Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 45

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Í hennar frásögn varð allt að ævintýri, uppvaxtarárin í Aðal- dalnum og Húsavík, síldarárin á Siglufirði, barnauppeldi og basl með afa og baráttan við að koma undir sig fótunum í Reykjavík eftir fráfall afa. Hún fann ástina aftur en missti seinni manninn á sviplegan hátt stuttu síðar. En áfram hélt lífið. Amma er í mín- um augum tákngervingur bar- áttu kvenna á 20. öld, í þjóðfélagi sem stökkbreyttist á örfáum ára- tugum, það þurfti kjark og þor og kannski svolítið kæruleysi líka til að lifa af. Ég var 10 ára þegar ég kom fyrst til Reykjavíkur, ég fékk að gista hjá ömmu í kjallaranum á Hverfisgötunni, fyrir litla stelpu frá Siglufirði var lífið í kringum Hlemm furðuveröld. Pönkarar, rónar og allskonar fólk sem ég hafði aldrei séð áður og mitt í þessari hringiðu bjó amma. Hún var aldrei hefðbundin amma heldur bóhemtýpa sem fór sínar eigin leiðir. Meðan aðrar ömmur bökuðu lummur sat amma mín inni í stofu, með sólgleraugu á nefinu og sígarettu í munnvik- inu, spilaði á orgel eða harm- onikku eða setti upp tískusýn- ingu þar sem við krakkarnir fengum að klæða hana og snyrta. Amma flutti aftur á Siglufjörð í ellinni og urðu þá samskiptin meiri og tengslin sterkari. Ég hugsa að það séu ekki margir unglingar sem mæta í áramóta- partí hjá ömmu sinni á áttræð- isaldri, en hjá minni var mesta stuðið. Hún leit aldrei á sig sem eldri borgara og vildi lítið taka þátt í þeirra starfi. Oftast hafði hún meiri áhuga á spjalli um persónur og leikendur í Leiðar- ljósi en heimsmálin, rifja upp sögur úr gamla tímanum og allt- af var hún tilbúin að tala um tísku og kóngafólk. Stærsta hrósið fékk ég frá ömmu þegar að ég var um þrítugt, þá sagði hún: „Habba mín, mér finnst þú vera orðin svo mikil dama, loks- ins farin að klæða þig smart.“ Amma var líka daðrari og hrifin af sér yngri mönnum, ég færði henni brúðkaupsmynd af mér og nýbökuðum eiginmanni mínum, amma þá 94 ára stillti myndinni upp og sagði: „Mikið rosalega hefur þú náð þér í myndarlegan mann, hann verður framvegis fyrsti maðurinn sem ég lít á þegar ég vakna á morgn- ana og sá síðasti sem ég lít á áð- ur en ég sofna á kvöldin.“ Ég hefði alveg eins getað fært henni mynd af honum einum. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman, minning- arnar eru svo ótal margar. Það eru forréttindi að hafa fengið að læra af konu sem lifði og hrærð- ist í öllum þeim breytingum sem urðu á okkar þjóðfélagi á 20. öld- inni. Hún kunni að lifa lífinu. Ég vona að í minni elli geti ég litið til baka á mitt líf í sama ævin- týraljóma og hún gerði. Hrafnhildur Ólafsdóttir. Elsku fallega amma mín. Nú er komið að kveðjustund. Ég kveð þig með sorg og trega en einnig með miklu þakklæti í hjarta. Ég syrgi þá staðreynd að stundirnar og símtölin verða ekki fleiri. Að heyra ekki sög- urnar sagðar aftur. Á sama tíma og ég felli tárin og sakna þín kemur yfir mig ótrúlegt þakklæti. Ég er þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Ég lifi með öllum sögunum sem þú sagðir mér og ég er þakklát fyrir fjölskylduna sem þú gafst okkur, yndisleg fjölskylda sem telur 129 afkomendur. Síðast en ekki síst er ég þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynn- ast þér, knúsa þig og umfram allt bera nafn þitt með stolti. Elsku amma, takk fyrir allt. Þín nafna, Hólmfríður (Fríða). Nú blása varir Hólmfríðar