Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 9
Beina brautin Bankar og sparisjóðir gáfu minni fyrirtækjum eftir skuldir og veittu þeim mörgum hverjum biðlán. Miðað við núverandi stöðu virðast góðar líkur á því að rekstur þorra þeirra fyrirtækja sem hafa verið fjár- hagslega endurskipulögð geti staðið undir þeim skuldbindingum sem á þeim hvíla. Þetta segir Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur Samtaka fjármálafyrirtækja, í pistli á vefsvæði samtakanna, þar sem hann svarar þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna úr- ræðisins „Beina brautin.“ Í pistli Yngva kemur m.a. fram að úrræðið hafi falist í því að rekstrarskuldir fyrirtækja með skuldir á bilinu 10- 1.000 milljónir króna yrðu færðar niður í 70% af virði þeirra en lán sem svaraði til allt að 30% af virði viðkomandi fyrirtækis yrði sett á óverðtryggt biðlán til þriggja ára með lágum vöxtum. Bið- lánin voru til þriggja ára og koma fyrstu lánin á gjalddaga seint á þessu ári en gjalddagar flestra lánanna dreifast á árin 2014 og 2015. Í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag sagði Sævar Þór Jónsson lögmaður úrræðið hafa gengið of skammt, vandinn hefði ekki verið leystur heldur hefði honum verið slegið á frest. „Bankarnir hafa ekki verið tilbúnir að lofa því að það eigi að afskrifa lánið eftir þrjú ár heldur ætla að skoða stöðuna,“ sagði Sævar. Hann sagði fæst fyrirtækjanna hafa náð þeim umskiptum í rekstri að geta tekist á við greiðslu biðlánanna. Verða að afla nýs eiginfjár Yngvi segir hins vegar samkomu- lag stjórnvalda, fjármálafyrirtækja og hagsmunasamtaka atvinnulífsins um „Beinu brautina“ ekki hafa fjallað um það hvað tæki við þegar að gjald- daga biðlánanna kæmi. „Gert var ráð fyrir því að fjármála- fyrirtæki tækju á því hvert með sín- um hætti og fyrirtæki og fjármálafyr- irtæki semdu í hverju tilviki um greiðslu eða endurfjármögnun bið- lánsins eftir aðstæðum hvers fyrir- tækis,“ segir Yngvi, eðli málsins sam- kvæmt hafi mikil óvissa ríkt við alla áætlanagerð og óhjákvæmilegt að einhver fyrirtæki mundu eiga erfitt með að mæta endurgreiðslum eða endursemja um biðlánið. „Þá reynir á getu fyrirtækjanna til að afla nýs eig- infjár,“ segir í pistlinum. Alls fóru um 700 fyrirtæki form- lega „Beinu brautina“ en rúmlega 2.000 lítil og meðalstór fyrirtæki aðr- ar leiðir. „Samkomulaginu fylgdi tímasett áætlun um úrvinnslu skulda- mála þessara fyrirtækja og var miðað við að fyrirtækin fengju tilboð um fjárhagslega endurskipulagningu fyr- ir júní 2011. Þessi áform gengu í meg- inatriðum eftir,“ segir Yngvi. Vanskil almennt lítil Í Morgunblaðinu á fimmtudag velti Sævar upp þeirri spurningu hvort fyrirtækjunum yrði gert að greiða lánin upp og sagði að það myndi þýða gjaldþrot fyrir mörg þeirra. Yngvi segir hins vegar of snemmt að segja til um hver staða fyrirtækjanna verði þegar kemur að gjalddaga en sam- kvæmt upplýsingum frá stóru bönk- unum þremur séu vanskil rekstrar- lána fyrirtækja sem hafa gengið í gegnum fjárhagslega endurskipu- lagningu almennt lítil. „Slíkt er vísbending um að geta þeirra til þess að greiða eða semja um framhald biðlánsins verði almennt góð. Í einhverjum tilvikum hafa fyr- irtæki þegar nýtt heimild til upp- greiðslu biðlánsins og í einhverjum tilvikum hafa fyrirtæki þegar farið í þrot þrátt fyrir fjárhagslega endur- skipulagningu.“ holmfridur@mbl.is Flest fyrirtækin geti staðið við skuldbindingar  Alls 700 fyrirtæki fóru gegnum skuldaúrræðið „Beinu brautina“ Beina brautin » Biðlánin voru án greiðslu á lánstíma og algengt að vextir væru 2%. » Fyrirtækjunum var heimilt að greiða upp lánin á lánstím- anum með verulegum afslætti. » Um 700 fyrirtæki fóru „Beinu brautina“ en rúmlega 2.000 lítil og meðalstór fyr- irtæki fóru aðrar leiðir, segir Yngvi. Yngvi Örn Kristinsson FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 40% afsláttur Leðurstígvél, spariskór og ökklaskór í úrvali! Vertu vinur okkar á facebook Engjateigur 5• Sími 581 2141• www.hjahrafnhildi.is• Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 St. 36-42,5 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Buxur á ÚTSÖLU 50% afsláttur Bæjarlind 6, sími 554 7030 Opið í dag kl. 10-16 Eddufelli 2, sími 557 1730 Lokað í dag www.rita.is Ríta tískuverslun verð áður 11.900 kr. verð nú 5.950 kr. STÓRÚTSALA Laugavegi 63 • S: 551 4422 KLASSÍSK GÆÐAVARA FRÁ GERRY WEBER TAIFUN - GARDEUR - CREENSTONE FUCHS SCHMITT O.FL. O.FL. 40-50% afsláttu r Sparidress - Vetrardragtir - Peysur - Blússur - Bolir www.laxdal.is Árin segja sitt1979-2013 BISTRO Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is Lögreglan á Selfossi gerði húsleit á heimili í Hrunamannahreppi árla morguns í gær og lagði hald á 170 lítra af eimuðum landa. Einnig fundust 800 lítrar af gambra en bruggunin hafði eitthvað mistekist því ekkert áfengi mældist í gambr- anum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi fékk hún ábend- ingar um landaframleiðsluna í fyrradag og var farið snemma í gærmorgun á bæinn þar sem fram- leiðslan var. Einn var handtekinn á staðnum og hefur hann játað að hafa staðið að framleiðslunni. Það er hins veg- ar lán í óláni fyrir manninn að ekk- ert alkóhól var í gambranum því það þýðir að hann verður ekki ákærður fyrir þann hluta fram- leiðslunnar. Landabruggari með misheppnaðan gambra Vodafone (Fjarskipti hf.) mun sjá um stafræna sjónvarpsdreifingu fyrir Ríkisútvarpið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Rík- iskaupum. Ákveðið var að taka til- boði Vodafone en stafræn sjón- varpsdreifing fyrir Ríkisútvarpið var boðin út á Evrópska efnahags- svæðinu á síðasta ári. Útboðið var í nokkrum áföngum; fyrst forvali þar sem allir áhuga- samir aðilar gátu sent inn tilboð, næst bauðst fjórum aðilum að taka áfram þátt í útboðinu og að lokum stóð valið milli tveggja fyrirtækja. Vodefone mun gefa frekari upp- lýsingar eftir því sem samn- ingagerðinni vindur fram, segir í tilkynningu Ríkiskaupa. Vodafone sér um stafræna sjónvarps- dreifingu fyrir RÚV Einn var fluttur á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur við gatnamót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar síðdegis í gær, á háanna- tíma. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er viðkomandi ekki alvarlega slas- aður. Um aftanákeyrslu var að ræða. Bifreiðin sem ekið var á end- aði á vegriði sem á liggur á milli ak- brauta. Við það kom gat á eldsneyt- istankinn og lak töluvert af elds- neyti á veginn. Tafir urðu á umferð vegna hreinsunarstarfs á vettvangi. Árekstur á háanna- tíma í umferðinni mbl.is alltaf - allstaðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.