Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 11
Hundaeign Sigríður Halla Stefánsdóttir segir hlýðniþjálfun grunninn að því að njóta þess að eiga góðan hund.
Sirrý Halla er eigandi ræktunar-
nafnsins Kolgríma og vonast hún til
að ná einu, jafnvel tveimur gotum á
þessu ári. Hún segir heimilislífið við-
burðaríkt þegar tíkurnar gjóta en
börnin hennar tvö, 10 og 15 ára, eru
orðin mjög meðvituð og dugleg á
meðan hvolparnir eru heima og taka
þátt í vinnunni sem þessu fylgir. Þau
vita til dæmis að þá er ekki skyn-
samlegt að bjóða fjörugum gestum
heim. „Ég legg mikið upp úr því að
fylgja hvolpunum mínum vel eftir og
hef verið mjög heppin með mína
hvolpakaupendur sem leita óspart til
mín ef þeir þurfa á því að halda og
þeir eru líka duglegir að sýna
hundana. Ég hefði heldur aldrei get-
að unnið til verðlauna sem ræktandi
ef ég hefði ekki notið aðstoðar
þeirra.“
Hundarnir sjá um að
hreyfa eigandann
Sirrý Halla segir að það sé svo-
lítið eins og að kaupa sér lottómiða að
kaupa sér hvolp, maður veit ekkert
hvað maður fær og það kemur síðan
einfaldlega í ljós seinna hvað maður
er með margar tölur réttar.
Þegar Sirrý Halla er innt eftir
því hvernig hundaræktun og bakarís-
rekstur fari saman hlær hún og segir:
„Maðurinn minn sér nú eiginlega al-
veg um bakaríið, hann er nú líka bak-
arinn. Ég kem miklu minna nálægt
því þannig að þetta fer mjög vel sam-
an.“ Hundaræktunin er fyrst og
fremst áhugamál Sirrýjar Höllu og
segir hún mikilvægt að þeir sem hugi
að því að fá sér hund átti sig á því að
nauðsynlegt sé að einn fjölskyldu-
meðlimur sé ábyrgðaraðilinn í hunda-
haldinu. „Ég ætlast aldrei til þess að
aðrir fari út með hundana en ég af því
að þeir eru á minni ábyrgð en ég þigg
það alveg þegar maðurinn minn
býðst stundum til þess að fara út með
þá fyrir mig og sef þá aðeins lengur.
Ég er líka sófadýr en hundarnir ná
alltaf að draga mig út. Ég hjóla og
geng með þá. Ég myndi aldrei fara út
til að hreyfa mig fyrir sjálfa mig.“
Sirrý Halla er með skipulagða hreyf-
ingu fyrir hundana á hverjum degi.
Ef hún er ekki að hjóla eða ganga
með þeim er hún með þá í hlýðniþjálf-
un, lætur þá draga sig á sleða, göngu-
skíðum eða svokölluðum gullvagni
sem er hálfgerður Kleópötruvagn á
hjólum. Það er því næsta víst að
hundarnir hennar Sirrýjar Höllu fá
mjög fjölbreytta hreyfingu.
Hundarnir gera vart
við óboðna gesti
Hlýðniþjálfun eru grunnurinn
að því að njóta þess að eiga góðan
hund, segir Sirrý Halla. „Eins og til
dæmis Schäfer, þetta er stór tegund
og það eru margir hræddir við svona
hunda og því skiptir máli að vera með
hund sem kemur þegar maður kallar
á hann. Það er jafn mikil kvöð að eiga
hund sem er erfiður eins og það er
gaman að eiga vel þjálfaðan hund.“
Sirrý Halla hefur fundið fyrir for-
dómum gagnvart þýska fjárhund-
inum og segir hún það ekki bæta úr
skák að þegar fréttir berast af því að
stór hundur hafi bitið mann birtist
jafnan mynd af þýskum fjárhundi þó
að árásarhundirinn hafi verið af allt
annarri tegund. „Þetta eru einstakir
hundar. Þeir eru eins manns hundar
og mega varla af eiganda sínum sjá
og þeir eru miklir vinnuhundar, enda
eru þeir mikið notaðir sem her-
hundar og í lögreglunni. Þeir eru
mjög námfúsir og það er sérstaklega
gaman að kenna þeim.“ Sirrý Halla
áttaði sig fljótt á því að ekki væri gott
að hunsa gelt hunda sinna þá sjaldan
þeir láta í sér heyra. Þeir hafa sam-
viskusamlega látið hana vita þegar
aðkomumenn voru skyndilega komn-
ir í garðinn og voru að gera tilraun til
að stela grilli, eins létu þeir í sér
heyra þegar þjófavarnakerfi ná-
grannanna fór í gang í næsta húsi.
