Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 20
*Heilsa og hreyfingKristján Már Gunnarsson breytti um lífsstíl og heldur nú úti heilsubloggi til að hjálpa öðrum »22 M atAskur er sprotafyrirtæki í heilsumatvælaiðnaði og heildsala sem stofnað var fyrir tæpum tveimur árum. Framleiðsla hófst haustið 2011 og voru vörulín- urnar þrjár; HeilsuAskur, FerðaAskur og SveitaAskur. Reksturinn bar sig ekki og því hefur framleiðslu nú verið hætt. Þrátt fyrir þetta bakslag er Mat- Askur hvergi af baki dottinn. Borghildur Sverrisdóttir, sem á MatAsk ásamt Jóhanni Bjarna Kjartanssyni, hefur ennþá trú á hugmyndinni og leitar nú leiða til að selja fram- leiðendum í matvælaiðnaði hana með það fyrir augum að koma HeilsuAskinum inn í stór- markaðina. En hvað er HeilsuAskur? HeilsuAskur er máltíðapakki sem inniheldur allar máltíðir dagsins; morgunverð, hádeg- isverð og kvöldverð ásamt tveimur millibitum, að því er fram kemur á heimasíðu Mat- Asks, mataskur.is. Magn hvers Asks byggist á þörf eigandans líkt og askar fyrr á öldum gerðu. „Með nútímalegri aðferð ráðleggjum við hvaða stærð hentar hverjum og einum. Persónulegar forsendur þeirra ákvarða ráðlagða stærð HeilsuAsksins, miðað við orku- þörf,“ segir ennfremur. Forsendurnar eru hæð, þyngd, kyn, aldur, hreyfing og hvort markmiðið sé að grennast eða að standa í stað í þyngd. „Þessar forsendur eru nauðsyn- legar til að bjóða upp á skynsamlega máltíðapakka. Eitt hentar ekki öllum og því reynd- um við ekki móta alla í sama formið,“ segir Borghildur. Hún segir hugmyndina sem unnið er út frá núna aðeins einfaldari, fari HeilsuAskurinn inn í stórmarkaðina verði aðeins um hádegis- og kvöldverð að ræða. „Ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi eftir. Ég finn að það er eftirspurn eftir tilbúnum heilsuréttum af þessu tagi. Þetta er bara spurning um að búa til vitundina. Stórmarkaðirnir gætu gegnt þar veigamiklu hlutverki,“ segir Borghildur. Hinar vörulínurnar tvær, FerðaAskur, sem er nesti í ferðalagið eða útivistina, og SveitaAskur, sem er karfa með sælkeraafurðum frá bændum, hafa ekki verið ræddar í þessu sambandi en Borghildur segir þær eigi að síður góðra gjalda verðar. „Síðasta sum- ar var mér tjáð að FerðaAskur væri ein besta nýsköpunin í ferðaiðnaði í langan tíma.“ Borghildur segir viðtökur hafa verið mjög góðar. „Við fengum frábær viðbrögð frá við- skiptavinum okkar og mikla hvatningu. Fólk var mjög ánægt. Áskriftarhópurinn varð á hinn bóginn aldrei nógu stór. Þess vegna er ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi starf- semi. Á þessu rúma ári vorum við með á bilinu 150 til 200 áskrifendur að öskunum en lík- lega hefðu þeir þurft að vera helmingi fleiri.“ Borghildur segir skort á fjármunum til kynningarstarfs hafa riðið baggamuninn. „Mat- Askur er sprotafyrirtæki og við fengum styrki úr nokkrum sjóðum og góðan stuðning á Frumkvöðlasetri Nýsköpunarmiðstöðvar meðan við vorum að þróa hugmyndina og koma fyrirtækinu á koppinn. Verr gekk á hinn bóginn að afla styrkja til kynningarstarfs og því var brekkan mjög brött í upphafi. Sprotafyrirtæki sem þetta er ekki með neina fjármuni í grunninn og ekki hlaupið að því að leita til fjárfesta um stuðning eftir efnahagshrunið. Veröld frumkvöðulsins er í eðli sínu brött og því er mikilvægt fyrir alla sem feta þessa braut að hugsa í lausnum en einblína ekki á vandamálin eða það sem afvega fer,“ segir Borghildur. MatAskur kom sér strax upp heimasíðu á netinu og leitaði allra mögulegra leiða til að vekja athygli á starfseminni. „Við reyndum líka að hagræða í rekstrinum en allt kom fyrir ekki.“ Vekja þarf vitundina HEILSUMATVÆLAFYRIRTÆKIÐ MATASKUR HÆTTI FRAMLEIÐSLU UM ÁRAMÓTIN. ÞRÁTT FYRIR GÓÐAR VIÐTÖKUR VORU VIÐSKIPTAVINIR EKKI NÆGILEGA MARGIR. VONIR STANDA TIL AÐ KOMA EINNI VÖRULÍNUNNI, HEILSUASKI, Í STÓRMARKAÐI Á NÆSTUNNI. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Borghildur Sverrisdóttir, eigandi MatAsks, er heima í fæðingarorlofi þessa dagana. Morgunblaðið/Ómar HEILSUMATVÆLI Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða að því er fram kemur í nýlegri skýrslu sem unnin var á vegum norrænu ráðherranefndarinnar og inniheldur fyrstu niðurstöður úr gagnaöflun um mataræði, hreyfingu og holdafar barna og fullorðinna á Norðurlöndunum. Við samanburð mátti sjá að ekkert bendir til þess að fituneysla sé meiri hér á landi en á hin- um Norðurlöndunum, né heldur að við neyt- um meira af mettaðri fitu eða transfitu. Íslend- ingar borða svipað magn af grænmeti og kornmeti og aðrar Norðurlandaþjóðir. Þó er neyslan minni en mælst er til. Íslendingar neyta mest sykurs allra Norðurlandaþjóða en mest af fiski. 14% Íslendinga stunda enga hreyfingu en það er hæsta hlutfall allra þjóða. Á vefnum mataraedi.is sem er í umsjá hjarta- læknisins Axels F. Sigurðssonar segir að ekki sé hægt að útskýra með einhlítum hætti hvers vegna Íslendingar eru feitari. Hann segir hugs- anlegt að Íslendingar innbyrði hreinlega meira magn hitaeininga en aðrar Norðurlandaþjóðir. Þá er einnig ljóst að sykurneysla barna og full- orðinna hér á landi er vandamál og vafalítið einn af þeim þáttum sem skýra vaxandi tíðni offitu. ÍSLENDINGAR ERU FEITASTIR NORÐURLANDAÞJÓÐA Neysla sykurs og ónóg hreyfing Sykurneysla er meiri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Mikill sykur er í gosi. AFP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.