Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 34
Fræðimenn við HR fengu Kurzweil-verðlaunin 2012 fyrirrannsóknir á gervigreind, æðstu viðurkenningu á sínufræðasviði. Rannsóknirnar byggðust á myndarlegum evr-ópustyrk sem hópurinn fékk árið 2009. Almenningur hefur litla möguleika á að skilja hvað þarna er á ferðinni en reynslan sýnir að frumrannsóknir nýtast oft miklu seinna í tækjum og tækni til mark- aðssetningar – á öðrum sviðum en frumkvöðlarnir í vísindunum höfðu í huga. Á nýliðnum áratugum nýtti snillingurinn Steve Jobs t.d. alls kyns rannsóknir og tækniframfarir til að skapa nýjar markaðsvörur – sem enginn vísindamaður hafði leitt hugann að þegar forvitnin og þekking- arleitin knúði frumrannsóknirnar áfram. Sama gerðist á 13. öld þegar Snorri Sturluson kynntist tækni sem var notuð til að styðja við kirkju- og konungsvald á æskudög- um hans – en honum datt í hug að nota til að skipa saman munnlegri þekkingu um goðafræði og skáld- skaparlist í Eddu; og síðar til að skrifa fyrstu íslend- ingasöguna um Egil Skalla- grímsson. Ígildi fyrsta Makkans og fyrsta snertiskjásímans. Þeir sem löguðu íslenskuna fyrst að ritmálinu, s.s. Fyrsti málfræðingurinn sem greindi hvernig latínustafróf gæti endurspeglað íslenskt hljóðkerfi, höfðu enga framtíðarsýn um að á næstu öld myndi rannsóknin nýtast til að skrifa Snorra Eddu og Egils sögu. Á sinni tíð voru þessar bækur nýjungar á heimsvísu, lítið mál fyrir Snorra en stórt stökk fyrir mann- kynið sem hafði ekki áður nýtt rittæknina á sambærilegan hátt. Ray Kurzweil skildi snemma möguleika tækninýjunga og sá fyrir tölvuþróun sem nú er á allra fingrum, augum, eyrum og vörum. Því nú eru tölvurnar farnar að spjalla við okkur. En því miður fer það spjall aðeins fram á helstu heimsmálum. Ástæðan er sú að til þess að hægt sé að tala við tölvur þarf grunnrannsóknir sem virðast afkáralegar í markaðssamfélagi fjölmiðlanna. „Uppgómmælt lokhljóð og táknun þeirra í handritum á 13. öld“ er ekki heitasta umfjöllunarefnið en engu að síður örstutt spor í þá átt að hægara verði að spjalla við tölvur líkt og nú tíðkast. Á þeirri vegferð er mikilsvert að fá hinn Sögulega ís- lenska trjábanka (http://linguist.is/icelandic_treebank/Download) sem Eiríkur Rögnvaldsson og fleiri skrifa um í nýjasta hefti Griplu. Í þeim banka er safnað saman um einni milljón setningafræðilega greindra lesmálsorða úr rúmlega 60 textum og textabútum; afrakstur grunn- rannsókna sem leiða til nýrrar þekkingar og bjóða upp á áður óhugs- aða nýtingarmöguleika. Ekki síst þegar málfræðinni verður slegið saman við rannsóknir á gervigreind. El ín Es th er Ha? Fórst þú í háskóla? Nei, keypti þetta á netinu. Þetta er svona gervigreind. Málið Skrafað við tölvur Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is 34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Maður heitir Ambrose Evans-Pritchard og eralþjóðlegur viðskiptaritstjóri brezka dag-blaðsins Daily Telegraph. Evans-Pritchardvekur athygli fyrir skrif sín vegna þess, að sjónarhorn hans er oft mjög ólíkt því sem gengur og ger- ist. Slíkir blaðamenn eru ómetanlegir, hvort sem menn eru sammála þeim eða ekki. Um síðustu helgi skrifaði þessi maður grein í blað sitt og sagði að Mario Draghi, hinn ítalski aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu, hefði með aðgerðum sínum und- anfarin misseri bjargað hinum ríku á evrusvæðinu en bankinn hefði þvegið hendur sínar af 27 milljónum manna