Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 ✝ HólmfríðurSteinþórsdóttir fæddist á Húsavík 25. júlí 1917. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Siglu- fjarðar 6. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Guð- rún Halldórsdóttir, fædd 6. október 1885, látin 30. ágúst 1954, og Steinþór Matthías Stefánsson, fæddur 7. september 1891, látinn 3. júlí 1967. Bræður hennar eru Stefán látinn, Halldór, Gunnar látinn. Nítján ára gömul fluttist Hólm- fríður til Siglufjarðar, þar kynnt- ist hún manni sínum Birni Stefáni Ólafssyni, f. 10. júlí 1917, d. 4. nóv- ember 1965. Þau eignuðust tíu börn: 1) Unnur, maki Rögnvaldur Þórhallsson. 2) Birgir, lést á fyrsta ári. 3) Arnfinna, maki Ey- steinn Aðalsteinsson. 4) Guðrún, maki Helgi Magnússon. 5) Ólafur Kristinn, d. 15. september 1985, maki Kolbrún Símonardóttir. 6) Ólína Sigríður, maki Hólmgeir Óskarsson. 7) Rósa, maki Guð- berg Guðmundsson. 8) Birna. 9) Elín Sigríð- ur, maki Vilhjálmur Andrésson. 10) Stein- unn Helga, maki Sigurður I. Halldórs- son. Afkomendur Hólmfríðar eru í dag 129. Hólmfríður og Björn bjuggu á Siglufirði þar til Björn lést, eftir lát hans fluttist Hólmfríður til Reykjavíkur. Þar kynntist hún Ásgeiri Sigurðssyni og bjó með honum þar til hann lést eftir tveggja ára hjónaband. Hólmfríður vann utan heimilis eins og kostur var, bæði við síld- arsöltun og saumaskap. Hólm- fríður fluttist aftur til Siglu- fjarðar 1990 þar sem hún bjó til æviloka. Hólmfríður verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju í dag, 19. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Ástkær móðir okkar Hólm- fríður, Fríða Steinþórs eins og hún var alltaf kölluð, lést 6. jan- úar sl. Með nokkrum orðum vilj- um við systurnar Abbý, Guðrún og fjölskyldur minnast hennar og þakka. Elsku mamma, þú varst svo sterk alveg frá barn- æsku að þú varðst ein með móð- ur þinni eftir að pabbi þinn fékk berkla og þurfti að fara frá ykk- ur á stofnun og móðir þín varð að láta bræður þína þrjá frá sér til ættingja sem ólu þá upp. Þetta hafði mikil áhrif á þig. Ég man líka vísuna sem þú fórst oft með og sagðir að mamma þín hefði svæft þig með sem var Sofðu barn mitt blíða, byrgðu augun þín. Litla ljósið fríða, lífs- ins vonin mín. 19 ára kemur þú til Siglufjarðar til að vinna á Hótel Hvanneyri og kynntist pabba, Birni Ólafssyni. Þið eign- uðust 10 börn sem var mikið á þeim árum þegar ekki voru raf- magnstæki til húsverka. Við systurnar munum vel all- an dugnað sem fylgdi því að þvo á þvottabretti. Vaskafat var not- að þegar bakað var. Við fengum að hræra og kallaðir þú mig haldreipið þitt og gerðir það fram á síðasta dag. Við munum líka hvað þú saumaðir falleg föt á okkur systkinin; kjóla, kápur og buxur, allt lék þetta í höndunum á þér. Við vitum að á þinni löngu ævi var ýmislegt sem þú gekkst í gegnum en tókst öllu með stakri ró. Pabba misstir þú 48 ára göm- ul og fluttir til Reykjavíkur með yngstu systurnar. Margt fleira gekk svo á en þú fórst í gegnum það með þínu sérstaka æðruleysi sem fylgdi þinni sterku trú á lífið alla tíð. Eftir að þú