Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 45
MINNINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Bjarni Bjarna-son fæddist á Héðinshöfða, Tjör- nesi 16. júní 1934. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 9. febr- úar 2013. Foreldrar hans voru Hólmfríður Jónasdóttir, f. 1895, og Bjarni Stefánsson, f. 1884. Systkini Bjarna voru Ljótunn, Sigríður, Jónas, sem lést á öðru ári, Jónína og Jón- as. Eftirlifandi systir Bjarna er Bergljót. Eiginkona Bjarna er Sigrún Ingvarsdóttir, eiga þau tvær dætur, Erlu og Katý. Erla er gift Kjartani Traustasyni, dætur þeirra eru Kristín og Arney. Sonur Katýar er Guð- mundur Bjarni Harðarson. Útför Bjarna fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 16. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 11. Elsku besti pabbi. Ættingja veljum við okkur ekki, en ég var svo heppin að fá að velja þig sem pabba. Minningarnar streyma fram og allt í umhverfinu minnir á þig. Ég var 4 ára þegar ég kom í Héðinshöfða og Katý á þriðja ári. Ég man að hún kallaði „manninn“ sem þarna bjó, strax pabba. Ég taldi mig þó nokkuð fullorðna, enda stóra systir og fannst þetta pínu skrítið. En það leið ekki á löngu þar til ég var líka farin að kalla „manninn“ pabba. Að flytja í Héðinshöfða er með því besta sem mig hefur hent. Ásamt því að það voru algjör for- réttindi að alast þar upp og bý ég að því enn í dag. Pabbi hafði ótak- markaðan tíma og endalausa þol- inmæði. Úti í náttúrunni leið hon- um vel og það miðaðist svo margt við náttúruna. Pabbi gat nánast sagt mér hvaða dag berin yrðu orðin nógu þroskuð til að tína þau þegar við vorum búin að skoða sætukoppana. Það þyrfti bara að koma dálítil rigning og svo þyrfti sólin að skína líka. Og hvenær mætti fara að tína kríuegg og það var nánast alltaf á sama tíma seinnipartinn í maí. Lundey var uppáhaldsstaður, en lundavertíðin var oft á tíðum að mér fannst óþarflega löng. En í minningunni er þetta einn af skemmtilegustu tímunum. Á sumrin fórum við í margar útilegur og fyrsta útilega sumars- ins var oft í kringum afmælisdag- inn hans. Pabbi var besti veður- fræðingurinn og stundum ekki sammála því sem veðurfréttirnar sögðu. Hann las í skýin, sjóinn, vindáttina og svo var vel fylgst með loftvoginni. Á kvöldin tókum við svo skeytin saman. Eftir að ég varð fullorðin og var að ferðast á milli staða, þá spurði ég hann oft hvernig spáin væri. Hann svaraði: „Ja, ef þú ferð strax af stað þá verður þú komin áður en hann brestur á … eða vertu komin til baka seinnipartinn, það á að versna þegar líður á kvöldið.“ Kjarri kom í fjölskylduna og við hófum okkar búskap. Pabba fannst það skrýtið, því í hans huga var ég bara enn litla stelpan hans. Svo komu afastelpurnar, Kristín fæddist í júní og pabbi að sjálf- sögðu spenntur að sjá erfingjann. Biðin var löng og gat pabbi gleymt sér við að hýsa lambfé þar sem ið- andi stórhríð var. Okkur báðum fannst það óþarfi að náttúran byði upp á slíkt veðurfar í júní. Svo fæddist Arney og þá var pabbi orðinn þó nokkur reynslubolti í að fagna erfingjum, enda barnabörn- in þá orðin tvö. Orðaforði stelpnanna var stundum svolítið gamaldags, eftir að hafa verið að spjalla við afa sinn, sem ég hafði gaman af. Mörgum af þeirra vinum fannst þær tala skringilega. En það er ef- laust svipað og pabba fannst krakkar tala í dag. Hann skildi nú ekki almennilega allt sem þau sögðu. Endalaust gat afi leikið við þær og voru þær fljótar að finna að afi var alltaf til staðar fyrir þær. Tíminn sem við áttum með pabba var ómetanlegur og ég á endalaus- ar minningar sem ég mun ætíð geyma. Elsku pabbi, kveðjustundin er erfið. En ég veit að þú ert kominn á góðan stað og þér líður vel. Hafðu þakkir fyrir allt. Þín Erla. Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi minn vegir okkar skiljast núna, við sjáumst ekki um sinn. En minning þín hún lifir í hjörtum okkar hér því hamingjuna áttum við með þér. Þökkum kærleika og elsku, þökkum virðingu og trú þökkum allt sem af þér gafstu, okkar ástir áttir þú. Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góðleg var þín lund og gaman var að koma á þinn fund. Með englum Guðs nú leikur þú og lítur okkar til nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það ég skil. Og þegar geislar sólar um gluggann skína inn þá gleður okkur minning þín, elsku pabbi minn. Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á braut gleði og gæfa okkar fylgdi með þig sem förunaut. Og ferðirnar sem fórum við um landið út og inn er fjársjóðurinn okkar pabbi minn. (Denver/Guðrún Sigurbjörnsdóttir) Elsku pabbi takk fyrir allt. Þín dóttir Katý. Elsku afi minn, þú varst alltaf svo góður við mig og það var gott að vera í sveitinni hjá þér. Við gerðum margt skemmtilegt sam- an. Það var gaman að fara með þér að veiða fiska í fjörunni og fara á sandinn að keyra. Þú fórst líka með mig í gryfjuna og við lékum okkur þar. Við spiluðum ótukt og skák svo mátti ég líka drekka kaffi hjá þér. Ég sakna þín og gleymi þér aldrei. Þinn afastrákur Guðmundur Bjarni. Elsku afi minn. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn frá okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi og alltaf til í að gera allt með mér og krökkunum. Ég man sérstak- lega vel eftir því þegar við fórum saman út á sjó að róa á bátnum þínum. Við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt þegar við vorum saman. Ég náði oft að „dobla“ þig eins og amma orðar það til að fara út í bæ og kaupa eitthvað gott, við enduðum samt alltaf á kandís. Okkur fannst hann svo góður manstu. Þegar amma var með blóma- búðina fannst mér alltaf svo spennandi að skera þyrnana af blómunum með þér, setja áburð og gera þau tilbúin til þess að láta ömmu selja þau. Það var orðin hefð hjá okkur að fara með blóma- sendingar heim til fólks. Sérstak- lega er mér það minnisstætt einn aðfangadaginn þegar við vorum að keyra út sendingar að bíllinn bil- aði. Aldrei hafði ég heyrt einn mann blóta svona mikið og hvað þá á aðfangadag. Ég á svo margar góðar minn- ingar um allt sem við gerðum sam- an og ég mun geyma þær í hjarta mínu alla mína tíð. Ég gæti skrifað svo miklu meira um það allt en ég veit að það fer að koma að kveðju- stund. Seinustu dagana þína kom ég oft í heimsókn og sagði þér frá leikritinu sem 10. bekkur er að fara að frumsýna. Þú sagðir að þá yrðirðu kominn heim því þú vildir ekki missa af því. Og ef þú yrðir ekki nógu hress ætti ég að fresta því smá svo þú gætir séð leikritið. Því miður get ég það ekki núna. En það verður frátekið sæti fyrir þig svo þú sérð mig leika en ég mun ekki sjá þig. Ég mun samt finna fyrir þér því ég veit að þú munt koma. En nú er víst komið að þeirri stund sem ég kveið mest fyrir þegar ég byrjaði að skrifa. Kveðjustund. Elsku afi minn, orð fá ekki lýst hversu glöð og þakklát ég er fyrir allar stundirnar okkar. Ég elska þig núna og elska þig allt- af. Þín Kristín. Elsku afi. „Eigum við að slást?“ Þetta sagðir þú alltaf við mig þegar ég kom í sveitina. Nú er enginn afi til að slást við og yfirleitt hafðir þú vinninginn. En ég var farin að vinna í þig ótukt, skemmtilega spilinu sem þú kenndir mér. Marg- ar góðar minningar á ég sem ég ætla að geyma hjá mér. T.d. þegar við fórum í berjamó, út á sand eða á rúntinn. Vonandi líður þér vel núna, því þér fannst leiðinlegt á sjúkrahúsinu. Ég sakna þín og mun alltaf sakna þín svo mikið elsku afi minn. Það er tómlegt í sveitinni að hafa þig ekki þar. Takk fyrir allar góðu stundirn- ar. Ég elska þig. Þín afastelpa, Arney. Bjarni Bjarnason Þakka fyrir allar okkar kæru sam- verustundir elsku amma. Þú hefur upplifað svo margt á þinni löngu ævi amma mín og fyrir mér ert þú algjör hetja. Þú fæddist á moldargólfi í gamla torfbænum á Rauðsgili, fæddir og ólst upp átta börn, hugsaðir um heimilið ásamt því að vera útivinnandi á seinni ár- unum. Jafnvel í fyrrasumar varstu enn á fullu að stússa og breyta til í fallega garðinum hjá þér. Ég á svo margar fallegar æskuminningar frá samveru okkar sem ég á eftir að minnast alla mína tíð. Við frændsystkinin vorum svo heppin að fá að breyta stofunni þinni á loftinu á Hrísó í einstaklega skemmtilegt leikherbergi. Einnig fannst mér svo gaman þegar við systkinin fengum að fara með þér og afa upp að Rauðsgili, fyrir utan að ég var svo sjóveik á Akraborg- inni og okkur leiddist svo hvað afi keyrði hægt á gamla rúbb- anum. Í seinni tíð hafði ég gam- an af því að koma ein í heim- sókn til þín þar sem við spjölluðum um sameiginleg áhugamál eins og garðyrkju, ís- lenska náttúru, saumaskap, mat- argerð og bakstur. Skemmtileg- ast fannst mér þó þegar ég yfirheyrði þig af miklum áhuga um búskapinn á Rauðsgili og var að spyrja þig út í hvernig lífshættirnir voru hérna áður fyrr. Ég á enn efir að spyrja þig út í svo margt amma mín, en það verður bara að bíða til ann- ars tíma. Þú varst sterk kona, alltaf til staðar fyrir stóru fjölskylduna og stjanaðir alltof mikið við okk- ur sem ég met mjög mikils. Ég er þér afar þakklát og fyrir mér var það mikill heiður að sú til- viljun réð að ég var þér við hlið Kristín Guðbjörnsdóttir ✝ Kristín Guð-björnsdóttir fæddist á Rauðsgili í Hálsasveit 28.3. 1929. Hún lést 5. febr. síðastliðinn. Útför Kristínar fór fram 15. febr- úar 2013. þegar þú fórst frá okkur. Svo friðsæl og falleg amma mín. Elska þig. Blessuð sé minn- ing þín, Ágústa. Ég kveð hana ömmu mína með söknuði en gleðst samt yfir öllum þeim góðu minningum sem ég á um hana. Ég átti margar góðar stundir hjá henni á Hrísateign- um í gegnum tíðina. Hún tók ávallt vel á móti okkur barna- börnunum og seinna börnum okkar. Þeim þótti ofurvænt um hana ömmu Stínu sína og köst- uðu iðulega höndunum um háls- inn á henni í kveðjuskyni og knúsuðu fast. Hún amma var jafnlynd og skipti sjaldan skapi og hafði sterka og góða nærveru. Hún var traust eins og klettur og frá henni stafaði mikil rósemd. Þessi aðdáunarverði eiginleiki reyndist mér einstaklega vel þegar hann Dagur var lítill en hann tengdist (lang)ömmu sinni sterkum böndum enda bjuggum við hjá henni fyrstu árin í lífi hans. Amma var ráðagóð og hafði sérstakt lag á því að sjá hlutina í stærra samhengi. Hún hafði mikinn áhuga á heimspeki og sálfræðilegum málefnum hvers konar og las mikið um efnið, sérstaklega á seinni árum. Hún var einstaklega gjafmild hún amma og góð fyrirmynd. Hún var ekki mikið fyrir að vera í sviðsljósinu, kvartaði aldrei eða barmaði sér og var alltaf að hugsa um aðra. Hún bauð ávallt upp á eitthvað gott með kaffinu og fannst gaman að vera um- kringd fólkinu sínu og var sjald- an ein. Ekki kom annað til greina en að koma við á Hrísat- eignum á leiðinni úr sundi eða miðbænum og verður mikill missir að þessari góðu venju. Elsku amma, ég kveð þig nú með trega en jafnframt með þakklæti yfir að hafa átt þig að öll þessi ár. Brynja. ✝ Egill SchevingArnarson fæddist í Neskaup- stað 31. maí árið 1967. Hann lést 23. janúar sl. Hann var sonur Sigrúnar Mar- grétar Sigmars- dóttur, f. 29. janúar 1935, og Arnar Scheving, f. 8. mars 1933. Systkini: Hilmir Sigþór Hálfdánarson, f. 6. júní 1955, Sigrún Halldórs- dóttir, f. 13. september 1957, Guðrún Hanna Scheving, f. 19. febrúar 1959, Sigmar Arnarson Scheving, f. 22. maí 1963, og Brynja Arnardóttir Scheving, f. 5. febrúar 1966. Eiginkona Egils er Laufey Þórðardóttir, f. 26. september 1969. Foreldrar hennar eru Þórður Jóhannsson og Steinunn Þorsteinsdóttir. Egill var yngst- ur af sex systkinum og ólst upp í Neskaupstað til sex ára aldurs en þá fluttist fjöl- skyldan í Kópavog. Hann hóf sína skólagöngu í Kópa- vogi en lauk gagn- fræðaprófi frá Langholtsskóla í Reykjavík. Egill vann ýmis störf en var þó lengst af hjá Vörubrettum í Hafnarfirði áður en hann hóf störf sem vímuefna- og áfengisráðagjafi hjá SÁÁ og þar starfaði hann um árabil. Egill lagði stund á fé- lagsráðgjöf í Ástralíu og útskrif- aðist með fyrstu einkunn – MSW frá Flinders University. Í um tíu ár starfaði hann hjá Hjálpræð- ishernum þar í landi, fyrst sem stuðningsfulltrúi og var svo ráð- inn sem yfirráðgjafi. Lá starfs- svið hans einkum í meðferð- arvinnu