Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Nokkrar af fastanefndum Alþingis hafa nú lokið umfjöllun sinni um stjórnarskrárfrumvarpið og nefnd- armeirihlutinn er að skila umsögn- um sínum til stjórnskipunar- og eft- irlitsnefndar. Búist er við að fleiri nefndir, s.s. utanríkismálanefnd og efnahags- og viðskiptanefnd, af- greiði málið frá sér á mánudag og skv. heimildum Morgunblaðsins er jafnvel búist við að þegar stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd hafa borist allar umsagnir annarra þing- nefnda muni meirihluti hennar ljúka umfjöllun sinni næstkomandi þriðjudag. Það finnst þingmönnum innan stjórnarandstöðunnar þó vera allt of knappur tími. Eins og fram hefur komið héldu fulltrúar þingflokka Samfylkingar og Vg fundi í lok seinustu viku með fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vegna málsins. Skv. heimildum innan Sjálfstæðisflokksins var um ,,mjög veiklulegar þreifingar“ að ræða og tæplega hægt að segja að opnað hafi verið á viðræður um ein- hverjar breytingar á stjórnarskrár- frumvarpinu. Voru sjálfstæðis- menn spurðir hvort þeir hefðu hugmyndir um einhverjar afmark- aðar breytingar, sem þeir vildu leggja áherslu á. Sjálfstæðismenn sögðust margoft hafa lýst sig reiðu- búna að ræða einstaka þætti en spurðu á móti hvort stjórnarmeiri- hlutinn væri fallinn frá heildarend- urskoðun stjórnarskrárinnar og vildi taka afmarkaða þætti fyrir en því var svarað neitandi. Þessu hafi svo ekki verið fylgt eftir með nein- um hætti og engar frekari viðræður farið fram. Ekki samningaviðræður Þær viðræður sem fulltrúar stjórnarflokkanna hafa átt við stjórnarandstöðuflokkana vegna stjórnarskrárfrumvarpsins eru ekki samningaviðræður að sögn Oddnýjar G. Harðardóttur, þing- flokksformanns Samfylkingarinn- ar. Markmiðið sé að reyna að ná samstöðu um skipulag umræðunn- ar sem framundan er. „Við höfum verið að tala saman og ætlum að halda því áfram til þess að draga betur fram um hvað menn eru sammála og um hvað ósammála,“ segir hún. Oddný segir stjórnarmeirihlut- ann eftir sem áður stefna á af- greiðslu heildarendurskoðunar á stjórnarskránni en rætt verði við stjórnarandstöðuna til að skýra stöðuna betur og verður m.a. farið yfir breytingartillögur sem koma frá þingnefndunum með þingmönn- um stjórnarandstöðunnar „Okkur finnst mikils um vert að fá fram skýrari mynd af því hvernig þetta liggur meðal flokkanna og hver afstaða þeirra er til þeirra breytinga sem eru til umræðu.“ Við afgreiðslu frumvarpsins úr allsherjar- og menntamálanefnd í fyrradag lagði Siv Friðleifsdóttir Framsóknarflokki fram bókun þar sem hún segir áhrif frumvarpsins vera óásættanlega óljós og að málið sé fallið á tíma. En í bókuninni seg- ir Siv að Alþingi eigi nú að freista þess að ná samstöðu um nokkrar mikilvægar framfaragreinar í frumvarpinu og nefnir í því sam- bandi auðlindaákvæðið og þjóðarat- kvæðagreiðsluákvæðin. Með því væri hægt að nýta hluta þeirrar miklu vinnu sem fram hefði farið við undirbúning frumvarpsins. Einnig væri mikilvægt að stjórn- málaflokkarnir freistuðu þess að leggja höfuðlínur um hvernig skuli halda á málum á komandi kjörtíma- bili. Morgunblaðið/Styrmir Kári Umdeilt mál Enn er óvíst hvenær þingumræður halda áfram um stjórnarskrárfrumvarpið en talið er þó hugsanlegt að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd ljúki umfjöllun sinni á þriðjudaginn. Nefndin hélt tvo fundi um málið í gær. Í óvissu á lokasprettinum  Þreifingar stjórnarliða „veiklulegar“ segja stjórnarandstæðingar  Áfram rætt við stjórnarandstöðu, segir Oddný G. Harðardóttir Flestar athugasemdir lögfræðinga Sambands íslenskra sveitarfélaga um álitaefni í mannréttindakafla stjórnarskrárfrumvarpsins, lúta að því að ákvæðin hafi að geyma of ít- arlegar efnisreglur í stað skýrra og hnitmiðaðra markmiðsákvæða. Í ákveðnum