Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 37
við JSTOR eða vefsíðna á borð
við Myspace.
Glæpur án fórnarlambs
Það er erfitt að sjá hver var
fórnarlamb glæpa Swartz. Hann
notfærði sér opinn aðgang að
þjónustu JSTOR og neti MIT.
Hann „hakkaði sig hvorki inn á
net MIT eða þjónustu JSTOR, né
reyndi hann að fela slóð sína með
nokkrum hætti. Þá verður ekki
séð að neinn hafi hlotið skaða af,
hvorki líkamlega né fjárhagslega,
og JSTOR kaus að kæra hann
ekki fyrir uppátækið. Hafa verður
í huga að greinarnar sem Swartz
sótti voru aldrei birtar annars
staðar, og þó til þess hefði kom-
ið, væri það brot á höfundarétt-
arlögum, en ekki CFAA löggjöf-
inni. Þegar upp var staðið virðist
sem glæpur Swartz hafi fyrst og
fremst falist í því að brjóta gegn
notendaskilmálum MIT netsins,
sem banna notendum að sækja
fjölda greina með aðstoð forrita.
Flestir eiga erfitt með að skilja
hvernig slíkt afbrot geti kallað á
35 ára refsivist.
Reiði í netsamfélaginu
Eftir að sjálfsmorð Swartz
komst í hámæli hafa margir fjöl-
miðlamenn vestanhafs gert því
skóna að saksóknarinn sem sótti
mál hans hafi ætlað sér að gera
málið að fordæmi, hökkurum til
varnaðar. Ákæruliðir og refsi-
rammi hafi því verið langt um-
fram það sem afbrotið gaf tilefni
til. Þetta hefur vakið talsverða
reiði í samfélagi netáhugamanna
vestanhafs, og hafa tæplega
30.000 manns sett nafn sitt við
undirskriftasöfnun á vef Hvíta
hússins, en taka þarf afstöðu til
slíkrar söfnunar ef 25.000 nöfn
nást. Margir hafa einnig gagn-
rýnt þátt MIT-háskóla í þessu
ferli, en háskólinn mun hafa neit-
að að ræða dómsátt í málinu
nema gegn því að Swartz sæti að
lágmarki hálft ár í fangelsi. Há-
skólinn hefur tilkynnt að innri
rannsókn muni fara fram á þætti
hans í málinu.
Einelti af hálfu stjórnvalda?
Það er erfitt að fullyrða að dóms-
málið eitt og sér hafi orðið þess
valdandi að Swartz ákvað að
binda enda á líf sitt. Foreldrar
hans, sambýliskona og samstarfs-
menn fullyrða þó að það hafi haft
gríðarlega mikil áhrif á hann og
viðkvæmt sálarlíf hans. Lawrence
Lessig, lagaprófessor við Har-
vard-háskóla, einn virtasti fræði-
maður á sviði höfundarréttar og
einn nánasti samstarfsmaður
Swartz í baráttunni fyrir fríum
gögnum, hefur sagt að Swartz
hafi verið fórnarlamb eineltis af
hálfu stjórnvalda og líkt og mörg
önnur fórnarlömb eineltis hafi
hann gefist upp fyrir kvalara sín-
um með þessum hætti. Þrátt fyrir
ungan aldur hafði Swartz markað
djúp spor í sögu hins unga int-
ernets. Það er alltaf sorglegt að
horfa á eftir ungu fólki í blóma
lífsins falla frá, en það er ljóst að
Swartz á eftir að lifa lengi í huga
baráttumanna fyrir opnu og betra
samfélagi. Ef hægt er að vonast
eftir að eitthvað gott hljótist af
þessum sorglega atburði er það
að sú löggjöf og sá refsirammi
sem ná til internetsins verði end-
urskoðuð. Víst er að vinir og
samstarfsmenn Swartz munu
berjast fyrir því máli um ókomna
framtíð.
AFP
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Samkvæmt spá á VB mobile-
netsíðunni, sem er neytendasíða
tileinkuð öllu sem viðkemur far-
símum, verður milljónasta snjall-
símaforritið fyrir Android-síma
kynnt til sögunnar í júní á þessu ári.
Í október á síðasta ári höfðu verið
búin til 700.000 snjallsímaforrit,
bæði fyrir Apple- og Android-síma.
Vöxturinn er hins vegar hraðari í
smíði snjallsímaforrita fyrir Andr-
oid-síma og er búist við því þau nái
fyrr milljón forrita markinu.
ÖR FJÖLGUN FORRITA
Milljónasta
forritið í júní
Sony tilkynnti í vikunni að fyrir-
tækið hefði hætt framleiðslu á Play-
station 2-tölvunni og vörum henni
tengdum. Tölvan er vinsælasta
leikjatölva sem framleidd hefur ver-
ið og rúmlega 150 milljón eintök
hafa selst frá árinu 2000. Sá kvittur
hefur farið á kreik að með þessu sé
Sony að undirbúa enn fremur jarð-
veginn fyrir Playstation 4 og að von
sé á henni á markað í lok árs. For-
svarsmenn Sony hafa hvorki stað-
fest né neitað þeim orðrómi.
150 MILLJÓN EINTÖK
Playstation 2
úr framleiðslu
Samkvæmt tölfræðivefnum Statista
hafa tekjur af sölu snjallsímaforrita
á heimsvísu farið úr 4,2 milljörðum
bandaríkjadala árið 2009, sem jafn-
gildir ríflega 543 milljörðum ís-
lenskra króna, í 29,5 milljarða doll-
ara árið 2013 en það jafngildir um
3.311 milljörðum íslenskra króna.
Á síðasta ári jukust tekjur um rúma
sjö milljarða bandaríkjadala frá
árinu á undan sem var u.þ.b. sami
vöxtur og varð á milli áranna 2011
og 2012.
Mikill vöxtur
í sölu forrita
MIKILL HAGNAÐUR
ION
30% afsláttur
Epla
útsala
Opnunartímar:
Smáralind
Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18
Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330
B
ir
t
m
e
ð
fy
ri
rv
a
ra
u
m
p
re
n
tv
ill
u
r
o
g
ve
rð
b
re
yt
in
g
a
r.
T
ilb
o
ð
g
ild
a
á
m
e
ð
a
n
b
ir
g
ð
ir
e
n
d
a
st
.
WalkOnWater
30% afsláttur
SkullCandy
25% afsláttur
iLuv
25% afsláttur
iHealth
20% afsláttur
B&W - heyrnartól
20-30% afsláttur