mikil. Við fundum það svo
sterkt og vildum við hvergi annars
staðar vera. Held að Anna systir
og nafna þín orði þetta best, en
hún sagði í morgun: „Amma, þú
ert besta amma og langamma í
heiminum.“ Algjör óþarfi að skafa
af hlutunum.
Amma, það er svo oft sem við
hugsum til þín og höfum gert alla
ævi. Við höfum nánast alltaf búið
langt frá sveitinni en samt finnst
okkur við alltaf hafa verið nálægt
þér. Þú varst ávallt áhugasöm um
okkur og fannst okkur svo gaman
að segja þér frá því sem við vorum
að gera og fá fréttir frá ykkur úr
sveitinni. Undanfarna mánuði höf-
um við hist oftar en áður. Það er-
um við endalaust þakklát fyrir. Við
áttum langt og gott spjall í Aust-
urhlíð í haust þar sem þú kenndir
okkur skemmtilega vísu. Þessi
vísa verður okkar.
Elsku amma. Við munum aldrei
gleyma þér, því sem þú stóðst fyrir
og þeim hlýju minningum sem við
eigum saman. Sjáumst síðar.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Hafþór Atli Rúnarsson,
Arnar Jóel Rúnarsson og
Anna Sigríður Rúnarsdóttir.
Elsku amma mín.
Mig langar að skrifa til þín
nokkur orð og minningar sem mér
finnst ég þurfa að koma frá mér.
Það er erfitt að trúa því að þú sért
farin frá okkur. Þar sem að ég bý á
Egilsstöðum gat ég ekki verið jafn
dugleg að koma til þín, eins og ég
hefði viljað, á meðan þú varst veik.
Á hverjum degi fengum við fréttir
af þér og þinni líðan. Það var alltaf
jafn erfitt að heyra þær og geta
ekki verið hjá þér. En í huganum
var ég hjá þér allan sólarhringinn
og vildi hvergi annars staðar vera.
Þrátt fyrir allar fréttir sem ég
fékk af þér þá, í einhverri barna-
legri hugsun, trúði ég því samt að
þér ætti eftir að batna og ég gæti
farið í Austurhlíð í vor og þú
myndir taka á móti mér í dyrun-
um. Það verður erfitt að koma í
sveitina og þú ert ekki þar. En það
verður nóg af minningum sem
taka á móti mér, það vantar ekki.
Það var alltaf svo dásamlegt að
koma í sveitina til þín. Minning-
arnar þaðan eru mjög margar og
hver annarri skemmtilegri og mér
finnst ég svo heppin að eiga þær.
Það er ein sem stendur upp úr og
okkur þótti aldrei leiðinlegt að
rifja hana upp með þér, þó svo að
þú hafir verið með smávott af
samviskubiti yfir því að hafa plat-
að okkur svona. Ég er að sjálf-
sögðu að tala um stóru köngullóna
niðri í kjallara í Austurhlíð. Það
voru dyr inn í forstofu sem var svo
freistandi fyrir okkur krakkana að
kíkja inn um. En þar var brattur
stigi niður í dimman kjallara.
Þetta var auðvitað stórhættulegt
og þú tókst á það ráð að segja okk-
ur að þarna niðri byggi risastór
köngulló. Það tókst nú heldur bet-
ur að halda okkur frá dyrunum og
við opnuðum þær ekki í mörg ár á
eftir.
Þú hafðir svo gaman af tónlist,
elsku amma mín. Þú smitaðir svo
sannarlega út frá þér þessari tón-
listargleði og man ég eftir mörg-
um dögum þar sem við gátum set-
ið tímunum saman og hlustað á
ýmiss konar tónlist og raulað með.
Það er eitt lag sem er efst í huga
mínum þegar ég hugsa um þig og
það er „Undir bláhimni“. Ég hef
ekki verið nema svona 11 ára þeg-
ar við sátum inni í eldhúsi, þú
varst að hlusta á það og ég varð
svo hugfangin af laginu að þú
eyddir heilum degi í að kenna mér
textann við lagið og svo var það
sungið hástöfum það sem eftir var
af þeirri heimsókn og mörg ár eft-
ir það.
Það var svo gott að hitta þig um
daginn. Við áttum yndislega stund
sem ég mun aldrei gleyma. Mér
leið svo vel eftir að hafa fengið
loksins að hitta þig eftir að þú
varðst veik. Ég sagði þér að ég
væri nú vonandi að fara að útskrif-
ast í janúar og þú varst svo stolt af
mér. Ég náði ekki að segja þér það
áður en þú fórst frá okkur en segi
þér það hér með að ég náði öllum
prófum og útskrifast 25. janúar.
Að lokum langar mig að segja
þér að ég hugsa til þín daglega og
sakna þín rosalega mikið. Ég vona
að þú sért komin á góðan stað, þar
sem nóg er af tónlist og spilum. Þú
þarft ekki að hafa áhyggjur af afa,
við skulum hugsa vel um hann.
Eva Björk
Harðardóttir.
Fleiri minningargreinar
um Önnu Sigríði Þorbergs-
dóttur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013
Fyrir hönd fjölskyldu Dísu á
Litlu-Eyri viljum við þakka starfs-
fólki heimaþjónustu Vesturbyggð-
ar fyrir þjónustu við hana í gegn-
um tíðina og starfsfólki
Heilbrigðisstofnunar á Patreks-
firði fyrir góða umönnun síðastlið-
in misseri.
Guðný Sigurðardóttir.
Elsku amma Dísa hefur kvatt
þennan heim og minningarnar
streyma fram í hugann.
Ég minnist þess að sem lítilli
stelpu þótti mér alltaf svo gott að
koma í heimsókn til þín, amma
mín. Þú varst svo einstaklega gest-
risin og góð heim að sækja. Ég
man hvað mér þótti spennandi að
skoða alla fallegu handavinnuna
þína, þá sérstaklega útsaumuðu
stólana þína og aðrar gersemar.
Ég minnist þess að ég kíkti reglu-
lega á allar myndirnar af afkom-
endunum þínum, frændfólki mínu,
sem nú eru orðnir fjölmargir. Ég
gleymi því aldrei hversu góðar
spjallstundir við áttum rétt fyrir
svefninn og að perubrjóstsykurinn
var alltaf á sínum stað undir kodd-
anum.
Ég minnist hlátursins þíns og
jákvæðni þinnar sem smitaði út frá
sér til nærstaddra. Ég minnist
þess hve dugleg þú varst að segja
mér sögur frá í gamla daga og eru
mér sérstaklega minnisstæðar
sögurnar um hvernig lífið gekk
fyrir sig á stóru heimili með tólf
börn og búskap. Allir höfðu sitt
hlutverk og hjálpuðust að. Ég
reyndi oft að sjá fyrir mér hvernig
lífið gekk fyrir sig á Litlu-Eyri.
Það að reka svo stórt heimili krafð-
ist mikils dugnaðar, aga, samvinnu
og jákvæðni allra sem þar komu að
máli.
Elsku amma Dísa, þú minnir
mig á það að láta skynsemina ráða
og að gefast ekki upp þótt á móti
blási. Ég hugsa oft til sársauka
þíns við fráfall afa Bjarna þegar ég
finn mig vanmáttuga. Ég minnist
þess þegar þú deildir með mér
þeirri erfiðu lífsreynslu sem þú
upplifðir þegar afi Bjarni féll
skyndilega frá ykkur, þér og tólf
börnum ykkar. Það var mikið áfall
og þú minntir mig á það að þegar
maður stendur frammi fyrir erf-
iðleikum þá er ekkert annað í boði
en að takast á við þá og hugsa rétt.
Amma mín, ég minnist þess
þegar við ókum saman eitt skiptið
alla leið að æskuheimili þínu, Hóli í
Ketildölum, og þú deildir með okk-
ur Árna Markúsi fallegum lýsing-
um um æskuheimilið þitt og
hversu fjörugt og fjölmennt sam-
félagið hafi verið á þessum tíma,
sögurnar um póstmanninn og þeg-
ar þú réðst þig í vinnu sem kaupa-
stúlka á Bakka. Ég minnist þess
þegar við Árni Markús komum eitt
sumarið í heimsókn til þín á Litlu-
Eyri og tíndum ógrynni af berjum
í Tungunum. Við lærðum að gera
berjasúpu undir dyggri aðstoð
þinnar og varð hún eins og
„flauel“.
