Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 23
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Þau eru misjöfn mannanna örlög og eflaust hefur vesalings mann-inn ekki órað fyrir því hvað yrði honum að aldurtila sem lenti íþeim ósköpum fyrir skemmstu vestur í henni Ameríku að kafna í brjóstum spúsu sinnar. Reyndar eru getgátur um meintan brjósta- kæfingardauðdaga og einhverjar líkur á að hjartaveila hafi átt þar hlut að máli. Nágrannar þessara ólánsömu hjólhýsahjóna segjast hafa séð konuna barmstóru kasta karli sínum til í reiði og setjast ofan á hann. Heyrðist hann biðjast vægðar þar sem hún huldi andlit hans með melónum bringunnar. Víst er að margan brjóstasjúkan karlinn dreymir um barmmikinn kvenmann sitjandi ofan á sér og grátbiðja hana um að leggja bústnu brjóstin framan í sig. En svona geta ólíklegustu at- hafnir snúist í andhverfu sína í brölti mann- fólksins. Og þá komum við aftur að því að eng- inn viti sína ævina fyrr en öll er: Afar ólíklegt er að konu þessa hefði getað grunað að barm- ur hennar yrði einn daginn morðvopn. Alls óafvitandi hefur hún gengið í gegnum dagana með bráðdrepandi vopnabúr framan á sér. Vissulega hafa konur í gegn- um tíðina átt það til að beita brjóstum sínum til að ryðja sér leið og buga hörðustu karla, en sjaldan í svo bókstaflegri merkingu sem raunin varð hjá aumingja konunni reiðu. Samúð mín er ekki síður hjá henni en bónda hennar. Ég held hún hljóti í bræði sinni að hafa ætlað að hræða hann og láta hann finna fyrir valdi sínu, en ekki ætlast til að hann færi að anda brjóstum hennar ofan í lungu. Af þessu má draga þann lærdóm að aldrei er of varlega farið með konubrjóst og karlar ættu ekki að vanmeta mátt íturvaxinna kvenna. En það er svo ótal margt sem smogið getur í okkur og breytt okkur í eitthvað allt annað en við erum að öllu jöfnu. Eitt af því eru pestir skæð- ar sem nú herja á Mörlandann af slíku offorsi að stór hluti þjóðarinnar liggur marflatur í bælum sínum. Við slíkar aðstæður verður margur gjörsneyddur öllum sínum kynþokka. Korrandi hryglur í brjósti og grænt hor sem lekur fram úr nösum verður til þess að elskulegasta fólk hrekkur frá í ofboði. Vissulega má reyna að þröngva þeim sem deilir bæli til að ríða úr sér óværuna þar sem kynlíf styrkir jú ónæmiskerfið. En það er hægara um að tala en í að komast þegar máttleysi og hár hiti lamar bæði líkama og sál. Allir vita sem reynt hafa að heldur betur er það hamlandi kagstíflaða nefið þegar taka á til við kröftugt tott. VOPNABÚR Í KONUBRJÓSTI KRISTÍN HEIÐA Stigið í vænginn Þ eir Lúðvík Ólafsson og Þor- steinn Blöndal sendu vel- ferðarráðuneytinu á dög- unum álit í umsögn um frumvarp velferðarráðherra um bann við sölu skrotóbaks. Í því kemur fram að þeir telji skjóta skökku við að banna sölu munntób- aks þar sem rannsóknir sýni að skaðsemi þess sé mun minni en reyktóbaks. Í umfjöllun fréttaskýringaþátt- arins 60 mínútna, snemma árs árið 2012, var fjallað um munntóbak eða „snus“ sem valkost fyrir þá sem ekki gátu hætt að reykja en tóbaks- framleiðendur í Bandaríkjunum hófu nýlega framleiðslu á því. Þar er meðal annars rætt við dr. Karl Fagerström sem er sænskur læknaprófessor sem sérhæfir sig í nikótínfíkn og hefur m.a. fengið við- urkenningu frá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni, WHO, fyrir rann- sóknir og þróun lyfja sem slá á nikótínfíkn. Fagerström segir snus mun skaðminna en reyklaust tóbak. Vitnar hann í rannsókna frá Royal college of physicians sem er læknaháskóli í Bretlandi. Sam- kvæmt henni er snus 90-99% minna skaðlegt heilsunni en reyktóbak. En hvað þýða slíkar tölur? Lúðvík Ólafsson er yfirlæknir á heilsugæslu höfuðborgarinnar. „Þegar menn setja svona tölfræði upp eru þeir að tala um tíðni sjúk- dóma og dauðsfalla sem rekja má til viðkomandi tóbaks.“ „Munntóbakið hefur litla tilhneig- ingu til að leiða til kerfisbundinna sjúkdóma þó að einhver tengsl séu við briskirtilskrabbamein,“ segir Lúðvík Orð Lúðvíks eru í samræmi við málflutning Fagerström sem bendir jafnframt á að ekki hafi fundist tengsl við notkun snus og krabba- meins í munni. Hér ber að athuga að snus er ólíkt íslensku neftóbaki, sem vinsælt er að setja undir vörina, að því leyti að í því eru fleiri aukaefni sem erta munnholdið. „Því má ekki heimfæra rannsóknir á snusi yfir á íslenska tóbakið, þó að óhætt sé að halda því fram að það sé mun minna skaðlegt en reyktóbakið,“ segir Lúðvík. Hið sænska snus er, ólíkt íslenska neftóbakinu, flokkað sem matvara í Svíþjóð og fellur því efnisinnihald þess undir matvælalöggjöf. Af þeim sökum eru engin eiturefni í því líkt og finna má í sígarettum. Þessi eiturefni eru talin helsti orsakavald- ur sjúkdóma og dauðsfalla reyk- ingamanna. Íslenska neftóbak er undanskilið matvælalöggjöf. „Það er nokkuð breið sátt meðal lækna um að mæla frekar með notkun munntóbaks en reyktóbaks,“ segir Lúðvík. Samkvæmt umfjöllun 60 mínútna má þó finna lækna sem telja það siðferðislega rangt að beina fólki að notkun eins skaðlegs ávanabindandi efnis umfram annað, þó að það valdi síður líkamlegum skaða. Rannsóknir hafa sýnt fram á að sænskt munntóbak sé mun síður skaðlegt heilsunni en reyktóbak. AFP Ekki allt sama tóbakið SAMKVÆMT ERLENDRI RANNSÓKN ER MUNNTÓBAK 90-99% MINNA SKAÐLEGT EN REYKTÓBAK. AÐ SÖGN LÆKNIS ER „NOKKUÐ BREIÐ SÁTT MEÐAL LÆKNA“ UM AÐ MÆLA MEÐ NOTKUN ÞESS UMFRAM NOTKUN REYKTÓBAKS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.