Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Landsamtök iðnaðarmanna, bæði Samiðn og Rafiðnaðarsambandið, hafa samþykkt samkomulag Alþýðu- sambandsins og Samtaka atvinnu- lífsins um endurskoðun kjarasamn- inga. Endurskoðun samninganna á almenna vinnumarkaðinum skal vera lokið fyrir kl. 16 næstkomandi mánudag. Gerð var skoðanakönnun meðal félagsmanna aðildarfélaga Rafiðnað- arsambandsins í lok desember vegna endurskoðunar kjarasamninganna, áður en ASÍ og SA náðu samkomu- lagi um tillögu að endurskoðun samninga. Í könnun RSÍ kom í ljós að tæp 60% þeirra, sem tóku afstöðu til spurningar um endurskoðun kjarasamninganna, vildu leggja áherslu á að sækja leiðréttingar á kjarasamningunum og þar með tryggja gildi þeirra. „Rúm 27% vildu segja samningunum upp þrátt fyrir að launahækkun myndi tapast. 13% höfðu ekki skoðun á þessu. Ef við horfum eingöngu til þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar þá vildu um 69% félagsmanna tryggja gildi kjarasamninganna en 31% vildu segja þeim upp,“ segir í umfjöllun RSÍ. „Í ljósi þessa þá mun Rafiðnaðar- sambandið leggja til að kjarasamn- ingar haldi gildi sínu með breyting- um sem sátt hefur náðst um á vettvangi ASÍ […],“ segir í frétt um niðurstöðu rafiðnaðarmanna Á fundi samninganefndar Samiðn- ar í gær var formanni veitt fullt um- boð til að undirrita samkomulagið milli SA og ASÍ eins og það var lagt fram og kynnt á fundinum. omfr@mbl.is Iðnaðarmenn vilja fram- lengja kjarasamninga Morgunblaðið/Styrmir Kári Iðnaðarmenn Félagar í Samiðn og RSÍ vilja að samningar gildi áfram.  31% félaga í RSÍ vildi uppsögn Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Við erum komin út á ystu nöf, ef það kæmi upp t.d. bílslys og bráðamót- takan þyrfti að taka á móti átta sjúk- lingum þá veit ég ekki hvernig hægt væri að leysa það. Það er ekki mikil teygja eftir í spítalanum okkar hér í Reykjavík,“ segir Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðamóttöku á LSH. Óvissustigi var lýst yfir á Landspít- alanum í gær þar sem álag á spít- alanum hefur aukist mikið vegna inflúensu, nóró- og RS-vírusfaraldra. Spítalinn er yfirfullur, 39 sjúklingar eru í einangrun og að auki bíða á bráðamóttöku 15 sjúklingar sem þurfa á innlögn að halda, þar af fimm sem þurfa einangrun. Í gær var þéttur straumur fólks á bráðamóttökuna með flensu og flensulík einkenni. Ákveðið var að opna fleiri sólar- hringsrúm í gær og næstu daga. Viðbragðsstjórn spítalans kemur saman í hádeginu á hverjum degi og fylgist með stöðu mála. Rekstarleg vá spítalans „Ég myndi segja að við séum í rauninni að tala um rekstrarlega vá spítalans, miðað við umfang reksturs- ins og þau verkefni sem okkur ber að sinna þá erum við komin algjörlega út fyrir öll velsæmismörk. Þú veist aldr- ei hvenær slysið verður. Kerfin þurfa að gera ráð fyrir því svigrúmi að taka á móti slíkum slysum,“ segir Már. Ástandið á eftir að versna „Við vitum ekki annað en að flens- an sé á leið upp. Hún hefur ekki náð toppnum, samkvæmt tölum frá Sótt- varnarlækni, reynslu fyrri ára og ekki síst reynslu annarra þjóða í kringum okkur af þessari flensu. Ástandið á eftir að versna,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Hann segir að nágrannalöndin, t.d. Danmörk og Svíðþjóð, hafi þurft að grípa til viðlíka aðgerða og hér á landi. „Meðan