með heimilislausu fólki með geð- og fíkniefnavanda. Jarðarför Egils fór fram 13. febrúar 2013. Egill vinur minn og æskufélagi er látinn langt um aldur fram. Hann átti eftir að gera svo mikið. Hann átti eftir að koma heim til Íslands. Við áttum eftir að faðm- ast og tala meira saman og njóta vinskaparins út ævina en hann lést í Tasmaníu óvænt 23. janúar sl. Við Sólveig vorum farin að hlakka til þessara stunda með Agli, endurfundanna. Dagur son- ur okkar heldur enn upp á kóa- labangsann sem Egill gaf honum fyrir átta árum þegar þau Laufey komu heim til okkar. Það voru góðar stundir en of fáar. Egill var hjartahlýr maður og góður og traustur vinur. Við deildum unglingsárunum saman og alveg fram að því er hann fluttist út með Laufeyju eigin- konu sinni árið 1998, aðeins stuttu eftir að sonur okkar Sól- veigar fæddist. Egill kallaði alltaf son minn kútinn sinn í samtölum okkar. Honum fannst hann eiga svolítið í honum. Við Egill vorum þannig vinir, eins og sumir kalla það „samlokur“, fram að því að þau hjónin fóru til Ástralíu á vit ævintýranna. Egill var hrifinn af ævintýrum og þau Laufey sameinuðust í því að láta drauma sína rætast með því að flytjast til þessarar fjar- lægu heimsálfu, ung og ástfangin til að hefja nýtt líf. Egill starfaði með fötluðum og síðar langt gengnum alkóhólistum og fíkni- efnaneytendum og þar fann hann sína köllum. Það er sárt að sjá á eftir vinum sínum inn í heim alkóhólismans. Margir okkar enda sína ævi í þeim heimi. Bjargarlausir og samt svo vissir um að þeir ráði ferðinni. Aðstandendur og fag- fólk nær ekki til þeirra. Enginn. Við erum vanmáttug. Þannig fer fyrir okkur ölkunum þegar sjúk- dómurinn alkóhólismi nær yfir- höndinni. En alltaf er von og við höldum í hana og ég var farinn að hlakka til að sjá Egil því hann var á leiðinni heim. Einhvers staðar stendur að yfir okkur ölkunum hvíli dauðadómur sem við fáum frestað einn dag í einu ef við höld- um okkur á réttri leið. Sú leið er algjör viðurkenning á sjúkdómn- um og við framkvæmum sam- kvæmt því. Það er mér í fersku minni þeg- ar Egill sótti mig úr meðferð 1988 á rauðu Volkswagen-bjöll- unni sinni með yfirfullan ösku- bakka af Prins-sígarettum. Ég var að að spá í hvar ég ætti að drepa í en stakk svo stubbnum bara beint í bunkann. Þar sem við ókum rakleiðis á fund sagði hann við mig að ég yrði að vinna pró- grammið. Þegar ég spurði hann hvað hann ætti við rétti hann mér spjald með tólf sporum og sagði: „Sko Axel, þetta er framkvæmd- arprógramm. Farðu eftir þessu.“ Það voru góð og kærleiksrík ráð sem minn elskulegi vinur gaf mér þá. Við Egill vorum samferða. Nú, tæpum 25 árum síðar, fer ég enn eftir þessum ráðum sem Eg- ill gaf mér í upphafi. Agli þótti vænt um fólk og lagði sig allan fram. Hann var góður námsmaður og hjálpaði mér við heimalærdóminn þegar við vorum yngri. Hann, öfugt við mig, gat lært á bókina; hafði sjálfsaga sem ég dáðist að. Nú er komin kveðjustund. Það er sárt að sjá á eftir ástvinum sín- um deyja langt um aldur fram. Ég minnist Egils sem lífsglaðs, góðs og hlýs manns og þótt ég vildi geta sagt honum hvað hann ætti að gera vildi hann fara sína leið en við vorum alltaf hrein- skilnir hvor við annan og ekki síst þess vegna er ekkert eftir ósagt nema kannski að segja honum aftur að ég elska hann og sakna hans. Við Sólveig Anna vottum fjöl- skyldu Egils, Laufeyju, foreldr- um, systkinum og ættingjum okkar dýpstu samúð. Axel Jón Fjeldsted, Sólveig Anna Eyjólfsdóttir og börn. Egill Scheving Arnarson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Reykjavík • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Alúð - virðing - traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU EIRÍKSDÓTTUR frá Dröngum. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3S á hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sverrir Þórðarson, Guðný Margrét Magnúsdóttir, Pétur R. Siguroddsson, Ingibjörg Magnúsdóttir, Einar Pétursson, Jón Gunnar Magnússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.