Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaBetra er að fá vexti af fjármunum sínum en að geyma þá í bankahólfum þegar aldurinn færist yfir
Umræðan um skuldir heimilanna hefur verið fyrirferðarmikil alltfrá haustmánuðum 2008 en deilt er um lögmæti lánasamninga,afgreiðslu þeirra og vexti á endurreiknuðum lánum. Fyrir aðra
en lögmenn og fjármálaspekinga getur verið erfitt að gera öllum þeim
málum skil sem dæmt hefur verið í eða eru fyrir dómstólum í dag.
Margir spyrja sig hvar eigin lánasamningar liggja í allri flórunni og þá
einnig hverning eigi að bera sig að ef svo vill vera að dæmt hefur verið
um sambærilegt lán eða keimlíkt lán er til meðferðar
hjá dómstólum. Árni Helgason, lögmaður hjá CATO-
lögmönnum, segir helstu ástæðuna fyrir flóknu um-
hverfi lánasamninga og dóma liggja í fjölbreytileika
þeirra og mismunandi uppruna. „Ástæðurnar fyrir
því að þetta kann að sýnast flókið eru ólík samnings-
form sem voru notuð og dómstólar þurfa að skera úr
um. Í meðferð máls fyrir dómi getur t.d. skipt máli
hvernig lánsfjárhæðin er orðuð í texta samnings og
með hvaða hætti staðið var að afgreiðslu lánsins á sín-
um tíma. Þannig getur skipt sköpum í máli hvort upphæðin er tilgreind
í íslenskum krónum með tilvísun í myntkörfu eða hvort upphæðin er til-
greind í erlendri mynt.“ Ljóst er að engin aldgild regla er um öll lán og
því algengt að fólk leiti sér aðstoðar hjá sérfræðingum ef það er í vafa
um eigin lán.
Árni segir það ekki þurfa að vera nauðsynlegt skref í öllum málum en
skynsamlegt geti verið að leita aðstoðar ef fólk er í vafa. „Oft getur það
borgað sig að leita til lögmanns eða annarra sérfræðinga. Það fylgir því
vissulega einhver kostnaður en þegar miklir hagsmunir eru í húfi getur
það borgað sig fljót upp að hafa einhvern sér við hlið sem þekkir til úr-
lausna sambærilegra mála og getur leiðbeint fólki hvert skal stefna
varðandi framvindu og úrlausn málsins.“ Þá bendir Árni á að auk sjálf-
stætt starfandi lögmanna er hægt að leita til opinberra stofnana, fé-
lagasamtaka og jafnvel bankanna sjálfra. „Umboðsmaður skuldara er
góður vettvangur fyrir fólk sem vill fá sín skuldamál skoðuð og eins er
hægt að leita til ýmissa félagasamtaka. Þá hafa bankarnir veitt fólki að-
stoð , t.d. með tilkomu embættis umboðsmanns viðskiptavina sem sum-
ar fjármálastofnanir hafa sett á laggirnar.“
Með breytingum á vaxtalögum sem almennt hafa gengið undir nafn-
inu Árna Páls lögin var úrvinnslu fjölda mála hraðað og það hefur að
mati Árna flýtt fyrir, þótt ákvæði laganna um vexti á endurreiknuð lán,
sem byggðu á tilteknum dómi Hæstaréttar, hafi síðar ekki staðist fyrir
dómi. „Breytingin á vaxtalögum var að því leytinu jákvæð að vel flest
venjuleg lán einstaklinga t.d. vegna fasteignakaupa einstaklinga og
flest bílalán voru endurreiknuð með samræmdum hætti,“ segir Árni en
hann bendir einnig á að á þessu ári ætti að fást niðurstaða úr fjölda
prófmála um vexti á endurreiknuðum lánum og þá ætti heildarmyndin
að fara að skýrast. „Þó að stærstu álitaefnin séu kannski að klárast get-
ur úrvinnslan og útreikningar tekið einhvern tíma til viðbótar.“
AÐSTOÐA VIÐ ÚRLAUSN SKULDAMÁLA
Árni Helgason
Morgunblaðið/Golli
A
lgengur misskilningur
margra sem komnir eru
á eða nálgast lífeyrisald-
urinn er að Trygg-
ingastofnun ríkisins skerði allar
greiðslur vegna peningaeignar. Þá
óttast margir að sparnaður endi
jafnvel allur í skattinum og væn-
legra sé að geyma hann undir kodd-
anum eða inni í bankahólfi. VÍB –
eignastýring Íslandsbanka, hóf fyrir
tveimur árum fundaröð í samstarfi
við Landssamband eldri borgara
um sparnað og fjármál einstaklinga
á lífeyrisaldri til þess m.a. að fyr-
irbyggja að sparnaður fólks brenni
upp í verðbólgu vegna misskilnings.