Steinþórsdóttir ekki lengur í munnhörpuna. Belgur nikkunnar loftlaus og orgelið hennar hljóm- laust. Hús lífsins, íverustaður sálarinnar, orðið aldurhnigið. Haustið liðið og kuldi vetrarins tók líf álftarinnar. Í dag kveðjum við frá Siglu- fjarðarkirkju Hólmfríði Stein- þórsdóttur. Konu sem lífsbarátt- an fór ekki mjúkum höndum um en hún bugaðist eigi. Missti ann- an drenginn sinn sem barn. Lífið tók frá henni tvo eiginmenn og yngri soninn fulltíða mann. Ég kynntist Hólmfríði er eiginkona mín, nafna hennar, fór með mig í heimsókn til hennar. Bjó hún þá á Hverfisgötunni í Reykjavík. Sú heimsókn rennur mér ekki úr minni. Taldi að ég væri að fara í heimsókn til konu er væri orðin virðuleg amma sem hún náttúr- lega var. En á móti okkur tekur þingeysk drottning. Tíguleg, teinrétt í baki og létt á fæti þó að búin væri að eiga 10 börn, þá 73 ára. Ég sá þá að ég þyrfti ekki að kvíða neinu með kvonfang mitt ef hún hefði þessi gen að bera. Keimur af þeirri menningu sem hún var uppalin við sveif yfir þessum stað þótt lítill væri. Um sumarið 1991 dvaldi Hólmfríður hjá nöfnu sinni og mér í um sex vikur. Bjuggum við þá að Ból- stað í Svartárdal. Naut hún vel þessarar dvalar og talaði um hve gott væri að sjá það sem lífið og náttúran þar hefði upp á að bjóða. Talaði um dásemdir nátt- rúnnar sem hún sagði að minntu sig á æsku sína í Þingeyjar- sýslum. Hún var stoltur Þing- eyingur. Sagði margar góðar sögur úr æsku sinni er gaman var að hlustá á . Var þar ekkert dregið undan. Talað tæpitungu- laust um það sem á daga hennar hafði drifið. Minni þessarar vel gefnu konu var einstakt og entist henni allt til enda. Aldrei man ég til þess að hún væri bitur þó að dauðinn hefði tekið karlmennina hennar. Held þó að erfiðastur hafi verið missirinn þegar Birgir dó. Enda var hún þá svo ung og kunni þá kannski ekki eins vel að takast á við lífið. Hún horfir á flokkinn sinn fara þennan frjálsa vængjaða skara, hún vængbrotin er og veit hvernig fer þegar haustar á norðurhjara. (Páll Jónsson.) Frú Hólmfríður Steinþórs- dóttir hefur nú kvatt sitt jarðlíf. Sátt við sitt. Hún kunni að dansa, syngja, spila og ekki hvað síst að njóta þess að vera til. Ekki var hún gefin fyrir neitt kerlingarvæl né sjálfsvorkunn. Andi Hólmfríðar er floginn á braut á vængjum álftarinnar. Spilar nú á hljóðfærin sín þing- eysk lög eftir frændur sína í ei- lífu sumri og þeir sem hennar biðu taka undir. Finna hjá þér ást og unað, yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist, aldrei það er minning þín. (G.H.) Við Hólmfríður, Björn Stefán og Ægir Örn þökkum þeirri heiðurskonu sem hér er kvödd fyrir allar minningarnar og stundirnar sem við áttum með henni. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Örn Friðriksson. Lífskúnstner er fallinn frá. Um miðja síðustu öld norður á Siglufirði mótaðist líf flestra barna af vinnu við síldarsöltun og barnapössun. Í frítíma var fjallshlíðin, bryggjurnar, eyrin og fjörðurinn leiksvæði sem var án takmarkana til ævintýrasköp- unar. Í næsta húsi bjó Ellý dóttir Fríðu og Bubba og á þessum vettvangi kynntumst við og bundumst vináttuböndum sem enn halda okkur þétt saman. Á barnmörgu heimili þeirra hjóna var ekki amast við vinum og þar voru óendanleg tækifæri til að gera lífið eftirminnilegt og öðruvísi og tækifærin ekki færri en úti í náttúrunni. Allt frá mis- jafnlega vel heppnuðum þrifum okkar vinkvennanna þar innan- dyra og upp í ýmis önnur uppá- tæki voru