Ég minnist yndislegrar stundar
þegar þú komst suður til Reykja-
víkur og samgladdist okkur Árna
Markúsi á brúðkaupsdegi okkar
sumarið 2006. Ég minnist þess
einnig hversu dýrmætt mér þótti
það að hafa fengið tækifæri til þess
að koma alla leið frá Svíþjóð og
samgleðjast þér á 90 ára afmæli
þínu hinn 25. ágúst síðastliðinn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson)
Elsku amma Dísa, nú er komið
að kveðjustund. Ég mun ætíð
geyma minningu um þig í hjarta
mér.
Hvíl í friði.
Þín
Þóra Kristín Arndísardóttir
og fjölskylda.
Elsku amma mín hefur kvatt
þennan heim, en ég minnist henn-
ar með hlýju og söknuði. Minning-
arnar streyma fram, ljúfar og góð-
ar, enda amma mín einstök kona
sem nú hefur hafið nýtt ferðalag á
góðum stað.
Ég minnist ömmu Dísu sem
kátrar og lífsglaðrar konu sem
hafði upplifað tímana tvenna og
átti að baki stórbrotna ævi. Amma
var sterk kona sem lét fátt koma
sér á óvart í lífinu enda tólf barna
móðir sem missti manninn sinn
þegar yngsta barnið var fjögurra
ára. Aldrei heyrði ég ömmu
kvarta eða kveinka sér yfir sínu
hlutskipti, það var ekki hún.
Það voru ófá skiptin sem við
sátum í eldhúsinu á Litlu-Eyri og
spjölluðum um alla heima og
geima. Ekki þótti henni verra að
láta greiða sér og snyrta á meðan
við sögðum hvor annarri sögur,
ýmist af gamla tímanum eða nýja.
„Ásdís mín, ertu komin?“ heyrðist
innan úr eldhúsi eða stofu þegar
ég kom til hennar og oftar en ekki
bætti hún við: „Eigum við að koma
í bíltúr?“
Bíltúrarnir okkar áttu stóran
sess, fram í dal, inn í Otradal og
einhver skipti á æskuslóðir henn-
ar í Ketildölum. Þá var mikilvægt
að fylgjast með varpinu og hvern-
ig það gengi eða fá fréttir úr þorp-
inu enda þótti ömmu gaman að
fylgjast með og gerði það fram að
hinsta degi. Þegar ég heimsótti
hana á sjúkrahúsið spurði hún iðu-
lega um fjölskylduna mína, sjó-
manninn, litla drenginn og pabba
minn sem hún hafði miklar
áhyggjur af í seinni tíð.
Amma hafði mikið dálæti á
veisluhöldum og hvers konar sam-
komum og tókst oft á flug við að
segja frá veislu sem hún hafði far-
ið í eða spyrja mig út úr. Þá fannst
henni mikilvægt að hafa fínt í
kringum sig og eyddum við góðum
stundum í að pússa reykborðið,
skoða dúka eða falleg föt sem hún
hafði fengið send frá Kaupmanna-
höfn. Þetta voru gæðastundir sem
ég var svo heppin að fá að njóta og
bý vel og lengi að.
Amma Dísa var stór hluti af
mínu lífi og ég á eftir að sakna
hennar mikið. Ég er þakklát fyrir
að hafa fengið að kynnast þessari
yndislegu konu og minningar um
hana mun ég varðveita um
ókomna tíð.
Sofðu rótt, sofðu rótt,
nú er svartasta nótt.
Sjáðu sóleyjarvönd
geymdu’ hann sofandi í hönd.
Þú munt vakna með sól
Guð mun vitja um þitt ból.
Góða nótt, góða nótt,
vertu gott barn og hljótt.
Meðan yfir er húm
situr engill við rúm.
Sofðu vært, sofðu rótt
eigðu sælustu nótt.
(Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.)
Ásdís Snót.
