Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2013, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2013 Menning Þessir listamenn eru allir að víkka málverkið út og aðþróa list sína áfram um leið,“ segir Sigrún SandraÓlafsdóttir um listamennina sex sem eiga verk á sýn- ingunni Lög unga fólksins sem verður opnuð í Listasafni Reykjanesbæjar, Duushúsum, á laugardag klukkan 15. Þau Sigrún Sandra og Aðalsteinn Ingólfsson eru sýningarstjórar en listamennirnir ungu eru Davíð Örn Halldórsson, Guð- mundur Thoroddsen, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Marta María Jónsdóttir, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir og Ragn- ar Jónasson. Öll eru þau fædd á árunum 1974 til 1982 og eiga að baki bæði einkasýningar og samsýningar heima og erlendis. Heiti sýningarinnar er tvírætt, vísar bæði til áhuga lista- mannanna á dægurtónlist og dægurmenningu almennt og hins „lagskipta málverks“, bæði í tæknilegu og menningarlegu til- liti, enda eru verk þeirra sögð samsett úr mörgum lögum nú- tíma sjónmenningar. Þetta eru verk máluð á striga, tréplötur, viðarbúta og aðskotahluti, höggin í rótarhnyðjur, hlaðin úr keramikvösum, auk þess sem verk Davíðs Arnar og Ingunnar Fjólu eru gerð sérstaklega fyrir sýningarrýmið. Aðalsteinn situr í listráði safnsins og hefur komið að fjölda sýninga þess gegnum tíðina. Sigrún Sandra rak Gallerí Ágúst til skamms tíma og vann þar mikið með sumum þessara ungu listamanna. Hún segir að þegar stjórnendur Listasafns Reykjanesbæjar hafi fengið þá hugmynd að hefja nýtt sýning- arár með ungri og hressandi myndlist, og hafi haft nokkra ákveðna listamenn í huga, þá hafi Aðalsteinn boðið sér að vinna með þeim. „Ég var strax spennt fyrir hugmyndinni en ég hef lengi haft á tilfinningunni að meðal myndlistarmanna af þessari kynslóð megi sjá ákveðna bylgju eða strauma, sem finnast ekki bara hér á landi heldur er alþjóðleg hreyfing. Þetta fólk er að tak- ast á við málverkið og víkkar heim þess út, með hressilegum hætti,“ segir Sigrún Sandra. Hún segir mega velta þeirri hugmynd fyrir sér, hvort þessi kynslóð listamanna sé undir sérstaklega miklum áhrifum af því að alast upp ááttunda og níunda áratugnum, þegar dæg- urmenningin var mjög litrík og nýstárlegar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd voru að koma fram. Oft heyrist rætt um meintan dauða málverksins. Er þessi sýning ekki gott dæmi um að málverk sé alls ekki á graf- arbakkanum? „Ég hef nú aldrei efast um að málverkið lifi góðu lífi,“ segir Sigrún Sandra. „Ég hef alltaf verið sannfærð um lífsþrótt þess og hef horft á listamenn þróa þennan miðil á óendanlegan máta. Það er spriklandi líf í málverkinu. Þessir skapandi listamenn koma manni alltaf á óvart með nýjum aðferðum og útfærslum, og það er stórkostlegt.“ Sýningin Lög unga fólksins tekur á sig mynd í stórum myndlistarsalnum í Duushúsum. Fjærst má sjá verk sem Davíð Örn Halldórsson vinnur beint á vegginn en í forgrunni er verk eftir Guðmund Thoroddsen. HEIMUR MÁLVERKSINS VÍKKAÐUR ÚT Í REYKJANESBÆ Það er spriklandi líf í málverkinu LÖG UNGA FÓLKSINS ER HEITI SAMSÝNINGAR SEX UNGRA MYNDLISTARMANNA Í LISTASAFNI REYKJANESBÆJAR. SÝNINGARSTJÓRINN SEGIR LISTA- MENNINA TENGJAST ALÞJÓÐLEGRI BYLGJU LISTAMANNA SEM VINNA MEÐ MÁLVERKIÐ OG ÞRÓA ÞAÐ Á „ÓENDANLEGAN MÁTA“. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Guðmundur Thoroddsen Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir Davíð Örn Halldórsson Tómas í Kling Marta María Jónsdóttir Í áratug hefur Listasafn Reykjanesbæjar haldið úti metnaðarfullu sýningahaldi í Duushúsum en á þeim tíma hafa bæði sýnt þar erlendir og innlendir lista- menn, á einka- og samsýningum sem sýningastjórar hafa sett saman, og í hópi þeirra eru margir kunn- ustu myndlistarmenn þjóðarinnar. „Frá upphafi höfum við sett upp um sextíu sýningar og útgáfan er sam- tímis mjög viðamikil, um sextíu sýningaskrár á tíu ár- um,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri menningarsviðs Reykjanesbæjar. Hún segir ekki bara vandað til sýninganna heldur séu bæklingarnir líka vandaðir og mikilvægar heimildir um sýningarnar. „Sýningastjórarnir og listamennirnir sem sýna, þetta er allt vel menntað og fínt fólk,“ segir hún. Varðandi rekstrarforsendur Listasafnsins segir Val- gerður alla vita að eftir 2008 sé erfiðara að afla styrkja til menningastarfs. „En viðhorf bæjaryfirvalda hefur verið mjög jákvætt. Safnið hefur notið mikils velvilja og stuðnings menningarráðs og bæjarstjórn- ar.“ Þá séu Menningarsjóður Suðurnesja og Safn- asjóður miklir styrktaraðilar safnsins. „Unnið er markvisst eftir sýningastefnu þar sem byggt er á fjölbreytni og fagmennsku,“ segir hún. „Þetta er eina listasafnið á Suðurnesjum og gegnir því einnig mikilvægu menntahlutverki. Við höfum tekið á móti fjölda nemenda, til dæmis komu á þriðja þúsund nemenda í formlegar skólaheimsóknir á sýningar safnsins í fyrra og tekur kennari á móti þeim.“ METNAÐARFULL SÝNINGASTEFNA LISTASAFNS REYKJANESBÆJAR

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.