Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 S tór hópur íslenskra kvenna er hvorki skráður í sambúð né hjónaband og hlutfallslega hefur lít- illega fjölgað í hópnum síðustu árin. 47 prósent kvenna á aldrinum 20-39 ára eru einhleypar samkvæmt Hagstofu Íslands, hvorki skráðar í sambúð né hjónaband. Stærstur hluti þessa hóps hefur aldrei gengið að altarinu eða um 94%. Árið 1998 var þetta sama hlut- fall einhleypra kvenna 39%. Einhleypar konur eru samkvæmt Hagstofu Íslands þær sem hvorki eru skráðar í sambúð né hjóna- band. Víst má því telja að einhver hluti þessa hóps eigi í langtíma- sambandi þótt ástin hafi ekki verið skráð niður með formlegum hætti. Ekki hefur fjölgað hlutfallslega í hópi einhleypra vegna fjölda hjóna- skilnaða því skilnaðartíðni hefur lítið breyst síðustu 25 árin. Hins vegar hefur meðalgiftingaraldur hækkað. Í Bandaríkjunum og Bretlandi hefur einhleypum konum fjölgað mikið og töluvert verið skrifað um að ein helsta ástæðan sé sú að konur séu sjálfstæðari og vilji heldur engan en þann næst- besta. Fjöldi kvenna velji sér að vera einhleypar til skemmri eða lengri tíma, njóta stefnumóta- menningar og skammtíma- sambanda og að máta sig við nokkra kærasta, nú eða kær- ustur, fram eftir aldri. Einhleypar konur SÍÐUSTU ÁRIN HEFUR EINHLEYPUM KONUM FJÖLGAÐ UM ALLAN HEIM. SKAMMARYRÐIÐ PIPARJÓNKA HEYRIST SJALDAN Í SEINNI TÍÐ OG BÍÓMYNDIR OG SJÓNVARPSÞÆTTIR EIGA SINN ÞÁTT Í AÐ EINHLEYPA KONAN ER KOMIN Á KORTIÐ SEM SVALT FYRIRBÆRI. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „Mér mislíkar þessi staðalímynd að ein- hleypar konur séu helteknar af karl- mönnum. Líf mitt heldur áfram eftir hver sambandsslit.“ Samantha Jones úr Beðmálum í borg- inni. Ég hef alltaf verið svolítiðhrifin af stjórnarfyr-irkomulaginu „upplýst ein- veldi“ – það er að segja ef ein- valdurinn er góður. Ég vil meina að ég sé upplýstur einvaldur yfir eigin lífi og ég fíla það í ræmur,“ segir Björg Magnúsdóttir, stjórn- málafræðingur og verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands. Björg er 27 ára gömul og ein- hleyp en hefur reynslu af því að vera í löngu sambandi og í sam- búð. Hún segir það dýrmætan skóla að vera einhleypur. „Ég fæ tækifæri til að setja mig inn í og læra á öll mál og þar sem að það er enginn sem getur deilt dag- legum verkefnum með mér tekst ég á við allt mögulegt; að setja upp ljós, elda og borga af húsnæð- islánum. Ég vil meina að fyrir vik- ið verði ég fjölhæfari og þjálfaðri manneskja.“ Björg dregur þó ekki dul á það að það hafi líka skólað hana til að ganga í gegnum sambandsslit. „Þeir sem þurfa að ljúka sambandi til að verða einhleypir mega vita að það ferli jafnast á við sjö ára starfsreynslu hjá stórfyrirtæki. Þungavigtarreynsla sem er í raun slæmt að verða af. Ég og minn fyrrverandi hittumst stundum og höfum þá rætt okkar á milli hvað við höfum lært mikið af því að ganga í gegnum þetta.“ Að geta sofið í miðju rúmi er stór kostur við það að vera ein- hleypur að mati Bjargar, sem tel- ur jafnframt að hún muni hér eftir alltaf þurfa heilt hjónarúm til að sofa í, aðeins fyrir sig. Jafnvel sitt eigið svefnherbergi. „Kostir geta auðveldlega verið gallar líka. Að reka eigið heimili og ráða er stór- kostlegt en um leið er það þetta með að standa undir heimilis- rekstrinum ein – ég meina það væri sem dæmi fínt að þurfa bara að borga helminginn af lánunum. Ef ég nefni svo skemmtanalífið fyrir og eftir sambandsslit þá get- ur hugurinn nú reikað til öryggis- ins sem var fólgið í því að vera í sambandi þegar maður lendir í ís- lenskum vitleysingum á börunum.