Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 30
Allir eru að
drekka það …
MARGIR TELJA KAFFI ÓMISSANDI ÞÁTT Í LÍFINU, HVORT SEM
ÞEIR KJÓSA FÍNA KAFFIDRYKKI EÐA KLASSÍSKAN UPPÁHELLING.
Unnur Hrefna Jóhannsdóttir uhj@simnet.is
K
affibaunin er ekki baun,
heldur fræ innan í svo-
kölluðu kaffiberi. Raun-
ar er kaffiberið stein-
aldin, svipað og ferskja, og því
oft ruglað saman við ber. Kaffi-
ávöxturinn vex á kaffitré, sem
getur verið allavega í laginu;
plöntuafbrigðin skipta tugum.
Kaffiheimurinn hefur á undan-
förnum áratugum tekið stakka-
skiptum, fólk er komið með
fullkomnar vélar heima hjá sér
til þess að búa til flóknari kaffi-
drykki eins og espressó og kaffi
latte og þykir ekkert sjálfsagð-
ara. Sunnudagsblaðið tók hús á
nokkrum og fékk þá til að segja
sér frá sínum kaffivenjum, kaffi-
vélum og uppáhalds kaffibollum.
Kaffimenning hér á
landi hefur breyst á
liðnum árum.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Matur og drykkir
Guðjón Þór Jósefsson verður ef
til vill örlítið fyrr á ferðinni en
mamma hans að byrja að
drekka kaffi en hún hóf ekki
kaffidrykkju fyrr en rúmlega þrí-
tug. „Ég veit ekki hvað fékk
mig til þess,“ segir Elsa Dögg
Gunnarsdóttir, geislafræðingur í
Domus Medica, af fullri ein-
lægni, „en eftir stórar máltíðir
þótti mér gott að fá mér einn
bolla af kaffi og svo þróðist
það út í meira.“ Nú drekkur
hún þrjá til fjóra bolla á dag.
„Ég er enginn svelgur og ég
fæ mér ekki kaffi nema ég hafi
tíma til að drekka það og gef
mér í það að minnsta kosti
nokkrar mínútur. Í vinnunni
drekk ég svona þrjá bolla, þar
er góð kaffivél og gott kaffi og
þegar ég kem heim laumast ég
í einn. Heima er ég með púða-
vél en um helgar þegar ég ætla
að gera vel við mig, lesa blöðin
og njóta augnabliksins, þá helli
upp á pressukaffi, mér finnst
það miklu betra. Það er svona
sparikaffið mitt. Og ég vil hafa
það sterkt.“
Elsa Dögg segist eiga mávas-
tell sem hún noti óhikað. „Við
köllum það reyndar alltaf varg-
astellið – að fá sér kaffi í varg-
inn – um helgar þegar við ger-
um vel við okkur. Þá finnst mér
rosalega gaman að fara í heim-
sókn til vina og ættingja sem
hella upp á sérstaklega gott
kaffi, sumir eru bara lagnari og
leggja sig frekar eftir því og
það er ekkert endilega bundið
við góða vél, gamaldags uppá-
hellingur er líka mjög góður.“
Að fá sér kaffi
í varginn!
Elsa Dögg Gunnarsdóttir og Guðjón
Þór Jósefsson.
Morgunblaðið/Ómar
Íþróttakennarinn, þjálfarinn og eig-
andi Golfform.is Hallgrímur Jón-
asson á sjaldan næðisstund með
kaffibollann sinn. „Ætli megi ekki
segja að ég sé á sífelldum hlaupum.
Það er einna helst ef ég næ sæti í
sófanum í frímínútum uppi í skóla
með kaffibolla að þá megi kalla það
næðisstund,“ en Hallgrímur kennir
í Rimaskóla í Reykjavík. Hann segir
að vissulega séu konurnar fleiri en
karlarnir en hlutföllin í kaffidrykkj-
unni séu hin sömu. „Þá er í skól-
anum þessi fína vél sem framleiðir
ýmsa kaffidrykki auk þess sem auk-
inn áhugi er á tei, sérstaklega hjá
konunum.“ En heima við bíða
börnin líka en Hallgrímur á ásamt
konu sinni, Ágústu H. Gísladóttur,
þrjá drengi. „Við eigum samt
þessa fínu kaffivél sem konan mín
fékk í 35 ára afmælisgjöf og hefur
verið mikið notuð,“ segir kaffi-
hlauparinn sem drekkur frá fjór-
um til átta bolla á dag. Og hver
skyldi vera uppáhaldsbollinn hans?
„Auðvitað Liverpool-bollinn, Evr-
ópubollinn. Hann klikkar ekki.
Það er ekkert kaffi vont í hon-
um.“
Kaffihlauparinn mikli
Hallgrímur Jónasson íþróttakennari
með Liverpool bollann góða.
