Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 6
„Þetta snýst fyrst og fremst um það að okkur gafst ekki færi á að tilkynna öll hugs- anleg tjón með þessum auka- fresti sem við óskuðum eftir,“ sagði Páll Eiríksson, lögmaður í slitastjórn Glitnis, um dóms- málið gegn Tryggingamiðstöð- inni. „Þetta var erfið staða. Ef þú endurnýjar tryggingu hjá svona tryggingafélagi á þessum skil- málum þá þarftu jafnframt að staðfesta það að engin tjón hafi orðið á tímabili trygging- arinnar þar á undan. Það gát- um við að sjálfsögðu ekki gert. Þess vegna vorum við í þeirri stöðu að við hefðum viljað fá lengri tilkynningarfrest en skil- málar tryggingarinnar voru,“ sagði Páll. Hann segir nýju stjórnendatrygginguna frá því sumarið 2009 vera á öðrum forsendum en þá sem féll úr gildi frá TM. „Það var bara fyrir starfsem- ina eftir að skilanefnd tók við,“ segir Páll. Hann segir þau hafa metið það svo að ekki hafi verið hægt að veita umbeðnar fjárhags- upplýsingar þar sem kröfulýs- ingafrestur var ekki liðinn og eignirnar í miklu upp- námi á þessum tíma. „Það hefði verið full- komnlega óábyrgt að veita þær upplýsingar vitandi að þær væru ekki nákvæm- ar,“ sagði Páll. „Þetta var erfið staða“ SLITASTJÓRN GLITNIS 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag sýknudóm héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. mars 2012 í máli Glitnis hf. gegn Tryggingamiðstöðinni hf. Málið á sér aðdraganda frá vorinu 2009 þegar ábyrgðartrygging stjórnar- og yfirmanna hjá Glitni rann út þann 1. maí. Daginn áður sendi Páll Eiríksson, hjá skilanefnd Glitnis, bréf til TM þar sem óskað var framlengingar á tryggingunni um 12 mánuði eða 36 mánaða tilkynningarfrests sem sam- kvæmt skilmálum tryggingarinnar var hægt að fá ef TM hefði neitað um framlengingu. Bréfaskipti í rúma tvo mánuði Í gang fóru bréfaskipti milli skila- nefndar Glitnis og TM þar sem kall- að var eftir ýmsum upplýsingum frá Glitni, meðal annars um fjárhag. Ítrekað sendi TM bréf til Glitnis vegna málsins þar sem spurt var hvort til stæði að senda umbeðnar upplýsingar inn. Lítið var um svör en þó var því svarað til 21. maí að unnið væri að því ná utan um um- beðnar upplýsingar. Engar upplýs- ingar voru þó veittar. TM bauðst í einu bréfanna til þess að aðstoða bankann við að fylla út umsóknareyðublað. Í lok júní sendi TM loks bréf til bankans þar sem spurt var hvort bankinn hefði ákveð- ið að taka tilboði erlends vátrygg- ingamiðlara í ábyrgðartryggingu fyrir stjórnendur. Rúmri viku síðar sendi Glitnir bréf til TM og tilkynnti að bankinn myndi taka því tilboði. Sendu áfram tjónatilkynningar Síðan þá hefur Glitnir sent TM til- kynningar um tjón sem talin voru falla undir ákvæði ábyrgðartrygg- ingarinnar en TM hafnaði bóta- skyldu í þeim málum. Vísað var til þess að um hefði verið að ræða svo- kallaða kröfugerðartryggingu, en í henni felst að tilkynna verður um tjón á meðan vátryggingin er í gildi eða innan umrædds tilkynningar- frests. Það var sá frestur sem Glitn- ir krafði TM um fyrir dómstólum. Héraðsdómur og Hæstiréttur komast báðir að þeirri niðurstöðu að tryggingin hefði fallið úr gildi 2009. Þá er þess getið í dómnum að TM hafi ekki neitað Glitni um framleng- ingu og því hefði ákvæði um tilkynn- ingarfrest ekki átt við. Þá er í dómnum bent á að fjár- hagsstaða Glitnis hafi verið mun lak- ari vorið 2009 en þegar tryggingin var upphaflega tekin. TM hefði átt rétt á upplýsingum um fjárhags- stöðu til að geta metið áhættuna af því að framlengja trygginguna til 12 mánaða. Ekki var fallist á rök Glitn- is um að erfitt hafi verið að veita þær upplýsingar þrátt fyrir að upp- gjöri 2008 hafi verið ólokið og meðal annars vísað til þess að hægt hefði verið að veita aðgang og upplýs- ingar úr bókhaldsgögnum Glitnis. Gróft brot á tillitsskyldu Dómurinn segir að