Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 59
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Blóðsuga mikils á mastri. (9)
5. Hafa í hávegum framliðna í meðvitundarleysi. (7)
6. Kynfæri með gat úr tveimur áttum fá högg. (10)
10. Það sem kemur á eftir salti og pipar? (13)
11. Fær svolítið biluð til að sýna aftur einfalt krydd. (7)
13. Selskap lyf getur endað í grjúpáni. (10)
15. Vanþóknun vegna til dæmis X eða Y. (12)
18. Lætur stangir liggja í sól í langan tíma. (7)
19. Klámvöld geta orðið að verði. (8)
20. Hittingur þar sem áttir mætast. (9)
23. Vinna Óla Lokbrár? (11)
24. Hraðsigla að nálgun. (5)
25. Ofn hefur með klukku og leigir að sögn til afbrigðilegra.
(12)
28. Postular flækjast fyrir ótraustar. (8)
29. Hlífi rún á götu á Akureyri. (6)
30. Sjónfæri okkar sem kemur að notum nýtist ekki í sjón.
(8)
31. Suðandi málsgreinar um ómaga. (14)
LÓÐRÉTT
1. Svar af eða á frá þögulli. (7)
2. Annarlegt andlegt ástand fyrir hlýðin leiðir enn einu sinni
til óheiðarleika. (9)
3. Ræma dýrs klæðis hjá konu (9)
4. Form vöðva eru geðsmunir (9)
5. Fíla aftur pening fyrir bíómynd. (7)
7. Eftirréttur fyrir tvo í höfuðborg (5)
8. Lagir einhvern veginn ef viprar. (7)
9. Það sem er lélegra í bókum? (5)
12. Arnarham gat fundið á nesjum. (11)
14. Hestasport enn hjá eftirlitsstofnun EFTA leiðir af sér
tónverk. (8)
16. Rándýr stafur missir óræðan fyrir vetrarlok hjá karldýri.
(12)
17. Ræðum um úrtölumenn. (5)
18. Skelf fyrir Baltverja að pilla. (10)
19. Málmur og skömmin birta litningana að sögn. (10)
21. Úttektarbor í herbergi. (8)
22. Sagt er að erfiður viðeigandi skaði mynni. (9)
26. Eftirsótt hefur jarðlagið. (6)
27. Bræðrafélagastefna nær að batna. (6)
Á skákhátíðinni í Wijk aanZee í Hollandi sem stend-ur yfir þessa dagana
beinist athyglin hér heima ekki
síst að stórmeistaraflokki C þar
sem Hjörvar Steinn Grétarsson
hefur staðið sig prýðilega og er
með 3 vinninga af fimm mögu-
legum í 13 umferða móti. Í A-
flokki hefur heimsmeistarinn
Wisvanthan Anand verið á miklu
flugi. Eftir fimm umferðir er
hann efstur ásamt Magnúsi Carl-
sen og Sergei Karjakin, allir með
3 ½ vinning.
Sá léttleiki sem einkenndi tafl-
mennsku Indverjans alla tíð virt-
ist alveg að hverfa en nú geta
aðdáendur hans aftur tekið gleði
sína. Lev Aronjan átti örugglega
ekki von á þeim trakteringum
sem biðu hans í 4. umferð þessa
móts. Hér er komin einhver
glæsilegasta skák sem sést hefur í
langan tíma í þessum styrk-
leikaflokki:
Lev Aronjan – Wisvanthan An-
and
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4.
Rc3 e6 5. e3 Rbd7 6. Bd3 dxc4 7.
Bxc4 b5 8. Bd3 Bd6
Nýjasti snúningurinn í Meran-
afbrigðinu, Anand vann Kramnik
tvisvar með 8. … a6 í HM-
einvíginu 2008 en aðrir góðir leikir
eru 8. …. Bb7 og 8. … b4.
9. O-O O-O 10. Dc2 Bb7 11. a3
Hc8 12. Rg5
Aronjan sem er býsna hug-
myndaríkur í byrjunum sínum
hefur áreiðanlega ætlað að koma
heimsmeistaranum á óvart með
þessum leik sem býður upp á
möguleikann 12. … Bxh2 13. Kxh2
Rg4+ og getur þá svarað með 14.
Kg1 Dxg5 15. f3! og síðar – e4 og
– b4. En hann kemur ekki að tóm-
um kofunum hjá Anand.
12. … c5!
Hvað er nú þetta? B5-peðið er
valdlaust og h7-peðið einnig. An-
and hafði notað óvenjumikinn tíma
á byrjunina. Var hann að rifja upp
gamlar niðurstöður eða setti hann
leikrit á svið til að blekkja Aronj-
an?
13. Rxh7
Best samkvæmt ofurforritinu
„Houdini“.
13. … Rg4!?
Einu sinni voru svona leikir
kallaðir sprikl. „Houdini“ var lengi
að samþykkja hugmyndina
14. f4!?
Betra er 14. h3 Bh2+! 15. Kh1
Dh4 (hótar 16. … Dxh3) 16. d5!
Hfd8 17. Be2 með flókinni stöðu.
„Houdini“ heldur áfram: 17. ….
Bb8 18. bxg4 Re5 19. Bd1 b4! og
staðan er í dínamísku jafnvægi.
14. … cxd4 15. exd4?
Tapleikurinn. Hann varð að
leika 15. Rxf8 Bxf8 16. h3 dxc3 17.
hxg4 Rf6 og svarta staðan er ekki
lakari. En nú kemur eftirminnileg-
ur leikur.
15. … Bc5!! 16. Be2
Það var úr vöndu að ráða, 16.
Rxf8 gekk ekki vegna 16. …
Bxd4+ 17. Kh1 Dh4 og mátar og
16. dxc5 Rxc5 er heldur ekki
gæfulegt.
16. …. Rde5!
Kynngimagnaður leikur sem
byggist á hugmyndinni 17. fxe5
Dxd4+ 18. Kh1 Dg1+! 19. Hxg1
Rf2 mát. Þá dugar 17. dxc5
skammt vegna 17. …. Dd4+ 18.
Kh1 Rf2+ 19. Hxf2 (eða 19. Kg1
Rh3+ 20. Kh1 Dg1+! 21. Hxg1
Rf2 mát) Dxf2 með óverjandi mát-
hótun.
16. … Rde5 17. Bxg4 Bxd4+
18. Kh1 Rxg4 19. Rxf8 f5!
Enn einn snilldarleikurinn sem
hótar 20. … Dh4. Aronjan er
varnarlaus.
20. Rg6 Df6 21. h3 Dxg6 22.
De2 Dh5! 23. Dd3
Hann gat reynt 23. Hf3 en þá
kemur 23. … Rf2+! 24. Kh2 (ekki
24. Hxf2 Dxh3+ 25. Kg1 Dxg2
mát) 24. … Bxf3 25. Dxf3 Dxf3 26.
gxf3 Rd3 og endataflið er gjörtap-
að á hvítt.
23. … Be3!
Línurof bætist hér við önnur
stef. Aronjan á enga haldgóða
vörn gegn hótuninni 24. ….
Dxh3+ og gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Snilldartilþrif heimsmeistarans
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðilinn í um-
slagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádegis-
móum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 20. janúar renn-
ur út á hádegi 25. janúar.
Nafn vinningshafa er birt í
Sunnudagsblaði
Morgunblaðsins 27. janúar.
Vinningshafi krossgátunnar
13. janúar er Guðbjörg Svava Sigurz, Suðurgötu
100, Hafnarfirði. Hún hlýtur í verðlaun bókina
Húsið eftir Stefán Mána. Forlagið gefur bókina
út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang