Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Fáanlegur í mörgum litum Verð leður 439.000,- Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Hægindastóll Ewald Schillig Movie star Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fólki hefur fjölgað á Djúpavogi undanfarin ár, bæði vegna fólks- flutninga og eins vegna frjósemi bæjarbúa sem ekkert lát er á. At- vinnulífið er í blóma og framtíð- arhorfur bjartar, að sögn Gauta Jóhannessonar, sveitarstjóra Djúpavogshrepps. Hinn 1. janúar 2012 bjó 461 í hreppnum. Íbúa- fjöldinn um síðustu áramót liggur ekki fyrir. Gauti sagði að Djúpavogs- hreppur væri eina sveitarfélagið fyrir austan þar sem fólki fjölgaði árin 2010 og 2011. Aldurssamsetn- ing þar er einnig önnur en í mörg- um öðrum sveitarfélögum. „Hjá okkur eru 8,5% íbúanna fimm ára og yngri á meðan landsmeðaltalið rétt slefar yfir 7%. Hlutfall fimm ára og yngri er 6,9% á Austurlandi í heild,“ sagði Gauti. Nýjustu fregnir herma að sjö konur í hreppnum séu barnshafandi. Uppgangur í atvinnulífinu Sjávarútvegurinn er hryggj- arstykkið í atvinnulífinu á Djúpa- vogi að sögn Gauta. „Vísir hf. í Grindavík rekur mjög öfluga fisk- vinnslu hjá okkur. Línubátar Vísis hafa landað á Djúpavogi auk ann- arra báta. Landanir hjá okkur voru 9.436 tonn í fyrra en 5.681 tonn árið 2011. Við teljum okkur hafa ástæðu til að vera nokkuð bjartsýn.“ Næsta sumar stendur til að fara í hafnarframkvæmdir. Byggja á nýja smábátabryggju og fer verkið í útboð á næstu dögum. Stefnt er að því að verkinu verði lokið um mitt sumar. Umsvif í ferðaþjón- ustu hafa farið stigvaxandi und- anfarin ár og bjartar horfur eru varðandi fiskeldi í Beru-firði, að sögn Gauta. Fiskeldi Austfjarða keypti fisk- eldi HB Granda í firðinum. „Þeir eru með leyfi fyrir 8.000 tonna eldi á laxi og regnbogasilungi,“ sagði Gauti. „Ef áætlanir ganga eftir mun þurfa eitthvað á þriðja tug starfsmanna innan fárra ára. Við eigum von á að þessu fylgi einhver uppbygging.“ Tvær götur voru malbikaðar í fyrra og næsta sumar á að skipta um jarðveg í einni götu til viðbótar og verður hún malbikuð sumarið 2014. Það sumar verður og skipt um jarðveg í annarri götu auk þess að fara í framkvæmdir við fráveitu. Nú er verið að innrétta nýja félagsaðstöðu fyrir eldri borg- ara. Áfram er unnið að viðhaldi gamalla húsa á Djúpavogi. Verið er að endurbyggja Faktorshúsið og gömlu Djúpavogskirkju. End- urbyggingin er gerð í nánu sam- ráði við Minjastofnun Íslands og með styrk frá henni, að sögn Gauta. Tvö fyrirtæki á Djúpavogi vinna nú að nýsmíði. Annars vegar er það bátasmiðjan Rán ehf. sem lauk smíði á sjö metra löngum báti í fyrra. Nýlega hófst smíði á öðrum níu metra löngum báti hjá Rán. Hins vegar er fyrirtækið Smástál ehf. Það hefur hannað og smíðað fiskvinnsluvélar sem sérstaklega eru ætlaðar til að skera skötu. Smástál hefur unnið að þessu m.a. í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Heilsársveg þarf yfir Öxi „Það er gott mannlíf á Djúpa- vogi. Sá góði andi og hugur sem ríkir í sveitarfélaginu er að hluta til kominn af því að við höfum aldrei beðið eftir einhverju til að bjarga okkur. Fólk býr á Djúpa- vogi af því að það vill búa þar. Það gerir sér grein fyrir því að það þarf að hafa í sig og á og eiga frumkvæði að því að láta hlutina ganga upp. Ég held að við séum að uppskera þess vegna,“ sagði Gauti. Hann sagði að fáir frá Djúpavogi vinni í álverinu á Reyðarfirði, enda langt að sækja þangað vinnu. Gauti sagði að eitt stærsta hags- munamál íbúa á Djúpavogi væri að fá góðan veg yfir Öxi sem yrði op- inn allt árið. Það mundi stytta leið- ina frá Djúpavogi til Egilsstaða um rúma 70 km miðað við leiðina um firðina. „Sú framkvæmd er ekki einka- mál Djúpavogsbúa. Hún kæmi öll- um Austlendingum vel. Þetta er mesta stytting sem er í boði á hringveginum,“ sagði Gauti. Hann sagði styttinguna skipta máli í ljósi sífellt hærra eldsneytisverðs, ekki síst vegna flutningskostnaðar og vöruverðs. Það sýni sig enda á sumrin þegar vegurinn er opinn að þá fari flestir um Öxi. Eins sýni útreikningar samkvæmt reiknilík- ani Vegagerðarinnar að fram- kvæmdin muni borga sig upp á þremur árum. Frjósemi og framkvæmdafjör Morgunblaðið/Andrés Skúlason Djúpivogur Umsvif í ferðaþjónustu hafa farið stigvaxandi enda hefur fjöldi ferðamanna margfaldast.  Djúpavogshreppur eina sveitar- félagið á Austurlandi þar sem fólki fjölgaði árin 2010 og 2011  Sjö konur í hreppnum eru nú barnshafandi Gauti Jóhannesson „Það er gott mannlíf á Djúpavogi.“ Djúpivogur » Djúpivogur stendur á Bú- landsnesi, milli Berufjarðar og Hamarsfjarðar. » Hinn formfagri Búlands- tindur er þekktasta kennileitið í Djúpavogshreppi. » Safna- og menningarhúsið Langabúð, byggt árið 1790, setur einnig mikinn svip á bæj- armynd Djúpavogs. Í Löngubúð er meðal annars safn Ríkarðs Jónssonar mynd- höggvara. » Hinn 1. janúar síðastliðinn voru 461 íbúar í hreppnum. Samstarfssamningur milli Land- spítala og Heilsumálaráðs Færeyja um kaup Færeyinga á heilbrigð- isþjónustu sem veitt er á Landspít- ala var endurnýjaður 17. janúar sl. Jóanis Erik Kötlum, ráðuneyt- isstjóri færeyska heilbrigðisráðu- neytisins, og Björn Zoëga forstjóri undirrituðu samninginn á Landspít- ala. Upphaflegur samningur var und- irritaður í Færeyjum árið 2010 og hófst þá formlegt samstarf. Síðan hafa 87 færeyskir sjúklingar fengið meðferð á Landspítala samkvæmt samningnum og er eftirspurnin vaxandi, að því er fram kemur í frétt frá LSH. Tekjur Landspítala vegna samn- ingsins eru um 125 milljónir króna á síðastliðnum þremur árum. Á tíma- bilinu hefur sérstaklega verið unnið í því að efla tengsl milli heilbrigð- isstarfsfólks og straumlínulaga ferla og verklag er tengist komu sjúklinga og almennum samskiptum milli stofnana og sjúkrahúsanna sem um ræðir. Samvinnan hefur gengið einkar vel og mun hinn nýi samningur gefa enn frekari mögu- leika á þróun þessa samstarfs. Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðu- neytisstjóri velferðarráðuneytisins, og Karsten Hansen, heilbrigð- isráðherra Færeyja, voru viðstödd undirritunina. Samið Samningurinn var undirritaður á Landspítalanum. Samningur við Fær- eyinga endurnýjaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.