Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013
Heilsan skiptir öllu, þetta höfum
við oft heyrt og vitum vel. Fólk
sem hefur séð fram á heilsumissi,
lent í alvarlegum áföllum eða tek-
ist á við lífshættulega sjúkdóma
veit þetta betur en aðrir. Í blaðinu
er rætt við tvær manneskjur sem
minna okkur áþreifanlega á mik-
ilvægi heilsunnar.
Kristján Már Gunnarsson tókst
á við sjálfan sig og sinn fíkn-
isjúkdóm fyrir nokkrum árum og
er nú óþreytandi í að upplýsa aðra
um hvernig hægt er að byggja sig
upp með réttri næringu. Oftar en
ekki veljum við nefnilega mat sem
brýtur okkur niður í stað þess að
velja næringu sem raunverulega
stendur undir nafni og nærir lík-
ama okkar og sál. Kristján talar í
viðtali um sykur og þá vá sem
steðjar að hinum vestræna heimi
með aukinni tíðni sykursýki og
lífsstílssjúkdóma. Hann vill meina
að með því að auka fitu í mataræði
og draga úr kolvetnum og sykri
megi ná miklum árangri í þeirri
baráttu. Sjálfur segist hann hafa
hætt alveg að borða sykur, enda
sé hann ávanabindandi.
Í blaðinu er einnig rifjuð upp
ótrúleg saga Ragnhildar L. Guð-
mundsdóttur sem næstum missti
hönd í fiskvinnsluvél fyrir rúmum
þremur áratugum. Færni lækn-
isins Rögnvaldar Þorleifssonar
varð til þess að Ragnhildur hélt
hendinni. Hún lýsir því að þótt sú
reynsla að hafa horfst í augu við
handarmissi hafi brotið sig niður
hafi hún að sama skapi gert hana
máttugri að takast á við lífið og
afla sér menntunar.
Heilsan er það sem máli skiptir
og þegar fólk horfist í augu við að
missa hana breytist hugarfarið.
Í janúar og febrúar ríður
heilsubylgja yfir þessa þjóð eins
og aðrar. Kannski við reynum að
hafa í huga að það er yfirhöfuð
ekki sjálfsagt að hafa heilsu – og
reynum jafnvel að lengja átakið
aðeins þetta árið.
RABBIÐ
Aðeins lengra
Eyrún Magnúsdóttir
Þeir voru tígulegir gufustrókarnir sem stigu upp til himins yfir Reykjavík í gærmorgun. og blöstu við ökumönnum þegar þeir lögðu á Ártúnsbrekkuna í
bítið. Ef að líkum lætur áttu þeir upptök sín í Hellisheiðarvirkjun, jarðvarmavirkjuninni á sunnanverðu Hengilssvæðinu. Hellisheiðarvirkjun nýtir jarðvarma
á sunnanverðu Hengilssvæðinu til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Framleiðslugeta virkjunarinnar er 303 MW af rafmagni og 133 MW af heitu vatni.
Raforkan frá Hellisheiðarvirkjun fer í gegnum tengivirki Landsnets á 220 KV spennu inn á háspennulínur, sem liggja um virkjanasvæðið. Leið heita vatnsins
frá virkjuninni er 16 km löng og liggur um land Ölfuss, Mosfellsbæjar og Reykjavíkur að geymum Orkuveitunnar á Reynisvatnsheiði. Heitavatnslagnirnar
eru grafnar í jörðu meðal annars til að minnka umhverfisáhrif.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Styrmir Kári
LÖND Á HIMNI?
HIMINNINN YFIR HÖFUÐBORGINNI MINNTI EINNA HELST Á LANDAKORT Í GÆRMORGUN ÞEGAR GUFUSTRÓK-
ARNIR FRÁ HELLISHEIÐARVIRKJUN LÉTU Á SÉR KRÆLA MEÐ AFGERANDI OG SJÓNRÆNUM HÆTTI.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Tónleikar.
Hvar? Munnharpan í
Hörpu.
Hvenær? Sunnudag
kl. 20.30.
Nánar? Stórsveitin
flytur blandaða efnisskrá. Stjórnandi
Sigurður Flosason.
Stórsveit Reykjavíkur
Hvað? Kvikmynd.
Hvar? Bíó Paradís.
Hvenær? Laugardag
kl. 18 og 20, sunnudag
kl. 15, 18 og 20.
Nánar? Heimildamynd sem fær 5
stjörnur í dómi í Morgunblaðinu um
það þegar bændur í Suður-Þingeyj-
arsýslu sprengdu stíflu í Laxá við Mý-
vatn sumarið 1970.
Hvellur í Mývatnssveit
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? HM í handbolta.
Hvenær? Sunnudag kl. 16.15.
Nánar? Bein útsending á Stöð 2 Sport.
Upphitun hefst u.þ.b. klukkutíma áður.
Baráttan um HM-gullið
Hvað? Körfubolti.
Hvar? Keflavík,
Grindavík og Stykk-
ishólmi.
Hvenær? Laugardag
og sunnudag
Nánar? Undanúrslit
bikarkeppni kvenna laugardag kl. 15,
Snæfell – Keflavík. Undanúrslit bikark.
karla sunnudag kl. 15, Keflavík – Grinda-
vík og kl. 19.15, Snæfell – Stjarnan.
Undanúrslit í körfubolta
Hvað? Tónleikar.
Hvar? Tónlistar-
húsinu Hörpu
Hvenær?
Sunnudag kl. 16.
Nánar? Sinfóníuhljómsveit tónlistar-
skólanna er skipuð 90 tónlistarnem-
endum og er samstarfsverkefni ís-
lenskra tónlistarskóla. Stjórnandi:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Skólasinfónían
Hvað? Tónleikar.
Hvar? Eldborgarsalur Hörpu.
Hvenær? Laugardag kl. 19.30.
Nánar? Yndislega Eyjan mín – 40 árum
síðar þar 23. janúar 1973 er minnst.
Stefán Hilmarsson, Magni, Eyþór Ingi,
Þór Breiðfjörð, Sigga Beinteins, Mar-
grét Eir og Gréta Salome flytja margar
af ástsælustu perlum Vestmanneyinga
ásamt hljómsveit og kór.
Yndislega Eyjan mín
* Forsíðumyndina ...