Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 9
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu, jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær. Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri hversdagsins. M ikil umræða hefur verið um störf hjúkr- unarfræðinga og kjarabaráttu þeirra. Er nú svo komið að 280 hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á Landspít- alanum. Hafa hjúkrunarfræðingar meðal annars kvartað undan auknu starfsálagi. Harpa Júlía Sævars- dóttir vinnur á hjartagátt Landspítalans en á þeirri deild hafa 16,7% hjúkrunarfræðinga sagt upp störfum. 7:45 Nálgast Landspítalann við Hringbraut,reyni að „secreta“ það að ég fái bíla- stæði í nánd við sjúkrahúsið. Vona að það sé ekki enn stútfullt á deildinni og að dagurinn verði betri en í gær. Það er jú janúar sem eru yfirleitt anna- samur tími 8:00 Mætt klædd og til í slaginn á hjartagáttLandspítala (bráðmóttaka hjartasjúklinga ásamt dagdeild og göngudeild). Legið er á öllum deildum og í rúmum á deildinni og þrír á leiðinni sem vitað er um. Sex á dagdeildinni eiga að fara í hjarta- þræðingu og aðrar rannsóknir. Einnig eigum við von á fjórum í hjartarafvendingu. Ég fæ skýrslu um fjóra sjúklinga sem ég á að annast og tek við vaktstjóra- hlutverki deildarinnar. Nokkrir eiga að leggjast inn en engin pláss eru laus. Í þann mund sem ég ætla að heilsa upp á sjúklingana mína gengur inn kona með hjartslátt upp á 200 slög sem þarfnast umsvifalaust meðhöndlunar. Við gefum henni lyf en þau duga ekki til. Við tvöföldum skammtinn og við það fer hún í reglulegan hjartslátt og líður mun betur. 9:00 Fer og kynni mig fyrir hinum sjúkling-unum. Tek til þau lyf sem þau þarfnast og fer yfir framhaldið hjá þeim. Síminn hringir nokkrum sinnum á meðan og meðal annars kona sem þarfnast ítarlegrar ráðgjafar um háan blóð- þrýsting. Einnig kallar talstöðin og sjúkrabíllinn er á leiðinni með hjartabilaðan eldri mann sem hljómar frekar veikur. 10:00 Fer inn á vaktina og reyni að hafa yf-irsýn yfir hina sjúklingana á deildinni, skipuleggja plássin sem ég hef og forgangsraða. Ég athuga með innlagnapláss fyrir þá sem eru vænt- anlegir. Allir eru á þönum og orðnir kaffiþyrstir enda enginn haft tök á því að komast í kaffi ennþá. Ég sendi helminginn af fólkinu í kaffi og leysi ritarann minn af á meðan. Sjúkrabíllinn kemur og ég og sjúkraliðinn stökkvum til að gera klárt fyrir sjúkling- inn sem er illa haldinn og þarfnast öndunaraðstoðar. Við tengjum hann við tæki og tól og í samráði við læknana er ákveðið að tengja hann við létta önd- unarvél til að koma honum yfir versta hjallann. Þegar hann er orðinn stöðugur stekk ég og fæ mér eina ristaða brauðsneið og kaffisopa. 11:00 Deildin orðin yfirfull, sjúklingarkomnir á ganginn og enn bætist í hópinn. Læknarnir hafa ekki undan og erfiðlega gengur að koma fólki á deildir. Ég lít til skjólstæð- inga minna, hjálpa einni heim og útskrifa konuna með hraðtaktinn. Tek á móti manni með brjóstverk sem gæti þurft að fara strax í hjartaþræðingu. 12:00 Lít inn á dagdeildinni. Þar er einnhjúkrunarfræðingur. Þangað koma þeir sem eru innkallaðir í þræðingu, gangráðsísetningu og fleira. Hægt hefur gengið að þræða í dag þar sem ein aðgerðin tekur langan tíma. Tveir leggjast inn á hjartadeildina og nokkrir eru á heimleið. Mér er létt, þetta lítur betur út. Gengið hefur vel hjá hjartabilaða manninum og náum við að losa hann úr vélinni og setja hann á súrefni. Maðurinn með brjóstverkinn er með versnandi verk og tökum við nýtt rit og lífsmörk og gef ég honum sprengitöflu. Ákveðið er að þræða hann strax. Við undirbúum hann, gef honum nauðsyn- leg lyf, látum hjartadeildina vita og flytjum hann í þræðingu. 13:00 Orðin ansi svöng. Buffið bíður ogsmakkast bara betur en ég átti von á. Í talstöðinni heyrist að kona í hjartastoppi sé á leið- inni. Ég stekk af stað og hringi neyðarhnappnum. Bið starfsfólkið að rýma akútherbergið og gera tilbúið. 14:00 Endurlífgunin gekk vel. Konan varflutt á gjörgæslu eftir bráða meðhöndl- un. Ég klára kalt buffið. Reyni að setjast niður að skrifa upplýsingar um þá sem ég hef sinnt. 15:00 Starfsólkið orðið lúið, þá birtist yf-irlæknirinn með konfekt úr fríhöfn- inni. Fellur vel í kramið þó að allir séu jú í megrun eftir jólin. Farið að undirbúa vaktaskiptin og klára það sem eftir er. Við þurfum að loka dagdeildinni, finna pláss og ferja yfir þá sjúklinga sem þurfa að vera yfir nótt. Tel eftirritunarskyldu lyfin í lyfja- skápnum. Skipulegg rapport. Lít inn hjá þeim sjúk- lingum sem ég á. Skila af mér vaktinni til kvöld- vaktarinnar. Lúin en nokkuð sátt við ágætan endi á vakt. 16:00 Stekk út rúmlega fjögur enda aðverða of sein að sækja drenginn á fótboltaæfingu. Komum við í búðinni og ákveðum að hressa okkur við með því að fara í sund. Þegar liðið var á vaktina og enginn hafði haft tök á að komast frá leysti Harpa ritarann af svo hún kæmist í kaffi. Morgunblaðið/Ómar DAGUR Í LÍFI HJÚKRUNARFRÆÐINGSINS HÖRPU JÚLÍU SÆVARSDÓTTUR Erilsamt á vaktinni HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Á HJARTAGÁTT LANDSPÍTALANS LÝSIR EINNI VAKT FYRIR LES- ENDUM SUNNUDAGSBLAÐS MORGUNBLAÐSINS Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.