Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.01.2013, Side 49
20.1. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Ætli ég hafi ekki verið ein-hleyp lengur en ég hefverið í sambandi,“ segir Guðríður Haraldsdóttir, betur þekkt sem Gurrí. Gurrí er 54 ára, starfar sem aðstoðarritstjóri Vik- unnar og á einn son. Hún var gift í nokkur ár en síðustu árin hafa ver- ið samfelldur „einhleypur tími“. „Ég hef verið í samböndum og skellt mér á stefnumót en stefnu- mótamenningin hér á landi er ekki upp á marga fiska. Til sam- anburðar má nefna að í Bandaríkj- unum þykir ekkert stórmál að fara með einhverjum gæja út að borða, þótt það verði ekkert endilega neitt úr því. Þetta er oft gert óþarflega flókið hérlendis. Eitt sinn átti að kynna mig fyrir voðalega indælum manni. Ég var ekkert yfir mig spennt en lét tilleiðast og stakk upp á því að ef þessir vinir mínir héldu matarboð gætu þeir boðið mér og vini þeirra, ásamt öðrum gestum, eðlilegasti hlutur í heimi. En maðurinn fékk þá algjört áfall. Honum þótti það form allt of vand- ræðalegt. Það er kannski spurning um að bjóða fólki á réttan hátt, sleppa að minnast á aðkynna eigi mann fyrir einhverjum. Það getur verið vandræðalegt, ekki síst ef báðir einstaklingarnir vita af því.“ Vinir Gurríar eru fæstir í hjóna- klúbbum en almennt telur Gurrí að einhleypar konur fái færri heimboð. „Þetta þarf ekkert að vera per- sónulegt en ég finn það á ein- hleypum konum í kringum mig og hef skynjað sjálf að sumir vilja síð- ur fá einhleypa einstaklinga í boðin. Kannski vilja gestgjafar forðast að vera þrettán til borðs. Samkvæmt Agöthu Christie veit það á morð. En þótt ég hafi ekkert á móti því að hitta góðan mann þá líður mér afskaplega vel einhleypri og skil stundum ekki að aðr- ir sjái ekki hvað ég á innihaldsríkt líf.“ Aðspurð hvort Gurrí hugsar það ekki sérstaklega sem ávinning að ráða sér sjálf. „Ég lít ekki á það sem kost að þurfa ekki að taka til- lit til neins en ég er vissulega orðin vön því að taka allar ákvarðanir sjálf. Maður vinkonu minn- ar spyr mig stundum hvort ég ætli ekki að fara að finna mér mann. Ég svara „einlæglega“ að vinkonur mínar hafi klófest alla bestu mennina. Eftir því sem ég eldist er svo æ minna um krúttlega íhlutun í innanríkismál mín. Ætli ég væri ekki duglegri að deita ef ég væri ekki svona lítið fyrir að fara út að skemmta mér. Svo finnst mér kaffi betra en vín.“ Fyrir nokkuð mörgum árum var Gurrí mönuð til að skrá sig á einkamal.is og en ekki stóð það lengi. „Þetta var eftir að ég hafði sagt „þetta fólk“ um þá sem nota þessa síðu, sem var náttúrlega al- ger hroki, en ég hef áður sagt að á þessari síðu hafi æsku minni og sakleysi endanlega lokið. Þarna hleypti ég að mér einhverju sem ég kærði mig ekki um inn í líf mitt. Af fjölmörgum tilboðum má nefna eitt frá 23 ára strák, hermanni á Vellinum, sem sagði að hann ásamt nokkrum fé- lögum sínum hefði áhuga á að kynnast „eldri“ konu. Þarna voru líka ágætir menn en flestir þeirra reyndust vera giftir. Einn var fljótur að klippa á línuna þegar ég spurði hvort hon- um þætti ekki trúnaðarbrestur að spjalla svona á netinu, verandi gift- ur. Það var léttir þegar ég skráði mig endanlega út eftir þessa nokk- urra vikna þroskandi reynslu. Vin- konan sem hafði manað mig sagði að ég væri allt of viðkvæm, það væri til delete-takki. Ég á marga facebookvini og þar eru ókunnugir innan um. Einn þeirra fleygði mér út af vinalista sínum af því að ég var svo „fúl“, ég tók ekki nógu vel í daður hans. Kannski líta sumir á Facebook sem stefnumótasíðu.