atriðum er gengið lengra í frumvarpinu en löggjafinn hefur hingað til treyst sér til. Þetta kemur fram í nýrri umsögn Sam- bands sveitarfélaga um stjórnar- skrárfrumvarpið. Morgunblaðið/Ómar Alþingi Vel á þriðja hundrað umsagnir hafa borist vegna stjórnarskrármálsins. Of ítarlegar reglur og langt gengið Verði 113. grein stjórnarskrár- frumvarpsins samþykkt í óbreyttri mynd, gæti það haft í för með sér að lítill hópur kjós- enda geti knúið fram breytingar á stjórn- arskránni. Þetta kemur fram í nýju áliti Bjargar Thorarensen lagaprófessors til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björg fjallar í álitinu um mögu- leg áhrif 113. greinar frumvarpsins sem fjallar um stjórnarskrárbreyt- ingar. Þar er fellt niður núgildandi skilyrði um að samþykki tveggja þinga þurfi til þegar stjórn- arskránni er breytt. Þess í stað þarf aðeins samþykki eins þings en leggja skuli frumvarpið því næst fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnist ekki af dægursveiflum Björg bendir m.a. á að sú til- högun að frumvarpið sæti þing- meðferð eins og venjulegt laga- frumvarp afnemi þann hvata að ná þurfi nokkuð breiðri pólitískri sátt um breytingar á stjórnarskrá. Af- leiðingar þessarar nýju tilhögunar gætu orðið tíðar stjórnarskrár- breytingar þar sem naumur þing- meirihluti nær að knýja fram breyt- ingar sem nýr meirihluti eftir kosningar breytir svo aftur til fyrra horfs eða á annan veg. Stjórn- arskrárbreytingar eigi ekki að stjórnast af dægursveiflum um póli- tísk deiluefni. Leggur hún eindregið til að gerð verði krafa um að 2/3 hluta at- kvæða eða annað hlutfall aukins meirihluta þurfi til samþykkis slíks frumvarps. Þá bendir hún á að þeg- ar frumvarpið yrði borið undir kjósendur sé ekki gerð nein krafa um lágmarksþátttöku eða að til- tekið hlutfall kjósenda þurfi til að samþykkja breytingar. „Sé þetta skoðað í samhengi við fyrri hluta ferlisins að einfaldur meirihluti at- kvæða á þingi geti samþykkt breyt- ingar á stjórnarskrá, getur þetta þýtt að lítill hópur kjósenda, hugs- anlega þröngur hagsmunahópur, geti knúið fram breytingar um mál- efni sem hugsanlega hefur litla skírskotun til áhuga hins almenna kjósanda.“ Skv. tilhögun 113. greinar væri þröngur hópur, hugsanlega 10 til 20% kjósenda á kjörskrá, nægileg- ur fjöldi til að samþykkja breyt- ingar í þjóðaratkvæðagreiðslu ef mjög dræm þátttaka er í atkvæða- greiðslunni, að mati Bjargar. Hópur gæti knúið breytingar í gegn  Lagaprófessor gagnrýnir ákvæði um breytingar á stjórnarskránni Björg Thorarensen „Þegar öllu er á botninn hvolft telja Bændasamtök Íslands að fyrirliggj- andi frumvarp beri þess skýrlega merki að málsmeðferðin hafi verið jafnt óvönduð og of hröð,“ segir í nýju áliti Bændasamtaka Íslands (BÍ) á stjórnarskrárfrumvarpinu, sem send hefur verið nefndasviði Alþingis. Leggjast samtökin gegn sam- þykkt frumvarpsins í núverandi mynd og gagnrýna að frumvarpið hafi ekki fengið nægilega umræðu eða afleiðingar breytinganna verið rannsakaðar með viðhlítandi hætti. Meðal þess sem BÍ gagnrýna er tillaga um að fella niður heimild til að takmarka rétt erlendra aðila til að eiga fasteignaréttindi eða hlut í atvinnufyrirtækjum hér á landi. Í staðinn sé lögð til almenn skerðing- arheimild á mannréttindum í 2. málsgrein 9. gr. frumvarpsins. Breyting sú sem lögð sé til „virðist vera byggð á bæði vankunnáttu og misskilningi,“ segir m.a. í áliti BÍ. Ákvæði um náttúruauðlindir er einnig sagt vera afar óskýrt. omfr@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Álit Áhrif ákvæðanna á landbúnað hafa ekki verið metin að mati BÍ. Segja málsmeðferðina óvandaða og of hraða 2.000 kr. stykkið PÚÐAVER Á TILBOÐI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Borgið 2 fáið 3 Stjórnarskrárfrumvarpið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.