Elsku amma Dísa, það er erfið
tilhugsun að vita til þess að þú
verðir ekki til staðar næst þegar
við komum í heimsókn til Bíldu-
dals. Alltaf tókstu hlýlega á móti
okkur þegar við komum í heim-
sókn til þín á Litlu-Eyri. Það er
líklega erfitt að finna eins gest-
risna manneskju og þig, alltaf var
eitthver góðgæti á boðstólum. Þér
var alltaf efst í huga fólkið þitt og
fylgdist þú vel með öllum í kring-
um þig. Okkur mun alltaf verða
minnisstætt hvað þú hafðir mikinn
áhuga á hvað væri í tísku hverju
sinni og spurðir oft á tíðum „er
þetta móðins í dag?“ Allar þær
stundir sem við áttum með þér eru
okkur dýrmætar og kærar. Þá
koma okkur helst í hug allar ferð-
irnar með þér í æðarvarpið að tína
dún. Í ferðunum vorum við syst-
urnar útbúnar með hjálm á höfði
til að forðast kríurnar en aldrei
kipptir þú þér upp þótt þær gogg-
uðu stöðugt í þig. Þá lærðum við
einnig af þér elsku amma að það
þarf ekki alltaf dýrustu og flott-
ustu hlutina til að hafa gaman, líkt
og þegar þú kenndir okkur að
byggja heilu ævintýraheimana úr
spilaborgum.
Þú varst svo yndisleg elsku
amma og söknum við þín sárt. Þú
hefur alltaf verið okkur mikil fyr-
irmynd og munt alltaf lifa hress og
kát í hjarta okkar.
Herdís Ýr, Vigdís Ylfa
og Bryndís Hanna
Hreinsdætur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
AÐALBJÖRG SIGRÚN
BJÖRGVINSDÓTTIR,
Sólvöllum 2,
Breiðdalsvík,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk 17. janúar.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu þriðjudaginn
22. janúar kl. 13:00.
Jarðsett verður frá Heydalakirkju laugardaginn 26. janúar
kl. 14:00.
Stefanía Björk Helgadóttir,
Þorgeir Helgason, Ragnheiður Hjartardóttir,
Gerður Helgadóttir, Páll Rúnar Pálsson,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær dóttir okkar, systir og mágkona,
dr. HEKLA SIGMUNDSDÓTTIR
dósent,
Löngumýri 26,
Garðabæ,
lést á Landspítala fimmtudaginn 17. janúar.
Útför auglýst síðar.
Margrét Þorvaldsdóttir, Sigmundur Guðbjarnason,
Snorri Sigmundsson, Sara Jewett Sigmundsson,
Logi Sigmundsson,
Ægir Guðbjarni Sigmundsson, Anna Linda Bjarnadóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
FREYJA NORÐDAHL,
Reykjaborg,
Mosfellsbæ,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 16. janúar.
Guðbjörg Þórðardóttir,
Kjartan Þórðarson, Sigrún Ragna Sveinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
HALLDÓR S. MAGNÚSSON
frá Ketilsstöðum í Hvammssveit,
Dalabyggð,
síðast til heimilis
í Sóltúni við Sóltún,
Reykjavík,
lést aðfaranótt sunnudagsins 13. janúar
í Sóltúni í Reykjavík.
Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju í
Breiðholti föstudaginn 25. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Sóltún í Reykjavík.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Halldórsdóttir
og Magnús Halldórsson.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 20,
Reykjavík,
sem lést á Hrafnistu þriðjudaginn 8. janúar
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 22. janúar kl. 13.00.
Jón Gunnar Harðarson, Erla Skarphéðinsdóttir,
Hrefna Harðardóttir, Kjartan Ólafsson,
Steinunn Guðrún Harðardóttir, Níels Níelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA SVEINBJARNARDÓTTIR,
til heimilis að Flyðrugranda 4,
lést á Landspítalanum mánudaginn
14. janúar.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
23. janúar kl. 13.00.
Hróðný Garðarsdóttir, Ásta Friðriksdóttir,
Þórhildur Garðarsdóttir, Björgvin Þórðarson,
Páll Garðarsson, Erna Signý Jónsdóttir,
Garðar, María og Dúna.