Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Haft hefur verið á orði að skopskyn leikstjórans Quent- ins Tarantinos og orðfæri sé nátengt menningarheimi bandarískra blökkumanna. Bekkjarfélagar hans í skóla voru nánast eingöngu blökku- menn og einstæð móðir hans átti svarta vini. Í myndum sínum hefur hann iðulega leitað í svarta sálarmenningu, t.d. í mynd- unum Pulp Fiction og Jackie Brown. Hann var spurð- ur hvort ekki hefði ver- ið nær að svartur leik- stjóri gerði myndina Django. „Alls ekki. Ég horfði á hvítt blaðið og skrifaði sög- una til enda. Þetta er mín saga.“ L eikstjórinn Quentin Tar- antino beinir spjótum sínum að þrælahaldi í Bandaríkjunum í nýj- ustu mynd sinni, Django Unchained, um þræl, sem er leystur úr viðjum. Líkt og í fyrri myndum hans rennur blóðið í stríð- um straumum þegar svört sögu- hetja kemur fram grimmilegum hefndum á hvítum þrælahöldurum og misindismönnum. Hjá Tarantino blasir við annar veruleiki en í myndum á borð við Á hverfanda hveli. Hin siðprúðu Suðurríki fá svipaða afgreiðslu og þriðja ríkið í myndinni Inglourious Basterds, sem Tarantino gerði á undan þess- ari. Uppgjör hans við þrælahald í Bandaríkjunum hefur fengið mis- jafnar viðtökur. Ýmsum finnst lýs- ing Tarantinos ósanngjörn og af- skræmd. Gagnrýnin hefur komið úr ýms- um áttum. Tarantino er borið á brýn að nota þrælahaldið í ann- arlegum tilgangi. Það sé einungis bakgrunnur fyrir ofbeldi og blóðs- úthellingar. Hinn hægri sinnaði þáttastjórnandi Rush Limbaugh hélt því fram í útvarpsþætti sínum að myndin Django Unchained væri notuð til þess að „ýta undir þá hug- mynd að þrælahald [væri] enn við lýði í Bandaríkjunum og jafnvel þótt svo væri ekki væri til fólk, sem vildi að svo væri“. Margir hægri menn taka undir með honum, en gagnrýnin er víðtækari. Í röðum bandarískra blökkumanna er Tar- antino gagnrýndur fyrir óviðeigandi léttúð, sem hafi gengið upp í nas- istamyndinni, en missi marks í Django vegna þess að misréttið sé enn við lýði. „Óvirðing við forfeður mína“ Svarti leikstjórinn Spike Lee, sem hefur mikið fjallað um stöðu blökkumanna í Bandaríkjunum í myndum sínum og er reyndar eng- inn aðdáandi Tarantinos, segist ekki ætla að sjá myndina. „Það eina, sem ég get sagt er að það er óvirðing við forfeður mína að fara á þessa mynd,“ sagði hann í viðtali við tímaritið Vibe. Hann hélt áfram í tísti á Twitter og sagði að þræla- haldið hefði ekki verið spakhettu- vestri: „Það var helför. Forfeður mínir voru þrælar. Rænt frá Afr- íku. Ég mun heiðra þá.“ Í Hollywood hefur þrælahald- ið ekki verið brotið til mergjar ólíkt til dæmis Víetnamstríðinu. Þáttaröðin Rætur, sem gerð var eftir sögu Alex Haley, vakti mikla athygli í lok áttunda áratugarins. Þættirnir enda á því að hvítur bóndi er bundinn við tré. Svartur fyrrverandi þræll stendur með svipu í hönd, en fær sig ekki til að beita henni. Hann vill ekki fara niður á sama plan og hvíti þrælahaldarinn. Tarantino segir að þegar þættirnir voru sýndir hafi bandaríska þjóðin beðið með eft- irvæntingu eftir þessu uppgjöri og þegar Tom ákvað að hlífa kvalara sínum hafi „nei“ heyrst hrópað um allt landið: „Nei, hýddu hann og gerðu það almennilega! Það var endirinn, sem allir vildu sjá.