Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Eyjamenn hafa verið hundsaðir, mætt, hroka og á köflum lyg- um í samskiptum við ykkur í ríkisstjórn- arflokkunum, í sam- ræðum um áhrif á al- menning vegna breytinga á fisk- veiðistjórn. Það sama á við um íbúa annarra sterkra sjávarbyggða. Eftirtaldir ríkisstjórnarmeðlimir hafa sýnt okkur Eyjamönnum ótrú- legan fjandskap: Steingrímur J. með því að svara ekki opnu bréfi og að hundsa áskor- un u.þ.b. 400 Eyjamanna um að heimsækja Eyjar. Róbert M. með því að svara ekki opnum bréfum og gera lítið úr sjómönnum. Björn Val- ur, sem neitar að útskýra hvað hafi breyst frá því hann taldi að það yrði feigðarflan að fara ekki eftir til- lögum sáttanefndarinnar, sem síðan voru slegnar út af borðinu. Og sjálf- ur forsætisráðherrann, Jóhanna, lof- aði að svara opnu bréfi en sveikst um það. Þó hefur engum tekist jafnvel og þér að blekkja og gera lítið úr Eyja- mönnum. Þú hundsaðir opið bréf sem til þín var sent. Því næst skrökvaðir þú að formanni sjómannafélagsins Jötuns að þú værir búin að svara fyrr- greindu bréfi. Eftir að útgerðin Bergur-Huginn var seld úr bæj- arfélaginu sagðir þú: „Ykkur hefði verið nær að styðja fiskveiðistjórn- unarkerfið.“ Varðandi sama mál, þá sástu ekki ástæðu til þess að verða við beiðni um að mæta út í Eyjar til að uppörva fólk sem væntanlega er að missa vinnuna sína. Síðasta aðför þín gagnvart almenningi á landsbyggðinni var í kjallaragrein í DV 7. janúar sl. Þar skrifar þú um vegferðina fram- undan hvað varðar nýtt frumvarp um heildar- endurskoðun fiskveiðistjórnunar- innar. Þau ummæli sem slógu mig, Elliða Vignisson bæjarstjóra, Val- mund Valmundsson, formann sjó- mannafélagsins Jötuns, o.fl. voru eft- irfarandi: „Eftir þriggja ára samráð með að- ilum í sjávarútvegi, launþegahreyf- ingunni og öðrum þeim sem að grein- inni koma, er það skylda rétt kjörins meirihluta Alþingis …“ Þegar á þig var gengið í hverju það samráð hefði falist vísaðir þú í sátta- nefndina sálugu, umsagnir, samráðs- fundi o.fl. Þú telur að fulltrúar Vest- mannaeyjabæjar og sjómanna fari með rangt mál þegar þeir segja að lít- ið sem ekkert samráð hafi verið haft við aðila í sjávarútvegi? Að lokum varstu spurð hvort þú værir sú ærlega manneskja að heim- sækja Eyjar og halda opinn fund, þar sem þú upplýstir Eyjamenn um áhrifin af breytingum á fisk- veiðistjórnun á kjör þeirra og stöðu. Þessari spurningu þóknaðist þér ekki að svara. Opið bréf til Ólínu Þorvarðardóttur Eftir Sigurjón Aðalsteinsson Sigurjón Aðalsteinsson Þótt skoðanakann- anir hafi sýnt ýmsar prósentutölur um fylgi flokka/framboða er staðan sú að fjöldi kjósenda er óákveð- inn í hvaða framboð hann ætlar að kjósa í komandi alþing- iskosningum. Vandamálin eru fjölmörg sem leysa þarf úr á hinu pólitíska verksviði og því skiptir miklu máli að framsýnir og traustir aðilar komi þar að verki. Því miður hafa fjórflokkarnir lítið lagt fram sem hópur kjósenda kall- ar eftir. Helst að einn flokkur hafi tekið undir vissa áhersluþætti, t.d. varðandi afskriftir stökkbreyttra íbúðalána sem tekin voru árin fyrir efnahagshrunið 2008 og að stöðva verði verðtrygginguna í núverandi mynd. Eftirfylgnin er þó óljós, en von- andi sjá frambjóðendur í öllum flokkum/framboðum að við núver- andi ástand verður ekki unað. Að tala um að leysa vanda hjá skuldsettu fólki til skattalækkunar með niðurgreiðslu íbúðalána sem það hefur ekki bolmagn til er óraunhæft. Eingöngu