Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Jakob Ágúst Hjálmarsson Það er logndrífa svo ekki séryfir í Biltuna hinumeginBíldudalsvogsins. Húsinsem kúra á Búðareyrinni eru snævi þakin og það logar enn á götulýsingunni í rökkrinu. Það er eins og ekki ætli að birta af degi og þó er kominn 15. febrúar. Sól gæti skinið þennan dag um allan bæ ef bjart væri yfir. Það marrar þungt í snjónum á þessari stuttu leið niður á bryggju. Þar liggur Þormóður við bryggju- hausinn. Það tókst að fá hann inn á Bíldudal og þeir ætla að taka fólk með. Það eru svo margir sem þurfa að komast suður; ekki komið skip að taka farþega síðan í nóvember. For- ystumenn atvinnulífsins þurfa suður að ræða við eigendur og banka um rekstur liðins árs og horfur hins nýja. Ungt fólk þarf að komast í vinnu, enda uppgrip fyrir sunnan og vantar fólk. Stríðsgróðinn er farinn að segja til sín. Það er svo aldrei að vita hvort Esjan kemur við á leið að norðan; um það fást aldrei nein svör. Ekki kom hún við á norðurleiðinni, enda á hrað- ferð; ekki komið síðan í nóvember. Það drífur að fólkið. Skipinu liggur á. Það er með kjöt í lestinni frá Hvammstanga sem þarf að komast í vinnslu fyrir sunnan. Það dregst samt talsvert að skipið geti farið og komið fram undir kvöld þegar það kemst af stað. Þá er allt þetta fólk búið að finna sér einhverja holu um borð. Kon- urnar fá koju. Yngra fólkið situr í matsal og þar sem það finnur pláss. Það er áfram logn þegar siglt er út Arnarfjörðinn og komið á Patreks- fjörð. Þar eru presturinn í Sauðlauks- dal og skipstjóri af öðru skipi teknir um borð eftir talsverða bið og þá eru þau orðin 31 um borð. Þetta er of margt fólk til þess að það geti farið vel um það. Þetta skip er ekki neitt farþegaskip. Þetta er línuveiðari og síldarskip; leigt í strandflutninga af Skipaútgerðinni til að bæta upp sigl- ingaleysi vegna stríðsins. Það er farið að kula þegar komið er fyrir Blakk og í Grindavík er komið illviðri. Þá er um að gera að komast suður áður en hann nær inn á landið og á siglingaleiðina af alvöru. Þor- móður er gangskip eftir því sem ger- ist og getur verið kominn til Reykja- víkur áður en langt verði liðið á næsta dag. Verst með þessar tafir allar. Skipið hefði eiginlega getað verið komið langleiðina suður núna. En það er vont að átta sig á veðrinu þegar engar eru veðurfréttirnar. Það er orðið ærið hvasst þegar komið er undir Snæfellsnes og skyn- samlegt að leita vars. En þá er eins víst að kjötið verði ónýtt. Alls er óvíst hversu lengi veðrið standi. Þormóður ver sig vel og vindurinn er svo sunn- anstæður að það getur orðið skaplegt sjólag þegar komið verður inn á Faxaflóa. Öldurnar ganga yfir skipið í röstinni við Öndverðarnesið og um borð eru flestir orðnir sjóveikir og bera sig illa. Þetta verður mikill barn- ingur áður en lýkur. Ofviðri Voðalega er veðrið orðið slæmt! Það rýkur allur flóinn og allt að fjúka sem laust er. Vindurinn vælir um ufs- irnar á Stýrimannastígnum og hriktir í húsinu. Ætti Þormóður ekki að vera kominn? Hefði hann ekki átt að vera kominn í morgunn og nú er komið fram yfir hádegi? Það er vont að bíða í óvissu eftir sínum nánustu og vita af þeim í óveðri á hafinu. Radíóið er fengið að kalla hann upp en fær ekkert svar. Það er snarvit- laust veður og öll skip í höfn sem við strendur eru. Ellefu vindstig á Hellis- sandi. Það er fárviðri! Varðskipið Sæ- björg er á leið inn Faxaflóann og reynir að ná sambandi en á nóg með sig að komast í heila höfn. Loks næst samband um kvöldmatarleytið. Það er spurt hvenær Þormóður sé vænt- anlegur: „Slóum Faxabugt. Get ekki sagt um það núna,“ er svarið. Þá er skipið búið að berjast í vaxandi illviðri frá því um nóttina og berst nú í ofsa- viðri við stórvaxnar öldurnar. Það er ekki um annað að ræða en að láta skipið horfa beint upp í og áfram verður það að halda því ekki tjóir að slá undan. Það er bara að vona að stefnan verði ekki of grunnt og skipið lendi í Garðskagaröstinni. Um hálfellefu hefur skipið tekið í sig mikinn sjó, því í skeyti frá því seg- ir: „Erum djúpt úti af Stafnesi. Mikill leki kominn að skipinu. Eina vonin er að hjálpin komi fljótt.