Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013
Tvær myndlistarsýningar verða opnaðar í
Gerðubergi á sunnudag klukkan 14. Hænur
er heiti sýningar Eduardo Perez Baca sem
sett er upp í kaffihúsi Gerðubergs. Eduardo
er fæddur í Granada á Spáni en hefur búið á
Íslandi í rúman aldarfjórðung. Margir kannast
við hann af kokkastörfum hans en Eduardo
var lengi kokkur á Búðum á Snæfellsnesi.
Hann sýnir uppstilltar hænur unnar með
bleki og vaxlitum á krossviðarplötur.
Sýning Sesselju Ásgeirsdóttur í Boganum
nefnist Hugmynd. Sesselja var meðal fyrstu
starfsmanna hússins þar sem hún hóf störf
nokkru áður en menningarmiðstöðin var
formlega opnuð árið 1983. Nú snýr hún aft-
ur og sýnir olíu- og vatnslitamyndir.
TVÖ SÝNA Í GERÐUBERGI
HÆNUMYNDIR
Hluti eins verka Sesselju Ásgeirsdóttur sem
sýnir í Boganum. Eduardo sýnir í kaffihúsinu.
Ólafur Egill Egilsson og Esther Talía Casey leika
í frumflutningi Þagnar Andrésar Indriðasonar.
Morgunblaðið/Eggert
Útvarpsleikhúsið á Rás 1 frumflytur á sunnu-
dag kl. 13 leikritið Þögnina eftir Andrés
Indriðason. Esther Talía Casey og Ólafur Egill
Egilsson leika Maríu og Tómas sem eru ein
saman í óbyggðum. Hún hitti manninn fyrst
kvöldið áður en fór engu að síður með hon-
um út í óvissuna. Það er þoka og þögnin ógn-
vænleg. Hún veit vel að hann er ekki allur þar
sem hann er séður – sá þráður er spunninn.
Andrés er eitt okkar reyndasta útvarps-
leikskáld. Hann hefur skrifað á fimmta tug
skáldsagna fyrir börn og unglinga og tugi leik-
verka fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið. Einn-
ig fjölmörg handrit að heimildarmyndum.
FRUMFLUTNINGUR Í ÚTVARPI
ÞÖGN ANDRÉSAR
Hið virta alþjóðlega gallerí
Hauser & Wirth opnar
nýjan sýningasal í Chelsea-
hverfinu í New York á
miðvikudaginn kemur
með sýningunni Dieter
Roth. Björn Roth. Die-
ter Roth (1930-1998) er
talinn meðal áhrifamestu
myndlistarmanna seinni
hluta 20. aldar og hefur verið lýst sem „per-
formanslistamanni í öllum miðlum sem hann
snerti á“. Í sýningunni í New York er sjónum
beint að nánu samstarfi Dieters og Björns
sonar hans en það stóð í tvo áratugi. Í ítar-
legri umfjöllun í The New York Times í vik-
unni er fjallað um samstarf feðganna og heils-
að í sýningarsalnum upp á Björn og syni hans
tvo, Odd og Einar Roth, sem bera keflið
áfram. Þeir hafa undanfarinn mánuð unnið
þrír saman, ásamt aðstoðarfólki, við að setja
upp metnaðarfulla sýninguna í New York.
ROTH-FEÐGAR Í NEW YORK
FJÖLSKYLDULIST
Björn Roth
Dómgreindin er spegill nefnist samsýning sex erlendra mynd-listarmanna sem verður opnuð í Nýlistasafninu í dag, laug-ardag, klukkan 17. Áður verður málþing í myndlistardeild
Listaháskóla Ísland við Laugarnesveg, í tengslum við sýninguna, og
hefst það klukkan 13.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Tiong Ang,
Roger Palmer, Jan Kaila, Japo Knuutila, Clodagh Emoe og Mick
Wilson. Sýningarstjóri er Henk Slager. Útgangspunkturinn er að
skoða möguleika myndmáls þar sem horft er á „hina“ í samfélaginu,
út frá togstreitu og innri átökum. Verkin hafa áhrif hvert á annað í
gegnum samtal ólíks myndmáls og sögulegra frásagna.
