Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.01.2013, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 ✝ Grétar ÓlafurSímonarson fæddist 20. apríl 1923 á Starrastöð- um í Lýtingsstaða- hreppi í Skaga- firði. Hann lést 12. janúar 2013 á Heilbrigðisstofnun- inni Sauðárkróki. Foreldrar hans voru Monika Sús- anna Sveinsdóttir, húsmóðir, f. 16.7. 1887, d. 29.1. 1982 og Símon Jó- hannsson, bóndi, f. 26.5. 1892, d. 17.3. 1960. Bræður Grétars eru: 1. Trausti Sveinbergur Símonarson, bóndi, Litluhlíð, f. 23.10. 1920. Maki: Þórey Guð- mundsdóttir, húsmóðir, f. 18.12. f. 1970, Sólborg Sigurrós, f. 1975. Grétar flutti tólf ára að aldri í Goðdali með foreldrum sínum og bræðrum frá Keldulandi á Kjálka. Grétar var bóndi í Goð- dölum alla sína tíð, fyrst með blandað bú, síðar með sauðfé og hross. Grétar gekk í Hólaskóla og var þar við nám frá 1947 til 1949. Grétar hafði gaman af spilum og var einn að hvata- mönnum til stofnunar bridge- klúbbs í Lýtingsstaðahreppi. Hann var einn af stofnendum Slátursamlags Skagfirðinga og vann þar í fjölda ára ásamt fleiri störfum utan heimili m.a. á Keflavíkurflugvelli. Grétar hætti búskap árið 1989 er Sig- þór Smári Borgarsson og Sig- ríður Sveinsdóttir kona hans tóku við búinu og fluttu í Goð- dali árið 1992. Grétar dvaldi hjá þeim allt til æviloka. Útför Grétars fer fram frá Goðdalakirkju í dag, 19. janúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. 1915, d. 23.10. 1995. Þau eign- uðust fjóra syni, Guðmund, f. 1947, d. 1986, Freystein Ástmar, f. 1950, Arnþór Berg, f. 1955, og Áskel, f. 1959. 2. Borgar Símonarson, bóndi í Goðdölum, f. 12.1. 1930, d. 31.1. 2012. Maki: Rósa Sig- urbjörg Guðmunds- dóttir, húsmóðir í Goðdölum, f. 26.1. 1940. Borgar og Rósa eignuðust sex börn: drengur, f. 1958, d. 1958, Sigþór Smári, f. 1959, Mo- nika Sóley, f. 1960, Guðmundur Símon, f. 1965, Borgþór Bragi, „Ert þú enn á vappi Sólborg mín,“ sagði Grétar föðurbróðir minn við mig aðfaranótt 12. janúar sl. er hann lá á sjúkra- húsinu á Sauðárkóki. Ég gat ekki annað en brosað, ekki var kollurinn neitt að gefa sig þótt skrokkurinn væri dasaður. Síð- ar þennan sama dag kvaddi hann þessa jarðvist, á afmæl- isdeginum hans pabba sem hann bjó með í Goðdölum alla tíð. Tvíbýlt er í Goðdölum og stunduðu þeir bræður sauð- fjárbúskap á jörðinni og var samvinna á milli þeirra mikil. Grétar bjó einn á neðri bænum frá því að amma dó 1982 þar til að Smári og Sigga fluttu fram- eftir og gerðu neðri bæinn upp og fluttu árið 1992. Það var honum mikils virði bæði að fá þau frameftir og einnig að njóta þeirra forréttinda að fá að vera inni á heimili hjá þeim. Grétar var góður maður þótt hann hafi oft verið stífur og fylginn sér. Kynslóðabilið var ekkert hjá honum og gat hann talað við alla sem hann hafði áhuga á að tala við, hinum var hann ekkert að troða um tær eða eyða orð- um á. Grétar var neftóbaks- maður mikill og hef ég sjaldan séð mann taka jafn hraustlega í nefið og njóta þess eins og hann gerði. Fjallaferðir og smalamennska voru honum í fersku minni og oft var fólk al- veg rasandi hvað þessi fullorðni maður gat rakið smala- mennskur fyrri ára nákvæm- lega. Mörgum stundum eyddum við Grétar saman. Spilakvöld, bingó, sundferðir og ferðir okk- ar að ná í ketti út í sveit eru uppspretta minninga og hlát- urs. Hann kenndi mér að spila og jafnframt að leggja saman með því að spila við mig kasínu. Ég kom heim úr skólanum og fór beint til hans. Spiluðum við kasínu í svona einn til tvo tíma, suðum okkur stundum pylsur eða egg í hraðsuðukatlinum. Þegar því var lokið var haldið inn í stássstofuna þar sem Grétar lagði sig en ég svona níu ára lék mér með örþunna bolla- stellið hennar ömmu, agalega brothætt og fallegt. Þar voru mörg kaffiboðin haldin á meðan hann hraut í sófanum. Iss, hann prúttaði ekkert um þó að eitt- hvað brotnaði; „þetta eru bara hlutir“, sagði hann. „Fagurt er rökkrið við ramman vætta söng. Syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng.“ Var þetta eitt af hans uppá- haldslögum og man ég hann syngja þetta uppi á fjöllum eftir góðan dag í smalamennsku. Nú skilur leiðir okkar að sinni. Ég vil þakka starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Sauðár- kóks og starfsfólki heimahjúkr- unar fyrir aðstoð og liðlegheit. Einnig vil ég þakka Smára, Siggu og krökkunum fyrir þeirra þátt í því að Grétar gat verið heima eins lengi og raun bar vitni. Þar leið honum best og vildi hvergi annars staðar vera. Takk fyrir allt Grétar minn, bið að heilsa pabba, sjáumst síðar. Sólborg Borgarsdóttir. Elsku Grétar, þá ert þú bú- inn að kveðja í hinsta sinn. Ég sem alltaf hélt að þú myndir verða hundrað ára, þú varst alltaf eins, alltaf svo skemmti- legur og hress. En svona er þetta víst, maður getur aldrei reiknað lífið út. Ég man eftir því þegar ég var yngri þá varstu alltaf með súkkulaðikúl- ur til að bjóða okkur krökk- unum. Ég er afar þakklát fyrir að hafa verið fyrir norðan um áramótin, þá varstu svo hress þótt heilsan hafi heldur gefið eftir. Minningar koma upp í hugann og finnst mér gaman að rifja það upp þegar við vorum að spila Skagafjarðarspilið um áramótin, ef maður vissi ekki svarið varst þú með það! Mér fannst alltaf svo gaman að heimsækja þig, færa þér fréttir og taka létt spjall með þér um daginn og veginn. Það verður mjög skrítið að koma þegar þú ert ekki í herberginu þínu eða í stólnum þínum í stofunni hjá Smára og Siggu, en maður verður víst bara að venjast því. Auðvitað varð afmælisdagur- inn hans afa fyrir valinu hjá þér til að kveðja, þar sem þið hafið ábyggilega tekið bridshring saman eins og ykkur var lagið! Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín mun verða sárt saknað og minning þín lifi, elsku Grét- ar. Kolbrún Gréta. Jæja Grétar minn, komið er að kveðjustund. Það eru mörg minningabrot sem líða í gegnum hugann, enda rúmlega 20 ár síðan við fjölskyldan fluttum í Goðdali. Það hljóta nú að hafa verið við- brigði fyrir þig að fá allt í einu þrjú börn á aldursbilinu tveggja mánaða til sex ára inn á heimilið. Ætli þú hafir ekki passað hvað mest upp á Borgar (eða Bodda litla eins og þú kallaðir hann) þarna til að byrja með áður en Ólafur kom í heiminn, svona þegar foreldrarnir voru uppteknir við vinnu og eldri börnin tvö í skólanum. Allavega fundum við Sveinn það snemma út þegar Borgar byrjaði að tala að það virkaði mjög vel að fá hann til þess að biðja þig um nammi, sem þú áttir nú alltaf eitthvað af, því það þýddi að við fengum