fluttir til okk- ar á Hlíðarveginn, sem var fjöl- skyldum okkar mikil ánægja, kynntumst við þér betur. Marg- ar áttum við gleðistundirnar með þér þegar komið var saman við hátíðleg tækifæri og þú tókst harmonikkuna og ég gítarinn og spiluðum af miklum krafti, þar á meðal í 90 ára afmælinu þínu. Þá var spilað til klukkan þrjú að nóttu og skemmtu afkomendur þínir sér mjög vel. Þetta var af- rek. Þú vart stórkostleg. Á þess- um tímamótum var heitasta ósk þín að fara til Húsavíkur og í Aðaldalinn og það gerðu þau Guðrún og Helgi, fóru með þig á Hótel Reynihlíð og á tónleika sem Helgi Svavar og fleiri voru með í Gamla bænum. Þér fannst þetta besta afmælisgjöfin sem þú hafðir fengið. Elsku mamma, við munum alltaf minnast þín sem flottrar konu sem hafði un- un af tónlist, fallegum fötum og fjölskyldunni sinni. Guð blessi þig. Þínar dætur, Arnfinna, Guðrún og fjölskyldur. Nú er komið að kveðjustund- inni, Hólmfríður Steinþórsdóttir eða Fríða eins og hún var alltaf kölluð, er fallin frá. Ég kynntist Fríðu 1977 þegar leiðir okkar Steinunnar dóttur Fríðu lágu saman. Strax voru mér ljósir kostir Fríðu, hún var hörkudugleg, hlý í viðmóti, fróð og hafði frásagnarhæfileika, skemmtileg og hrókur alls fagn- aðar þegar fjölskyldan var sam- ankomin. Fríða fæddist á Húsavík og var stolt af þingeyskum uppruna sínum, fyrir um 10 árum ókum við Steinunn með Fríðu til Húsa- víkur. Gaman var að heyra hana rifja upp minningar um æskuár- in á Húsavík, Fríða lýsti því sem fyrir augu bar m.a. nöfnum eldri húsa sem hún mundi vel eftir, síðan var ekið upp að Botnsvatni en þangað hafði Fríða m.a. farið sem ung stúlka í berjamó. Í þessari ferð kom vel í ljós hve Fríða var vel ern, hún sagði sög- ur af mönnum og málleysingjum eins þær hefðu gerst í gær þó hún væri 85 ára. Tvítug flutti Fríða til Siglu- fjarðar þar sem hún kynntist Birni Ólafssyni, Bubba Óla, og eignuðust þau 10 börn og kom- ust níu þeirra til fullorðinsára, Bubba sinn missti Fríða af slys- förum 1965 og í framhaldinu flutti Fríða til Reykjavíkur ásamt yngstu dætrunum. Það þarf dugnað til að koma níu börnum til manns og þar stóð Fríða sig með miklum sóma, hún vann utan heimilis eins og kostur var, m.a. við síldarsöltun og jafnvel með dæturnar sér við hlið á síldarplaninu. Fríða mátti þola mikið mót- læti í lífinu. Eftir að hafa flust til Reykjavíkur kynntist hún Ás- geiri Sigurðssyni en Ásgeir lést af slysförum fáum árum síðar. Þá missti hún son sinn Óla Kidda og sonarson af slysförum með fárra ára millibili. Í mótlætinu sýndi Fríða mikinn styrk og lét ekki bugast heldur hélt áfram með sinn dugnað og bjartsýni að leiðarljósi. Mín kynni af Fríðu hafa alla tíð verið mér mjög gefandi, börn okkar Steinunnar, þau Íris, Hall- dór og Hólmfríður bundust ömmu Fríða sterkum böndum og var hún í miklum metum hjá þeim. Fríða á í dag 129 afkomendur, á ættarmótum var Fríða alltaf drottningin, hún kunni að skemmta sér og öðrum m.a. með harmonikkuleik. Þegar haldið var upp á 90 ára afmæli Fríðu norður í Eyjafirði í júlí 2007, seint á laugardagkvöldinu dreif Fríða sig fram náði í