Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 27
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27
smáratorgi 522 7860 • korputorgi 522 7870 • glerártorgi 522 7880
Útsala
59.900
Áður 129.900
20-800/0
af völdum vörum
fyrir dót og drasl og heimilisfólkið
sótti ekki í að vinna þarna inni.
Herbergið er líka notað sem gesta-
herbergi. Í breytingunum lagði hún
áherslu á einfaldan hlýleika og að
nota þau húsgögn sem til voru en
breytti uppröðuninni. „Til þess að
gera rúmið minna áberandi og
snyrtilegra lagði ég áherslu á
mynstur og látlausa liti. Dökkgrátt
rúmteppi og svarthvítir púðar
skreyta nú rúmið en ofan á setti ég
hvíta blúndugardínu til að brjóta
upp þetta stóra svæði svo það virð-
ist minna,“ segir Sesselja.
Breytt sjónvarpsstofa
Fröken Fix mælir með því að mála
veggi bak við sjónvarp í dökkum
I
nnanhússhönnuðurinn Sesselja
Thorberg, sem rekur hönn-
unarfyrirtækið Fröken Fix,
hefur að undanförnu verið með
skemmtilega þætti á Mbl.is þar
sem hún tekur ýmis herbergi í
gegn. Fimm þættir eru búnir og í
þeim breytti hún meðal annars
skrifstofu og sjónvarpsherbergi.
Meðfylgjandi myndir sýna her-
bergin bæði fyrir og eftir breyt-
ingar og fá lesendur í leiðinni ýmis
góð ráð frá Fröken Fix.
Hlýleiki og breytt uppröðun
Vinnuherbergið var orðið hálfgerð
geymsla en húsgögnin voru öll not-
hæf. Þeim var raðað upp við vegg-
ina sem skapaði bara meira pláss
lit. „Það verður þægilegra að horfa
á það, eins og í bíó. Veggurinn var
málaður með Mr. Fix-litnum úr
litakortinu mínu úr Slippfélaginu.“
Sjónvarpsstofan er bæði löng og
mjó og var hvíti skenkurinn of
djúpur í rýmið. Honum var því
skipt út fyrir Stockholm-skenk úr
IKEA, sem er grynnri og hentugri.
Tekk-útlit passar við aldur húss-
ins og líka notaði hún liti við hæfi
tímabilsins eins og bláa, okkurgula,
brúna og gráa.
Einn þáttur er eftir og fer hann
í loftið á miðvikudaginn og þar
verður kuldalegt svefnherbergi
gert hlýlegt í aðeins fjórum skref-
um. Allir hlutirnir sem hún keypti
fyrir breytingarnar eru úr IKEA.
Fyrir Sjónvarps-
stofan var kuldalegri
fyrir breytingarnar.
Einfaldur
hlýleiki
INNANHÚSSHÖNNUÐURINN SESSELJA THORBERG, ÖÐRU NAFNI FRÖKEN FIX, BREYTTI
TVEIMUR HERBERGJUM Á SKEMMTILEGAN HÁTT Í ÞÁTTUM SEM SJÁ MÁ Á MBL.IS.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
TVÖ HERBERGI TEKIN Í GEGN
Eftir Til að fá meiri hlýleika inn
var bætt við textíl og mottu.
Hringlaga motta var valin til að
vega á móti kassaformunum.
Eftir Keyptar voru
ferkantaðar eldhús-
hillur undir DVD-
safnið, sem lakk-
aðar voru í Fröken
Fix-litunum úr
Slippfélaginu.
Fyrir Það vantaði bæði hirslur og hentugri lýsingu.
*Fröken Fixmælir meðþví að mála
veggi á bak við
sjónvarp í
dökkum lit en
þannig verður
þægilegra að
horfa á það.