Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Magnús Hall-dór Gíslason fæddist á Frosta- stöðum í Blöndu- hlíð 23. mars 1918. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki 3. febrúar 2013. Magnús var elst- ur ellefu systkina sem upp komust, níu bræðra og tveggja systra. Foreldrar hans voru Gísli Magnússon og Guð- rún Þ. Sveinsdóttir. Fimm ára gamall fluttist Magnús með for- eldrum sínum að Eyhildarholti í Hegranesi og átti þar heima uns hann hóf sjálfur búskap. Magn- ús stundaði nám við Bændaskól- ann á Hólum, Héraðsskólann á Laugarvatni og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi og þaðan útskrifaðist hann í fyrsta árgangi skólans 1941. Magnús kvæntist árið 1946 Jóhönnu Þórarinsdóttur frá Ríp í Hegranesi. Foreldrar hennar voru Þórarinn Jóhannsson og Ólöf Guðmundsdóttir, búendur á Ríp. Sama ár hóf hann búskap á Frostastöðum og bjó þar fé- lagsbúi með þremur bræðrum gift Gísla Salómonssyni bygg- ingameistara og eiga þau tvö börn. Búa á Húsavík. Magnús gekk ungur í Fram- sóknarflokkinn og starfaði þar í áratugi. Hann sat í miðstjórn SUF og síðar í miðstjórn Fram- sóknarflokksins. Hann var for- maður FUF í Skagafirði og síð- ar formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar. Blaðamaður á Tímanum 1958-61 og sinnti þar pólitískum skrifum ekki síður en almennum fréttum. Hann var varaþingmaður fyrir Fram- sóknarflokkinn 1967-71 og sat á þingi um skeið. Magnús sinnti líka fræðslustörfum og erind- rekstri á hennar vegum bæði utan héraðs og innan. Hernáms- andstæðingur var hann alla tíð og virkur í þeirri sveit. Hann sat í hreppsnefnd Akrahrepps í átta ár, í stjórn Ungmenna- sambands Skagafjarðar, Karla- kórsins Heimis, Hestamanna- félagsins Stíganda og fleiri félögum utan héraðs og innan. Magnús var félagi í Karlakórn- um Heimi í áratugi og þegar Karlakórinn Feykir starfaði á sjöunda áratugnum söng hann með báðum kórum ásamt því að hann stjórnaði Feyki í rúmt ár þegar kórinn vantaði söng- stjóra. Magnús verður kvaddur frá Sauðárkrókskirkju laugardag- inn 16. febrúar 2013 og hefst at- höfnin kl. 13.00. Jarðsett verður á Flugumýri. sínum þar til sonur hans tók við 1977. Þá fluttust þau hjón til Reykjavík- ur þar sem Magnús hóf blaðamanns- starf hjá Þjóðvilj- anum og því starfi gegndi hann til 1988 er hann varð sjötugur. Sex árum síðar fluttust þau hjón norður í Frostastaði og þar er Jóhanna enn til heimilis. Magnús og Jóhanna eign- uðust fjögur börn. Þau eru: 1) Gísli, f. 1946, kennari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, sam- býliskona hans er Ólöf S. Arn- grímsdóttir kennari og eiga þau einn son. Búa í Reykjavík. 2) Þórarinn, bóndi á Frostastöð- um, f. 1949, kvæntur Söru Reg- ínu Valdimarsdóttur kennara og eiga þau fimm dætur en Sara á auk þess son. 3) Ólafur, f. 1951, vélvirki, starfsmaður hjá Ístex í Mosfellsbæ, kvæntur Sigurlínu Snjólaugu Alexand- ersdóttur, hún starfar hjá dag- vistun barna, og eiga þau þrjá syni. Búsett í Kópavogi. 4) Guð- rún Kristín, f. 1953, læknaritari, Elsku afi minn. Alveg síðan að ég man eftir mér hef ég búið í næsta húsi við þig. Þú og amma hafið alltaf verið einn af föstu punktunum í tilverunni, sem mað- ur man ekki alltaf eftir að meta að verðleikum, en erfitt er að vera án. Þú skiptir mig svo miklu máli, þið amma hafið alltaf skipt mig máli. Við höfum eytt svo miklum tíma saman og þú varst alltaf þarna. En þrátt fyrir það finnst mér ég ekki þekkja þig neitt sérstaklega vel. Við skildum hvort annað frekar takmarkað. Við höfðum ekki sama húmorinn og við vorum alls ekki alltaf sammála um hlutina. En svona er lífið, fólk er ólíkt. Ég veit að okkur þótti