Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 31
hann fréttum frá Íslandi til Færeyja og Grænlands. Hann skrifaði hálfan Dimmalætting dag eftir dag – blaðið var stútfullt af fréttum frá Íslandi. Ég minnist þess að einhverju sinni sá ég, fyrir algjöra tilviljun, eftirfar- andi fyrirsögn með mynd á forsíðu Dimmalætting: „Sverrir í fríi“. Blað- ið taldi sem sé ástæðu til að segja lesendum sínum frá því að tíma- bundið myndi draga eitthvað úr fréttaflóðinu frá Íslandi. Það hlé getur ekki hafa staðið yfir lengi. Margt er það í lífi föður míns sem ég kann engin skil á. Í mörg ár var hann jafnframt í aukastarfi hjá frystihúsinu Ísbirninum. Og það makalausa er að þar sinnti hann bókhaldi! Enn í dag fáum við bræð- ur ekki skilið hvernig það fékk at- vikast að faðir okkar tæki að sér bókhaldsstörf! Því starfi hefur hann ábyggilega sinnt af sömu elju og öðrum. Æskudraumur pabba um að ger- ast blaðamaður rættist. Um blaða- mennskuna hefur verið sagt að hún sé hundalíf en jafnframt eina lífið sem sé þess virði að lifa því – Jo- urnalistens liv er et hundeliv men det er det eneste liv der er værdt at leve. Faðir minn var ekki sammála þessu. Hann taldi blaðamennskuna ekki hundalíf – hún var alla tíð yndi hans og áhugamál. Hann fylgdist mjög vel með fréttum alla ævi og jafnan var BBC í gangi á stuttbylgj- unni þegar hann var sóttur heim í Suðurgötu. Hann taldi það mikla gæfu að hafa fengið að vinna á Morgunblaðinu. Starfsandinn var einstakur og þar var að finna marga hans bestu vini. Það góða fólk mat hann mikils og það gerum við bræð- ur einnig. Raunar segja orð föður míns allt um starfsævi hans á Morg- unblaðinu. Í samtali við Halldór, son minn, fyrir nokkrum árum sagði hann: „Ég hlakkaði til þess á hverj- um morgni að fara í vinnuna.“ Þvílík gæfa! Þótt faðir minn væri jafnan glað- ur í bragði fór hann dult með sínar innstu tilfinningar – þeim flíkaði hann ekki. Kannski taldi hann það ekki sæma – en líklegra er þó að honum hafi einfaldlega ekki þótt til- finningar sínar koma öðrum við. Hann var samviskusamur og skyldurækinn með afbrigðum – en um leið lifði hann lífi sínu á þann veg sem hann kaus. Hann taldi sig ekki þess umkominn að stjórna lífi ann- arra en um leið gerði hann þá kröfu að hann fengi stýrt eigin lífi. Aldr- aður maður átti hann þá ósk eina að fá að vera í Suðurgötu ekki aðeins eins lengi og hægt væri – heldur lengur. Þá ósk hans tókst að upp- fylla allt fram á sumar 2010. Hann varð eins og aðrir fyrir áföllum á langri ævi. Andlát Ásu Steinunnar árið 1984 var honum þungt högg enda var samband þeirra einlægt og djúpt. Móður mína missti hann aðeins 18 mán- uðum eftir að Ása Steinunn lést. En hann lét ekki hugfallast – áfram skyldi haldið. Eftir lát móður minn- ar – sem hann kallaði jafnan Hildi og var honum afar kær – flutti hann í Suðurgötu 13 – í íbúð sem verið hefur í eigu fjölskyldunnar frá árinu 1940. Faðir minn var ekki aðeins erki-Reykvíkingur; hann fékk tæp- ast skilið að mannlíf hvað þá menn- ing fengi þrifist utan miðbæjarins. Vitanlega var sú afstaða hans frem- ur „húmorísk“ en „kategorísk“ en öllu gamni fylgir nokkur alvara – hefur mér verið sagt. Búskapurinn í Suðurgötu var sér- stakur – ef til vill má segja að hann hafi verið frumlegur. Þórður bróðir minn