Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Matur og drykkir E rtu mikill kokkur? „Já, ég hef mjög gaman af elda- mennsku. Það er nauðsynlegt að geta bjargað sér,“ segir hann og segist reka minni til að áhuginn hafi byrjað strax í bernsku við að fylgjast með bróður hans, sem er virkilega góður í að elda ítalska rétti. Jóhannes segir að það sem honum finnist skemmtilegast við að kokka sé að prófa eitthvað nýtt. Ertu alltaf að prófa eitthvað nýtt? „Já, oftast, og sem betur fer eru stelpurnar bæði mjög svo áhugasamar um nýja rétti og þolinmæðin ein þótt kvöldmatur verði ekki tilbúinn fyrr en klukkan hálftíu. Svava galdrar iðu- lega fram eitthvað mun sniðugra fyrir yngstu stelpurnar ef tilraunamatreiðslan skapar slíkan vanda.“ Finnst þér gaman að halda matarboð? „Já, mjög svo, það hefur komið fyrir að nokkrar helgar í röð voru undirlagðar af matarboðum.“ Nú ertu með stóra og mannmarga fjölskyldu, þrjár stelpur, 6 mánaða, 19 mánaða og 8 ára, eru þær orðnar heimavanar í veislum? „Já, heldur betur, þær eru allar mjög svo áhugasamar um eldamennsku og hún Katla er sérstaklega hjálpsöm. Það er alltaf mikið líf í eldhúsinu hjá okkur, sama hvort það er veisla eða bara verið að elda venjulegan kvöldmat.“ Ferðu alveg eftir uppskriftum eða leikurðu af fingrum fram? Ég fer sjaldan eftir uppskriftum. Það eru þó nokkrar upp- skriftir sem ég hef ekki viljað breyta, eins og t.d. mango chutney-laxinn hennar Svövu, sem og karrí-kjúklingurinn hennar og eplakakan hennar mömmu.“ Er eitthvert hráefni öðru fremur sem þér finnst skemmti- legt? „Smjör, það er ómissandi og líka svo gott á allt.“ Í þetta matarboð fengum við góðvin okkar Róbert ásamt Þorra syni hans. Slegið var upp í þriggja rétta veislu og ekki dugði að slaka á það kvöldið.  MATGÆÐINGAR Í STANGARHOLTI Alltaf að prófa eitthvað nýtt! Gestirnir nutu matarins sem heimilisfaðirinn hafði undirbúið af alúð. Frá vinstri eru Róbert Róbertsson, Aldís Jóhannesdóttir, Svava Sigurðardóttir, Margrét Jóhannesdóttir, Jóhannes Magnússon, Margrét Jóhannesdóttir, Þorri Róbertsson og Unnur Hrefna Jóhannsdóttir. HJÚIN SVAVA SIGURÐARDÓTTIR OG JÓHANNES MAGNÚSSON HAFA GAMAN AF ÞVÍ AÐ HALDA MATARBOÐ ÞRÁTT FYRIR MANNMARGT HEIMILI Í ÞRÖNGU HÚSNÆÐI. JÓHANNES SÁ UM ELDAMENNSKUNA AÐ ÞESSU SINNI OG BAUÐ GESTUM FJÖLBREYTTAN MATSEÐIL. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur Yngstu heimilismeðlimirnir sýndu matnum mismikinn áhuga. Morgunblaðið/Eva Björk Matseðill Forréttur Lax í beikonklæðum, Aðalréttur Lambainnanlæri á kartöflubeði ásamt héraðstómötum Eftirrétturinn súkkulaðikaka með skemmtilegu leyndarmáli í lokin. Rauðvín Framingham Pinot Noir 2009, Marlborough, Suðurey, Nýja- Sjáland. Létt en margslungið vín. Skemmtilega fjölbreyttur andi og ilmur af kirsuberjum og vori í skógi. Bragðið er létt en ákveðið og góð fylling. Lítil sýra og keim- ur af hindberjum og kryddum leika við mann í hverjum sopa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.