Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 51
hljóðsins í starfi hans. Að lokum stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki, árið 2003, sem ber nú nafnið Trivium. „Ég var kominn nær alfarið út í hljóðverk- fræði og langaði að reyna fyrir mér á eigin spýtur og fór þá frá Línuhönn- un þar sem ég hafði verið að vinna.“ Af verkefnum sem Ólafur hefur unnið við má nefna menningarhúsið Berg á Dalvík, Guðríðarkirkju í Graf- arholti og Ingunnarskóla einnig í Grafarholti. „Ingunnarskóli er opinn skóli þar sem margar bekkjardeildir eru kenndar saman og þá þarf gott temprað rými til að kennslan geti gengið upp og ekki verði ærandi há- vaði.“ Ólafur sá einnig um hljóð- hönnun í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur og höfuðstöðvum Ís- lenskrar erfðagreiningar. „Nú er ég að glíma við nýja bygg- ingu við háskólann, sem er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur þar sem verður kennsla í erlendum tungu- málum. Þetta er hefðbundin skóla- bygging með opnu miðrými þar sem lagt er upp úr góðri hljóðhönnun. Nú eru gerðar almennar kröfur um hljóðhönnun í íbúðum í fjölbýli og til skrifstofuhúsnæðis, skólahúsnæðis og sjúkrastofnana. Í raun hafa verið ákvæði um hljóðmál í bygginga- reglugerðum frá áttunda áratugnum en þeim var einfaldlega ekki fylgt nægilega eftir en síðan þá hafa kröf- urnar orðið ítarlegri og markvissari. Þetta hefur verið hægfara þróun fram á við en um nokkurt skeið hafa stóru verkfræðistofurnar tekið hljóðráðgjöf inn í starfsemi sína sem er ánægjulegt og smám saman er hljóðhönnun að öðlast þann sess sem henni ber.“ Syngur með Dómkórnum Áhugi Ólafs á hljóðfræðum kvikn- aði þegar hann byrjaði í Dómkórnum árið 1985. Hefur hann verið í kórnum síðan þá með hléum. „Við vorum t.d. fimm ár í Berlín, 1996-2001, þar sem konan mín var í söngnámi og söng ég þá bara með kórnum um jól og ára- mót.“ Önnur áhugamál Ólafs eru fjallamennska og langhlaup. Hann hefur hlaupið eitt maraþon og nokkur hálfmaraþon. Fjölskylda Sambýliskona til 25 ára er Sesselja Kristjánsdóttir söngkona, f. 4.6. 1970. Foreldrar hennar eru Kristján Frið- riksson, sem vinnur hjá Kornaxi, og Borghildur Stefánsdóttir, sem er komin á eftirlaun en starfaði sem matráðskona í Reykjavík.. Börn Ólafs og Sesselju eru Kol- beinn, f. 4.11. 2001, og Nanna Rut, f. 27.9. 2007. Foreldrar Ólafs eru Hjálmar Ólafsson, kennari og konrektor í MH, formaður Norræna félagsins, og bæj- arstjóri í Kópavogi 1962-1970, og Nanna Björnsdóttir meinatæknir. Þau eru bæði látin,. Ólafur á tvær hálfsystur en for- eldrar hans áttu eina dóttur hvort áð- ur en þau tóku saman. Þær eru Vig- dís Esradóttir, f. 22.2. 1955, hótelhaldari í Bjarnarfirði á Strönd- um, og Dóra Hjálmarsdóttir, f. 11.10. 1957, rafmagnsverkfræðingur hjá Verkís. Ólafur á þrjá albræður, tvíbura- bróðurinn Björn, sem er barnalækn- ir, Eirík, f. 9.11. 1964, sem er upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykja- víkur, og Helga, f. 17.8. 