samt vænt hvoru um annað. Núna vildi ég að ég vissi meira um þig. Ég vildi að ég hefði spjallað oftar við þig. Að ég hefði spurt þig fleiri spurninga, um þig og lífið. Spurt þig hvað þér fyndist um hlutina. Það er svo létt að vera vitur eft- ir á. En elsku afi minn, þú varst svo mikið. Svo stór hluti af lífinu. Við spjölluðum kannski ekkert mikið en í staðinn sátum við tímunum saman við eldhúsborðið. Ég las í bók og þú last blöðin eða páraðir niður í dagbókina. Ég teiknaði dúkkulísur við hljóðið frá ritvél- inni þinni sem ómaði allan liðlang- an daginn í litlu íbúðinni ykkar ömmu. Ég hef alltaf getað knúsað þig gleðileg jól því við höfum alltaf haldið upp á jólin með ykkur. Og nú eftir að ég flutti að heiman og kom heim í heimsókn heilsaðir þú og kvaddir mig alltaf með því að grípa fast í hönd mína, brosa og segja „við sjáumst bráðum aftur“. Það er það sem ég mun sakna mest; að sjá þig brosa og segja að við sjáumst bráðum aftur. Það gerðir þú líka þegar ég kvaddi þig um jólin. Við sjáumst bráðum aft- ur, afi minn. Mér þykir vænt um þig. Þín Brynhildur. Magnús á Frostastöðum er lát- inn. Hann var einn 12 systkina frá Eyhildarholti, barna Guðrúnar Sveinsdóttur og Gísla Magnús- sonar. Þetta var myndarlegur systkinahópur og tóku þau sér öll búsetu í Skagafirði, ber það vott um óvenjulega átthagatryggð. Gísli var héraðshöfðingi á sinni tíð, forystumaður í samtökum bænda og samvinnumanna. Hann var einn helsti foringi framsóknar- manna í Skagafirði og víðkunnur fyrir málafylgju og ritsnilld. Magnús valdist ungur til trún- aðarstarfa eins og faðir hans, enda ötull félagsmálamaður eins og hann átti kyn til. Föðurleifð Gísla í Eyhildarholti voru Frostastaðir í Blönduhlíð. Fjórir synir þeirra Eyhildarholtshjóna og fjölskyldur þeirra hófu búskap á Frostastöð- um, byggðu þar fjögurra íbúða hús og hófu stórfellda ræktun. Magnús átti stórmyndarlega og mikilhæfa konu, Jóhönnu Þórar- insdóttur frá Ríp í Hegranesi. Gestrisni var einstök á heimili þeirra og þangað var gott að koma. Margvísleg félagsmálastörf hlóðust á Magnús svo sem áður sagði og valdist hann í forystu- sveit framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi vestra. Hann var maður samhjálpar og samvinnu af einlægri hugsjón og mjög ein- dreginn hernámsandstæðingur. Magnús tók sæti á framboðslista flokksins að undangengnu próf- kjöri og sat á Alþingi sem vara- þingmaður um skeið. Í kosningun- um 1974 gekk hann í Samtök frjálslyndra og vinstrimanna og tók sæti á framboðslista þeirra. Okkur framsóknarmönnum mörgum var mjög mikil eftirsjón að honum enda var Magnús ein- stakur ágætismaður og vildi alls staðar láta gott af sér leiða. Jó- hanna og Magnús hættu búskap og fluttu til Reykjavíkur, en sonur þeirra, Þórarinn, og Sara kona hans tóku við búi þeirra á Frosta- stöðum. Magnús stundaði blaða- mennsku í Reykjavík um árabil. Vann hann aðallega hjá Þjóðvilj- anum. Hann var prýðilega ritfær og bráðgreindur og var blaðinu mikill fengur að skrifum hans. Síð- ar sneru þau hjón aftur heim í Skagafjörð. Nú er Magnús fallinn frá í hárri elli. Ég sendi Jóhönnu og afkomendum þeirra hluttekn- ingarkveðjur. Í huga mér er þakk- læti fyrir þau ár er við vorum sam- herjar á hinum pólitíska vettvangi og söknuður vegna þess að þau ár urðu ekki fleiri. Blessuð sé minn- ing Magnúsar á Frostastöðum. Páll Pétursson. Magnús á Frostastöðum var sögumaður góður, ritsnjall, mikill íslenskumaður og starfaði sem blaðamaður í Reykjavík um ára- bil. Á heimili þeirra hjóna ríkti mikil elskusemi og gestrisni og hvergi var betra að koma. Hann var stálminnugur, skrifaði dagbók um sína daga og þaðan spretta