Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Ég er mjög sjálfstæð mann-eskja og fer mínar eiginleiðir. Ég hef verið í sam-
böndum en þau hafa aldrei náð
það langt að ég hafi sameinað líf
mitt og hins aðilans mikið,“ segir
Aníka Rós Pálsdóttir. Aníka er 38
ára gömul, rekur eigin verslun
sem er líka netverslun og stundar
auk þess nám í marksamskiptum
og almannatengslum við Opna há-
skólann. Aníka lauk námi í
viðskiptafræði í Háskólanum í
Reykjavík og hefur jafnan mörg
járn í eldinum.
„Ég get ímyndað mér að ég hafi
farið aðrar leiðir en margir, bæði
hvað varðar persónulega hagi og
vinnu. Ég byrjaði í háskólanámi
þegar ég var 31 árs og ég hef vilj-
að vera sjálfstætt starfandi og fór
þess vegna út í eigin rekstur. Ég
hef starfað erlendis og ferðast
mikið. Það að ferðast einn er afar
skemmtileg og öðruvísi reynsla
þótt ég ferðist vissulega stundum
með vinum. En á móti kemur að
maður borgar allt sjálfur þegar
maður er einhleypur. Það er eng-
inn til að deila kostnaðinum með;
reikningar og þak yfir höfuðið er
nokkuð sem maður þarf að hugsa
hvernig maður fer að því að borga
einn. Það getur verið erfitt að
þurfa að borga allan pakkann einn
og ég hef leyst það með því að
vinna aðeins meira. Auk þess að
reka verslunina mína tek ég líka
oft að mér aukavinnu sem þjónn.“
Aníka segir að einhleypar vin-
konur hennar séu hér um bil jafn-
margar og þær sem eru í sam-
bandi. Almennt segist Aníka
upplifa mismikla leit hjá þeim sem
eru einhleypir. „Öll erum við leit-
andi á okkar eigin hátt og allir
vilja vera elskaðir en svo er það
mismunandi hversu áköf sú leit er.
Ég sé það ekki í hillingum að fara
úr einu sambandi í annað heldur
set ég það efst á listann að mann-
eskjan sem ég er með sé sú rétta.“
Aníka bætir við að hún vilji heldur
vera ein en vera með einhverjum
sem sé ekki sá rétti. „Maður þarf
ekki að vera með einhverjum bara
af því að hann sýnir manni at-
hygli.“
Fleiri spurningar leita á Aníku
nú þegar hún er á fertugsaldri en
þegar hún var tvítug hvað varðar
að fara í fast samband. „Ég er
barnlaus núna en er ekki búin að
taka endanlega ákvörðun um hvort
ég ætli að vera það áfram. Þá
finnst mér mikilvægt að framtíð-
arplön séu svolítið samhljóma.
Margir búast við því að maður hafi
að einhverju svipuðu að stefna og
þeir sjálfir. „Á ekki að koma með
mann og börn?“ er mjög algeng
spurning frá fólki sem þykir sem
ég sé á síðasta snúningi meðan ég
hef sjálf ekki slíka sýn á líf mitt.“
Aníku þykir andrúmsloftið ytra
öðruvísi. Víða í Evrópu sé fullt af
fólki sem hafi ákveðið að það ætli
sér aðra hluti í lífinu en eignast
börn og slík áform þyki ekki und-
arleg.
Kostir og ókostir þess að vera
einhleypur er ekki einföld skrá.
„Það sem sumum þykir galli er
ávinningur að annarra mati. En ég
hugsa að ef maður hittir réttu
manneskjuna sé maður ekki mikið
að velta einhverjum slíkum listum
fyrir sér. Ef ég myndi sérstaklega
taka fyrir hvernig stefnumóta-
samfélagið er hérlendis þá er það
því miður á fremur lágu plani.
Formlegheit eru lítil og herra-
mennskan sömuleiðis á undan-
haldi.“ Aníka kann því þó vel að
fara á stefnumót og aðspurð hvort
hún hafi nýtt sér netið segist hún
hafa prófað síðuna Taggalicious.
