Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 19.01.2013, Qupperneq 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 2013 Hinn 30. janúar næstkomandi verða þjóðlagatónlistarverðlaun BBC fyrir síðasta ár afhent í Skotlandi, í The Glasgow Royal Concert Hall svo við gerumst nákvæm og er viðburðurinn hluti af The Celtic Connections Festi- val. Það eru spennandi tímar í þess- um geira í Bretlandi nú um stundir og greinileg vakning á meðal ungs fólks í garð þessa tónlistararfs. En ekki er um að ræða hreint rómantískt endurlit þar sem menn og konur reyna að fylla vandlega í skó forfeðr- anna með nákvæmum eftirlíkingum og endurvinnslum. Nei, þessi bylgja einkennist þvert á móti af all- nokkrum broddi þar sem tilrauna- mennska er lykillinn; rannsóknir á hvernig hægt er að vinna með formið, endurskapa það og nýta í ljósi nýrra tíma virðist vera málið. Framsækni Nægir að líta til þeirra platna sem eru tilnefndar til verðlaunanna til að sjá þetta. Af þeim fimm sem eru til- nefndar eru þrjár þeirra lengst úti í brúninni og í raun merkilegt hversu opin tónlistarelítan hér er gagnvart svona „usla“ (sögulega hefur það ekki alltaf verið svo, sjá t.d. er Fairport Convention og þeirra líkar stungu gíturunum í samband. Fólk lærir greinilega af reynslunni stundum). Ég ætla að nefna þessar þrjár plötur, sú fyrsta er Broadside með hinni ell- efu manna Bellowhead en sveitin at- arna rúllar gömlum þjóðlagastemm- um miskunnarlaust í gegnum strengjasveitir, blástur, kvikmynda- tónlistarminni, rokk, áslátt og bara hvað sem er. Lögin eru þess vegna „stór“ og margbrotin, virðast stund- um ætla að spóla yfir sig en Bellow- head tekst einhvern veginn alltaf að lenda á tveimur fótum (eða tuttugu og tveimur öllu heldur). Edinborg- arsveitin Lau er þá tilnefnd fyrir þriðju plötu sína, Race The Loser, en Lau þykir hafa komið með nýja orku inn í þjóðlagasenuna, tónlistin ein- læg, djúp og áhrifarík en algerlega móðins á sama tíma. Þriðja platan er Ground Of Its Own með Sam Lee en lítum betur á pilt eftir næstu millifyr- irsögn Maðurinn Saga Sams Lees er ótrúleg. Hann hóf ekki að syngja fyrr en fyrir sex árum. Þegar hann uppgötvaði sig sem slíkan hætti hann stússi sínu sem sjónlistarmaður, „burlesque“- dans- ari og kennari í „afkomu“-list hvað náttúruna varðar og einhenti sér af öllum krafti í þjóðlagatónlistina. Frami hans þar hefur verið undra- skjótur og hann er talinn fremstur á meðal jafningja hvað endurnýjun arfsins varðar. Hann er nú þegar margverðlaunaður, fékk meðal ann- ars Arts Foundation-verðlaunin 2011, í fyrsta skipti sem þjóðlagatónlist er verðlaunuð með slíkum hætti. Hann stýrði þá tónleikaröð, The Magpie Nest (nú The Nest Collective), en röðin gerði mjög mikið í því að koma skurki á áðurnefnda senu. Lee nam svo hjá hinum goðsagna- kennda skoska söngvara Stanley Ro- bertson og í kjölfarið lagðist hann í rannsóknir á arfi flökkusöngvara frá Bretlandi og Írlandi. Lee kennir auk þess reglulega í háskólum víða um eyjarnar, meðal annars í Royal Col- lege of Music en hann er fyrsti þjóð- lagasöngvarinn sem það gerir. Og er þá lítið eitt af afrekum Lees upp talið. Platan, Ground Of Its Own, er þá stórmerkileg. Í grunninn þjóðlaga- tónlist en sveipuð nýjabrumi og til- raunum sem þjóna lögunum upp í topp. Stjarna Lees á eftir að hækka á himni og ég læt nægja að vísa í Joe Boyd, upptökustjórann fræga sem vann með Fairport Convention, Sandy Denny, Nick Drake og fleirum í eina tíð. „Magnaður söngvari og heillandi karakter,“ segir hann um Lee. „Hann vinnur með tónlistarmönnum á mjög áhugaverðan og heillandi hátt. Út- setningar hans á þessum lögum eru einstakar, svona nokkuð hefur bara aldrei heyrst áður.“ TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Fjölsnærður Hinn margverðlaunaði Sam Lee er „burlesque“-dansari, sér- fræðingur í því að komast af í villtri náttúru … og tónlistarmaður. Arfurinn endurnýjaður » Af þeim fimm semeru tilnefndar eru þrjár þeirra lengst úti í brúninni og í raun merkilegt hversu opin tónlistarelítan hér er gagnvart svona „usla“  Ný alda þjóðlagasöngvara skall á ströndum Bretlands fyrir nokkrum misserum  Hinn fjölhæfi Sam Lee er þar í broddi fylkingar Tríó Glóðir og Sigríður Thorlacius flytja leikritalög Oddgeirs Krist- jánssonar og Jóns Múla í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20. Tríóið skipa þeir Hafsteinn Þór- ólfsson söngvari, Jón Gunnar Bier- ing Margeirsson á gítar og Ingólfur Magnússon á bassa. Þeir hafa í sam- einingu útsett dægurlagaperlur Oddgeirs Kristjánssonar úr Eyjum og gáfu út á plötunni Bjartar vonir í lok ársins 2011. Gestasöngvari á plötunni var Sigríður Thorlacius. Tveimur árum áður gaf hún ásamt Heiðurspiltum út plötuna Á ljúf- lingshól með lögum Jóns Múla Árna- sonar. Á tónleikum kvöldsins verða flutt lög Oddgeirs og Jóns Múla sem þeir sömdu fyrir leikrit, en einnig verða fluttir nokkrir dúettar Oddgeirs. Þeirra á meðal eru Glóðir, Svo björt og skær, Vor við sæinn, Án þín og Á Ljúflingshól. Auk þess munu þau flytja tvo vikivaka eftir þá félaga. Tríó Glóðir leikur í Salnum Gestur Sigríður Thorlacius verður gestasöngvari á tónleikunum. ÍSL. TEXTI SÉÐ OG HEYRT/VIKAN ÍSL. TEXTI -EMPIRE - V.J.V., SVARTHÖFÐI.IS SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%* AÐEINS LAUGARDAG 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS DJANGO KL. 6 - 9 14 THE HOBBIT 3D KL. 6 - 9 12 LIFE OF PI 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) 10 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 4 (TILBOÐ) L RYÐ OG BEIN 2 GOLDEN GLOBE TILNEFNINGAR 5 ÓSKARSTILNEFNINGAR 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR11 ÓSKARSTILNEFNINGAR3 ÓSKARSTILNEFNINGAR ÁST LAUGARDAGUR TÖFRAMAÐURINN** KL. 3.40 L NÉNETTA & ÁHORFENDURNIR** KL. 4 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU* KL. 10.10L WOLBERG FJÖLSKYLDAN** KL. 6 L BANEITRAÐ** KL. 4 L RYÐ OG BEIN* KL. 8 L ÁST* KL. 8 L GRIÐARSTAÐUR** 3.20 - 10.20 L SUNNUDAGUR TÖFRAMAÐURINN** KL. 3.40 L NÉNETTA & ÁHORFENDURNIR** KL. 3.50 L STÓRLAXARNIR** KL. 5.50 L JARÐARFÖRIN HENNAR ÖMMU*KL.10.10 WOLBERG FJÖLSKYLDAN** KL. 3.50 L RYÐ OG BEIN* KL. 8 L ÁST* KL. 8 L GRIÐASTAÐUR 3.20 - 10.20 L *ÍSLENSKUR TEXTI ** ENSKUR TEXTI DJANGO KL. 5.40 - 9 16 THE MASTER KL. 5.20 14 LIFE OF PI 3D KL. 6 - 9 10 OPNUNARMYNDIN GOLDEN GLOBE BESTA ERLENDA MYNDIN DJANGO KL. 1 (TILBOÐ) - 4.30 - 8 - 9 - 11.20* 16 DJANGO LÚXUS KL. 8 - 11.20* 16 THE MASTER KL. 6 14 HVÍTI KÓALABJÖRNINN KL. 1 (TILBOÐ) - 3 L THE HOBBIT 3D KL. 1 (TILB.) - 4.30 - 8 - 11.20* 12 THE HOBBIT 3D LÚXUS KL. 1 - 4.30 12 LIFE OF PI 3D KL. 5.15 - 8 - 10.40* 10 GOÐSAGNIRNAR FIMM KL. 1 (TILBOÐ) - 3.15 7 -H.V.A., FBL - H.S.S., MBL” - Þ. Þ., FRÉTTATÍMINN - S.S., LISTAPÓSTURINN” - G.F.V., VIÐSKIPTABLAÐIÐ DJANGO UNCHAINED sýndkl. 2-6-10 JACK REACHER Sýndkl.8-10:30 THE HOBBIT 3D (48 ramma) Sýndkl.2-6 THE HOBBIT 3D Sýndkl.10 LIFE OF PI 3D Sýndkl.4 HVÍTI KÓALABJÖRNINN Sýndkl.2 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 12 12 12 10 16 L L 11 ÓSKARSTILNEFNINGAR „Life of Pi er mikil bíóveisla og ekta jólamynd, falleg og upplífgandi“ -H.S.S., MBL „Life of Pi er töfrum líkust” - V.J.V., Svarthöfði.is 3 óskarstilnefningar SÝND Í 3D OG Í 3D(48 ramma) “Ekta hátíðarævintýri fyrir alla famelíuna.” -Séð & Heyrt/Vikan The Hollywood Reporter EMPIRE “Tom Cruise Nails it.” - The Rolling Stone “It’s part Jason Bourne, part Dirty Harry.” - Total Film -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is - H.S.S MBL Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.