skráðar minningar hans um Húnavökuferð til Blönduóss 1944, sem teygðist fram í Blöndudal og Svartárdal áður en þeir Magnús og Steini félagi hans fóru aftur norður yfir fjall. Í þeirri grein minnist hann á heimiliskennslu Guðrúnar ömmu minnar í Finn- stungu og hún kenndi Gísla föður hans á orgel þar heima á Frosta- stöðum. Margvísleg urðu tengslin milli fjölskyldna okkar en að leið- arlokum er ljúft að minnast góðra stunda hjá þeim Jóhönnu bæði syðra og heima á Frostastöðum þangað sem þau fluttu aftur á efri árum sínum. Margir af kynslóð Magnúsar og Tungubræðra áttu sín vé í söngnum og kveðja skal Magnús með versi Jónasar Tryggvasonar söngstjóra sem hann orti fyrir Heklu, karlakóra- samband Norðlendinga: Látum drengir hljóma hátt Heklusöng á miðju vori. Tökum hverja sorg í sátt. Sjáum aðeins heiðið blátt. Svo við getum saman átt söng í hjarta, blóm í spori. … (JT) Ingi Heiðmar Jónsson. Magnús Halldór Gíslason ✝ Kristbjörn Jó-hannsson fædd- ist í Hvammi í Þist- ilfirði hinn 18. október 1926. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Nausti 6. febr- úar. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Lúther Grímsson, f. 25.10. 1894, d. 22.11. 1978, og Ólöf Arngrímsdótir, f. 3.10. 1909, d. 5.10. 1989. Kristbjörn var elstur sjö systkina; María f. 18.7. 1928, d. 3.3. 2002, Arngrímur, f. 20.5. 1930, d. 7.3. 2010; Guðrún f. 10.6. 1932, d. 9.9. 1980; Grímur Guð- björn f. 2.6. 1932, d. 21.7. 1996; Gunn- laugur Marinó f. 10.12. 1938, og Hólmfríður Kristín, f. 20.7. 1944, d. 20.8 2012. Kristbjörn starf- aði sem bóndi við bústörf í Tunguseli nær óslitið meðan starfsþrek entist og hann varð að fara á Dvalarheimilið Naust árið 2005. Kristbjörn var ógiftur og barn- laus. Útför Kristbjörns fer fram frá Þórshafnarkirkju í dag, 16. febr- úar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. Kristbjörn Jóhannsson frá Tunguseli, frændi minn og vinur, lést miðvikudaginn 6. febrúar á dvalarheimilinu Nausti á Þórs- höfn. Kristbjörn var á áttugasta og sjöunda aldursári. Ég heim- sótti Kristbjörn á Naustið þegar ég var fyrir norðan og ég man sumarið 2010 en þá þakkaði hann mér mikið fyrir minningargrein- ina sem ég skrifaði um Arngrím bróður hans, en hann lést 6. mars það ár. Í lok þakkarorðanna sagði Kristbjörn: Þú kannski skrifar svo um mig þegar ég fer? Ég lofaði honum því og þar með kvöddumst við það sumarið. Ég heimsótti hann síðastliðið haust eins og ég var vanur að gera og spjölluðum við og drukkum kaffi, þegar við kvöddumst þá tók hann þétt í höndina á mér og sagði: Ég þakka þér Jóhann svo fyrir allt okkar. Kristbjörn var bóndi allt sitt líf í Tunguseli og bóndi góður. Mínar fyrstu minningar um Kristbjörn eru frá árinu 1967, fyrsta veturinn sem foreldrar mínir bjuggu á Hall- gilsstöðum, en þá keyptu þau í Tunguseli mjólk á Hallgilsstöðum hluta af þeim vetri. Kom þá Krist- björn oftast eftir mjólkinni gang- andi með sleða í eftirdragi og brúsa bundinn á sleðanum. Kristbjörn var bóndi sem kunni á gömlu verk- færin, amboðin og að binda uppá hest. Það var gaman að hlusta á frásagnir hans frá engjaheyskapn- um með þessum frumstæðu verk- færum og einnig stóð hann yfir fénu á vetrarbeitinni. Sem ég man best eftir bjó Kristbjörn félagsbúi með Marinó bróður sínum og Bjarneyju konu hans. Kristbjörn var vinnumaður hjá Jóhannesi á Gunnarsstöðum veturinn 1946, vet- urna 1947 til 1949 er Kristbjörn á Laugaskóla. Kristbjörn fór einnig á vertíðir ásamt fleirum til Sand- gerðis 1970 til 1973 og vann mest í saltfiski. Kristbjörn tók að sér ýmis embætti fyrir sveit sína, hann var t.d. kjörinn hreppsnefndarmaður í mörg ár, forðagæslumaður í 25-30 ár