nikkuna og spilaði fram yfir miðnætti við góðar undirtektir afkomenda sinna og mikið fjör. Sl. sumar varð Fríða 95 ára og var henni haldin afmælisveisla á Siglufirði. Það var gaman þegar Fríða mætti á staðinn, hún var glæsileg að vanda, þekkti alla og var í sínu góða skapi. Fríða var ávallt mjög heilsu- hraust, ég minnist þess tæplega að hún hafi dvalið á sjúkrahúsi. Þá var hún vel ern fram til síð- asta dags. Síðastliðið haust var Fríða farin að huga að 96 ára afmæli sínu og langaði þá að fara í rútu með dætrunum til Húsavíkur. Það verður hins vegar ekkert af þeirri ferð því Fríða er farin í annað og lengra ferðlag og víst er að hún mun gleðja samferða- fólk sitt með jákvæðri nærveru og vonandi verður harmonikka á staðnum. Undanfarin ár dvaldi Fríða á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar við mjög góða umhyggju. Ég vil að lokum þakka elsku- legri tengdamóður minni fyrir einstaklega góð kynni og hlýja vináttu frá því við kynntust fyrst. Hvíldu í friði. Sigurður I. Halldórsson. Ég deildi elsku ömmu minni með rúmlega 100 öðrum afkom- endum hennar og ekki var óal- gengt að 8-10 nýir afkomendur bættust í hópinn á hverju ári. Amma var mikill húmoristi, í seinni tíð hafði hún orð á því að henni fyndist nú stundum eins og að hún væri atriði í sirkus. Af- komendurnir kepptust við að koma og sýna yngstu börnunum þessa lang- eða langalangömmu eins og hún væri eitthvert ein- stakt fyrirbrigði og í staðinn spilaði hún eða söng og sagði sögur. Hún var „performer“ af Guðs náð. Hólmfríður Steinþórsdóttir ✝ Einar KristinnKlemenzson fæddist 4.11. 1930. Hann lést 12.1. 2013. Faðir: Klem- enz Árnason, f. 22. 2. 1891, d 1.10. 1980. Móðir: Gunn- heiður Heiðmunds- dóttir, f. 5.4. 1893, d. 27.4 1982. Systk- ini: Tala, Ragnheið- ur, Högni, Gunnar, Heiðmundur Einar, Magnús og Sveinn. Eftirlifandi eiginkona Einars er Hrefna Finnbogadóttir, f. 22.4. 1932. Foreldrar Hrefnu voru Finnbogi Einarsson, f. 28.12. 1889, d 17.2. 1985 og Kristín Einarsdóttir, f. 20.4. 1888, d. 7.3. 1986. Einar og Hrefna gengu í hjónaband 19.12. 1953. Börn þeirra: Kristín, f. 22.6. 1953, gift Sig- urjóni Rútssyni. Börn: 1) Einar Kristinn Stefánsson, börn a) Matthildur. 2) Hrefna gift, Þor- geiri Ragnarssyni, börn : a) Ás- laug Lilja b) Sigurjón Kári. 3) Rútur Skæringu, giftur Ólöfu Vignisdóttur. 4) Viktor Smári. 5) leifsdóttur. Börn 1) Ársæll, sambk. Þorgerður Jóna Guð- mundsdóttir, börn: a) Saga. b) Bjarni. 2) Erpur Snær, sambýlis- kona Þórey Þorkelsdóttir, börn: a) Jón Haukur b) Guðrún Sif 3) Elmar Reyr. 4) Irpa Þöll. Einar ólst upp í Görðum við búskap og veiðar. Eftir skóla- göngu og fermingu byrjaði Einar að vinna utan heimilis, við ýmis störf en á 16. ári fór hann á ver- tíð. Næstu ár var hann ýmist á vertíðum og á Lóranstöðinni Reynisfjalli. Vorið 1953 tóku Ein- ar og Hrefna við búi af for- eldrum Hrefnu í Neðri- Presthúsum og keyptu jörðina Reynisdal. Samhliða búskapnum vann Einar ýmis störf utan heim- ilis. Frá 1965 vann hann við lög- gæslu eða í um 17 ár og sem slát- urhússtjóri hjá SS í Vík í 12 ár. Einar stundaði veiðar af ástríðu alla sína tíð og gerði m.a. út bát ásamt félögum sínum frá hafn- lausri strönd Reynishverfis. Ein- ar starfaði að félagsmálum var félagi í Lionsklúbbnum Suðra til fjölda ára og stundaði hann bæði skák og brids. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var Einar vel að sér, var Njála t.d. í miklu uppáhaldi og kunni hann m.a. Gunn- arshólma utan að. Einar var um árabil meðhjálpari og hringjari í Reyniskirkju. Útför Einars fer fram frá Reyniskirkju laugardaginn 19. janúar 2013 kl. 14. Ríkharður. Viggó Rúnar, f. 22.9. 1955, dáinn 19.8. 2004. Eftirlif- andi eiginkona hans er Elísa Berglind Adolfsdóttir. Börn: 1) Jón Ingi Smára- son, börn: a) Daníel Ingi. b) Ingibjörg Karitas. 2) Róbert Birkir, d. 2003. 3) Lovísa Dögg, sambm. Guðmundur Magnússon, börn a) Viggó Rúnar Sigurðsson, b) Elísa Sigurrós c) stúlka, f. 2012. 4) Hlynur Freyr. Klemens Árni, f. 25.1. 1958, börn: 1) Jón Þór giftur Söru Pálsdóttur, börn: a) Breki Páll. b) Stefanía. 2) Sunna Dís, sambm. Haukur Dór. 3) Birta Mjöll, sambm, Árni Freyr Ársæls. Finnbogi, f. 8.5. 1960. Heiða Dís, f. 21.9. 1963, gift Snorra Snorrasyni börn: 1) Elv- ar. 2) Sævar. 3) Hafþór. Signý, f. 3.4. 1965, sambm. Flosi Arn- órsson. Börn 1) Guðrún Hildur Thorstensen, sambm. Jón Skjöld- ur Níelsson. 2) Freyja Huld Hrólfsdóttir, unnusti, Halldór Vilhjálmsson. Haukur, f. 3.4. 1965, kvæntur Sóleyju Rut Ís- Komið er að kveðjustund. Afi úti í sveit hefur kvatt okkur og víst er að margir sakna hans. Hann gegndi mikilvægu hlut- verki innan fjölskyldunnar og víðar. Þótt sárt sé að kveðja er gott að hugga sig við að afi skilur einungis eftir ljúfar minningar. Þegar ég kalla fram mynd hans í huga mér birtist hún auðveld- lega. Afi – myndarlegur, stór og sterkur með fallegt bros og kank- víst augnaráð. Honum fylgdi ró og yfirvegun en einnig fjör og kátína. Afi var einn af þessum mönn- um sem vöktu athygli. Ekki með látum og hamagangi heldur var eitthvað við hann. Hann var sjarmerandi. Vissulega var hann áberandi, stór og sterkur með myndarlegt andlit, en auk þess var fas hans og framkoma heillandi. Hann var félagslyndur, hafði gaman af að ræða menn og málefni og hafði ætíð eitthvað til málanna að leggja. Hann las mik- ið og hafði gaman af Stiklum og öðru efni er fjallaði um mannlíf. Handbolti var í uppáhaldi og hon- um þótti gaman að tefla og spila. Afi var náttúrubarn og naut þess að skreppa niður í fjöru. Honum þótti vænt um heimahagana enda bjó hann í einni fallegustu sveit landsins. Hann hafði gaman af að ferðast um landið og blanda geði en hafði ekki þörf fyrir að kanna önnur lönd. Hann bjó yfir góðri dómgreind, var fastur fyrir og ákveðinn ef þess þurfti. Hann var heiðarlegur, réttsýnn og fylgdi sínum grundvallarreglum. Hon- um var því oft treyst fyrir erf- iðum verkefnum og ábyrgðar- stöðum. Auk þess að vera bóndi þá sinnti hann ýmsum störfum gegnum tíðina. Hann var m.a. lögreglumaður, sláturhússtjóri og veiðimaður. Hann lagði net í ósinn, veiddi fýl og lunda og var fýlaverkun hans og ömmu víð- fræg. Mamma og pabbi lærðu þá list af þeim. Slátrað var á hverju