TM hafi verið gert ókleift að gera tilboð til fram- lengingar vegna tómlætis Glitnis við að afla svara. Þá segir að sú hátt- semi að tilkynna stefnda ítrekað að unnið væri að gagnaöflun en af- henda síðan engin gögn eða upplýs- ingar hafi falið í sér gróft brot á til- litsskyldu Glitnis við TM. Loks er bent á að Glitni hafi borið að bjóða fram greiðslu iðgjalds hafi bankinn viljað framlengja trygginguna. Þær upplýsingar fengust frá slita- stjórnum Kaupþings og Gamla Landsbankans (LBI) að Kaupþing væri með mál í gangi gegn vátryggj- endum fyrir íslenskum dómstólum þar sem dómkröfur væru að mestu sambærilegar dómkröfum í máli Glitnis en þó væru málsástæður og málsatvik frábrugðin. Sam- kvæmt upplýsingum frá slitastjórn LBI rekur bank- inn engin sambærileg mál í dag fyrir dómstólum. Í svarinu kom þó fram að í þeim bótamálum sem slita- stjórnin væri með í farvegi fyrir dómstólum myndi í einhverjum tilvikum reyna á vátrygg- inguna. TM sýknuð af kröfum Glitnis  Glitnir veitti hvorki umbeðnar upplýsingar né greiddi iðgjöld  Dómurinn talar um gróft brot á tillitsskyldu af hálfu skilanefndar Glitnis  Kaupþing er með sambærilegt mál í gangi en ekki LBI Morgunblaðið/Árni Sæberg Trygging Hæstiréttur sýknaði Tryggingamiðstöðina af kröfum Glitnis um að veita bankanum tilkynningarfrest vegna ábyrgðartryggingar stjórnenda bankans sem rann úr gildi 2009. Ein ástæðan er tómlæti skilanefndar. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bjargráðasjóður mun bæta bændum um 8 þúsund ær og lömb sem fórust í september sl. þegar óveður gekk yfir Norðurland. Er þetta heldur færra fé en sjóðurinn áætlaði þegar upplýs- ingum var safnað eftir óveðrið. Frestur til að sækja um bætur vegna búfjártjóns í óveðrinu rann út um síðustu mánaðamót. Stjórn Bjargráðasjóðs gekk frá bráða- birgðauppgjöri á fundi sínum í fyrra- dag en eftir er að úrskurða um ein- staka vafaatriði. Árni Snæbjörnsson segir að sjóð- urinn bæti rúmlega 3000 ær og tæp- lega 5000 lömb. Er þá búið að draga frá það sem sjóðurinn áætlar eðlileg vanhöld að sumri, það er eigin áhætta bændanna. Eigendur fjárins fá 11 þúsund krónur bætur fyrir hverja á sem fórst og 8600 fyrir lambið. Svarar þetta til um 75 milljóna kr. Verið er að ganga frá greiðslu samkvæmt síðustu um- sóknunum en bætur hafa annars ver- ið greiddar út jafnóðum og borist hafa umsóknir staðfestar af trún- aðarmönnum Bjargráðasjóðs. Einnig hafa verið greiddar bætur vegna 40 stórgripa, það er að segja nautgripa og trippa. Samkvæmt reglum um greiðslu bóta vegna óveð- ursins bætir sjóðurinn, auk búfjár- tjóna, viðgerðir á girðingum og fóður- kaup vegna óveðursins. Bjargráðasjóður áætlaði í október að 9400 fjár hefðu farist í óveðrinu. Árni segir að eitthvað hafi heimst eft- ir að þessi áætlun var gerð. Þá var áætlað að heildartjón hefði orðið um 142 milljónir kr. og ákvað rík- isstjórnin að tryggja þá fjárhæð. Árni segir að niðurstaðan sé ekki ljós en ef tjónið reynist minna muni mismun- urinn renna aftur í ríkissjóð. 75 milljónir greiddar í bætur fyrir 8.000 kindur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Smalað Töluvert af fé heimtist eftir óveðrið í september, meðal annars á Þeistareykjasvæðinu. Páll Eiríksson Upplifðu vorið í Frakklandi Sjáðu hallirnar og drekktu í þig menningu Frakklands. Sjáðu náttúruna vakna til lífsins. Njóttu fararstjórnar Laufeyjar Helgadóttur leiðsögumanns og listfræðings. Tryggðu þér pláss. Hringdu núna í síma 570-2790 eða bókaðu á bændaferðir.is Páskaferð - Loire dalurinn og París Skoðaðu ferðirnar á bændaferðir.is Sími 570-2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Opið kl. 8:30-16:00, virka daga Ferðaskrifstofa allra landsmanna 26. mars - 2. apríl 2013 Fáðu þér ókeypis eintak af nýja ferðabæklingnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.