þeir sem hafa meira fjármagn myndu njóta þess. 110% leiðin skilaði litlu sem engu hjá framangreindum íbúðarkaup- endum, þ.e. sú leið sem stjórn- arflokkarnir hafa lagt áherslu á. Hin framboðin boða lausnir sem ekki virðast raunhæfar. Öll framboðin verða því að útfæra stefnumál sín betur gagnvart þess- um vanda hjá fjölda fólks sem og í fleiri erfiðum málum sem bíða úr- lausnar. Staðreyndin er sú að fjöldi íbúðareigenda er eignalaus í dag, fólk sem lagði fram verulegt fé í eignirnar á sínum tíma og hefur reynt að standa í skilum til að halda í húsaskjól fyrir sig og börn sín. Er sem sagt þrælar lánastofnana/ sjóða vegna lána sem hækkað hafa upp úr öllu valdi eftir sukkhrunið mikla 2008, aðstæðna sem það tók engan þátt í. Það sama á við um minni fyr- irtæki. Lánastofnanir/vogunarsjóðirnir krefjast fullra greiðslna af þessum lánum, ekkert gefið eftir til að koma til móts við þetta ágæta skila- fólk. Komi til þess að fjöldi íbúðareig- enda lýsi sig gjaldþrota vegna nefndra lána verða viðkomandi lánastofnanir/sjóðir að afskrifa lánin um 25-35 % eða meira. Nauðsynleg niðurfærsla á lán- unum er því augljós og öllum í hag. Fólk spyr: Er fjórflokkunum og hinum nýju framboðum treystandi til að bæta úr framangreindu ástandi og fleiri ár- íðandi úrlausn- armálum? Sumir telja svo vera, aðrir ekki. Staðan er sú að margir kjósendur kalla eftir hjálp/ aðstoð, þ.e. raunhæf- um aðgerðum stjórn- valda til að bæta ástandið í þjóðfélag- inu. Væntanlega er stjórnmálamönnum kunnugt um þá miklu hækkun sem orðið hefur á framfærslu- kostnaði frá 2008, sem og mikilli launaskerðingu hjá mörgum. Síðan virðist eignamyndunin vera að færast á fárra manna hendur á ný með svipuðu sniði/ aðferðum og gerðist fyrir hrun. Úrbætur eru nauðsynlegar á framangreindum þáttum og að at- vinnulífið verði eflt nú þegar, skattar lækkaðir t.d. með hækkun á persónufrádrætti, að eftirlit verði hert með undanskotum á sköttum og kennitöluflakki, að grunnstoðir þjóðfélagsins verði efldar með raunhæfu átaki, lífeyr- iskerfið endurskoðað til ásætt- anlegs lífeyris, þó ekki á kostnað núverandi réttinda, óþarfa rekstr- areiningar aflagðar hjá því op- inbera, ýmis regluverk bætt í kerfinu, gjaldeyrishöft afnumin t.d. með tillögum Kauphallarinnar, þjóðarsátt náð í kvótamálinu, hug- að að verðmætum á norðurslóðum og víðar og tekið verði á því sem misfórst fyrir hrun og ýmsu fleiru sem betur má fara. Þessir þættir verða ekki fram- kvæmdir/bættir með loftbólulausn- um og máttlausu káki eins og svo oft hefur verið gert gegnum tíð- ina, huga verður að þjóðarhag og til framtíðar. Að selja orkufyrirtækin þegar þau eiga að fara að skila arði til þjóðfélagsins samanber Lands- virkjun er ekki ásættanlegt. Við þekkjum hversu litlu mun- aði með örlög OR á sínum tíma þ.e. að borgarbúar og fleiri sætu uppi með hundraða milljarða skuldir án eigna. Það sama var með einkavæð- ingu bankanna sem gerði þjóðfé- lagið nær gjaldþrota og við þekkj- um útkomuna varðandi sölu Símans og fleiri eigna hjá ríkinu. Háværar raddir eru uppi um að nýtt og kraftmikið fólk þurfi að koma inn í stjórnmálin með nýja sýn/áherslur og til að skapa meiri jöfnuð í þjóðfélaginu. Hugsanlega þarf svo að vera, þ.e. nýtt og öflugt framboð sem hlustar á þjóðina. Þyrnirósarsvefn og aðgerð- arleysi mun ekki leiða okkur út úr þeim mikla vanda sem taka þarf á næstu fjögur árin. Það þarf kjark, þor og samvinnu til að leysa úr þeim málum. Stjórnmálamenn sýndu því mið- ur ekki mikla samstöðu eftir efna- hagshrunið þegar þjóðfélagið þurfti á því að halda. Hefði samstillt þjóðstjórn þá komið til í u.