Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.1. 2013 Á síðasta ári, þegar opinbert varð hverjir voru á lista yfir stærstu greiðendur opinberra gjalda, komst nafn Guðbjargar Astrid Skúladóttur í fréttir. Guðbjörg, stofnandi Klassíska listdansskól- ans, var í öðru sæti á lista Rík- isskattsjóra. Þessari hlédrægu fyrrverandi ballerínu og eiganda Klassíska listdansskólans var ekk- ert um athyglina gefið og veitti engin viðtöl þótt mjög væri eftir því leitað. „Þetta var vondur tími,“ segir hún. „Þarna var um að ræða upp- gjör vegna fyrirtækis manns míns, þetta voru hlutir sem þurfti að klára. Ég mun ekki lenda á þess- um lista aftur. Þessi athygli var óþægileg. Ég fann að fólk var að velta því fyrir sér hvaða forríka kona þetta væri og það kom fyrir að mér var sýnd fyrirlitning. Mér fór að líða eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Fjölmiðlar vildu stöðugt ná tali af mér. Ég var miður mín. Af hverju er ekki frek- ar sagt frá þeim sem eru að svíkja undan skatti?“ Guðbjörg var kornung þegar hún hóf ballettnám, hún dansaði síðan erlendis um tíma og naut velgengni. Síðan sneri hún sér að barnauppeldi og bjó með eigin- manni sínum, Þórarni Kjartans- syni, í Bandaríkjunum en þau sneru heim árið 1990 ásamt tveim- ur ungum sonum sínum. Árið 1993 stofnaði Guðbjörg Klassíska list- dansskólann og rekur hann enn. Þórarinn stofnaði og var fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Blá- fugls en hann varð bráðkvaddur árið 2007, 55 ára gamall. Ballerína í útlöndum Viðtalið hefst á upphafinu, dans- inum sem Guðbjörg gerði að at- vinnu sinni. „Ég byrjaði kornung í dansi hjá Hermanni Ragnars sem sagði mér að ég ætti að vera í ballett en ég hlustaði ekki á það. Um sjö ára aldur sá ég svo Svana- vatnið í bíó. Ég varð algjörlega heilluð og ákvað að ég ætlaði að dansa ballett,“ segir Guðbjörg. „Tíu ára gömul var ég komin upp í Þjóðleikhússkóla og fékk að vera með í leikritum og fimmtán ára kom ég fram í Deleríum Búbónis þar sem ég lék gleðikonu. Það vakti mikla kátínu í fjölskyldunni að ég skyldi vera í slíku hlutverki því ég var afskaplega feiminn og óframfærinn unglingur. En þarna dansaði ég ásamt fleiri stelpum í kringum Ævar Kvaran, Bessa Bjarnason og Flosa Ólafsson sem voru allir yndislegir. Á gagnfræðaskólastiginu fann ég að mig langaði æ meir að leggja fyrir mig dansinn. Systir mín var í háskólanámi í Osló og ég ákvað að fara þangað. Ég lærði til dans- kennara í norsku óperunni og var í tímum frá níu á morgnana til átta á kvöldin. Þetta var óskapleg vinna og stundum gat ég varla gengið á morgnana því ég var svo þreytt. Þegar ég var búin að vera þarna í einhvern tíma kynntist ég ballerínu frá Nýja-Sjálandi og manni hennar sem spurðu mig hvað ég væri að gera þarna, af hverju ég væri ekki í London. Þau ýttu mér út í að fara þangað til náms. Sautján ára gömul var ég svo komin í ballettskóla í London og var þar í fjögur ár. Eftir það fór ég að dansa í Gautaborg og landaði samningi til 45 ára aldurs. Mér fannst þetta fáránlega langur samningur en hann var óskaplega hagstæður. Í þrjú ár var stöðugur dans, það var nóg af verkefnum, en sam- keppnin var mikil. Einhverjar stúlkur tóku mér eins ég hefði gert innrás og mér var ekki alltaf heilsað. Stúlka frá Suður-Afríku sem var gift Svía og var nágranni Beint frá hjartanu GUÐBJÖRG ASTRID SKÚLADÓTTIR GERÐI DANSINN AÐ LÍFSSTARFI, VAR BALLERÍNA SEM DANSAÐI ÚTI Í HEIMI OG STOFNAÐI SÍÐAN LISTDANSSKÓLA HÉR Á LANDI. HÚN VAR Í EINSTAKLEGA HAMINGJURÍKU HJÓNABANDI EN SVO LÉST EIGINMAÐUR HENNAR SKYNDILEGA, LANGT UM ALDUR FRAM. GUÐBJÖRG RÆÐIR Í VIÐTALI UM BALLETTFERILINN, ÁSTINA OG HJÓNABANDIÐ, SVIPLEGAN MISSI OG SORGINA. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðbjörg Skúladóttir. Hún rekur Klassíska listdansskólann og hefur mikla unun af starfi sínu. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.