Morgunblaðið/Eva Björk
á staðnum og buðu upp á heita
og kalda kaffidrykki, nokkuð sem
maður hafði ekki kynnst þá á Ís-
landi.“
Nú er Ólafur hins vegar farinn
að fikta við teið. „Það eru svona
meiri seremóníur í kringum það
og fleiri tegundir. Má þar nefna
Chai Latte í Portinu í Kringlunni
en í þeim drykk er hunang og
svo chai, sem er sterkt, örlítið af
kanil og hrísmjólk. Ég er ekki enn
farinn að prófa þetta heima en
hinar og þessar tetegundir hafa
komið á óvart, margt af þessu er
mjög vandað, jafnvel í Bónus þar
sem hægt er að fá te með engi-
fer og fleiri kryddtegundum.“
Bollinn sem Ólafur W. Hand,
upplýsingafulltrúi Eimskips, notar
í vinnunni er gamall bolli með
gamla Þórshamrinum og var einn
af þeim sem komu upp úr kafinu
þegar verið var að koma sögu-
safni Eimskipafélagsins á laggirnar.
Ertu mikill kaffikarl? „Minni en ég
var. Þegar ég er í vinnunni drekk
ég helst venjulegan uppáhelling
en heima nota ég espressóvélina
mikið og þá alls konar tegundir
úr litlum töflum. Þegar ég bjó úti
í New York hafði ég gaman af að
fikra mig áfram í þessu og hélt
því áfram þegar ég kom heim.
Úti kynntist maður minni kaffi-
húsum sem möluðu og brenndu
Kynntist kaffinu í New York
Ólafur W. Hand með bollann með
gamla Þórshamrinum.
Morgunblaðið/Golli
Hvernig er kaffibollinn þinn?
„Þennan handunna keramikbolla
fékk ég gefins á hestamannamóti
á Hellu 1997 þar sem fram fór
FIFE Youth Cup,“ segir Ingibjörg
Guðmundsdóttir hestakona.
Hvernig eru kaffivenjur þínar?
„Ég fæ mér yfirleitt venjulegt
svart kaffi með mjólk úti í, bragð-
ið fer eftir félagsskapnum, kaffið
er alltaf gott þegar félagsskap-
urinn er góður.
Ég drekk alltaf kaffi með öðr-
um, það er svo furðulegt að ég
drekk aldrei kaffi ein.“
Hvenær byrjaðir þú að drekka
kaffi?
„Það má segja að ég hafi verið
frekar sein til í kaffidrykkju, ætli
það hafi ekki verið fyrir u.þ.b. tíu
árum. Þá komst ég upp á lagið
með að drekka Swiss Mocca sem
ég er enn mjög hrifin af. Ég hins
vegar vissi þá töluvert um kaffi,
þar sem ég var með vörukynn-
ingar á Ríó- og Kólumbíukaffi fyr-
ir O. Johnson & Kaaber þegar ég
var í háskóla.“
Hvernig tengjast hestar og
kaffineysla í lífi þínu?
„Kaffið er hluti af því að vera í
hestamennsku. Það er gott að
vera með á könnunni þegar vini
ber að garði. Þegar ég var að
byrja í hestamennskunni, sjö eða
átta ára, var það eitt af því fyrsta
sem ég lærði þegar komið var
upp í hesthús að hella upp á kaffi.
Ég held að mamma hafi kennt
mér það samhliða því að sitja
hest. Það var alltaf gestkvæmt og
gaman, en ég lét mér nægja á
þeim tíma að fá vatn og jafnvel
gos á tyllidögum,“ segir Ingibjörg
og hlær.
Lærði að búa til kaffi samhliða hestamennskunni
Ingibjörg Guðmundsdóttir hestakona.
Morgunblaðið/Ómar
Það hafa ekki allir espressovélar
heima til að gera kaffi eins og á
kaffihúsum en þessi áhugasami
kaffikarl hefur hugsjón. „Ég er
með eina espressovél heima, eina
í vinnunni og eina í sum-
arbústaðnum. „Ég drekk nánast
eingöngu espressokaffi en þó
kemur fyrir að ég fikti með Ke-
mex-uppáhellingu ef ég kemst yfir
ljósbrenndar baunir,“ segir Einar
Þór Gústafsson, vöruhönn-
unarstjóri hjá Meniga.
„Til að gera góðan espressó-
bolla þarf að búa yfir ákveðinni
tækni og margt sem þarf að hafa í
huga til að sopinn bragðist vel.
Það má segja að ég sé í ákveðinni
keppni við sjálfan mig að reyna
að gera betri og betri espressó-
bolla. Þegar allt heppnast vel er
þetta engu líkt; rétt jafnvægi á
milli sætu og súkkulaðis, sítruss
og berja. Þessa eiginlega má líka
finna í uppáhelltu kaffi en í
espressó er búið að draga kjarn-
ann af bragðinu úr bauninni og
allt óþarfa skilið eftir.
Ég drekk ekki mikið kaffi á
hverjum degi. Erum líklega að tala
um tvo eða þrjá espressóbolla en
ég passa þá að þeir séu þess
virði. Fyrsta bollann drekk ég
stuttu eftir að ég vakna en kaffi-
vélin mín vaknar aðeins fyrr og er
heit og tilbúin þegar ég kem fram.
Þegar ég ferðast, sem reyndar
gerist oft vegna vinnunnar, tek ég
ferðaespressóvélina mína alltaf
með mér. Þetta er lítil og hand-
hæg græja sem heitir Handpresso
og skilar alveg merkilega góðu
kaffi.“
Þar til enginn
óþarfi er eftir
Einar Þór Gústafsson hönnuður.
Morgunblaðið/Golli