Listamennirnir búa og starfa á Írlandi, Hollandi, Englandi og
Finnlandi en sýningarstjórinn Slager er hollenskur fræðimaður sem
starfað hefur við kennslu á framhaldsstigi, stýrt fjölda sýninga og
gefið út efni, meðal annars bókina The Pleasure of Research. Lista-
mennirnir hafa einnig allir komið að kennslu, rannsóknartengdri
listsköpun og skrifum um myndlist, samhliða því að vera virk í sýn-
ingahaldi á alþjóðlegum vettvangi.
Listamennirnir vinna með fjölbreytilega miðla í sköpun sinni. Sum
vinna að rannsóknarverkefnum, til að mynda skoðar Ang hvernig
fjölmiðlar setja mark sitt á hugmyndir okkar um raunveruleikann
og á það hvernig við skynjum staði og atburði. Emoe leitar í brunn
endurtekinna athafna, til dæmis trúarlegra, og sviðsetur atburði;
Kaila er hugmyndalistamaður sem nýtir sér söguleg heimildasöfn og
fundna hluti; meðan Wilson vinnur með hljóðheim þar sem hann
endurvinnur stef úr sálmum og handritum af trúarlegum uppruna.
Palmer vinnur með ýmsa miðla en Knuutile með ljósmyndir.
Sýningin er styrkt af stofnunum í heimalöndum listamannanna og
í Kína en málþingið er haldið í samstarfi við Listaháskóla Íslands.
Á því munu listamennirnir ræða með hvaða hætti og hvers vegna
umfjöllunarefni sýningarinnar á erindi til listmenntunar dagsins í
dag.
METNAÐARFULL SAMSÝNING Í NÝLÓ
Skoða mögu-
leika myndmáls
Rannsakandi myndlistarmenn. Roger Palmer og Japo Knuutila eru fyrir
aftan þau Clodagh Emoe, sýningarstjórann Henk Slager og Jan Kaila.
Morgunblaðið/Ómar
SEX ERLENDIR LISTAMENN EIGA VERK Á SAMSÝNINGU
Í NÝLISTASAFNINU. ÁÐUR EN HÚN VERÐUR
OPNUÐ ER MÁLÞING Í LISTAHÁSKÓLANUM MEÐ
LISTAMÖNNUNUM.
Menning
S
ýningin gefur vísbendingar um
það hvað ljósmyndarar voru að
gera á þessu tímabili og þarna
má sjá óskaplega skemmtilega
hluti sem koma áhorfendum á
óvart,“ segir Inga Lára Baldvinsdóttir, fag-
stjóri Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminja-
safninu, um sýninguna Ljósmyndun á Íslandi
1970-1990 sem verður opnuð í Myndasal
safnsins í dag, laugardag, klukkan 15.
Á sýningunni er úrval mynda fjórtán
ólíkra ljósmyndara frá tímabilinu. Í tengslum
við sýninguna gefur Þjóðminjasafnið út
skýrsluna Þættir úr sögu ljósmyndunar á Ís-
landi 1970-1990 eftir Steinar Örn Atlason. Í
henni er umfjöllun um ljósmyndun hér á
landi á þessum tíma auk viðtala við ljós-
myndarana og safnamenn sem unnu með
miðilinn á þessum tíma. Þátttakendurnir á
sýningunni eru fulltrúar ólíkra sviða ljós-
myndunar, frá stofu- og blaðaljósmyndun til
listrænnar ljósmyndunar. Sýnendur eru
Bragi Þ. Jósefsson, Davíð Þorsteinsson, Guð-
mundur Ö. Ingólfsson, Gunnar V. Andrésson,
Hallgerður Arnórsdóttir, Jóhanna Ólafs-
dóttir, Laufey Helgadóttir, Mats Wibe Lund,
Páll Stefánsson, Pjetur Þ. Maack, Ragnar
Axelsson, Sigríður Bachmann, Sigurgeir Sig-
urjónsson og Svala Sigurleifsdóttir. Flestar
myndanna eru í eigu ljósmyndaranna en
hluti þeirra er í safneign Þjóðminjasafns og
listasafnanna.