“ Tarantino kveðst telja að þræla- hald sé enn við lýði í Bandaríkj- unum. Í viðtali vegna myndarinnar sagði hann að stríðið gegn eitur- lyfjum og fangelsanir blökkumanna í stríðum straumum væru ein birt- ingarmynd þess. „Þetta er sami ótti við svarta karlmanninn og var við lýði á nítjándu öld,“ segir hann og bætir við að margt sé líkt með at- riði í mynd sinni frá þrælamarkaði og bandaríska fangelsiskerfinu, sem sé bæði einka- og ríkisrekið og sé viðhaldið af sömu ástæðum og þrælahaldinu löngu eftir að allur heimurinn hafi komist að þeirri nið- urstöðu að það sé siðlaust. Hlutfall svartra í fangelsi Þarna hefur Tarantino nokkuð til síns máls. Til dæmis neyta 12% hvítra Bandaríkjamanna marijúana og 14% svartra. 31% þeirra, sem handteknir eru fyrir að hafa mari- júana undir höndum, er hins vegar blökkumenn. Þeir voru 39,4% fanga í bandarískum fangelsum árið 2009, sem er langt umfram hlutfall þeirra af íbúum landsins. Blökkumenn eru rúm 13,6% íbúa Bandaríkjamanna. Í 20 ríkjum er hlutfall svartra fanga að minnsta kosti fimmfalt hærra en hlutfall þeirra af íbúa- fjölda. Það er engin furða að mynd Tarantinos veki deilur. Mynd um þrælahald vekur deilur KVIKMYND QUENTINS TARANTINOS UM FYRRVERANDI SVARTAN ÞRÆL, SEM STRÁFELLIR HVÍTA ÞRÆLAHALDARA, HEFUR VAKIÐ DEILUR VESTAN HAFS. ÞYKIR HANN NÁLG- AST EFNIÐ AF LÉTTÚÐ. LEIKSTJÓRINN SEGIR AÐ Í BANDA- RÍKJUNUM SÉ ÞRÆLAHALD ENN VIÐ LÝÐI. Tarantino fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir handritið að Django. ÞETTA ER MÍN SAGA Jamie Foxx leikur fyrrverandi þræl í hefndarhug í nýjustu mynd Quentins Tarantinos, Django Unchained. Myndin vekur jafnt hrifningu og hneykslan og hefur veri gagnrýnd fyrir léttúðugar blóðsúthellingar og ósæmilegt orðbragð. * Þrælahald í Bandaríkjunum var ekki spakhettu-vestri eftir Sergio Leone. Spike Lee leikstjóriAlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON Barack Obama Bandaríkjaforseti kynnti viðamiklar aðgerðir til að stemma stigu við notkun skotvopna og skoraði á þingið að samþykkja lög um bann við hríðskotabyssum og skilyrðislausa athugun á bakgrunni kaupenda skotvopna. Obama sagði að hagsmunaöfl myndu berjast gegn því að slík lög yrðu samþykkt á þingi. Bandaríkjamenn eru slegnir óhug eftir að 20 börn voru myrt í árás í grunnskóla í Connecticut í janúar og er stuðningur almennings við aðgerðir meiri en oft áður. ALSÍR ALGEIRSBORG Laurent Fabius, utan- ríkisráðherra Frakklands, sagði að ríki innan Evrópusambandsins íhuguðu að senda hermenn til stuðnings Frökkum, sem fyrir rúmri viku sendu herlið til þess að stöðva uppreisnarmenn íslamista í Afríkuríkinu Malí. Átökin virðast vera að breiðast út. Á fimmtudag gerði alsírski herinn áhlaup til að frelsa gísla, sem íslamistar tóku í gasvinnslustöð í Alsír til að hefna fyrir íhlutunina í Malí. 34 gíslar og 15 íslamistar féllu í árásinni. JAPAN TAKAMATSUVandræðin vegna hinna nýju farþegaflugvéla Boeing, Dreamliner, ágerast. Á miðvikudag var Dreamliner-vél japanska flugfé- lagsins ANA nauðlent á flugvellinum í Takamatsu í Japan vegna reyks frá rafgeymi. Á fimmtudag kyrrsettu flugmálayfirvöld og flugfélög víðs vegar í heiminum allar Dreamliner-vélar í umferð. Boeing hefur lagt mikið undir við smíði hinnar nýju vélar, sem er sparneytnari en forverar hennar.Tíðar bilanir hrjá oft nýjar vélar, en Boeing má ekki við því að ótti skapist meðal almennings við að fljúga með vélunum. RÚSSLAND MOSKVA Leyniskytta skaut rússneska glæpaforingjann Aslan Usoyan, sem þekktur var undir nafninu Hassan afi, þegar hann var að ganga inn í veitingastað í Moskvu á miðvikudag. Usoyan sat mörgum sinnum í fangelsi á tímum Sovétríkjanna, en hafði ekki setið inni síðan 1991. Hann leiddi öflugustu glæpasamtök Rússlands. Honum hafði fjórum sinnum verið sýnt banatilræði áður. 2010 fékk hann þrjár byssukúlur í magann, en lifði af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.