Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 19. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kartöflur með beikoni á pólnum 2. „Hélt ég væri að kaupa mér …“ 3. Tíu marka sigur á Katar 4. Fölsuðu debetkort og notuðu  Tónlistarmaðurinn Sin Fang sendir frá sér sína þriðju plötu 1. febrúar nk. og nefnist hún Flowers. Platan er gef- in út af þýska útgáfufélaginu Morr Music. Hún er tekin upp og framleidd í samstarfi við Alex Somers. Sin Fang sendir frá sér plötuna Flowers  Nemendur tón- smíðadeildar Listaháskóla Ís- lands héldu tón- leika sína í Kalda- lóni í Hörpu í gær og var fjöldi nýrra verka þá frum- fluttur. Veislan heldur áfram í dag með þrennum tónleikum, klukkan 13, 14.30 og 16. Frumflutt verða þrettán tónverk eftir ellefu tónsmíðanema á tónleikunum og er aðgangur ókeypis. Tónsmíðanemar frumflytja í Hörpu  Gretar Reynisson hefur verið út- nefndur heiðurslistamaður myndlist- arhátíðarinnar Sequences sem haldin verður í Reykjavík í sjötta sinn dag- ana 5.-14. apríl. Hátíðin stendur í tíu daga ann- að hvert ár og beinir sjónum að tímatengdri myndlist eins og gjörn- ingum, hljóð- og myndbandsverkum. Á hátíðinni verður sett upp viða- mikil sýning á verkum Gretars í Nýlistasafninu og í nágrenni. Gretar Reynisson heiðurslistamaður FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG SA 5-13 m/s, hvassast með suðurströndinni, skúrir eða slydduél S-til, annars skýjað með köflum. Hiti víða 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins NA-lands. Á sunnudag Austan 8-18 m/s, hvassast með S-ströndinni. Rigning eða slydda á SA-landi og A-fjörðum, en bjartviðri N- og V-lands. Hiti breytist lítið. Á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir austanátt. Rigning eða slydda með köflum með S- og A-ströndinni, en víða bjart veður í öðrum landshlutum. Reykjavíkurleikarnir 2013 hófust í gær en þeir standa yfir til sunnu- dagsins 27. janúar. Alls er keppt í 18 íþróttagreinum og átta þeirra eru á dagskránni um helgina. Alls mæta 362 erlendir keppendur á leikana og um hörkukeppni er að ræða í mörg- um greinum. Meðal annars í frjáls- íþróttakeppninni sem er í Laug- ardalshöllinni í dag. »4 Alls mæta 362 erlendir keppendur á leikana Makedóníumenn viður- kenndu eftir ósigurinn gegn Dönum í lokaleik riðla- keppni heimsmeistara- mótsins í handknattleik í gærkvöld að þeir hefðu ekki viljað vinna leikinn. Þá hefðu þeir þurft að mæta Frökkum í 16-liða úrslitum en það varð í staðinn hlutskipti Íslendinga sem mæta þeim annað kvöld. »2-3 Makedóníumenn vildu ekki vinna Edda Garðarsdóttir og Ólína G. Við- arsdóttir hafa gengið frá samningi við enska knattspyrnufélagið Chelsea um að spila með því á keppn- istímabilinu sem hefst í Englandi í lok mars. „Við erum mjög spenntar, sérstaklega Ólína sem er stuðningsmaður Chelsea,“ segir Edda. »4 Edda og Ólína orðnar leikmenn Chelsea Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við erum bæði bjartsýn og svart- sýn í bland,“ segir Hálfdán Ped- ersen um þátttöku Íslendinga í Al- þjóða Budweiser-meistarakeppninni í gerð listaverka úr snjó í Colorado í Bandaríkjunum í næstu viku. „Í flestum tilfellum eru verkin óheyri- lega falleg.