“ Gurrí reyndi um tíma að standa undir staðalímyndinni um einhleypa konu. Hún nefnir sem dæmi jólin fyrstu árin eftir skilnaðinn. „Mér leið eins og ég ætti að vera döpur yfir því að eiga ekki mann sem gæfi mér fallegan skartgrip í jóla- gjöf, eins og giftar vinkonur mínar fengu, en áttaði mig með tímanum á því að þetta væru ekki mínar til- finningar. Oft eru einhleypum gerð- ar upp tilfinningar og sumir trúa mér hreinlega ekki þegar ég segi líf mitt vera gott þótt ég eigi ekki mann.“ Eitt er það þó sem margar ein- hleypar konur, sérstaklega þær sem eiga börn, eiga sameiginlegt. „Fátækt er því miður algeng og það er mikill misskilningur að ein- stæðar mæður hafi það svo gott á „öllum þessum bótum“. Ég reyndi að láta það ekki á mig fá að geta ekki veitt mér margt, haft góðan mat um helgar, ferðast og slíkt en hefði gjarnan viljað veita syni mín- um að fara í tónlistarnám sem hann þráði. Launamunur kynjanna bitnar líka á karlmönnum. Ég fann líka fyrir meiri óvirðingu sem einstæð móðir, ekki síst í skólakerfinu.“ Á móti nefnir Gurrí að mjög gott fólk hafi líka orðið á vegi hennar eins og fyrrverandi leigusali, kona sem lækkaði leiguna þegar hún frétti að hún væri einstæð móðir og heim- sótti hana fyrstu jólin eftir að leiðir þeirra skildi með væna peningagjöf. Gurrí fór beinustu leið niður í bæ og keypti betri jólamat og góða jólagjöf fyrir soninn. „Það getur vel verið að ég vinni meira en sumir aðrir þegar ég hugsa út í það hvort líf mitt sé öðruvísi og ég set það yfirleitt ekki fyrir mig að vinna á kvöldin og um helgar. Ég fæ mikið út úr vinnunni. Líklega samt ef ég ætti mann myndi ég áreiðanlega ekki sitja í tölvunni allan sólarhringinn.“ 54 ára: Einhleypar fá færri heimboð GUÐRÍÐUR HARALDSDÓTTIR SEGIST STUNDUM EKKI SKILJA AÐ AÐRIR SJÁI EKKI HVAÐ HÚN LIFI HAMINGJU- OG INNIHALDSRÍKU LÍFI. HÚN VINNUR MIKIÐ, Á KVÖLDIN JAFNVEL OG UM HELGAR, AÐALLEGA AF ÞVÍ AÐ HÚN HEFUR GAMAN AF ÞVÍ. Aldurshópurinn 50 ára og eldri Skipting einhleypra: Aldrei verið í hjónabandi: Eiga að baki hjónaband: 1998 Alls konur: 34.699 Einhleypar : 17% 41% 59% 2003Alls konur: 39.206 Einhleypar : 18% 39% 61% 2008Alls konur:44.977 Einhleypar : 19% 39% 61% 2012Alls konur:49.693 Einhleypar : 20% 48% 52% Útreikningar eru byggðir á tölum Hagstofu Íslands um mannfjölda eftir kyni, aldri og hjúskaparstétt 1998-212. Einhleypar ekkjur eru ekki inni í tölunum. Gurrí hélt um tíma að hún ætti að skæla yfir því að jólin væru án kærasta. Hún áttaði sig fljótt á að það voru ekki hennar eigin tilfinningar heldur til- búningur úr umhverfinu. *Það getur velverið að égvinni meira en sum- ir aðrir þegar ég hugsa út í það hvort líf mitt sé öðruvísi og ég set það yf- irleitt ekki fyrir mig að vinna á kvöldin og um helgar. lstaður fyrir alla fjölskylduna Olís Norðlingaholti Olís Álfheimum Olís Gullinbrú Olís Borgarnesi Olís Selfossi Olís Akranesi Olís Stykkishólmi Olís Skagaströnd Olís Dalvík Olís Neskaupstað Olís Reyðarfirði Þú finnur okkur á völdum þjónustustöðvum Olís um land allt

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.