á þessu stendur verðum við að opna önnur rúm sem eru ann- ars ekki opin allan sólarhringinn. Þegar helginni lýkur þá metum við stöðuna, hvort við tökum yfirhöfuð einhverja sjúklinga inn til val-að- gerða eða val-rannsókna. Það er um helmingur af okkar starfsemi. Það getur verið að við sleppum því alveg í einhvern tíma á meðan þetta er að ganga yfir,“ segir Björn og ítrekar að staðan verði metin á hverjum degi á næstunni. „Erum komin út á ystu nöf“  Óvissustigi lýst yfir á Landspítala í gær  Spítalinn yfirfullur vegna inflúensu, nóró- og RS-vírusfaraldra  Erfitt að taka á móti sjúklingum ef stórt slys yrði Morgunblaðið/Golli Viðvörun Við flestar deildir Landspítalans hefur verið sett viðvörunarblað fyrir gesti sem ætla að koma í heimsókn. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Hvítur refur hefur vanið komur sín- ar á hlaðið á Efri-Brunnastöðum nærri Vogum á Vatnsleysuströnd síðustu daga að sögn Virgils Schev- ing Einarssonar, bónda á bænum. Hann hafði hellt úr poka af brauði á blettinum fyrir fugla fyrr í vikunni en síðar sama kvöld varð hann var við rebba. „Þetta var mjallahvítt dýr og fal- legt. Hann gúffaði í sig brauði og var sallarólegur. Hann er farinn að vera svo kræfur. Það var svo stutt í hann að ég hefði náð honum ef ég hefði verið með byssu við höndina,“ segir Virgill. Refurinn hefur síðan snúið aftur að bænum síðustu kvöld. „Hann er orðinn svo spakur. Það er svo ró- legt hér, ég bý einn hérna og svo eru bæir í eyði í kring. Það er ekk- ert verið að skjóta á hann eða gera honum neitt,“ segir hann. Haldi vargnum í skefjum Virgill segir að bæði refi og mink hafi fjölgað mikið á Reykjanesi undanfarið og það sé rosalegur vargur í fuglavarpi þar á sumrin. „Mér er sagt að ástæðan sé sú að það séu engir fjármunir settir í refaveiðar lengur þannig að refn- um hefur fjölgað gífurlega. Ég held að menn þurfi að halda þessum dýr- um í skefjum. Það fer að verða svo að refurinn labbi um götur hér í Vogum,“ segir Virgill. Spakur refur í kvöldheimsókn  Bóndi segir ref og mink fjölga mikið „Við sem þjóð ættum að sam- einast í því að hafa góða og örugga heilbrigðisþjónustu því öll þurfum við á þessari þjón- ustu að halda á einhverjum tímapunkti lífs okkar,“ stendur í bréfi hjúkrunardeildarstjóra á bráðalyflækningadeildum Land- spítalans við Hringbraut þar sem skorað er á velferðar- og fjármálaráðherra að bregðast sem fyrst við uppsögnum hjúkr- unarfræðinga með viðunandi hætti. Fimmtungur hjúkrunarfræð- inga við LSH mun láta af störf- um 1. mars nk. Ennfremur stendur: Hjúkrunarfræðingar útskrifast eftir fjögurra ára há- skólanám og við tekur afar krefjandi starf. Eftir því sem starfsreynsla þeirra eykst verð- ur sérhæfingin oft meiri, sem er einn af lykilþáttum hvað varðar öryggi í meðferð og umönnun. Skora á ráðherra DEILDARSTJÓRAR Uppsagnir Fimmtungur hjúkr- unarfræðinga hættir 1. mars. Morgunblaðið/Golli Tökur fóru fram í gær á Austurvelli vegna kvikmyndar um vefsíðuna Wikileaks og stofnanda hennar, Julian Assange. Settur var á svið blaðamannafundur vegna mótmæla á Austurvelli en á annað hundrað manns tók þátt í tökunum. Fyrirtækið Dreamworks framleiðir myndina og fara tökur næst fram í Belgíu. Ljósmynd/Mario Skorzeny Tökur á Austurvelli fyrir Wikileaks-mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.