Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Matur og drykkir 10 miðlungsstórar kartöflur 1 msk smjör 1 dós sýrður rjómi 4 msk smátt skorinn púrrulaukur kartöflukrydd 1 bréf beikon rifinn ostur Kartöflunar eru bakaðar í ofni og leyft að kólna aðeins. Þær eru síðan skornar í tvennt og inni- haldið skafið úr og sett í hræri- vélarskál. Passa þarf að skafa var- lega svo hýðið rifni ekki. Gerð er kartöflumús úr innihaldinu og smjöri og sýrðum rjóma hrært saman við. Því næst er blandan krydduð með kartöflukryddi. Steikið beikonið og klippið það síðan niður í litla bita. Hrærið saman við kartöflumúsina. Að lokum fyllið þið kartöfluskinnið með músinni og dreifið smátt skornum púrrulauk og rifnum osti yfir. Þetta er tilvalið að gera kvöldið áður. Að lokum eru kartöflurnar hitaðar í um það bil tuttugu mínútur í ofni eða þar til þær eru orðnar heitar í gegn og osturinn fallega bráðinn. Fylltar kartöflur I nnilegt faðmlag og koss á kinn einkenna upphaf þessa matarboðs. Kominn er saman hópur af æskuvinum Örnólfs Örnólfssonar og konur þeirra. Þetta er sá fasti liður sem heldur hópnum þétt saman en eftir fjölskyldustækkanir og fólksflutninga utan hefur dregið úr tækifærum til að rækta vináttuna. Þetta er eini dagurinn sem allir taka frá, koma börnunum í pössun og sitja yfir borðhaldi tímunum saman. Vinirnir hafa allir komið sér upp sínum steini fyrir steina- steik og mæta með sinn stein í boðið. Á meðan steinarnir eru hitaðir í ofninum er grænmetið skorið niður og matnum raðað á diska sem er svo komið fyrir á veisluborðinu. Örnólfur og Bryndís hafa frá upphafi tekið á móti hópnum og alltaf hafa þau séð um meðlæti og eftirrétt. Þegar maturinn er tilbúinn kemur hópurinn saman og skálar í fordrykknum. Oft hefur verið notað tækifærið á þessari stundu til að tilkynna væntanlegar barneignir eða brúðkaup á nýju ári. Að þessu sinni fær hin tveggja mánaða gamla Íris Dana Guðmundsdóttir að fylgjast með boðinu og er ein af fáum börnum í hópnum sem hafa orð- ið þeirrar gæfu aðnjótandi. Hún stelur senunni í hópmyndatökunni enda fáir sem standast nýburahjal og allra síst hjartahlýr ljósmyndari Morgun- blaðsins. Þegar sest er að borðum raða gestirnir matnum á steininn af mikilli kunnáttu. Maturinn er hægeldaður og því setið lengið og snætt, spjallað og hlegið. Að aðalréttinum loknum dregur Bryndís fram umslag á meðan Örnólfur skellir eftirréttinum á borðið. Í umslaginu hvíla draumar, áætl- anir og loforð gestanna fyrir árið 2012. Hver gestur les upp það sem hann skrifaði árið áður. Það er mikið hlegið en líka tár sem falla. Ítarlega er farið yfir sigra og sorgir ársins 2012. Að lokum skrifa allir niður drauma sína fyrir nýtt ár og eru þeir innsiglaðir í umslagi merktu 2013. Kvöldinu er lokið með spili og konfekti og að átta klukkustundum liðnum standa glaðir og þreyttir gestir upp frá borðum og halda heim. Gestgjafarnir Örnólfur og Bryndís (til hægri) skála í fordrykk með gestunum. Vinahópurinn sestur við borð og flestir búnir að raða matnum á steininn. Átta klukkustunda borðhald rétt að byrja. ÆSKUVINIR KOMA SAMAN Í UPPHAFI HVERS ÁRS Sorgir, sigrar og steinasteik *Maturinner hæg-eldaður og því setið lengi. HJÓNIN ÖRNÓLFUR ÖRNÓLFSSON OG BRYNDÍS HAR- ALDSDÓTTIR HAFA SÍÐASTLIÐIN TÍU ÁR BOÐIÐ VINUM HEIM Í JANÚARBYRJUN. TILHÖGUN BOÐSINS ER ÆTÍÐ SÚ SAMA; STEINASTEIK, OG GESTIRNIR KOMA MEÐ SINN MAT Á MEÐAN HJÓNIN SJÁ UM MEÐLÆTI OG EFTIRRÉTT. Texti: Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Myndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Það er fjölbreytt hráefnið sem hægt er að setja á steininn. Að þessu sinni er notað nautafilet, lambafilet, svínalund, humar og ýmiss konar pylsur. Undanfarin ár hefur hópurinn prófað að steikja tígrisrækjur, ýmiss konar fisktegundir, dádýra-, hreindýra- og kengúrukjöt og ýmislegt ann- að. Gestirnir taka með sér krydd og hver kryddar eftir smekk. Eins er gott að setja grænmeti á steininn og er vin- sælt að steikja ostafyllta sveppi, paprikur, kúrbít, rauðlauk og sætar kartöflur. Hráefni á steininn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.