Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 47
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Að vera einhleyp kona á fer-tugsaldri er eins og að veragangandi skotmark – í víg- línu allan sólarhringinn. Á morgn- ana hendi ég mér út í daginn og veit að þar verða spurningar. „Áttu mann? Enginn sætur? Ekkert að gerast í kallamálunum?“ Þetta eru spurningar þar sem friðhelgin þekkist ekki, hvar sem er, hvenær sem er,“ segir Bergþóra Magn- úsdóttir, grafískur hönnuður og búningahönnuður, en hún hefur meðal annars séð um búninga í ýmsum sjónvarpsþáttum, bíómynd- um og leiksýningum. „Um jólin lagðist ég í inflúensu og varð fárveik. Þar sem ég ligg, með fjörutíu stiga hita á fimmta degi og hafði varla risið úr rekkju eitt augnablik, spurði elskuleg móð- ir mín hvort þetta væri kannski eitthvað andlegt; veikindin það er að segja; vegna þess að ég ætti ekki kærasta.“ Bergþóra lúrir á ófáum sögunum úr lífi einhleyprar konu. Síðastliðið haust stóð hún í framkvæmdum og vann í því að gera upp hús sem hún festi kaup á síðastliðið sumar en Bergþóra á fjögurra ára gamla dóttur. „Ég þurfti iðulega að leið- rétta hvern og einn einasta iðn- aðarmann sem talaði við mig í fleir- tölu. Þegar mér var sagt hvað þyrfti að kaupa og græja var „ég“ iðulega ávörpuð sem „þið“. Þá voru þeir yfirleitt að tala um óséðan og ímyndaðan eiginmann minn því það gera svona flestir ráð fyrir því að maður komi í pari.“ Óvæntar viðreynsluuppákomur eru þá daglegt brauð í lífi Berg- þóru þar sem ókunnugir eiga í hlut. „Hvort sem er í kælinum í Bónus eða gerviblómadeildinni í Blómavali og mér líður stundum eins og það standi utan á mér að ég sé ein- hleyp. Einu sinni seldi ég kommóðu á Barnalandi og í kjölfarið bauð kaupandi hennar, myndarlegur ein- stæður faðir á fertugsaldri, mér á stefnumót. Þessar uppákomur eru nokkuð sem hinar merktu lofuðu konur eru baktryggðar fyrir að lenda ekki í á meðan skotgröfin er opin hjá mér. Nei, ég þáði ekki þetta boð á stefnumót. Mér leið ör- lítið eins og ég hefði skráð mig á stefnumótavef Barnalands en ég er uppfull af fordómum fyrir stefnumótasíðum og myndi aldrei í lífinu skrá mig á svoleiðis.“ Að vera einhleypur hefur þó ekki síður kosti en galla að mati Berg- þóru. „Þau eru færri jólaboðin og fermingarnar sem ég þarf að mæta í á ársgrundvelli. Færri brauðtert- ur sem ég borða þar af leiðandi og færri gjafir að gefa. Ég hefði þó ekkert á móti því að fá skartgripi í skóinn, bónorð á gamlárskvöld og bara svona vandaðar kærastagjafir og þá er ég ekki að tala um flís- sloppa, litla bangsa og semelíu- hálsmen. En einhvern veginn hefur mér tekist að komast einhleyp nið- ur Skólavörðustíg á Þorláks- messukvöldi án þess að fella tár yf- ir hjúskaparstöðu minni og hyggst gera það áfram, ein eða í sam- bandi. Að mestu leyti er umhverfið vænt einhleypum nema um mán- aðamót.“ Telur Bergþóra að það að vera einhleypur sé sjálfvalinn lífsstíll? „Ég hugsa að fáir einhleypir geri makaleit að ævistarfi sínu eða ég vona það. Að sama skapi held ég að enginn ákveði að vera ein- hleypur það sem eftir lifir. En það getur verið ansi illskeytt að vera einhleypur og í sumum verslunum hér í bæ, þar sem maður kaupir þunga hluti, mætti gera ráð fyrir því að það eru ekki allir með fíl- efldan maka til að bera allt út í bíl. Ég upplifði þetta þegar ég var að kaupa þungar byggingarvörur í haust sem leið. Bauhaus er til dæmis ekki staður fyrir einhleypa og eiginlega eini staðurinn sem ég hef óskað mér að eiga kærasta á frekar en að vinna í lottói eða eiga pening – standandi á bílaplaninu blikkandi karlmenn að biðja þá að aðstoða mig.