og gegndi formennsku í Bún- aðarfélaginu til margra ára. Krist- björn vann líka alltaf á sláturhús- inu á Þórshöfn þar til það var aflagt 1989. Eftir að togarar fóru að landa á Þórshöfn sáu bændurn- ir um að landa úr togurunum og var Kristbjörn einn af löndunar- hópnum. Það var alltaf gaman að koma í Tungusel og á veturna fór ég oft inneftir með Arngrím í Hvammi eða Þórarin Björnsson að spila brids, en Kristbjörn var bæði góður og skemmtilegur spilamaður. Oft í þessum ferðum var rætt um pólitík og sérstaklega ef það var kosningaár. Stundum varð hávaði og hnefinn í borðið hjá Kristbirni, en hann varði sinn flokk og sína menn. Hann var allt- af framsóknarmaður og beygði aldrei útaf brautinni, hann fór oft á kjördæmisþing og aðrar sam- komur fyrir flokkinn. Kristbjörn var ekki víðförull, hann undi sér best heima við bústörfin, las bæk- ur og horfði mikið á sjónvarp. Hann skrifaði dagbók frá því hann kom heim af Laugaskóla vorið 1949 og til þess dags sem hann fluttist á dvalarheimilið Naust á Þórshöfn 2005, eða í 56 ár. Samúðarkveðjur til aðstand- enda, minningin lifir. Með kærri kveðju, Jóhann Lárusson. Kristbjörn Jóhannsson ✝ Elskuleg móðir okkar og amma, VIGDÍS SVERRISDÓTTIR frá Hvammi, Norðurárdal, lést fimmtudaginn 14. febrúar á dvalar- heimilinu Grund við Hringbraut. Útförin fer fram í Neskirkju föstudaginn 22. febrúar kl. 13.00. Anna Vigdís Jónsdóttir, Jörundur Svavar Guðmundsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Hallgrímur Þorsteinn Magnússon, Sverrir Jónsson, Erla Danfríður Kristjónsdóttir, Sigbjörn Jónsson, Valgerður Hildibrandsdóttir og ömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KNÚTUR OTTERSTEDT, Brekkugötu 36, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð þriðjudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Harriet Otterstedt, Lena Otterstedt, Kristján Otterstedt, Ólöf Margrét Eiríksdóttir, Ása Karen Otterstedt, Karl Eckner, Knútur Otterstedt, Silja Rán Andradóttir, Margrét Sesselja Otterstedt, Una Lind Otterstedt. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langa- langafi, SIGURÐUR ÞÓRARINN ODDSSON, áður til heimilis að Norðurbrún 1, lést laugardaginn 9. febrúar á hjúkrunar- heimilinu Mörk. Verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Brynhildur Sigurðardóttir, Kristín G. Sigurðardóttir, Kolbrún M. Sigurðardóttir, Gísli Hafsteinn Einarsson, Sigþrúður Sigurðardóttir, Elsa Á. Sigurðardóttir, Oddur Sigurðsson, Guðbjartur J. Sigurðsson, Sigurður Þ. Sigurðsson, Kristín H. Friðriksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamamma, amma og langamma, ÁSTA BJARNADÓTTIR frá Stað í Steingrímsfirði, til heimilis að Hólagötu 25, Njarðvík, lést að morgni miðvikudagsins 13. febrúar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Hún verður jarðsungin frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 20. febrúar kl. 13.00. Margeir B. Steinþórsson, Magnús Steingrímsson, Marta Sigvaldadóttir, Bjarni Steingrímsson, Irena Maria Motyl, Kristín Steingrímsdóttir, Árni Magnús Björnsson, Loftur Hilmar Steingrímsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarkona og kennari, Lækjarsmára 8, Kópavogi, lést á Holtsbúð, Vífilsstöðum, þriðjudaginn 12. febrúar. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag aðstandenda alzheimerssjúklinga (FAAS). Fyrir hönd aðstandenda, Hinrik Lárusson, Lárus Hinriksson, Freygerður Anna Baldursdóttir, Sigurður Hinriksson, Elsa Jenný Halldórsdóttir, Guðbjörg Hinriksdóttir, Bryndís Hinriksdóttir, Konráð Konráðsson, Sigrún Hinriksdóttir, Þórir Gíslason, Ingibjörg Hinriksdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.