líka. Hugleysi í manni að biðja ekki bara um það sjálf en þetta virtist þá vera betri leið þótt þú hafir nú ábyggilega séð í gegnum okkur og haft gaman af enda mjög gjafmildur maður. Það er mér líka í fersku minni hvað þú hafðir gaman af því að koma með okkur krökk- unum á félagsvistarkvöldin í Steinsstaðaskóla. Í minningunni vannst þú þau gott ef ekki öll og oftast sendir þú eitthvert okkar upp til þess að ná í verð- launin fyrir þig. Ég veit líka fyrir víst að bræður mínir munu státa af briddsþekkingu sinni í framtíðinni vegna þíns uppeldis. Þegar maður var að bjóða vinkonunum og síðar Unnari heim þá man ég eftir að hafa sagt þeim að þau þyrftu að vera viðbúin því að svara ógrynni af spurningum, svo sem hverra manna þau væru og þar fram eftir götunum. Þú tókst þeim mjög vel og upplýsingaöflunin lét ekki á sér standa um leið og þú tókst hraustlega í nefið. Ég vona að þú sért kominn á góðan stað og skilaðu kveðju til allra. Elsa Rós Smáradóttir. Það er margt sem grípur huga manns við þau tímamót að fylgja heimilismeðlimi til hinstu hvílu. 20 ár eru síðan við fjöl- skyldan fluttum inn á heimili Grétars. Þá var hann orðinn löggildur heldri borgari og bú- inn að vinna nóg eins og hann sagði. Vafalaust hafa orðið miklar breytingar á hversdags lífi hans við að taka þátt í því fjöruga barnauppeldi sem var allt í einu komið til að vera. Það kom mjög fljótt í ljós að hlut- verkið sem hann valdi var að vera sjálfskipaður verndari yngsta fjölskyldumeðlims. Og þegar þeir fóru að spjalla var hann óþreytandi að tala við þá, kenna þeim vísur og spila 2ja manna bridge sem hann tapaði alltaf. Ég held að keppnisandinn hafi verið meira áberandi í bridge-keppnunum þegar þeir Marinó frá Álfgeirsvöllum spiluðu saman í Árgarði og Húnaveri. Þvílíkt stálminni á einstaka spil. Hann rakti spilið eins og því væri nýlokið, rifjaði upp punktastöðu og lagði mat á hvernig til tókst. Ég man ekki að hann hafi nokkurn tíma hafnað boði um að taka þátt í bridge. Eins þegar tekið var spil við eldhúsborðið var stund- um spjallað næstu daga um eitthvað í spilunum og hvernig hefði mátt spila öðruvísi. Áhugi Grétars á smala- mennsku var einlægur og hans bestu minningar voru tengdar fjallaferðum. Sögurnar sem hann sagði af smalaferðum fyrri tíma eru ekkert líkar því sem við þekkjum í dag. Hann upplifði göngur í allskonar veðrum. Svaf á moldargólfi í torfkofa, hestar stundum í hin- um enda hússins og svo flugust hundarnir á ofan á eigendum sínum. Spurning hverjum varð svefnsamt við þær aðstæður. Grétar var gangnastjóri Vest- flokks til margra ára og tók gjarnan yngstu gangnamennina með sér og þuldi upp öll ör- nefnin á leiðinni svo þeir lærðu nú að rata. Þegar hann síðan kom í skála eftir að hafa, eins og hann orðaði það „riðið kósa af“ og „hringtekið féð við Skiptabakka“ sagðist hann gjarnan hafa verið að þjálfa upp ungu mennina. Þegar ég kynnist Grétari er hann orðinn gamall maður og við tókum við hans búrekstri sem hann síðan fylgist með af áhuga án mikilla athugasemda. Held kannski að eftirminnileg- asta innleggið frá honum í eld- húsborðsumræðum um framtíð sauðfjárræktarinnar hafi verið þegar hann sagði að það þýddi ekkert að eltast við þessar sveiflur, bara halda sínu