1966, sem er vélaverkfræðingur og fram- kvæmdastjóri Völku. Úr frændgarði Ólafs Hjálmarssonar Ólafur Hjálmarsson Andrína Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Stóra-Kroppi Kristleifur Þorsteinsson bóndi á Stóra-Kroppi í Borgarfirði Andrína Guðrún Kristleifsdóttir húsfreyja í Sveinatungu Björn Gíslason bóndi í Sveinatungu í Norðurárdal, Borgarf. Nanna Björnsdóttir meinatæknir í Kópavogi Vigdís Pálsdóttir húsfreyja í Stafholti Gísli Einarsson prestur í Stafholti í Borgarfirði Sigrún Ólafsdóttir húsfreyja í Reykjavík Árni Sæmundsson trésmiður í Reykjavík Dórótea Árnadóttir húsfreyja í Reykjavík Ólafur Einarsson sjómaður í Reykjavík Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja í Hallgeirsey Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey í Landeyjum Eiríkur Hjálmarsson upplýsingafulltrúi OR Afmælisbarn Ólafur Hjálmarsson. ÍSLENDINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Páll Heiðar Jónsson fæddist 16.febrúar 1934 í Vík í Mýrdal.Páll Heiðar var sonur Jóns Pálssonar mælingafulltrúa og Jón- ínu Magnúsdóttur húsmóður. Páll lauk verslunarprófi frá Verzl- unarskóla Íslands árið 1952 og end- urskoðunarnámskeiði frá Háskóla Íslands 1958. Páll stundaði jafn- framt félagsvísindi við sama skóla árið 1976. Hann var löggiltur þýð- andi og dómtúlkur á ensku. Páll Heiðar starfaði við endur- skoðun hjá N. Manscher 1953-57 og hjá SÍS 1958-62. Hann var skrif- stofumaður hjá Flugfélagi Íslands í London 1963-71 og árið 1971 hóf hann störf sem dagskrárgerð- armaður hjá RÚV. Síðustu tíu ár ævi sinnar starfaði hann sem löggilt- ur skjalaþýðandi. Páll Heiðar var brautryðjandi í dagskrárgerð hér á landi og þótti lit- ríkur dagskrárgerðarmaður. Þegar hann hóf störf fyrir Rík- isútvarpið innleiddi hann nýjar að- ferðir við dagskrárgerð sem ekki höfðu áður verið notaðar hér á landi en tíðkuðust í Bretlandi. Um Pál Heiðar er sagt að hann hafi orðið þjóðþekktur maður um leið og rödd hans tók að hljóma í útvarpi þegar hann hóf að flytja fréttir og pistla frá Lundúnum þar sem hann starfaði fyrir Flugfélag Íslands. Páll var sagður greindur maður sem fylgdist með þjóðfélagsmálum og átti auðvelt með að greina þar að- alatriðin frá aukaatriðunum. Á ferli sínum haslaði Páll sér völl sem einn helsti fjölmiðlamaður landsins. Hann var upphafsmaður þáttarins í Vikulokin sem enn er á dagskrá Rásar 1, „rás hins hugsandi manns“ eins og hann kallaði hana gjarnan. Eftir hann liggja minn- isstæðar þáttaraðir um sjávarútveg þar sem hann fylgdist með sjómönn- um, fiskvinnslufólki og útflutningi. Páll Heiðar eignaðist sjö börn: Jón Heiðar, Erlu Óladóttur, Jó- hönnu Gunnheiðardóttur, Maria Christie Pálsdóttur, Pál Pálsson (lést 1987), Egil Heiðar Anton Páls- son og Viktoriu Jónu Pröll. Páll Heiðar lést 12.11. 