„Ég hef aldrei hleypt neinum inn á
mitt persónulega Skype eða Face-
book sem ég þekki ekki meðan
öðrum finnst allt í lagi að bæta
einhverjum við sem þeir voru að
kynnast strax. Mér finnst persónu-
lega afar mikilvægt að kynnast vel
áður með spjalli. En það er ekki
hægt að horfa framhjá því að það
hafa margir eignast maka þarna
inni. Ég er lítið á kaffihúsum og
það er því góð afþreying að spjalla
þarna við fólk.“
Nýlega nýtti Aníka sér netið til
frekari verka í þágu kvenna sem
eru einhleypar með því að stofna
hópinn Einstakar konur. „Ein-
hleypar konur upplifa það stundum
að ef þær eiga bara vini sem eru í
samböndum getur verið erfitt að fá
einhvern með sér í að gera eitt-
hvað í frítímanum því margir eiga
nóg með sitt og sínar fjölskyldur.
Hópurinn er hugsaður sem vett-
vangur fyrir konur að eignast vin-
konur, ekki bara einhleypar konur
reyndar því konur í samböndum
geta líka verið einangraðar. Við er-
um nýfarnar að hittast.“
Aníka ítrekar að það sé mis-
skilningur að einhleypir séu stöð-
ugt að leita. „Mann vantar ekki
endilega hinn helminginn. Hann
getur verið góð viðbót en líf mitt
stendur ekki og fellur með því
hvort ég á maka. Ég er hamingju-
söm og tel mig eiga gott líf.“
38 ára: Stend ekki eða fell með maka
ANÍKA RÓS PÁLSDÓTTIR ER BARNLAUS OG HEFUR ALDREI VERIÐ Í SAMBÚÐ. HÚN SEGIR ÞAÐ
MISSKILNING AÐ EINHLEYPIR SÉU Í STÖÐUGRI LEIT AÐ MAKA ÞÓTT LÍFSFÖRUNAUTUR GÆTI
VERIÐ GÓÐ VIÐBÓT – SÉ ÞAÐ RÉTTA MANNESKJAN.
Aldurshópurinn
40-49 ára
Skipting einhleypra:
Aldrei verið í hjónabandi:
Eiga að baki hjónaband:
1998
Alls konur:
18.204
Einhleypar :
19%
51%
49%
2003
Alls konur:
20.377
Einhleypar :
23%
56%
44%
2008
Alls konur:
21.921
Einhleypar :
24%
58%
42%
2012
Alls konur:
21.181
Einhleypar :
26%
52%
48%
Útreikningar eru byggðir á tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt 1998-212. Einhleypar ekkjur eru ekki inni í tölunum.
Aníka Rós Pálsdóttir telur stefnumótamenninguna á fremur lágu plani hér-
lendis en hún segir netið þó geta nýst þar ágætlega sé farið gætilega.
Morgunblaðið/Golli
Sjóðheitur og safaríkur grill
Einkamal.is. Einn vinsælasti
gagnvirki vefur landsins, rek-
inn frá árinu 2001.
Fyrirtækið Sambandsmiðl-
un sérhæfir sig í að hafa
milligöngu um stefnumót.
Hægt er senda tölvupóst á
sambandsmidlun@sam-
bandsmidlun.is eða hringja í
571-3511.
Taggalicious er viðbót á Fa-
cebook sem margir Íslend-
ingar hafa notað til að kom-
ast í kynni við annað fólk.
Einstakar konur er fé-
lagsskapur fyrir einhleypar
konur sem langar gera eitt-
hvað skemmtilegt með öðr-
um konum í sömu stöðu.
Eru á Facebook.
Sólóklúbburinn er vett-
vangur fyrir einhleypt fólk til
að hitta aðra í sömu stöðu.
Heimasíðann er soloklubb-
urinn.is.
Makalaus.is er stefnumóta-
vefsíða, einnig með síðu á
Facebook. Vefurinn er ætl-
aður fólki tvítugu og eldra.
Einhleypir á
netinu