á evrusvæðinu, sem skráðir eru atvinnulausir. Þegar þessar fullyrðingar Ambrose Evans-Pritchard eru skoðaðar er ljóst að hann hefur býsna mikið til síns máls. Um hvað hafa björgunarleiðangrar Evópu- sambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Evrópu (sem unnið hafa saman) snúizt á evrusvæðinu? Þeir hafa snúizt um það fyrst og fremst að bjarga bönkum, fjár- málafyrirtækjum og fjár- málamarkaðnum í heild og í stöku tilvikum, eins og í Grikklandi, rík- inu sjálfu frá greiðsluþroti. Hver eru rökin fyrir því að segja þetta? Þau eru þessi: Í fyrsta lagi voru Írar þvingaðir til þess haustið 2008 af þessum þremur aðilum að lýsa yfir ábyrgð írska ríkisins á öllum skuldbindingum írskra einkabanka. Þetta er sambærilegt við það, ef íslenzka ríkið hefði það sama haust lýst yfir ábyrgð íslenzka ríkisins á öllum skuldbindingum íslenzku einkabankanna. Ef það hefði gerzt hefðu Íslendingar verið þrælar erlendra fjár- málafyrirtækja út þessa öld. Hvers vegna voru Írar þvingaðir til þessara aðgerða? Vegna þess, að ella hefðu stórir alþjóðlegir bankar orðið fyrir gífurlegum töpum vegna falls írsku einkabankanna. Og sömuleiðis tryggingafélög sem höfðu selt skuldatrygg- ingar og vogunarsjóðir. Í öðru lagi er ljóst að þrautseigja þessara þriggja aðila við að bjarga Grikklandi snerist fyrst og fremst um að koma í veg fyrir að sömu alþjóðlegu fjármálafyrirtækin töpuðu miklu fé á Grikklandi en líka til þess að koma í veg fyrir að greiðsluþrot Grikklands hefði neikvæð áhrif á önnur evruríki. Að auki hafa tugir milljarða evra verið settir í að bjarga grísku bönkunum, sem um leið er aðferð til þess að koma í veg fyrir að alþjóðlegu fjármálafyr- irtækin sem lánuðu þeim fé töpuðu þeim peningum. Í þriðja lagi er ljóst að aðgerðir til að bjarga Spánverj- um hafa fyrst og fremst og nánast eingöngu snúizt um að bjarga spænsku bönkunum, sem flestir voru komnir í þrot vegna glannalegra og vitlausra útlána en að hluta var markmiðið að lækka lántökukostnað spænska ríkisins. Hið sama á við um Portúgal og Ítalíu að hluta til en hins vegar hiksta ESB/AGS/SE á því nú að bjarga Kýpur vegna þess, að þeim er ljóst að með því eru þeir fyrst og fremst að bjarga rússneskum viðskiptajöfrum og glæpa- mönnum sem hafa komið illa fengnu fé fyrir í bönkum á Kýpur. Þess vegna segir Wolfgang Schäuble, fjár- málaráðherra Þýzkalands, nú að Rússar verði að taka þátt í björgun Kýpur. Það er því óhætt að fullyrða að Ambrose Evans- Pritchard hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að Mario Draghi hafi bjargað hinum ríku en þvegið hendur sínar af því að hjálpa 27 milljónum atvinnuleysingja í evruríkjum. Sumir þeirra hafa misst vinnu vegna aðhaldsaðgerða sem hafa verið skilyrði fyrir lánveitingum til viðkomandi ríkja. Hið hefðbundna svar kerfisins, þ.e. ráðandi stjórnmála- manna og embættismanna, er að það hafi verið svo nauð- synlegt að knýja fram umbætur á vinnumörkuðum í Suður-Evrópu til þess að þeir yrðu sveigjanlegri, sem er fallegt orð yfir það að fyr- irtæki þurfi að hafa frjálsar hend- ur um að segja upp fólki. Ambrose Evans-Pritchard sýnir fram á með tilvísunum í nýja 400 blaðsíðna skýrslu Evrópusam- bandsins sjálfs að þetta er þjóðsaga. Í þeirri skýrslu kemur fram, að meginástæðan fyrir atvinnuleysinu sé hrun í eft- irspurn eftir vörum og þjónustu. Það er áhugaverð spurning og umhugsunarverð hvað kæmi í ljós ef þessi hugsun væri færð yfir á atburðarásina hér á Íslandi eftir