hausti, matargerð stunduð og áð- ur fyrr höfðu þau mjólkurbú og hænur. Amma hafði sína hesta en undir það síðasta voru um 30 kindur eftir og aðstoðaði pabbi við búskapinn. Amma og afi voru samhent í þessu sem öðru og er missir ömmu mikill. Afi var stríðinn og þótti ekki leiðinlegt að erta samferðafólk sitt. Hann var lúmskur þegar hann plataði fólk í samræður þar sem hann dró fram hið spaugileg- asta í skoðunum og öðrum tikt- úrum manna. Hann sagði krökk- um ýkjusögur og skemmti sér stundum við að espa upp frúna með vel völdum kommentum og amma spilaði með. Þegar hún hafði af kostgæfni valið sín and- svör þá leit afi á okkur brosandi og axlirnar hristust upp og niður. Þá var gaman. Amma og afi voru skemmtileg hjón. Að mörgu leyti ólík en áttu vel saman og alltaf hrifin af hvort öðru. Þau áttu sér langa sögu en ávallt var þessi neisti á milli þeirra sem ég held við leitum öll að. Ég var hreykin af afa mínum. Mér fannst hann glæsilegur og traustur. Hann var góð fyrir- mynd, mikil barnagæla og ég fullyrði að allir hans afkomendur hugsa til hans með hlýju og virð- ingu. Hann var jafnvel fallegur og tilkomumikill að lífinu loknu, þegar við kvöddum hann í hvítu líni. Hann skipaði stóran sess í lífi okkar og með fráfalli hans verða vatnaskil. Þá finnum við fyrir þeirri ábyrgð að halda minningu hans á lofti og taka við kyndlin- um. Nú þurfum við að minnast þess sem afi kenndi okkur og nýta það. Blessuð sé minning þín, kæri afi. Hrefna Sigurjónsdóttir. Það er með söknuð í hjarta sem við kveðjum hann afa okkar í Presthúsum en á sama tíma horf- um við til baka með hlýhug og einskæru þakklæti. Þakklæti fyr- ir allar þær stundir sem við átt- um saman í gegnum tíðina og munu koma til með að sitja eftir sem minningar um þennan góða mann. Þegar við vorum litlir fannst okkur við aldrei vera stærri og sterkari en þegar við fengum að hjálpa afa í fjósinu og alltaf feng- um við að fara með þó svo eflaust hafi verið lítið gagn í okkur lengst af. Síðar varð það þó að ár- legum viðburði að mæta síðsum- ars í fýlaveiðarnar þar sem við gátum hlaupið eftir fuglinum út um hvippinn og hvappinn á með- an afi stjórnaði veiðinni úr hilux- inum og tók svo fagnandi á móti okkur eftir hverja ferð og bauð upp á kók og kex áður en leitað var á ný svæði. Sjaldan var afi jafn spenntur og þegar vel gekk að veiða og spenningurinn smit- aðist auðveldlega yfir á okkur. Maður lagði sig alltaf hundrað prósent fram þegar maður vann með afa. Þegar við minnumst afa sjáum við hann fyrir okkur við eldhús- borðið í Presthúsum. Við sitjum á bekknum og hann situr á móti. Útvarpið er í gangi og hann hlustar á fréttirnar og strýkur sér um ennið. Svo spilum við rússa eða sitjum og spjöllum. Afi laumar inn léttri stríðni í átt að ömmu sem svarar í sömu mynt, en afi glottir ennþá enda tak- markinu náð. Það var aldrei langt í húmorinn hjá afa. Við munum sakna hans afa okkar sárt, en ef við getum lifað okkar lífi með sama dugnaði og góðmennsku og hann þá mun minning hans lifa. Hvíldu í friði, elsku afi. Elvar, Sævar og Hafþór Snorrasynir. Fallinn er frá