þ.b. tvö ár til að taka á þeim málum/vanda sem brýnast lá á væri ástandið væntanlega mun betra í þjóðfélaginu í dag. Að sjálfsögðu ber að þakka fyrir það sem vel var gert við erfiðar aðstæður, en ýmislegt fór jafn- framt úrskeiðis við hrunið og síð- ar. Nú er bara að sjá hvað fram- boðin vilja gera í framangreindum málum og fleiru og/eða hugs- anlega nýtt framboð? Þjóðfélagið bíður eftir raunhæf- um úrbótum, ábyrgð og meiri samstöðu almennt í stjórnmálin. Ef svo verður ekki, þá getur illa farið fyrir okkar þróttmiklu þjóð. Tóm hús án mannauðs og at- hafna skila engu. Fjölda kjósenda finnst vanta traust og ábyrgð í stjórnmálin Eftir Ómar G. Jónsson »Háværar raddir eru uppi um að nýtt fólk þurfi að koma inn í stjórnmálin með nýja sýn/áherslur og til að skapa meiri jöfnuð í þjóðfélaginu. Ómar G. Jónsson Höfundur er fulltrúi og talsmaður sjálfstæða framfarahópsins fyrir betra þjóðfélagi. Bréf til blaðsins Heilbrigðiskerfið er hrunið, það er engin spurning. Við höfum hampað því undanfarna áratugi að státa af besta heilbrigð- iskerfi í heimi, svo fallið er hátt. En hver er ástæðan? Ég mun nú leitast við að svara því. Allir vita að mað- ur notar bara peninginn einu sinni, það hefur ríkisstjórnin rekið sig á. Það fé sem átti að fara í heilbrigðiskerfið fór í ESB-aðildarumsóknina, hækkun listamannalauna, stjórnarskrárvit- leysuna, landsdómsmálið og aðra slíka sóun. Þessi ógeðspakki kostar þjóðina tvo milljarða, og setur okkur á stall með fátækum Afríkuþjóðum í heilbrigðisþjónustu. Ástæðan er augljóslega röng for- gangsröðun hjá ríkisstjórninni. Það getur ekki verið eðlilegt hjá þessari litlu þjóð, sem hefur mannfjölda á við Árósa í Danmörku, að slá svo um sig, að hundruð fólks eru á faralds- fæti til og frá Brussel, að vinna vinnu sem við munum aldrei gera neitt með. Við munum aldrei fórna landbúnaðinum og sjávarútvegnum á stalli gróðapunganna í Brussel. Þetta er ólíðandi leikaraskapur. Oft hefur verið talað um að hjá vinstri- stjórnum ríki glundroði. Hafi ein- hver verið í vafa, þá er þessi al- versta ríkisstjórn sögunnar óræk sönnun fyrir glundroðakenningunni. Það sem er þó ömurlegast er að ríkisstjórnin er búin að festa okkur í þessari fátæktargildru til framtíðar, með alls konar gæluverkefnum sem ekkert eru nema kostnaðurinn fyrir þjóðina. Þar má nefna Hús íslenskra fræða og Vigdísarstofnun, Vaðla- heiðargöng og svo mætti lengi telja. Væri ekki nær að beina þessu fé í heilbrigðiskerfið? Ég bara spyr. Það er nefnilega ekki nóg að byggja blankur og fá allan bygging- arkostnaðinn lánaðan eins og er í þessu tilfelli, heldur þarf að reka þessar byggingar með gríðarlegum kostnaði og engar tekjur koma á móti. Fyrir hvern eru þessar stofn- anir? Ekki fyrir hinn almenna mann, svo mikið veit ég. Hafa menn ekkert lært á Hörpuævintýrinu? Nú hefur verið í umræðunni að loka því húsi vegna rekstrarkostnaðar, þótt þar komi umtalsverðar tekjur á móti. Katrín Jakobsdóttir, VG, sagði í viðtali í gær að Harpa hefði gengið vel! Það var einmitt. Þetta segir mér að kommar eiga ekki að koma nálægt rekstri, þeir seilast bara í vasann okkar til að borga gæluverkefnin. ÓMAR SIGURÐSSON skipstjóri. Heilbrigðiskerfið er hrunið Frá Ómari Sigurðssyni Ómar Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.