hrun. Það er ljóst að í einu grundvall- aratriði fórum við allt aðra leið en t.d. Írar. Hér var tekin meðvituð ákvörðun um að láta lánardrottna íslenzku einka- bankanna sitja uppi með afleiðingar eigin gerða. Þá ákvörðun tóku fyrst og fremst tveir menn, Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, sem síðar var einum manna stefnt fyrir Landsdóm, að vísu ekki fyrir þá ákvörðun sér- staklega, og Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, sem síðan hefur legið undir meiri árásum en nokkur annar íslenzkur stjórnmálamaður áratugum saman ef ekki þeim mestu, sem þekkzt hafa í nútímastjórnmálasögu okkar. En hverjir hafa rétt við eftir hrun? Þar eru bankarnir fremstir í flokki og er þá fyrst og fremst tekið mið af hagn- aðartölum þeirra. Ef horft er til hagnaðar af rekstri þeirra fer ekki á milli mála, að engin atvinnustarfsemi á Íslandi hefur verið ábatameiri síðustu fjögur ár en bankarekstur. Tveir þeirra eru í eigu erlendra fjármálafyrirtækja og vog- unarsjóða. Að öðru leyti er ljóst að gengisfall krónunnar hefur skil- að sjávarútvegsfyrirtækjum, sérstaklega hinum stærri, miklum hagnaði. Getur verið að þegar upp er staðið sé þetta árangurinn af efnahagsstjórn vinstri stjórnarinnar? Að um verk hennar megi segja það sama og Evans- Pritchard segir um Mario Draghi? Að hún hafi bjargað hinum ríku en látið hina eiga sig? Seðlabanki Evrópu hefur bjargað hinum ríku en þvegið hendur sínar af 27 milljónum atvinnulausra á evrusvæðinu Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Er meginárangur vinstri stjórn- ar að bjarga „hinum ríku“? Þegar ég hlustaði fyrir skömmuá fróðlegan fyrirlestur dr. Nils Karlsons um „nýju, sænsku leiðina“, sem felst í auknu atvinnu- frelsi og lækkun skatta, rifjaðist upp fyrir mér, að sænskir hag- fræðingar hafa haft nokkur áhrif á Íslandi á tuttugustu öld, til góðs og ills. Til dæmis voru hag- fræðiskrif Jóns Þorlákssonar, verkfræðings og forsætisráðherra, að miklu leyti sótt í verk sænska hagfræðingsins Gustavs Cassels, sem var ötull málsvari frjálsra við- skipta. Annar kunnur sænskur hagfræðingur, Erik Lundberg, kom hingað 1935 til að veita þáver- andi vinstri stjórn ráð, en aðallega lagði hann það þá til, að Íslend- ingar hættu að lifa um efni fram, og hefur margt verið sagt af minna viti. Lundberg sneri aftur hingað 1955 á ráðstefnu um, hvort Norðurlandaþjóðir ættu að end- urreisa myntbandalag það, sem stóð frá 1873 til 1914 og gaf góða raun. Voru þá íslensk króna, dönsk, sænsk og norsk allar jafn- gildar og skiptanlegar. Þriðji frægi sænski hagfræðingurinn, Gunnar Myrdal, lagði leið sína til Íslands sumarið 1952 og kvað kreppu og matvælaskort vofa yfir heiminum, og kann það að hafa haft sitt að segja um, að landbúnaðarfram- leiðsla til útflutnings var aukin á Íslandi. Alþekkt hagfræðilegt sjón- armið íslenskt er ef til vill líka sænskt að uppruna. Gleðimaðurinn Þórður Guðjohnsen sagði eitt sinn: „Nú er brennivínið orðið svo dýrt, að ég hef ekki efni á að kaupa mér skó!“ Minnir þetta á fleyg ummæli sænska háðfuglsins Alberts Engs- tröms í skopblaðinu Strix 1903: „Brennivínið verður aldrei svo dýrt, að það sé ekki peninganna virði.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Sænsk áhrif Vantar þig heimasíðu? Snjallvefir sem aðlaga sig að öllum skjástærðum. Verð frá 14.900 kr. + vsk Fyrirtæki með yfir 20 ára reynslu Sími 553 0401 www.tonaflod.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.