Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Viðræður um sölu á flugfélaginu Bláfugli báru ekki árangur en hluta- bréf félagsins voru sett í sölu fyrir tæpu ári. Samkvæmt upplýsingum frá PwC, sem annaðist söluferlið, bárust nokkur tilboð í Bláfugl en hæstbjóðanda tókst ekki að ljúka fjármögnun kaupanna. Í fréttatilkynningu kemur fram að söluferli á hlutafé Bláfugls ehf., sem er að fullu í eigu SPW ehf., dótt- urfélags Miðengis, sem síðan er í eigu Íslandsbanka, hófst hinn 22. febrúar 2012. PwC var falið að ann- ast söluferlið fyrir hönd SPW. Nokkur tilboð bárust í félagið, inn- lend og erlend. Stjórn SPW ehf. hóf í framhaldinu viðræður við hæstbjóð- anda um sölu á eignarhlutnum. Við- ræðum er nú lokið án þess að til sölu hafi komið á eignarhlutnum þar sem tilboðsgjafa tókst ekki að ljúka fjár- mögnun sinni. Formlegu söluferli á hlutnum er því lokið. Þó svo formlegu söluferli sé lokið er það takmark SPW að selja eign- arhlutinn m.a. með hliðsjón af skil- yrðum sem SPW hefur verið sett af Samkeppniseftirlitinu, segir enn- fremur í tilkynningu. Bluebird Cargo (Bláfugl) er íslenskt flugfélag sem sérhæfir sig í flugfrakt. Morgunblaðið/Jim Smart Bláfugl Söluferlið hófst fyrir ári en hefur enn ekki skilað árangri. Ekki hefur tekist að selja Bláfugl  Nokkur tilboð bárust í félagið Ingvar H. Ragn- arsson hefur hafið störf sem forstöðumaður eignastýringar Landsbankans. Ingvar kemur til Landsbank- ans frá fjár- málaráðuneytinu þar sem hann hefur undanfarin ár leitt fjármögnun og skuldastýr- ingu fyrir þess hönd á innlendum og erlendum mörkuðum, m.a. við undirbúning og framkvæmd á al- þjóðlegum skuldabréfaútgáfum ríkissjóðs árin 2011 og 2012, sem miðaði að því að endurheimta að- gengi ríkissjóðs að erlendum láns- fjármörkuðum. Ingvar var áður yfirmaður fjár- stýringar Landsnets og þar áður m.a. framkvæmdastjóri fjárstýr- ingar Glitnis, en hann starfaði yfir 10 ár hjá Glitni og forverum þess banka. Ingvar er viðskiptafræðingur frá HÍ og hefur lokið prófi í verð- bréfaviðskiptum. Forstöðumað- ur hjá Lands- bankanum Ingvar H. Ragnarsson Greiningardeild Íslandsbanka gerir ráð fyrir því að vísitala neysluverðs haldist óbreytt í janúar frá fyrri mánuði, en það leiðir til þess að 12 mánaða verðbólga lækkar úr 4,2% niður í 3,9%. Á næstu misserum ger- ir greiningin svo ráð fyrir 3 til 4% verðbólgu. „Að vanda munu togast á út- söluáhrif annars vegar og hækkun gjaldskráa og opinberra gjalda hins vegar í janúar,“ segir í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka. Greiningardeildin telur að opin- berar hækkanir verði töluvert minni en þær voru í janúar í fyrra. Þá er gert ráð fyrir að húsaleiga muni lækka í janúar frá fyrri mánuði og þannig hafa lítilsháttar lækkunar- áhrif á vísitöluna. Spáir 3,9% verðbólgu Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2013 verða sendir til íbúa á næstu dögum. Fasteignagjöldin verða innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Greiðsluseðlar verða ekki sendir út en hægt er að óska eftir heim- sendum greiðsluseðlum í gegnum þjónustu- ver Reykjavíkurborgar í síma 411 11 11. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar annast álagningu og innheimtu á fasteignaskatti, lóðaleigu og sorphirðugjaldi. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2013. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2011. Þegar álagning vegna tekna ársins 2012 liggur fyrir næsta haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fast- eignaskatti og fráveitugjaldi elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts á árinu 2013 verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.550.000 kr. Hjón með tekjur allt að kr. 3.560.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.550.000 til 2.930.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.560.000 til 3.970.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.930.000 til 3.410.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.970.000 til 4.740.000 kr. Umhverfis og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411- 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@ reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, annast álagningu og innheimtu vatns- gjalds og fráveitugjalds og veitir upplýsingar í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu fasteignaskatts og lóðarleigu og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is Fasteignagjöld 2013 Borgarstjórinn í Reykjavík, 19. janúar 2013. www.reykjavik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.