Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013
Matur og drykkir
6 plómutómatar skornir langsum í tvennt.
3 hveitibrauðsneiðar án skorpu, saxaðar smátt niður. Alls ekki
heilhveitibrauð!
2 skallotulaukar, smátt saxaðir.
1 tsk.ferskt timían
2 msk. fersk steinselja, söxuð smátt niður.
30 g parmesan reggiano, rifinn smátt niður.
1 msk. ólífuolía
2 msk. varlega brætt smjör.
Hreinsið út innvolsið úr tómötunum og geymið, en það má
nota í pastasósu síðar. Saltið og piprið tómatahelmingana. Sax-
ið niður brauðið, skalottulaukinn, tímían, steinselju og blandið
saman við parmesan ost og ólífuolíu.Fyllið hvern tómathelming
með brauðmylsnublöndunni og hellið smávegis af smjöri yfir.
Bakið í ofni við 200°C í 10-12 mínútur, stráið svo smávegis af
parmesan yfir tómatana og grillið í lokin í 1-2 mín við 250°C.
Héraðstómatar
~ TOMATES À LA PROVENÇALE (JULIA CHILD)
Lax í beikonklæðum
~ SAUMON ENROBÉ DE BACON ~
250 g stykki af roðflettu laxaflaki
6 beikon strimlar
1 msk. ólífuolía
salt og pipar í góðu hófi
Skerið laxastykkið þversum í 2 sm breiðar sneiðar og vefjið
með beikonstrimli. Stingið grillteini í gegn um lax og beikon.
Dreypið svo ólífuolíu og saltið og piprið yfir herlegheitin. End-
urtakið leikinn við restina af laxastykkinu.Grillið í ofni í 4 mín
á hvorri hlið í eldföstu móti við 250°C.
1 kg lambainnanlæri (2 stykki)
2 msk. ólífuolía
200 g smjör
½ kg kartöflur,skrældar og skornar í helminga
1 stk. sæt kartafla, skræld og skorin í teninga.
4 stk. gulrætur, meðalstórar skornar þvert í bita.
4 stk. skalottulaukar snyrtir en heilir.
2 stk rósmaríngreinar
8 hvítlauksrif, kramin.
1-2 l lambakjötsoð
Salt og pipar eftir smekk
Raðið kartöflum, sætum kartöflum, flestum gulrætunum, 3
skalottulaukum í stórt eldfast mót, brytjið u.þ.b. 150 g af
smjörklípum yfir og hellið soðinu yfir svo að það rétt fylli yfir
grænmetið. Bakið í ofni í u.þ.b. 30 mínútur við 160°C og lækkið
svo hitann niður í 120°C áður en kjötið er lagt ofan á grænmet-
isbeðið.
Á meðan grænmetið er að bakast má þvo og þerra kjötið með
eldhúsbréfi. Hitið olíuna ásamt u.þ.b. 50 g af smjöri, salti, pip-
ar, ró
um sk
pönnu
lauka
bakið
mín, e
lítið b
kjötin
Sós
metis
auka
rjóma
ak má
Lambainnanlæri
á kartöflubeði
~ GIGOT D’AGNEAU AUX
POMMES BOULANGÈRES ~
* Það er mikið líf í eldhúsinu hjá
okkur, sama
hvort það er
veisla eða bara
verið að elda
venjulegan
kvöldmat.