góðvinur minn, Einar í Prestshúsum. Hann hafði ekki gengið heill til skógar und- anfarin ár og síðustu mánuði fór heilsu hans ört hrakandi. Hann lést á sjúkrahúsinu á Selfossi að- faranótt sl. sunnudags. Ég vil minnast hans nokkrum orðum. Ekki er mér unnt að tala um Einar án þess að hafa Hrefnu, konu hans, í sama orðinu. Þeim hjónum kynntist ég fljótlega eftir komu mína til Víkur í október 1962. Þau bjuggu í Neðri-Prests- húsum. Þá þegar þótti mér tals- verður fólksfjöldi vera þar í heimili, en þau hjón höfðu þá eignast fjögur börn á fimm árum og einnig dvöldu hjá þeim rosknir foreldrar Hrefnu. Satt að segja hafði ég, Reykjavíkurpilturinn, aldrei fyrr komið á mannfleira heimili. Þó áttu þau hjón eftir að bæta um betur, því enn fæddust þrjú börn, síðast tvíburar. Meðan börnin voru ung og gömlu hjónin, Kristín og Finnbogi, lifðu kom ég iðulega í læknisvitjanir í Prests- hús, en smám saman breyttust komur mínar í vináttuheimsókn- ir, ekki síst þótti gaman að koma við í reiðtúrum, hvort heldur var innansveitar eða eftir að ég var fluttur til Reykjavíkur í tengslum við lengri ferðir. Já, svo ekki sé minnst á árlegar fýlaveislur um alllangt skeið. Ekki varð hjá því komist að taka eftir því hve skemmtilega ólík þau voru hjónin Einar og Hrefna, bæði í sjón og raun. Ein- ar með stærstu mönnum og þrek- inn eftir því, rólegur, íbygginn og launkíminn og að því virtist sein- þreyttur til vandræða, en Hrefna lágvaxin, kvik í hreyfingum og at- höfnum öllum, vildi láta hlutina ganga. Ekki fannst manni fara á milli mála, að Hrefna væri áhuga- samari um búskapinn og í fljótu bragði gat maður ætlað að þau væru lítt samstiga, en það hygg ég hafa verið frekar á yfirborð- inu. Þau virtust hafa gaman af að kýtast á léttum nótum. Einar var mikill veiðimaður, hvort heldur var á fugl eða fisk og um tíma stóð stóreflis plastbátur í hlaði, sem róið var á til fiskjar úr Reynisfjöru. Silung veiddi Einar í net í Dyrhólaós og Heiðarvatni, háfaði lunda í Reynisfjalli fram eftir öllum aldri og fýll var tekinn á ósnum á hverju sumri og voru þau Prestshúsahjón þekkt að góðri verkun þess góðgætis. Mér brá nokkuð, þegar Hrefna tjáði mér í vetur, að enginn fýll hefði komið í hús í fyrrasumar. Enn einum kafla lífsins er lokið. Ekki verður framar sest að fýlaveislu hjá þeim hjónum og staðan tekin á tilverunni. Ekki man ég í fljótu bragði, hve marga gesti ég hef dregið með mér í slíkar veislur til þeirra, en allir luku þeir upp ein- um munni um, hversu skemmti- legt hefði verið að kynnast þeim hjónum, og ekki síður hve fýllinn hefði verið góður, en fæstir höfðu smakkað hann áður. Á yngri árum starfaði Einar sem tímavörður á Lóranstöðinni á Reynisfjalli og meðfram bú- skapnum starfaði hann um árabil sem lögreglumaður í sýslunni við góðan orstír. Alltaf jafn rólegur og yfirvegaður. Einnig sinnti hann akstri sjúkrabifreiðar á móti öðrum. Var gott að eiga hann að í hvoru hlutverkinu sem var. Einars verður saknað. Ég votta Hrefnu og fjölskyldunni samúð. Vigfús Magnússon. Einar Klemenzson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.