striki. Kæri Grétar, ég þakka þér stuðninginn við börnin, æðru- leysið, staðfestuna, fréttir úr gluggunum og ýmsar minning- ar þér tengdar sem verða okk- ur öllum gott veganesti. Blessuð sé minning þín. Sigríður Sveinsdóttir. Grétar Ólafur Símonarson HINSTA KVEÐJA Kæri Grétar frændi. Við systur viljum þakka þér fyrir allt og vonum að þér líði vel á þeim stað sem þú ert kominn á núna. Við von- um að þið afi hafið hist, drekkið brandí og spilið brids saman. Í einum fossi hendist áin niður morgunhlíð dalsins undir mjúku sólskýi: ungur smali ofan úr heiði með ljóð á vör, lamb á herðum. (Snorri Hjartarson) Sara og Rakel Gísladætur. HINSTA KVEÐJA Elsku Grétar. Mér finnst svo langt síðan ég kom norður, svo langt síðan ég tók í höndina á þér og sagði þér helstu fréttir af mér. Mér svíður að geta ekki verið viðstödd útför þína, kæri frændi. Minningin um þig, með nammikúlurnar, pontuna og klútinn, mun lifa í hjarta mínu. Þín frænka, Rósa Borg. Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR JÓNU ÁRNADÓTTUR, Mávahlíð 13, Reykjavík. Einnig viljum við þakka starfsfólki á dvalar- heimilinu Grund fyrir góða umönnun, svo og þeim fjölmörgu sem glöddu Þuríði með heimsóknum og símtölum á liðnu ári. Steinunn Ingólfsdóttir, Gylfi Geirsson, Árni Kr. Einarsson, Ómar Ellertsson, Gunnar M. Einarsson, Ingibjörg S. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, KRISTÍNAR PÁLSDÓTTUR. Starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaklega góða umönnun. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ingólfur Lárusson. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGA ÞORVALDSDÓTTIR, Straumnesi, Skagaströnd, lést föstudaginn 14. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Þorbjörg Bjarnadóttir, Árni Björn Birgisson, Margrét Eyrún Birgisdóttir, Finnur Sturluson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og tengdamóður, ÓLAFAR DÓMHILDAR JÓHANNSDÓTTUR. Guðmundur Sigurðsson, Aldís Unnur Guðmundsdóttir, Jörgen L. Pind, Jóhann Þ. Guðmundsson, Þórunn Ólafsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, Sigríður Eyjólfsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGILL GUÐLAUGSSON múrari, áður til heimilis í Berjarima 9, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir miðvikudaginn 9. janúar 2013. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við Manfred Lemke presti, Ólafi H. Samúelssyni lækni og öðru starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Eir, 3. hæð norður, fyrir góða umönnun og hlýju í garð okkar allra. Kristín Stefánsdóttir, Kolbrún Jósepsdóttir, Stefán Egilsson, Bryndís Eggertsdóttir, Kristín Ellý Egilsdóttir, Grétar Baldursson, Hrafnhildur Egilsdóttir, Halldór Bergdal Baldursson, Elísabet Egilsdóttir, Kristján V. Halldórsson, Guðmunda Egilsdóttir, Stefán Gísli Stefánsson, Egill Egilsson, Lára Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir sendum við öllum þeim sem heiðruðu minningu RAGNHEIÐAR VIGGÓSDÓTTUR og auðsýndu okkur samúð og vinarhug vegna andláts hennar. Hilmar Sigurbjörnsson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Marta Jónsdóttir, Hjalti Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Davíð Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.