Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 12

Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 12
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Tíu ár verða liðin í vor síðan höfuð- stöðvar Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls voru vígðar. Framkvæmd- ir hófust árið 2001 en ákvörðun um að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva var tekin í október 1999. Veitustofn- anir höfðu þá verið í nokkrum húsum við Suðurlandsbraut, Grensásveg og víðar. Samþykkt var í borgarstjórn í vik- unni, með 10 atkvæðum meirihlutans og VG, að taka tilboði Straums fjár- festingabanka í fasteignirnar að Bæj- arhálsi 1 og Réttarhálsi 1 upp á 5,1 milljarð króna. Samanlagt eru þetta byggingar á 22 þús. ferm. gólffleti. Straumur lagði fram tilboðið fyrir hönd óstofnaðs félags, en talið er að þar á bakvið séu lífeyris- og verð- bréfasjóðir. Mun OR síðan leigja hús- eignirnar til næstu 20 ára, með kaup- rétti eftir tíu ár og við lok leigutímans. Leigan á ári verður um 330 milljónir króna. Salan er hluti af aðgerðaáætl- uninni „Planinu“ sem samþykkt var í apríl 2011, til að bregðast við miklum skuldavanda OR í kjölfar hrunsins. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins sátu hjá við afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Í bókun segjast þeir vera hlynntir sölu húsanna en starf- semin verði flutt í ódýrara húsnæði. Sala eða lán? Kostnaður við byggingu höfuð- stöðvanna fór langt fram úr upphaf- legum áætlunum en deilt hefur verið um hversu framúrkeyrslan er mikil. Í fyrrnefndri bókun sjálfstæðismanna segir að heildarkostnaðurinn nemi 9,8 milljörðum króna á núverandi verð- lagi, eða 4,7 milljörðum umfram tilboð Straums. „Ef litið er svo á að um sölu á húsinu sé að ræða felur það því í sér feiknarlegt tap fyrir Orkuveituna. Að ýmsu leyti hefur fyrirliggjandi sölu- samningur yfirbragð lánssamnings til 10-20 ára og í því ljósi má segja að Orkuveitan sé í raun að taka dýrt lán. Kaupverð er langt undir endurstofn- verði og vaxtakjör eru mun lakari en Orkuveitan og Reykjavíkurborg njóta nú á lánum sínum,“ segir í bók- un sjálfstæðismanna, en fram kom í tilkynningu OR um söluna að sölu- hagnaður hefði numið 600 milljónum króna. Bókfært virði fasteignanna er þá um 4,5 milljarðar króna. Á árunum 2002-2003 komu fram upplýsingar frá verkfræðistofum og stjórnendum OR um að kostnaður við höfuðstöðvarnar væri áætlaður frá 2,0-2,9 milljarðar. Í Morgunblaðinu í október 2002 var haft eftir þáverandi stjórnarformanni að kostnaður myndi aðeins fara 8% fram úr áætlunum. Á undanförnum tíu árum hafa kostnað- artölurnar hins vegar hækkað, við bættist um 1.000 fermetra bygging og í ljós kom að ekki var í áætlunum gert ráð fyrir ýmsum kostnaðarliðum eins og loftræstikerfi og frágangi á lóðinni. Í skýrslu úttektarnefndar á rekstri OR, síðan í október 2012, kemur fram að endanlegur kostnaður hafi ekki komið fram fyrr en 2005. Þá var talað um heildarkostnað upp á 4,3 millj- arða, eða um 70% hærri en upphaf- legar áætlanir, sé miðað við að þær hafi verið upp á 2,7 milljarða. Stendur að hluta til autt Úttektarnefndin fór hins vegar yfir bókhald Orkuveitunnar á þessum ár- um og komst að því að byggingar- kostnaður á árunum 2001-2005 hefði verið 5,3 milljarðar á verðlagi hvers árs, eða nærri 8,5 milljarðar á verð- lagi 2010. Miðað við verðlag í dag er sú upphæð komin í 9,4 milljarða. Tek- ur úttektarnefndin fram að sala gömlu höfuðstöðvanna hafi skilað Orkuveitunni 1,8 milljörðum króna á sínum tíma en uppfært til dagsins í dag er það um 3,6 milljarðar kr. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsinga- fulltrúi OR, segir að úttektarnefndin hafi í tölum um byggingarkostnað ekki tekið afskriftir eignanna með í reikninginn. „Í reikningsskilum fyr- irtækja er þetta ekki gert svona. Þar eru eignir afskrifaðar á líftíma þeirra og þessi eign hefur verið afskrifuð frá því hún var tekin í notkun 2003. Í bók- um Orkuveitunnar eru fasteignir af- skrifaðar samkvæmt reglum þar um.“ Hvað sem öllum tölum líður þá er ljóst að höfuðstöðvar OR fóru langt fram úr upphaflegum áætlunum. Út- tektarnefndin gagnrýndi hvernig að málum var staðið, mikill hraði hefði einkennt verkið og kappsamlega unn- ið að því að koma rekstrinum undir eitt þak. Einnig hefði komið í ljós að Orkuveitan hefði ekki þörf fyrir allt þetta húsnæði, enda hefur það að hluta til staðið autt og gerir enn. Öll austurálma aðalbyggingarinnar stendur auð en að sögn Eiríks er von á varanlegum leigjanda á næstunni sem tekur eina hæð af fjórum í álm- unni. Einnig er vilji til þess að leigja út húsnæði á 1. hæð vesturálmu. Notkun á innviðum Orkuveituhúss- ins hefur einnig verið gagnrýnd gegn- um tíðina. Auk umræðunnar um eld- húsið var um tíma rekin líkamsræktarstöð í húsinu undir merkjum World Class en starfsmenn nota nú það húsnæði í dag með lík- amsræktartækjum í eigu Orkuveit- unnar. Saga framúrkeyrslu og flottheita í höfuðstöðvum OR Morgunblaðið/Ómar Orkuveitan Höfuðstöðvarnar við Bæjarháls kostuðu skildinginn.  