Morgunblaðið - 16.02.2013, Side 33
UMRÆÐAN 33Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar
Við bjóðum velkomna ítalska hönnun
Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar.
Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi.
Staður þar sem fólki líður vel.
Tilboð
3. sæta L. 217cm199.000,-
2. sæta L.177cm189.000,-
Kollur 42.000,-
Grein sem ég ritaði í þetta blað 15.
jan. sl. undir fyrirsögninni Einstæð-
ingar hefur vakið eftirtekt og hafa
margir sýnt þessu máli áhuga og lát-
ið í sér heyra.
Nokkrir hafa
spurt mig hvern-
ig ég hugsi mér
framkvæmd hug-
myndar minnar
varðandi vanda-
mál þessa gamla
fólks. Svar mitt
er einfalt, og það
er að stjórnvöld
skipi umboðs-
mann ellilífeyr-
isþega nú þegar. Það er til skammar
og vítavert fyrir stjórnvöld að hafa
ekki fyrir löngu séð sóma sinn í því
að skipa slíkan mann.
Það er til umboðsmaður barna,
umboðsmaður öryrkja, umboðs-
maður skuldara og jafnvel er til um-
boðsmaður Alþingis, en það er eng-
inn umboðsmaður aldraðra. Ég held
að fáir ef nokkrir séu meira þurfandi
fyrir slíkan aðila.
Barneignum fækkar en öldruðum
fjölgar og foreldrar eru lögskipaðir
umboðsmenn barna, en gamalt fólk
hefur enga lögskipaða „foreldra“,
eins og gefur að skilja, þó allir viti að
tvisvar verður gamall maður barn.
Ég ætla ekki að tíunda skyldur
umboðsmanns aldraða umfram það,
sem liggur í augum uppi, þ.e. gæta
hags þeirra og réttinda í hvívetna.
Að gæta hags einhverra er meira
en að fylgjast með lögbundnum rétt-
indum þeirra og þar kem ég að þeim
hluta hugmyndar minnar er snertir
ótta, einmanakennd og öryggisleysi
eldra fólks.
Ég veit um atvik þar sem sambúð
tveggja einstaklinga, karls og konu
bæði vel yfir sjötugt, gjörbreytti lífi
þeirra beggja. Þau ráku eitt heimili í
stað tveggja með þeirri hagræðingu
sem því fylgir, og það sem mest er
um vert, öryggisleysi, hræðsla og
einmanakennd hvarf í stöðugri ná-
vist annarrar mannveru.
Önnur athygliverð hlið á þessari
hugmynd snýr að opinberri þjón-
ustu.
Þar má nefna margskonar sparn-
að. Það er helmingi dýrara að þjón-
usta tvo staði en einn. Það fækkar
um tvo á biðlistum um dvöl á op-
inberum stofnunum og margt fleira
mætti nefna, sem ég nenni ekki að tí-
unda frekar.
Það er staðreynd að fjöldi eldri
einstæðinga hefur ákveðið að yf-
irgefa heimili sitt af fyrrgreindum
ástæðum, ef þeir komast í sambýli á
dvalarheimili fyrir gamalt fólk.
Þetta sanna langir biðlistar þessa
fólks um allt land sem lengist með
fjölgun eldra fólks og vandamálið
leysist ekki í bráð eins og ástandið
er í þjóðfélaginu í dag.
Mitt mat er það, og ég tel það til-
raunarinnar virði, að kannað verði
meðal fólks á þessum biðlistum,
hvort einhverjir í þeim hópi væru til-
búnir að reyna að finna félaga í ein-
hverskonar sambúð.
Ein af þeim skyldum sem umboðs-
maður ellilífeyrisþega ætti að hafa
væri að kanna og aðstoða það fólk
sem hefur ákveðið að yfirgefa heim-
ili sín og komast í einhverja sambúð
með öðru eldra fólki.
Því er það réttmæt og skýlaus
krafa að stjórnvöld skipi nú þegar
umboðsmann fyrir ellilífeyrisþega.
HAFSTEINN
SIGURBJÖRNSSON,
Akranesi.
Aldraðir einstæðingar
Frá Hafsteini Sigurbjörnssyni
Hafsteinn
Sigurbjörnsson
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga