Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 28

Morgunblaðið - 19.01.2013, Side 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Alsír sögðu í gær að sérsveitir hersins hefðu bjargað hundruðum starfsmanna gas- vinnslustöðvar þar sem íslamskir öfgamenn höfðu tekið þá í gíslingu. Fjölmiðlarnir skýrðu frá því að um hundrað erlendum ríkisborg- urum hefði verið bjargað en ekki væri vitað um afdrif 30 erlendra gísla. Áður hafði alsírska frétta- stofan APS skýrt frá því að sér- sveitirnar hefðu bjargað 573 Als- íringum sem störfuðu í gasvinnslustöðinni. Herinn kvaðst vera að reyna að bjarga þeim sem væru enn í haldi íslömsku öfgamannanna. Festu sprengjur um háls gíslanna Margir þeirra sem komust lífs af sögðu mannræningjana hafa fest sprengjur um hálsinn á þeim eftir að þeir voru teknir í gíslingu. Aðrir földu sig, skelfingu lostnir, undir rúmum eða í afkimum undir lofti gasvinnslustöðvarinnar í tæpa tvo sólarhringa. „Þeir hrópuðu að þeir vildu bara ná útlendingunum,“ sagði einn Alsíringanna sem sluppu úr gas- vinnslustöðinni. „Þeir söfnuðu út- lendingunum saman, bundu þá og fóru með þá í burtu.“ Hafði rænt 20 Vesturlandabúum Mannræningjarnir eru í hreyf- ingu illræmds íslamista og hryðju- verkamanns, Mokhtars Belmok- htars. Talið er að fyrir gíslatökuna hafi Belmokhtar og menn hans rænt a.m.k. tuttugu vestrænum stjórnarerindrekum, starfs- mönnum hjálparstofnana og ferða- mönnum til að krefjast lausnar- gjalds á síðustu fimm árum, að sögn fréttavefjar norska rík- isútvarpsins. Belmokhtar er einnig talinn hafa skipulagt stórfellt tób- akssmygl til að fjármagna hryðju- verkastarfsemi sína. Máritaníska fréttastofan ANI sagði að mannræningjarnir hefðu krafist þess að Frakkar hættu hernaði sínum gegn íslamistum í Malí og að íslömskum öfgamönnum í bandarískum fangelsum yrði sleppt. Stjórnvöld í Malí hafa sagt að ekki komi til greina að semja við hryðjuverkamenn. Mikil óvissa var í gær um hversu margir gíslar biðu bana í árás sér- sveitanna. Mannræningjarnir sögðu í fyrradag að 34 gíslar hefðu legið í valnum, en stjórnvöld í Alsír sögðu þá tölu vera „hugarburð“. Að sögn breska ríkisútvarpsins er vit- að með vissu um fjóra erlenda gísla sem létu lífið í árás sérsveitanna í fyrradag, tvo Breta og tvo Filipps- eyinga. Áður höfðu tveir menn, Breti og Alsíringur, beðið bana þegar mannræningjarnir réðust á rútu starfsmanna gasvinnslustöðv- arinnar skömmu fyrir gíslatökuna. Ekki var vitað um afdrif tíu Breta í gasvinnslustöðinni í gær- kvöldi, að sögn BBC. Breska fyr- irtækið BP sagðist hafa flutt hundruð starfsmanna sinna frá Als- ír, þeirra á meðal marga sem störf- uðu í gasvinnslustöðinni. Einum Norðmanni var bjargað í gær en ekki var vitað um afdrif átta Norðmanna, að sögn norskra fjöl- miðla í gærkvöldi. Ekki var vitað hversu margir Bandaríkjamenn voru enn í gas- vinnslustöðinni. Japanskt verk- takafyrirtæki sagði að ekki væri vitað um örlög um 60 Japana sem störfuðu á gasvinnslusvæðinu. Björguðu hundruðum gísla í Alsír Íslömsk hreyfing hryðjuverkamannsins Mokhtar Belmokhtar hefur lýst gíslatökunni á hendur sér Hundruð manna tekin í gíslingu Tigantourine-gasvinnslustöðin * Skv. fréttum fjölmiðla Gasvinnslustöðin er rekin af BP (Bretlandi), Statoil (Noregi) og Sonatrach (Alsír) Mannfall Tveir hópar gísla • Alsírskir starfsmenn (Hundruð sluppu*) • Hópur erlendra starfs- manna frá 12 löndum (Margir sluppu*) • Mikil óvissa var í gær um mannfallið í árás alsírska hersins á stöðina Noregur, Bandaríkin, Bretland, Filippseyjar, Írland, Japan, Frakkland, Malasía* Austurríki, Rúmenía*, Kólumbía* Taíland* In Amenas Flugvöllur Gasvinnslustöðin N3 5 km Algeirsborg ALSÍR LÍBÍA In Amenas  Ekki vitað um afdrif þrjátíu erlendra gísla í gasvinnslustöðinni AFP Illræmdur Belmokhtar hefur staðið fyrir mörgum hryðjuverkum. Prestur rétttrúnaðarkirkjunnar í Hvíta-Rússlandi blessar mann sem stekkur í ískalt vatn í þorpinu Pil- nitsa, um 30 kílómetra frá Minsk, höfuðborg landsins. Þrátt fyrir mikið vetrarfrost á þessum slóðum stukku þúsundir manna í göt, sem gerð voru í ís á vatni í þorpinu, til að baða sig í gær. Margir Hvít- Rússar hafa fyrir venju að fara í slíkt bað í tilefni af þrettándanum, hátíðisdegi til minningar um komu vitringanna þriggja að jötunni í Betlehem, en hann er haldinn í Hvíta-Rússlandi í dag. AFP Ískalt bað á þrettándanum Talið er að með því að fyrirskipa hernum að gera árás á gas- vinnslustöðina í Alsír hafi stjórn landsins viljað senda íslamistum skýr skilaboð um að ekki kæmi til greina að semja við hryðju- verkamenn. Meginmarkmiðið með árásinni var að brjóta mannræningjana á bak aftur, frekar en að bjarga öllum gísl- unum, að sögn Frederics Gallois, fyrrverandi yfirmanns sérsveita frönsku lögreglunnar í baráttunni gegn hryðjuverkum. „Annað markmið þeirra var að koma í veg fyrir að íslamistar gætu notað gíslatökuna í áróðursskyni. Þeir vildu ekki að þetta drægist á langinn,“ hefur AFP eftir Gallois. Stjórnvöld og herinn í Alsír hafa háð harða baráttu við íslamska öfga- menn áratugum saman. Stríðið við íslamista í Alsír kostaði yfir 100.000 manns lífið á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Sérfræðingar í mál- efnum landsins segja þetta skýra hvers vegna alsírsk stjórnvöld hafi lagt meiri áherslu á að brjóta mannræningjana á bak aftur en að bjarga öllum gíslunum. Íslamistum hafi aldrei áður tekist að ráðast á mikilvæga olíu- eða gasvinnslustöð í Alsír og gíslatakan hafi því verið mikið áfall fyrir herinn og stjórnina. Íslamistum send skýr skilaboð MEGINMARKMIÐIÐ AÐ BRJÓTA MANNRÆNINGJA Á BAK AFTUR Alsírskir hermenn. –– Meira fyrir lesendur Þorrinn SÉRBLAÐ : Katrín Theódórsdóttir Sími 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, mánudaginn 21. janúar. Þetta sérblað verður með ýmislegt sem tengist þorranum s.s: Matur, menning, hefðir, söngur, bjór, sögur og viðtöl. Þann 25. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Þorranum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.