Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Blaðsíða 51
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
myndina þótt ég væri ekki töku-
maður myndarinnar. Það var
skoskur kvikmyndatökumaður sem
sá um það. En við Matti vorum
ánægðir með samstarfið og
ákváðum þá að gera eitthvað sam-
an. Ég var laus á þessum tíma.
Mér fannst mjög gaman af tök-
unum á myndinni og það var lítil
pressa frá fjárhagsöflunum og farið
af stað án peninga. Við tókum
sénsinn saman. Fyrir vikið höfðum
við frjálsar hendur með þetta allt
saman. Enda er myndin mjög til-
raunakennd á köflum. Það var fer-
lega gaman að fá að gera svona
ýmsar æfingar sem við hefðum
aldrei þorað að gera við venjulegar
aðstæður. Það skapar nýjar hug-
myndir og það kemur alltaf eitt-
hvað nýtt frá sérhverju sem maður
prófar. Til dæmis tók ég slatta af
senum þar sem ég var ekki einu
sinni með linsuna á kamerunni
heldur hélt henni fyrir framan og
var að fokka í myndinni. Myndin
sést að miklum hluta frá sjónar-
horni dauðadrukkins manns sem er
djúpt í neyslu. En menn vita
hvernig það er að vera mjög ölv-
aður, þá er fókusinn ekki mjög
góður. Við vorum að reyna að
skapa þennan heim og ég vona að
það hafi tekist. Ég var mjög
ánægður með það og vona að það
hafi skilað sér. Svo þurfti ég að
leika sjálfur fyrir Darra, því við
vorum að taka skot frá hans sjón-
arhóli og þurfti að leika hendurnar
hans. Ströppuðum vélina framan í
andlitið á mér og svo lék ég sen-
urnar hans og léði honum hend-
urnar mínar. Það kom margt af því
ágætlega út.
Svo leyfðum við okkur að vera
djarfir í lýsingunni og þess háttar.
Maður getur leyft sér að fara
miklu lengra í súrrealískum hlut-
um. Það er svo gott að vera ekki
takmarkaður við neitt. Þú ert kom-
inn í þennan sjúka heim og það er
allt leyfilegt þar.“
Besti farinn til Bandaríkj-
anna til að taka upp
Varðandi hvað sé framundan hjá
honum segist hann vera að fara ut-
an í bandarískt verkefni núna í
janúar.
„Myndin heitir Julia og leikstjór-
inn er suðurafrískur, heitir Mat-
hew Brown. Þetta er amerísk indy-
mynd. Það eru minni peningar í
henni en þá er maður ekki með allt
báknið á herðum sér. Ég er samt
öruggur með laun og þess háttar.
Maður þarf að eiga óskaplega
skilningsríka konu í svona starfi og
ég er mjög heppinn með það að ég
á eina slíka, Sigríður Þóra Árdal
heitir hún og er vöruhönnuður. Við
erum búin að vera gift í 20 ár og
saman í ein 30. En það eru plúsar
og mínusar við þetta starf. Þetta
er stundum eins og að fara í
Smuguna, það eru tveir mánuðir
þar sem ég er ekki með í hjóna-
leiknum. Jafnvel þótt ég sé að taka
hérna í Reykjavík þá kem ég bara
heim rétt til að sofa. En inná milli
eru löng frí þar sem ég er alltaf
heima að dúlla mér í undirbúningi.
En maður þarf að passa upp á
sambandið,“ segir Besti.
Bergsteinn Björgúlfsson kvik-
myndatökustjóri, oft kallaður
Besti, er með gríðarlega mikla
reynslu sem tökumaður.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
*Þetta er stund-um eins og aðfara í Smuguna,
það eru tveir mán-
uðir þar sem ég er
ekki með í hjóna-
leiknum.
Bergsteinn Björgúlfsson hefur
stýrt tökum á mörgum íslensk-
um kvikmyndum og sjónvarps-
þáttum. Þar á meðal eru XL,
Djúpið, Svartur á leik, Bjarn-
freðarson og allar vaktaseríurn-
ar, Kóngavegur, Draumalandið,
Reykjavík-Rotterdam, Brúð-
guminn, Astropia, Mýrin, For-
eldrar og Börn; Hlemmavídeó,
Réttur og Fóstbræður. Berg-
steinn var aðstoðartökustjóri
við gerð Little Trip to Heaven
og Hafsins og hefur stýrt tökum
á nokkrum stuttmyndum, svo
sem Naglanum og Rauðum jól-
um.
Hefur komið víða við
Brúðguminn, 2007.
Svartur á leik, 2011.
Það kostaði fyrirhöfn að kvikmynda Djúpið (2011) á hafi úti.
Bjarnfreðarson, 2010.
Ólafur Darri Ólafsson í essinu sínu í XL sem komin er í bíó.
Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki Erlendar lögreglumanns í Mýrinni 2006.