2011. Merkir Íslendingar Páll Heiðar Jónsson Laugardagur 102 ára Guðrún Þorsteinsdóttir 95 ára Árni Jóhannesson 90 ára Hörður Þorgilsson Maggý Valdimarsdóttir 85 ára Guðni Þorvaldur Jónsson Magnús Gissurarson Pálhanna Magnúsdóttir 80 ára Elín Halldórsdóttir Þorsteinn S Steingrímsson 75 ára Áslaug A. Jóhannsdóttir Erla Margrét Jónsdóttir Helgi Sigfússon Snjólaug J. Jóhannsdóttir 70 ára Birgir Arnar Freyja P. Sigurvinsdóttir Guðrún Helgadóttir Gunnar Jónatansson Magnea G. Sigurðardóttir Sigurður S. Guðmundsson Þrándur Ingvarsson 60 ára Ari Heiðberg Jónsson Guðleif Bender Hróbjartur Ægir Ósk- arsson Ingibjörg Guðjónsdóttir Jón Carlsson Rebekka Guðnadóttir Snorri S. Guðvarðsson 50 ára Árni Björn Kristbjörnsson Björn Hjálmarsson Björn Þorvaldsson Eric Eymard Hildur Pétursdóttir Hilmar Ólafsson Hrafn Valgarðsson Ólafur Hjálmarsson Ólafur Ólafsson Sigurður Héðinn Harð- arson 40 ára Anna Marta Ásgeirsdóttir Aseneth Luna Martinez Baldur Sæmundsson Berglind Kristinsdóttir Bryndís Gísladóttir Elísabet Hermundardóttir Jón Sigþór Jónsson Jökull Hrannar Björnsson Lovísa Björk Júlíusdóttir Lovísa G. Ásgeirsdóttir Marzena Dziduch Sigrún Gísladóttir Skúli Brynjólfsson Vala Valsdóttir 30 ára Ágúst Líndal Ágústsson Birna Dögg Magnúsdóttir Gísli Ármannsson Guðmundur Ö. Jóhanns- son Gunnar Sigurðsson Kristján Örn Þrastarson Róbert Aron Pálmason Sunnudagur 90 ára Guðríður Ársælsdóttir Jón Ólafsson 85 ára Símon Símonarson Valdís Blöndal 75 ára Áskell Jónasson Gunnar Gunnarsson Haraldur Henrysson Jón Rafn Sigurjónsson 70 ára Anna Lilja Kjartansdóttir Ásmundur Kjartansson Benth U. Behrend Hjörleifur Herbertsson Ingólfur Örn Herbertsson Júlíus Ingvarsson 60 ára Alda Svanhildur Gísladótt- ir Edda Kristjánsdóttir Guðjón Bjarki Sverrisson Haraldur Magnússon Hlöðver Ólafur Ólafsson Ingibjörg Ólafsdóttir Kristrún Þóra Clausen Nora Valdís Mangubat Ruben Fannar de Sousa Skúli Eggert Þórðarson 50 ára Bogi Hjálmtýsson Gunnar Vagnsson Hildur Kristjánsdóttir Jónas Yngvi Ásgrímsson Jósteinn Þorgrímsson Lyubov Kurstak Nína María Reynisdóttir Shirin Erla Naimy Sigríður Kr. Valdemarsdóttir Sigrún M. Gunnarsdóttir Sigurbjörg Haraldsdóttir Steinunn Hjálmtýsdóttir Svava Kristín Ingólfsdóttir Tómas Valdimarsson Trung Van Ngo Vera Roth Þórný Guðnadóttir 40 ára Agnieszka A. Raczkiewicz Dariusz Kaminski María Sif Sævarsdóttir Rósmarý D. Sólmundardóttir Sigurður Jónas Eggerts- son Þorsteinn Hoffritz 30 ára Andri Jóhannesson Anna Szmitko Anna Tómasdóttir Ásgerður D. Stefánsdóttir Bryndís Sighvatsdóttir Christopher Michael Lo- wen Davíð Ingi Sigurðsson Elísabet Brynhildardóttir Guðrún I. Ragnarsdóttir Helgi Jónsson Iwona Swietek Jóel Ingi Sæmundsson Lukasz Kupis Margrét H. Kristjánsdóttir Margrét Ósk Magnúsdóttir Marta M. Hafsteinsdóttir Pawel Marcin Krajewski Sara Dögg Alfreðsdóttir Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kolabrautin er á 4. hæð Hörpu info@kolabrautin.is www.kolabrautin.is ELDBAKAÐIR VETRARRÉTTIR Borðapantanir í síma 519 9700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.