“ Það er þá komið vestur úr röstinni og veð- urhamurinn ólýsanlegur og öng- þveitið og háskinn hefur fangað hverja sál. Brotsjór hefur riðið yfir skipið og tekið burtu björgunarbát- inn og flekann og svipt burtu öllu sem enn var ofanþilja. Það allt rak við Melaberg rétt við Hafnir. Áfram heldur barátta skipverjanna við að halda skipinu á floti í nokkra klukku- tíma en hún verður árangurslaus. Sjórinn verður brátt svo mikill í skipinu að vélin stöðvast, og þá er stríðið tapað. Vélarvana skip á sér varla neina von í slíkum hamförum náttúrunnar. Enn ríður brotsjór yfir og brýtur af brúna og stjórnlaust berst Þormóður með stormi og straumi í norðausturátt og að lokum upp á Garðskagaflösina þar sem hann brotnar. Flakið berst í sjólokunum inn með landi og hverfur þar í djúpið. Klukkan er 3:13 aðfaranótt 18. febr- úar. Allt þetta fólk lætur líf sitt. Ekk- ert þeirra var til frásagnar um þann mikla hildarleik sem háður var né þá angist sem heltók hjartarætur mæðra og feðra um borð um hvernig börnum þreirra sem heima biðu ótíð- indanna mundi farnast án forsjár þeirra. Örlög ráðin Daginn eftir er veðrið að ganga niður og leit er hafin. Þeir sem vilja vita þurfa ekki að spyrja. Þungt er yf- ir mönnum á Alþingi, skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins og víðar, og blaðamenn safna sér upplýsingum um hverjir hafi verið um borð í Þor- móði. Var þetta virkilega svona margt fólk? Þrjátíu og einn, þar af níu konur og lítill drengur. Flugvélar bandaríska hersins og „Íslenska flugvélin“ fljúga yfir svæðið og skip sigla á líklegar siglingarslóðir Þormóðs. Togarinn Gyllir finnur brak úr Þormóði og lík konu. Með því var staðfesting fengin á verstu grun- semdum. Á fjörum á Akranesi og Mýrum finna menn síðar reka og á sjó meira brak. Næstu daga og allt fram eftir sumri finna menn lík og verða þau alls níu sem finnast. Heima á Bíldudal bíður fólkið milli vonar og ótta fimmtudaginn 18. febr- úar. Síminn er lokaður og það býður fólkinu hið versta í grun. „Engar fréttir enn sem góðar geta talist,“ segir símstöðvarstjórinn. Fólkið horf- ir vanmegna út yfir sjóinn sem er alls ekki hættulegur að sjá þessa stund- ina. Bátur kemur eftir miðjan dag norðan yfir fjörð og sóknarpresturinn á Hrafnseyri gengur á land og hefur lengri og þyngri göngu en hann átti nokkurn tíma farna. Hann kemur fyrst á prestssetrið og flytur þar þær fréttir að heimilisfaðirinn sé drukkn- aður sem og þau öll sem voru með honum á skipinu. Samt fer prestsfrú- in með honum á næsta stað þar sem eru samankomin átta systkin sem hafa misst foreldra sína og þrjú þeirra enn á barnsaldri. „Hvernig getur Þormóður hafa farist með öllu þessu fólki,“ er spurt. Svo halda þeir leiðar sinnar, prest- urinn sjálfur ókunnugur fólkinu með Enginn var til frásagnar Skipið Vélskipið Þormóður sem fórst 18. febrúar 1943. Njáll h.f. Bíldudal átti skipið en skipaútgerð ríkisins hafði leigt það til strandsiglinga. Fyrir sjötíu árum varð eitthvert mannskæðasta slys Íslandssögunnar þegar 31 maður fórst við Garðskaga í fárviðri. Samúð þjóðarinnar beind- ist að sjávarþorpinu Bíldudal sem varð fyrir mestum mannskaðanum. Níu konur og eitt barn voru um borð og fern hjón. Sorgarathafnir voru haldnar víða um land og fjársöfnun var haldin eftirlifendum til styrktar. Umræður um öyggismál sjófarenda urðu pólitískar og heitar. Þormóðsslysið 18. mars 1943 Kópavogur  544 5000 Njarðvík  421 1399 Selfoss  482 2722www.solning.is Smurþjónusta RafgeymarSmáviðgerðir RúðuvökviRúðuþurrkur JEPPADEKK ER Í LAGI MEÐ BREMSURNAR? VIÐ GETUM AÐSTOÐAD! EINFÖLD ÁKVÖRÐUN VELDU ÖRYGGI FYRIR ÞIG OG ÞÍNA TILBOÐ Á BREMSU- KLOSSASKIPTUM EF VARAHLUTIR ERU KEYPTIR HJÁ SÓLNINGU AðeinS kR. 2.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.