„Fræðslufundir eru mikilvægur
þáttur í starfi VÍB og við töldum
þörf á því að fjalla ítarlega um
skerðingar, skatta, verðbólgu og
ávöxtun á sparnaði eldri borgara,“
segir Björn Berg Gunnarsson, verk-
efnastjóri fræðslu og viðskiptaþró-
unar VÍB. Fundaröðin hófst í lok
árs 2010 en frá þeim tíma hafa ver-
ið haldnir 20 fundir og eftirspurnin
hefur verið gífurleg. „Eldri borg-
arar eru farnir að sýna þessu meiri
áhuga en áður og það hefur verið
mikil ásókn í fundina okkar.“
Borgar sig að fá vexti?
Björn segir það vera betra að fá
vexti en að geyma fjármuni sína í
bankahólfum. „Samkvæmt okkar
útreikningum, m.v. vexti, skatta,
verðbólgu og skerðingar, borgar
sig frekar að fá einhverja vexti en
enga. Fé sem ekki ávaxtast brenn-
ur í verðbólgu á meðan fólk getur
með tiltölulega lítilli fyrirhöfn
ávaxtað fé t.d. á verðtryggðum
reikningum og í verðtryggðum rík-
isskuldabréfum.“ Björn bendir
einnig á að skattar og skerðingar
miða eingöngu við þær tekjur sem
búið er að greiða út, t.d. útgreidda
vexti. „Sá sem ávaxtar fé sitt í t.d.
ríkisskuldabréfasjóði skerðist ekki
og greiðir ekki skatt vegna hækk-
unar sjóðsins fyrr en hann ákveður
sjálfur að innleysa eignina en það
getur verið að nokkrum árum liðn-
um.“
Margir gera sér ekki grein fyrir
því að á greiðslum frá Trygg-
ingastofnun ríkisins er frí-
tekjumark og sama á við um skatt-
greiðslur. „Fólk á það til að
gleyma þessu og einmitt vegna frí-
tekjumarksins er hægt að ávaxta
lægri upphæðir án skerðinga og
skatta í stað þess að horfa upp
sparnaðinn brenna upp í verðbólgu.
Hins vegar er mjög mikilvægt að
hafa það í huga að aðstæður fólks
eru mismunandi þannig að hver og
einn ætti að skoða sín mál, t.d.
með ráðgjafa eða sjálfur á tr.is.“
VERÐBÓLGAN BRENNIR UPP SPARNAÐINN
Fræða eldri
borgara
ELLILÍFEYRISÞEGAR ÞURFA EKKI AÐ ÓTTAST UM SPARNAÐ
SINN OG ÓÞARFI ER AÐ HORFA UPP Á HANN BRENNA Í
VERÐBÓLGUNNI VEGNA MISSKILNINGS.
Vilhjálmur Andri Kjartansson vilhjalmur@mbl.is
Hugsanlegar sparnaðarleiðir
Dæmi um einstakling sem þiggur lífeyri frá TR, er í hjónabandi og hefur sparnað beggja á sínu nafni.
1 milljón 10 milljónir
Forsendur: 1 milljón án ávöxtunar 10 milljónir án ávöxtunar
Nafnvextir 3,71% Upphæð í upphafi árs 1.000.000 kr. Upphæð í upphafi árs 10.000.000. kr.
Verðbólga (12 mánuðri) 4,20% Frádregin verðbólga í lok árs - 42.000 kr. Frádregin verðbólga í lok árs - 420.000 kr.
Fjármagnstekjuskattur 20% Eign í lok árs (raunvirði) 958.000 kr. Eign í lok árs (raunvirði) 9.580.000. kr.
Frítekjum.TR á fjölsk. 197.280 kr.
Frítekjum. RSK á fjölsk. 200.000 kr. 1 milljón á innlánsreikningi 10 milljónir á innlánareikningi
Upphæð í upphafi árs 1.000.000 kr. Upphæð í upphafi árs 10.000.000 kr.
Að viðbættri ávöxtun 1.037.100 kr. Að viðbættri ávöxtun 10.371.000 kr.
Að frádregnum skatti 1.037.100 kr. Að frádregnum skatti 10.336.800 kr.
SkerðingTR 0 kr. SkerðingTR - 40.713 kr.
Frádregin verðbólga í lok árs - 43.558 kr. Frádregin verðbólga í lok árs - 432.436 kr.
Eign í lok árs (raunvirði) 993.542 kr. Eign í lok árs (raunvirði) 9.863.651 kr.
Mismunur 35.542 kr. Mismunur 283.651 kr.
Heimild:VÍB
Björn Berg Gunnarsson hefur rætt um fjármál og sparnað eldri borgara í vinsælli fundaröð VÍB og Landssambands
eldri borgara en haldnir hafa verið meira en tuttugu fundir frá árslokum 2010.