hitti þá sem oftar naglann á höfuðið þegar hann lýsti Suðurgöt- unni sem bækistöð fremur en heim- ili því pabbi var stöðugt á ferðinni enda verður ljúfur leiður ef lengi sit- ur. Eftir að hann lét af störfum á Morgunblaðinu tók faðir minn að iðka golf með sinni góðu vinkonu Sigríði Flygenring. Fáir hefðu trúað því að Sverrir Þórðarson hefði þolinmæði til að iðka þá íþrótt – en hann hafði gaman af golfinu þó svo félagsskapurinn og útiveran hafi trúlega vegið þyngra. Við þökkum Sigríði Flygenring og börnum henn- ar hversu vel þau reyndust föður okkar á meðan allt lék í lyndi en ekki síður þegar húma tók að kveldi í lífi hans. Faðir minn dvaldist á hjúkrunar- heimilinu Skjóli rúm tvö síðustu ár ævi sinnar. Tæpast er unnt að ímynda sér mann sem átti jafn illa heima á hjúkrunarstofnun og Sverr- ir Þórðarson. Þessu erfiðasta verk- efni sinnar löngu ævi lauk hann með stæl. Allt fram á sína síðustu daga gat hann svarað fyrir sig á frum- legan og skemmtilegan máta og rifj- að upp liðna tíma – síðast hópflug Ítala hingað til lands (1933) í samtali við Ugga og Svein Agnarssyni að- eins tveimur dögum áður en hann sagði skilið við líkamshulstrið. Við bræður færum starfsfólki Skjóls okkar innilegustu þakkir fyrir þá frábæru þjónustu sem hann þar naut. Sverrir Þórðarson fór hraður í spori og léttur í lund í gegnum lífið. Hann reyndi margt á langri ævi – ungur upplifði hann heimssögulega atburði, hann varð fyrir áföllum og missi, eignaðist ástvini og aragrúa vina – og æskudraumurinn rættist – hann varð blaðamaður. Fyrir það og Moggann var hann jafnan þakk- látur. Öllu sínu sinnti hann af einstakri skyldurækni, samviskusemi og elju. Okkur, börnum sínum, var hann alltaf góður og jafnan tilbúinn til að hjálpa – ef eftir aðstoð var leitað. Aldrei reyndi hann að þvinga okkur til verka eða afstöðu – hann hafði enga þörf fyrir inngrip í líf annarra en var jafnan yfirvegaður og jarð- bundinn þegar sótt voru til hans ráð. Hann kenndi okkur að horfa út um framrúðu veruleikans í stað þess að stara í baksýnisspegilinn. Við móðir mín ræddum oft skáld- skap Hallgríms Péturssonar og vor- um almennt og yfirleitt ekki sam- mála. Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér og að mér læðist nú hversu vel heilræði sálmaskáldsins áttu við minn gamla, góða pabba: Lítillátur, ljúfur, kátur, leik þér ei úr máta, en varast spjátur, hæðni, hlátur, heimskir menn sig státa. Ásgeir Sverrisson. Tímamót Úr 25 ára starfsafmæli Sigfúsar Jónssonar, framkvæmdastjóra Árvakurs, árið 1948. Frá vinstri: Sverrir Þórðarson, Guðmundur Eyþórsson loft- skeytamaður, Valtýr Stefánsson, Guðmundur Ásmundsson, Margrét Indriðadóttir, Ívar Guðmundsson, Þorbjörn Guðmundsson, Sigfús Jónsson, Jón Kjart- ansson, Sigurður Bjarnason frá Vigur, Gísli J. Ástþórsson, Agnar Bogason og Árni Óla. Morgunblaðið/Ól.K.M. Ritstjórn Morgunblaðsins 1953 Sitjandi: Sigurlaug Bjarnadóttir, Árni Óla, Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason og Anna Bjarnason. Standandi: Sverrir Þórðarson, Þorbjörn Guðmundsson, Matthías Johannessen, Þor- steinn Thorarensen og Atli Steinarsson. 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Hús sem fékk viðurkenningu 2012 fyrir vel heppnaðar endurbætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.