launin upplestur Fríðu úr Familie Journal eða nikkan fékk að njóta sín í hennar faðmi. Spilastokkurinn var líka innan seilingar og þar voru framtíðar- heimar kannaðir. Allt kom þetta mér fyrir sjónir sem öðruvísi og heillandi heimur og innan þess- ara veggja var þolinmæði Fríðu og umburðarlyndi við uppátækj- um okkar einstakt. Aldrei feng- um við skammir né umvandanir heldur völsuðum við um óáreitt- ar og áhyggjuleysið fór vel með okkur. Óþvingaðar lékum við okkur og þegar leikurinn barst út á lóð var það heldur ekkert vandamál. Að bera púðana úr stofunni, teppi, borð og hálft bollastellið, ef því var að skipta, var látið afskiptalaust og Fríða amaðist aldrei við brölti okkar vinkvennanna. Þegar leikurinn barst inn að nýju tók hún þátt í ævintýrasköpun okkar og sýndi hvernig við gátum nýtt rautt bréfið utan af kaffibætinum og málað á okkur varirnar. Þá vor- um við komnar í sparikjólana hennar, ofan í skartgripaskrínið og í hælaháa skó. Hún var stórbrotinn persónu- leiki. Hávaxin, barmmikil með þéttar mjaðmir, fallega fótleggi, hátt enni og þykkt og mikið hár vafið inn í túrban. Með sígarettu í munnvikinu, kaffibollinn innan seilingar, brún blikandi augun og breitt bros gera minninguna um þessa litríku konu að miklum persónuleika sem gustaði af í góðri merkingu þess orðs. Blessuð sé minning góðrar manneskju sem lagði mér til dýrmætar og fallegar minningar um vináttu okkar Ellýjar á bernskuárum. Hildur Guðbrandsdóttir biður fyrir samúðarkveðju til fjöl- skyldunnar. Filippía Þóra Guðbrandsdóttir. ✝ GuðmundurÁgústsson fæddist í Reykjavík 21. júlí 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Stykkishólms þriðjudaginn 8. janúar 2013. Foreldarar hans voru Ágúst Stef- ánsson og Katrín Guðmundsdóttir. Þau eru bæði látin. Eldri bróðir hans hét Stefán. Hann lést 5. október 2012. Hálf- bræður Guðmundar, sam- mæðra, eru þeir Davíð og Reg- inald, búsettir í Skotlandi. Guðmundur kvæntist eftirlif- andi eiginkonu sinni, Vigdísi Kristjönu Þórðardóttur, 9. sept- ember 1967. Fyrstu 5 búskapar- árin bjuggu þau í Reykjavík en árið 1972 fluttu þau til Stykk- ishólms, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Sonur þeirra, Fellsöxl. Það var ekki síst fyrir tilstilli Ingibjargar og hvatn- ingar hennar að hann fór í Bændaskólann á Hvanneyri. Hann útskrifaðist þaðan sem búfræðingur árið 1960. Hann vann hjá Landmæl- ingum Íslands við landmæl- ingar og kortagerð. Hans að- alstarf var við verslun. Hann hafði ríka þjónustulund og var alltaf tilbúinn að hjálpa til ef til hans var leitað. Í Reykjavík vann hann í bygginga- vöruverslun og síðan hjá Kaup- félagi og Bensínstöðinni í Stykkishólmi. Hann hafði mjög gaman af stangveiði og því að vera úti í náttúrunni. Þeir voru ófáir veiðitúrarnir sem fjölskyldan fór í, einnig með góðum vinum. Hann hafði sérstaklega létta lund og oft var mikil gleði í kringum hann. Hann var ein- staklega músíkalskur og gat spilað nánast hvað sem var eftir eyranu. Hann hafði líka unun af því að spila af fingrum fram. Útförin fer fram í Stykk- ishólmskirkju í dag, laugardag- inn 19. janúar 2013, og hefst at- höfnin kl. 14. Hafþór Smári Guð- mundsson, fæddist 16. apríl 1968. Haf- þór kvæntist Ástu Berglindi Alfreðs- dóttur. Þau skildu. Þeirra börn eru Vigdís Karen, fædd 5. apríl 1991, og Guðmundur Óli, fæddur 30. nóv- ember 2001. Guð- mundur ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, þeim Hansínu og Guðmundi í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd. Þangað kom hann 9 mánaða gamall og ólst þar upp til full- orðinsára. Á unglingsárum fór hann að vinna á Vellinum og stundaði þá einnig sjóróður. Móðursystkini hans reyndust honum ávallt vel og átti hann jafnan athvarf hjá Ingibjörgu móðursystur sinni og fjölskyldu hennar sem bjó þá á Litlu- „Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér.“ … „Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt …“ (Hugrún.) Þær eru ófáar veiðiferðirnar sem ég fór í með honum karli föð- ur mínum. Eins langt og ég man eftir þá skipa veiðitúrar, bæði skotveiðar og fiskveiðar, og lang- ar göngur stóran sess í minn- ingabankanum. Þar var pabbi í essinu sínu því hann var mikið náttúrubarn. Hann var bæði eins og alfræðiorðabók og gps-tæki, þekkti alla stokka og steina, bæi, örnefni, kennileiti og fuglaheiti. Þessar minningar eru bjartar og hlaðnar vellíðan og gleði. Þótt langar stundir í þessum veiðitúr- um væru án orða voru þær einnig fjölmargar þar sem margt var spjallað. Þær mótuðu mig eflaust meira en ég gerði mér lengi vel grein fyrir og fjöldi góðra ráða og vangaveltna situr eftir. Faðir minn átti stundum erfitt með að takast á við lífið og til- veruna og færði sig þá yfir í heim Bakkusar. En þegar ég horfi til baka fellur sá hluti algjörlega í skuggann fyrir öllum þeim ara- grúa góðra minninga sem ég á með honum. Á allan hátt var hann gegnheill og góður maður og þeim manni á ég svo ótal- margt að þakka. Að alast upp hjá honum og með honum lít ég á sem ómet- anleg forréttindi. Hann var mér alltaf góður og tryggur og var þar að auki hafsjór umhyggju og fróðleiks. Það eru svo mörg góð og dýrmæt lífsgildi sem ég bý að hans vegna sem flest eiga þann sameiginlega boðskap að gera okkur að betra fólki. Betri pabba hefði ég aldrei getað hugsað mér og gæti ekki verið stoltari af honum og því sem hann stóð fyrir og gerði í líf- inu sem máli skiptir. Mig langar að enda á því sem góður maður sagði við mig eitt sinn: Allt sem ég hef gert gott í lífinu á ég öðrum að þakka. Því segi ég: Takk fyrir allt elsku pabbi minn. Hér er svo dapurt inni, ó, elsku pabbi minn, ég kem að kistu þinni og kveð þig hinsta sinn. ... Ég þakka fræðslu þína um það, sem dugar best, er hjálpráð heimsins dvína, og huggað getur mest. .... Nú ertu farinn frá mér, en föðurráðin þín, þau eru ávallt hjá mér og óma blítt til mín. ..... (B.J.) Þinn sonur, Hafþór. Elsku afi okkar. Þú varst okk- ur svo dýrmætur á allan hátt og við hefðum ekki getað óskað okk- ur betri afa. Alltaf varstu tilbú- inn til að spjalla við okkur um daginn og veginn og segja okkur sögur. Takk elsku afi fyrir allar stundirnar okkar saman. Fyrir að segja okkur svo margt og fyrir að vera svona endalaust góður við okkur. Við vonum að þér líði vel núna, getir farið í laxveiði og veitt stóran lax. Við bjuggum til ljóð sem okk- ur finnst lýsa þér vel: Fallegur hann afi var alltaf blíður og góður. Stutt í okkar hlátur var því hann var fyndinn og fróður. Okkur finnst þetta ljóð líka eiga vel við: Manstu afi þegar við stóðum á bryggjunni og þú hélst ákveðið í hönd mína? Þú sagðir sögu og saman horfðum við á eyju vonar og kærleiks. Manstu afi þegar þú brostir svo hlýlega og stoltur á börnin þín? Myrkt herbergið varð uppljómað af ánægju og ilmur blómanna varð sterkari. En nú kveð ég þig með tár í augum og bros í hjarta. Því ég man! (Eðvald Einar Stefánsson) Þín barnabörn, Vigdís Karen