Söluverð vel undir byggingarkostnaði  Ekki tekið tillit til afskrifta, segir OR 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Karlakórinn Heimir úr Skagafirði heldur tónleika í menningarhúsinu Hofi á Akureyri á morgun, sunnu- dag. Yfirskrift tónleikanna er „Svífðu með“ en þeir verða með svipuðu sniði og þrettánda- skemmtun kórsins sem fram fór í Miðgarði í byrjun ársins. Helsta breytingin er að stórsöngvarinn Óskar Pétursson frá Álftagerði verður fjarri góðu gamni en minnst tveir söngvarar fylla hans skarð; „stóri“ bróðirinn Pétur Pétursson og Akureyringurinn Hjalti Jónsson. Guðrún Gunnarsdóttir söngkona verður á sínum stað á tónleikunum, sem og Ari Jóhann Sigurðsson og fleiri einsöngvarar úr kórnum. Fyrir hlé er sígild karlakóra- tónlist á dagskránni en eftir hlé verður skipt um takt með léttri sveiflu, við undirleik hljómsveitar sem Heimismenn skipa. Guðrún tek- ur þá lagið með kórnum og fleiri söngvarar. Stjórnandi kórsins er Stefán R. Gíslason og undirleikari Thomas R. Higgerson. Kórinn kemur suður yfir heiðar með sömu tónleika 1. og 2. mars, fyrst á Akranesi og síðan með tvenna tónleika daginn eftir í Lang- holtskirkju í Reykjavík. Ferð til Austfjarða er fyrirhuguð 13. apríl. Tónleikarnir í Hofi á morgun hefj- ast kl. 16 og miðasala fer m.a. fram á midi.is. Ljósmynd/Hjalti Árnason Heimir Karlakórinn skagfirski varð 85 ára í lok árs 2012, stofnaður 1927. Um 60 félagar eru í kórnum í vetur, frá innan við tvítugt til 81 árs að aldri. Heimismenn taka létta sveiflu í Hofi Mötuneyti Orkuveitunnar komst í fréttir fyrir um þremur árum fyrir dýran rekstur og flottheit. Kynningarmyndband sem OR gerði 2004 fór þá í um- ferð og vakti mikla athygli. Kostnaður við uppsetningu eld- hússins var 61 milljón árið 2003 og þremur árum síðar var bætt við innréttingum fyrir um níu milljónir. Rekstrarkostn- aður eldhússins árið 2009 var um 120 milljónir en kominn í um 100 milljónir í fyrra. Upplýs- ingafulltrúi OR segir sparnað hafa verið í eldhúsinu eins og á öðrum sviðum fyrirtækisins. Ódýrara í dag MÖTUNEYTI OR 2.022 milljónir kr. áætlun í okt. 2000 m.v. umsögn VSÓ um vinningstillögu 2.487 milljónir kr. í ágúst 2002 skv. áætl- un VSÓ á stjórnarfundi OR 2.900 milljóna kr. áætlun um kostnað í apríl 2003 er húsið var vígt 4.200 milljóna kr. heildarkostnaður í jan- úar 2005, að mati stjórnenda OR 5.300 milljóna kr. heildarkostnaður á verðlagi hvers árs, 2001-2005 8.466 milljónir kr. er sá kostnaður upp- færður m.v. verðlag 2010 9.400 milljónir kr. er sá kostnaður upp- færður m.v. verðlag í dag 5.100 milljóna kr. söluvirði höfuðstöðva Orkuveitunnar í febrúar 2013 4.500 milljóna kr. bókfært virði húsanna ‹ ÁÆTLANIR UM KOSTNAÐ › » Á safnanótt var opnuð málverkasýn- ing 42 félaga úr hópi Félags frí- stundamálara í Sjóminjasafninu Vík- inni við Grandagarð. Sýningin er fjölbreytt og þar eru til sýnis ólík myndefni. Málararnir nota bæði ol- íuliti og vatnsliti. Félag frístundamálara verður fjögurra ára um þessar mundir og hafa félagar verið með stórsýningar tvisvar á ári. Sýningin er opin á sama tíma og safnið kl. 11-17 en lok- að á mánudögum. Nánari upplýs- ingar má finna á fristundamal- arar.com. Sýna í Víkinni Bláfjallagangan fer fram við skála Ullunga í Bláfjöllum laugardaginn 16. febrúar en henni varð að fresta vegna veðurs fyrir tveimur vikum. Gangan er hluti af Íslands- göngumótaröð sem fram fer vítt og breitt um landið og er tilgang- urinn m.a. að hvetja almenning til þátttöku í þessari hollu íþrótta- grein. Í Bláfjallagöngunni eru gengnir 20 km og fá þeir sem ljúka henni stig í stigakeppni Ís- landsgöngunnar. Keppt er í þrem- ur aldursflokkum karla og kvenna, 16-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. Einnig eru í boði styttri vegalengdir. Ræst verður kl. 11.30 fyrir 9 ára og yngri og þá sem telja sig þurfa meira en tvær klst. til að ganga 20 km en kl. 12.00 fyrir aðra þátttakendur. Skráning er á heimasíðu Ull- unga, www.ullur.is. Keppa í Bláfjöllum Kaffi á könnunni og næg bílastæði b ó k a b ú ð f o r l a g s i n s OPIÐ ALLA VIRKA DAGA kl. 10–18 OG LAUGARDAGA kl. 11–15 Fiskislóð 39 Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.