“ Björg segist vilja benda á að einhleypir séu ekki endilega að leita og það þurfi ekki að vor- kenna þeim. „Ég er nú kannski ekki mikið að fetta fingur út í þetta svona dags daglega en það reikna allir með því að maður sé í sárri leit að maka. Það er ekkert óalgengt að vorkunnsamar at- hugasemdir svo sem „Æ, ertu bara ein“ falli – eins og það að vera ein heil manneskja sé ekki nóg. Það er kannski eðlilegt að fólk haldi að maður sé að leita en þetta er oft óþarfa hjálp. Tala nú ekki um þegar einhver segir mér að hann eigi vin sem sé ein- hleypur. En hann reyndar reyki pakka á dag. Og búi á Akureyri.“ Eina stærstu blessun Bjargar í sínu einhleypa lífi segir hún vera þá að hún eigi góða vini sem veiti henni ást og umhyggju. „Ég er heppin með það að margir vina minna og vinkvenna eru á ná- kvæmlega sama stað og ég; ein- hleyp og margir eiga sambönd að baki. Við erum vön að skeggræða þessi mál öll þegar við hittumst og það er mikið fjör. En ég er ekki að leita sem er kannski líka ástæðan fyrir því að ég hef aldrei farið út í að skrá mig á stefnumó- tasíður á netinu eða slíkt. Það er alveg nóg fyrir mig að fara á skemmtistaði um helgar – mér finnst alveg nóg af rugli þar!“ 27 ára: Skóli að vera einhleypur BJÖRG MAGNÚSDÓTTIR ER BARNLAUS STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR SEM Á SAMBÚÐ AÐ BAKI. HÚN KANN ÞVÍ AFAR VEL AÐ VERA EINHLEYP OG SEGIST VERA UPPLÝSTUR EINVALDUR Í EIGIN LÍFI. Björg Magnúsdóttir segir skemmtanalífið duga sér vel og hún hafi ekki áhuga á stefnumótasíðum. Morgunblaðið/Kristinn Aldurshópurinn 20-29 ára Skipting einhleypra: Aldrei verið í hjónabandi: Eiga að baki hjónaband: 1998 98% 2% Alls konur: 19.916 Einhleypar : 56% 98% 2% 2003 Alls konur: 21.330 Einhleypar : 60% 98% 2% 2008 Alls konur: 22.713 Einhleypar : 58% 99% 1% 2012 Alls konur: 22.837 Einhleypar : 64% Útreikningar eru byggðir á tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt 1998-212. Einhleypar ekkjur eru ekki inni í tölunum. Úttekt  Einhleypum konum hefur fjölgað um tæpar tvær millj- ónir á tæpum tveimur árum í Bandaríkjunum samkvæmt frétt New York Post. Ekki hefur fjölgað jafnmikið í neinum öðrum þjóðfélags- hópi í Bandaríkjunum síð- ustu árin.  Bretland er að sama skapi að breytast í „þjóð Bridget Jones“ eins og breska blaðið Daily Mail komst að orði. Einhleypum konum á aldr- inum 18-49 ára hefur fjölgað um helming frá árinu 1980 en 36% þessa aldurshóps eru einhleyp í dag samkvæmt opinberum tölum.  500.000 Danir nýta sér stefnumótasíður á netinu og hefur fjölgað um 200 á einu ári. Danska ríkisútvarpið greindi frá.  Lítil eldhúsraftæki seljast betur í Bretlandi, þökk sé einhleypum. Má nefna litlar pönnur fyrir eitt spælegg. Telegraph greindi frá.  Giftar konur drekka meira og verr en þær einhleypu samkvæmt könnun banda- rísku félagsfræðistofnunar- innar ASA. Lítil eldhústæki, svo sem litlar pönnur, seljast þeim mun betur eft- ir því sem fjölgar í hópi einhleypra. Fleiri og fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.