“ Íslendingar eru ekki þekktir fyrir að skera listaverk út í snjó en þegar tækifæri gefst til þess, eins og margs annars fjarlægs, eru alltaf einhverjir til í slaginn. Út í djúpu laugina Hálfdán segist hafa séð auglýs- ingu um keppnina fyrir tilviljun, tek- ið ljósmynd af henni, gleymt henni, en rekist á hana löngu síðar og lagt til í matarboði að hópurinn sendi hugmynd að listaverki í keppnina. „Allir tóku vel í það og það var mikið hlegið, því okkur fannst þetta eitt- hvað svo óraunverulegt,“ rifjar Hálf- dán upp. Hann hafi síðan haft sam- band við skipuleggjendur, sem hafi hvatt þau til að senda umsókn þrátt fyrir reynsluleysi á þessu sviði. „Það var mikill eldmóður í hópnum, mikil bjartsýni og engin hræðsla. Við sendum umsókn ásamt skissunni sem var tvíhöfða rolla.“ Hugmynd- inni hafi hins vegar verið hafnað og óskað hafi verið eftir betur útfærðri hugmynd. „Þeim fannst upp- runalega áætlað verk ekki ögra þyngdarlögmálinu nógu mikið,“ segir Hálfdán. Hann segir að í kjölfarið hafi þau breytt verkinu með aðstoð Leópolds Kristjáns- sonar arkitekts og í stað tví- höfða kindar ætli þau að skera út snjóhús með gluggum sem minnir á lopapeysumynstur. Í íslenska hópnum eru auk Hálfdáns, sem er leikmynda- hönnuður, Sara Jónsdóttir, fram- leiðandi og viðburðastjórnandi, Stef- án Melsteð matreiðslumeistari, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, leikkona og matreiðslumeistari, og liðsstjórinn Helena Jónsdóttir sál- fræðingur. „Við höfum öll búið til snjóhús,“ segir Hálfdán og bendir á að eigin reynsla á þessu sviði sé einkum í formi leikmynda. Stefán og Jóhanna hafi fengist við skurð á ís fyrir kalt borð og Sara hafi eitthvað möndlað við þetta. „En samt er óhætt að segja að við séum öll frekar reynslulaus. Það verður því fínt að hafa Helenu á kantinum til að stappa í okkur stálinu og hvetja okkur áfram.“ Íslenski hópurinn flýgur til Den- ver á morgun en var í æfingabúðum á Flateyri um liðna helgi. „Eftir þá ferð erum við töluvert bjartsýnni en við vorum, því við lærðum ýmislegt um verkfæranotkun og snjóinn sem efni.“ Keppa í snjóskurði í Colorado  Íslendingar ráðast á garðinn í Breckenridge Snjólistaverkakeppnin fer fram í Breckenridge í Colorado í Bandaríkj- unum og verður haldin í 23. sinn dagana 22. til 26. janúar nk. Að þessu sinni keppa 15 lið frá 14 löndum, frá Þýskalandi, Bret- landi, Ekvador, Kína, Singapore, Mongólíu, Spáni (Katalón- íu), Mexíkó, Kanada, Argentínu, Eistlandi, Ástralíu, Íslandi og tvö lið frá Bandaríkjunum, frá Alaska og Colorado. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá Íslandi tekur þátt í keppninni. Keppendurnir ætla að búa til snjóhúsið úr snjóklumpi sem er þriggja metra breiður, 3 metra djúpur og 3,5 metra hár. Klumpurinn verður tæmdur að innan og síðan skorið gluggamynstur sem minnir á íslenskt lopa- peysumynstur. Síðan verður verkið lýst upp innan frá. Hægt verður að fylgjast með gangi mála á Fésbókinni (snjóhöggv- arar Íslands). Íslenskt lið í fyrsta sinn ALÞJÓÐA SNJÓLISTAVERKAKEPPNIN Ljósmynd/Eyþór Jóvinsson Æfing á Flateyri Snjóhöggvararnir í liði Íslands frá vinstri: Hálfdán, Sara, Jóhanna Friðrika, Helena og Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.