Heimildir liggja ekki á lausu
Steinar Örn segir hefðbundna ljósmyndasögu
hafa að mörgu leyti verið bundna listsögu-
legum viðmiðum en í skýrslunni sé leitað
annarra leiða til að fjalla um sögu íslenskrar
ljósmyndunar og sjónum beint að ólíkum fé-
lagslegum sviðum innan greinarinnar, svo
sem ljósmyndaklúbbum, atvinnu- og áhuga-
mönnum og ljósmyndasöfnum.
„Það má vissulega segja að þetta sé til-
raun til að varðveita upplýsingar um starfs-
umhverfið og sköpunarferlið í víðum skiln-
ingi,“ segir hann um skýrsluskrifin og
viðtölin við ljósmyndarana.
Inga Lára segir Þjóðminjasafnið hafa árið
1999 gefið út skýrslu Guðrúnar Harðar-
dóttur um ljósmyndun hér á landi á árunum
1950 til 70. Þessi nýja skýrsla sé beint fram-
hald hennar.
„Við höfum stundað ljósmyndasögurann-
sóknir í langan tíma og komumst að því að
heimildir um hlutina liggja ekki á lausu,“
segir hún. „Á fyrri hluta 20. aldar birtust til
að mynda afar fá blaðaviðtöl við ljósmynd-
ara. Því fórum við sjálf að taka viðtöl. Fyrst
um áratugina 1950 til 70 og síðan ákváðum
við að fylgja því eftir og halda áfram. Hlé
varð á því um tíma en afraksturinn kemur
nú út.
Í viðtölunum sem við tókum við ljósmynd-
ara um fagið á árunum 1950 til 70 fréttum
við mjög margt sem nú þykir sjálfsögð þekk-
ing innan þessa kima,“ segir Inga Lára.
„Fram að því vissum við til að mynda lítið
um starfsemi ljósmyndaklúbba hér. Menn
höfðu verið að gera miklu áhugaverðari og
fjölbreytilegri hluti en okkur hafði grunað,
og sú var einnig raunin nú. Margir hafa
fengist við áhugaverða hluti og sumir verið í
allrahanda tilraunamennsku. Þekkingar á
þessum hlutum þarf að afla með ýmsum
hætti og viðtölin nýtast þá vel,“ segir hún.
Um sýninguna sem verður opnuð í dag
segir Inga Lára að verk kvennanna hafi
einkum verið óþekkt stærð, áhorfendur
ÓLÍK VERK Á SÝNINGU Í ÞJÓÐMINJASAFNINU ENDURSPEGLA LJÓSMYNDUN TVEGGJA ÁRATUGA
„Þarna má sjá óskaplega
skemmtilega hluti“
Í MYNDASAL ÞJÓÐMINJASAFNS ÍSLANDS VERÐUR OPNUÐ SÝNING Á VERKUM FJÓRTÁN LJÓSMYNDARA FRÁ ÁR-
UNUM 1970 TIL 90. SÝNINGIN ER SETT UPP Í TENGSLUM VIÐ NÝJA SKÝRSLU UM LJÓSMYNDUN HÉR Á ÞESSUM TÍMA.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Frá uppsetningu sýningar Samtaka fréttaljósmyndara í Norræna húsinu árið 1979. Jens Alexand-
ersson, Vísi, Hörður Vilhjálmsson og Ragnar Th. Sigurðsson, Dagblaðinu, Friðþjófur Helgason,
Helgarpóstinum, Þórir Guðmundsson, Vísi, og Emilía Björg Björnsdóttir, Morgunblaðinu.
Ljósmyndasafn Íslands-Þjóðminjasafn