og Guðmundur Óli. Það er orðið langt síðan Gúndi fór að venja komur sínar að Mið- hrauni með Dísu sinni, frænku okkar. Við sem eldri erum í systkinahópnum munum eftir þessum Reykvíkingi á grænum Letta, vatnsgreiddum og greini- lega ósnortnum af bítlatískunni, meira Presley. Hann hló hátt og hafði gaman af mörgu. Björtu hliðarnar á mannlífinu eru ekki alltaf augljósar og mis- jafnt hvað við sjáum þær vel. Að geta hlegið og fengið aðra með sér var Guðmundi auðvelt. Þess vegna varð hann aufúsugestur, það var alltaf létt yfir mann- skapnum á Miðhrauni þegar fréttist að Dísa og Gúndi væru að koma. Með þeim komu góðir straumar, það var engum hall- mælt. Hann hafði þetta glaðlega viðmót. Það var fínt að fá hann til liðs þegar heyskapurinn stóð hvað hæst, hann hafði sérstakt lag á að koma okkur krökkunum, þreyttum og stressuðum, í stuð með glettni sinni og stríðni (jú, Gúnda fannst gaman að stríða en allt í góðu). Frásagnargáfa hans var mikil og gjarnan vikið að ótrúlegum atvikum og bráð- fyndnum. Gúndi var líka greið- vikinn og ráðagóður þegar til hans var leitað hvort sem hann var að störfum í Kaupfélagi Stykkishólms, á bensínstöðinni, hvarvetna. Hann var frábær veiðimaður, fann fisk í lækjum og hyljum heima sem okkur hafði ekki dott- ið í hug að gá í. Það kom fyrir að hann veiddi alla fiskana. Eða svo töldum við sum sem aldrei veidd- um neitt. En Gúndi átti sinn vanda og það vissu allir, hann glímdi við áfengisfíkn og réð ekki við hana. Eyðileggingin af hennar völdum varð mikil. Samt svo margt heilt eftir og æðruleysi til staðar, eng- in biturð á heimilinu. Þegar við kveðjum Gúnda er sú minning sterk hversu glaðvær hann var. Saga um ljúfan og góð- an dreng yljar. Við hugsum til Dísu, Hafþórs og barnabarna í sorg og söknuði þeirra. F.h. systkinanna frá Mið- hrauni 2, Birgir og Sesselja. Að leiðarlokum er margs að minnast frá liðnum stundum, hvernig þú spilaðir af fingrum fram á orgelið, kvikmyndatökur og áhorf á gamlar 8 mm spólur, samvinna okkar í kaupfélaginu og á bensínstöðinni, ýmsar sögur úr laxveiðinni, bæði sannar og örugglega færðar í stílinn. Hlýhugur þinn til mín og minna alla tíð, fyrir það þakka ég af einlægni. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Guð blessi minningu þína, Gúndi minn, og styrki ykkur á erfiðum tíma elsku Dísa frænka, Hafþór, Vigdís og Guðmundur. Sædís Björk Þórðardóttir og fjölskylda. Ég kynntist Gúnda ekki fyrr en fyrir nokkrum árum en þrátt fyrir heilsubrest sem dró mjög úr honum þrótt bar hann með sér mikla góðvild og mildi sem sást sérstaklega vel í framkomu hans við börn og dýr. Hann var góð- menni sem mátti ekkert aumt sjá og ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Hann hafði gaman af því að ræða um gamla tíma og hafði upplifað tímana tvenna og rúmlega það. Það var virkilega gaman að hlusta á hann þegar hann sagði sögur frá Flekkuvík og þá mundi hann vel eftir minnstu smáatriðum. Einnig var gaman að spjalla við hann um bækur sem hann hafði lesið eða um annan fróðleik sem hann hafði kynnt sér. Ég hefði gjarnan viljað kynn- ast Gúnda betur þegar hann var heilsuhraustari því svo auðséð er, í gegnum hans nánustu, að þar fór maður sem mjög umhugað var um fólkið sitt og gerði allt sem í hans valdi stóð til að gefa af sér. Hann skilur margt gott eftir sig. Hvíldu í friði. Elín. Guðmundur Ágústsson  Fleiri minningargreinar um Guðmund Ágústsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.