„Bæði ég og krakkarnir mínir finnum
fyrir miklu öryggi að hafa hundana í
húsinu. Ég held að ég geti ekki hugs-
að mér líf án hunds nú þegar ég er
búin að kynnast því.“
Frekari upplýsingar um Kolgrímu-
ræktun má finna á kolgrima.is
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Seðlabanki Íslands
Gjaldeyrisútboð
Seðlabanki Íslands mun halda þrjú gjaldeyrisútboð 19. mars 2013. Útboðin þrjú eru liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum,
samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011 (http://sedlabanki.is/afnam) og skilmála Seðlabanka
Íslands um gjaldeyrisviðskipti samkvæmt fjárfestingarleið að losun gjaldeyrishafta frá 18. nóvember 2011 með síðari breytingum
(http://sedlabanki.is/fjarfesting).
Útboð í fjárfestingarleið
-
marksfjárhæð til þátttöku í útboðshluta fjárfestingarleiðarinnar eru EUR 25.000. Fjármálafyrirtæki sem gert hafa samstarfssamning
við Seðlabanka Íslands um milligöngu munu annast framlagningu umsókna um fyrirhugaða þátttöku fjárfesta í útboðinu samkvæmt
fjárfestingarleiðinni. Það útboð er opið fjárfestum sem hafa fengið samþykkta umsókn um þátttöku í fjárfestingarleið. Frestur til að
skila inn umsóknum rennur út í dagslok 27. febrúar n.k.
Útboð í ríkisverðbréfaleið
! "#$ %% &%'( )*
+, í ríkisverðbréfaleiðinni eru EUR 10.000. Tilteknir aðalmiðlarar á skuldabréfamarkaði hafa milligöngu um viðskipti í útboðinu gegn
greiðslu í ríkisverðbréfum.
Útboð um kaup á krónum gegn greiðslu í erlendum gjaldeyri
Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum frá aðilum sem vilja selja íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Við-
skiptabönkum er boðið að hafa milligöngu um viðskiptin um kaup á íslenskum krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.
Seðlabankinn áskilur sér rétt til að takmarka heildar viðskiptamagn með hliðsjón af áhrifum útboðanna á lausafjárstöðu fjármálafyrir-
tækja. Endanleg útboðsfjárhæð ræðst af þátttöku. Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á
sama verði (e. single price). Uppgjör viðskipta í útboðunum þremur verður 3 dögum eftir að útboði lýkur. Tilboðum skal skilað eigi
(- '&(% .
*
/! +
/!
0!
!
,
1
!
)
) 233
is/utbod.
Stefnt er að næsta útboði 30. apríl 2013.
Nánari upplýsingar veita milligönguaðilar, aðalmiðlarar og viðskiptabankar.
Nú er aldeilis tilvalið að fá góða útrás
og líkamsrækt með því að dansa dug-
lega í dag laugardag kl 12.30, en þá
ætlar zumbadanskennarinn Kamilla
Alfreðsdóttir að standa fyrir zumba-
dansfjöri í sal PoleSport, Skipholti
23. Þessi fjörugi zumbatími er liður í
fjáröflunarstarfsemi sem hún og
nokkrar vinkonur hennar á þriðja ári í
hjúkrunarfræði standa fyrir, en þær
eru allar á leið til Kambódíu til að
sinna þar sjálfboðastörfum á spítala í
sumar. Það kostar helling að fara til
Asíu til slíkra starfa og því rennur all-
ur ágóði af zumbatímanum óskiptur í
ferðasjóð. Það kostar 1.000 kr. inn í
zumbatímann, húsið opnað kl. 12 en
fjörið hefst 12:30. Fyrir þá sem hafa
áhuga er þetta kjörið tækifæri til að
prófa súlutrikk í sal PoleSport.
Endilega …
… skellið ykkur í zumbatíma og
styrkið í leiðinni hjálparstarf
Morgunblaðið/Golli
Sjálfboðaliðar Standandi frá vinstri: Kamilla, Telma, Þórunn og Lára. Sitjandi:
Melkorka, Sigrún og Hafdís. Allar á þriðja ári í hjúkrun við Háskóla Íslands.
Bingó Lions-
klúbbsins Týs
Til styrktar einhverfum
Bingó Lionsklúbbsins Týs verður
haldið í dag í Vinabæ (Gamla Tóna-
bíó). Húsið verður opnað kl. 14 en
bingóið byrjar kl. 15. Spilaðar verða
allt að 15 umferðir og margir góðir
vinningar verða í boði. Allur ágóði
rennur til styrktar einhverfum.
Gott er að hafa með penna, mjótt
túss eða blýant til að merkja tölurnar
sem koma upp.
Bingó Alltaf gaman.