“ 35 ára: Viðreynslur á Barnalandi og í Bónus BERGÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR SEGIR FARIR SÍNAR EKKI SLÉTTAR SEM EIN- HLEYP KONA Í REYKJAVÍK OG LUMAR Á ÓFÁUM SKEMMTISÖGUNUM. EKKI ER ÓALGENGT AÐ HENNI SÉ VORKENNT FYRIR AÐ EIGA EKKI KÆRASTA. SUMIR TELJA HANA JAFNVEL YFIRBUGAÐA AF SORG. Aldurshópurinn 30-39 ára Skipting einhleypra: Aldrei verið í hjónabandi: Eiga að baki hjónaband: 1998 Alls konur: 20.981 Einhleypar : 24% 79% 21% 2003 Alls konur: 20.793 Einhleypar : 27% 82% 18% 2008 Alls konur: 21.054 Einhleypar : 28% 84% 16% 2012 Alls konur: 21.772 Einhleypar : 29% 78% 22% Útreikningar eru byggðir á tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt 1998-212. Einhleypar ekkjur eru ekki inni í tölunum. Bergþóra Magnúsdóttir kann því vel að mörgu leyti að vera einhleyp. Hún þarf til dæmis að mæta í færri jólaboð og barnaafmæli á ársgrundvelli. Morgunblaðið/Ómar Ef maður er makalaus en áekki börn er maður semsagt einhleyp/ur og það er óneitanlega aðeins meira „Beðmál í borginni“ yfir því að vera einstæð/ ur og vera að drepast úr fjárhags- áhyggjum og leiðindum á kvöldin eftir að krakkarnir eru sofnaðir. „Einhleyp/ur felur líka í sér meiri orku og hreyfigetu en „einstæð/ur – sá einhleypi hleypur léttum skrefum eftir sínum eigin leiðum, meðan sá einstæði stendur kyrr, læstur í óeftirsóknarverðri stöðu sinni.“ Svo skrifaði Anna Guðlaugsdóttir í pistli sem birtist fyrir um ári á vefsíðunni innihald.is. Anna hafði þá verið einhleyp um nokkurra ára skeið en hún er nú á leið í sambúð með kærasta sínum til níu mánaða. Viðbrigðin verða töluverð en Anna hefur alla tíð verið ein með dóttur sína sem er þriggja ára. Anna hef- ur búið í Danmörku í tíu ár og hef- ur á þeim tíma meðal annars lokið meistaraprófi í rússnesku við Kaupmannahafnarháskóla. „Mér þótti mjög erfitt að upplifa sjálfa mig sem einstæða móður. Ef þú ert einhleyp og barnlaus ertu ekkert nema „svaka töff gella“ en um leið og barn er sett inn í þessa jöfnu er maður orðinn að vesalingi sem fólk vorkennir.“ Anna segir að þó hafi hún verið mjög fegin að vera í Danmörku í þessari stöðu en ekki á Íslandi. Það sé litið jákvæð- um augum að vera einhleypur úti og mikil menning sé í kringum ein- hleypt fólk á öllum aldri í Dan- mörku. „Eftir því sem ég var lengur ein- hleyp fannst mér alltaf erfiðara og erfiðara að koma til Íslands því þar voru flestir sem ég þekkti í sam- bandi og margir búnir að vera lengi í sama sambandinu. Ég upp- lifði svolítið að stinga í stúf í heim- sóknum mínum; að vera ekki með líf mitt í þessum sama ramma. Þrátt fyrir að eiga barn – en mörg- um Dönum fannst ég ung að eiga barn ekki orðin þrítug – var mun minna tiltökumál í Kaupmannahöfn að ég var einhleyp. Danir bíða bæði með barneignir sem og að bindast einhverjum einum. Á mín- um aldri er alvanalegt að fólk sé einhleypt eða að máta sig við nokkra kærustur og kærasta í ró- legheitum. Það voru því margir einhleypir vinir og kunningjar í mínu danska umhverfi, miklu fleiri en á Íslandi, og ég þekki sárafáa hér úti sem hafa átt sama kærast- ann eða kærustuna í áraraðir. Dön- um þótti ég reyndar mjög dugleg að vera ein með barn „svona ung“. Þrátt fyrir að það að vera ein- hleypur hafi verið léttbærara úti var Anna ekki fullsátt. „Mér fannst mjög erfitt að hafa ekki einhvern mér við hlið sem ég gat deilt öllu með og tekið ákvarðanir með. Hvað ég ætti að hafa í kvöldmat- inn, hvar ég vildi finna íbúð og allt þetta litla og svo auðvitað líka þetta stóra; að eiga ekki aðgang að nánd við fullorðna manneskju. Ég var held ég einfaldlega ekki tilbúin til að vera einhleyp, ég var búin með pakkann að njóta þess að vera ung, fara á Hróarskeldu og allt þetta og hafði séð fyrir mér að ég væri að fara að stofna fjölskyldu. Ég var því mjög ósátt við að vera einstæð á þessum aldri. Björtu hliðarnar; að ég var að gera skemmtilega hluti með vinkonum mínum og bjó við frelsi í ákvarð- anatöku voru léttvægir kostir á móti því hversu miklu fremur mig langaði að vera í föstu sambandi.“ Eftir á finnst Önnu ósanngjarnt að henni hafi liðið svona því að hluta til var þessi líðan tilkomin út af kröfum sem hún bjó til sjálf. „Mér fannst eins og ég hefði ekki gert allt rétt og skammaðist mín fyrir að segja að ég væri einstæð móðir og ætti ekki hefðbundið fjöl- skyldulíf.“ Anna Guðlaugsdóttir segir skilið við einhleypa lífið og er á leið í sambúð. Auðveldara að vera einhleyp í Dan- mörku en á Íslandi ANNA GUÐLAUGSDÓTTIR ER „FYRRVERANDI“ EINHLEYP EN HÚN ER UM ÞESSAR MUNDIR Á LEIÐ Í SAMBÚÐ MEÐ KÆRASTA TIL NÍU MÁNAÐA. ANNA Á ÞRIGGJA ÁRA DÓTTUR SEM HÚN HEFUR BÚIÐ EIN MEÐ. *Bauhaus er tildæmis ekkistaður fyrir ein- hleypa og eiginlega eini staðurinn sem ég hef óskað mér að eiga kærasta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.