Morgunblaðið - 16.02.2013, Síða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þegar gestir koma á sýningu Eir-
únar Sigurðardóttur sem verður
opnuð í Listasafni ASÍ í dag, laug-
ardag, klukkan 15, standa þeir
frammi fyrir vali. Þeir þurfa að velja
gegnum hvort tveggja „skráargata“
þeir ganga en annað ber form karls,
hitt konu.
„Þegar gestir hafa valið og farið
inn, þá komast þeir að því að þeir
verða líka að fara gegnum hitt kynið.
Undan því verður ekki vikist,“ segir
Eirún.
Sýninguna kallar hún Gæfusmið,
með vísun í að hver sé sinnar gæfu
smiður, en hún vinnur með hug-
myndir um val, mótun og samfélag,
út frá kynjafræðilegum vinkli.
Strákur eða stelpa?
„Líkami þinn er lykill að sýning-
unni, og inn í heiminn,“ segir Eirún
þar sem hún tekur á móti blaða-
manni við „skráargötin“. „Fólk fer
alltaf strax að velta því fyrir sér
hvort það sé strákur eða stelpa, eins
og það skipti einhverju höfuðmáli –
en það virðist gera það. Líkamar
karla og kvenna eru lyklar að ólíkum
heimum, þótt þeir eigi ekki að vera
það. Og fólk á ekki að þurfa að svara
spurningum um kynferði þegar það
kemur á myndlistarsýningu.“
En hér þurfum við þess.
Þegar komið er inn á neðri hæð
safnsins má í Gryfjunni sjá mynd-
bandsverk sem sýnir listakonuna
anda og á gólfinu er mold. „Mold og
andardráttur, þetta er eitt vist-
kerfi,“ segir Eirún og við lítum því
næst inn í Arinstofu. Þar er mynd-
bandsverki varpað á borð, hendur
fjögurra ólíkra manna og kvenna
sjást þar stokka spil og gefa. „Þetta
verk heitir „Spil á hendi“ og það
skiptir máli hvað þetta eru ólíkar
hendur. Við vitum ekkert um spilið
eða reglurnar, og þetta tengist
þeirri meginhugmynd sýningarinnar
að hver er sinnar gæfu smiður.
Hvaða spil hefur maður á hendi og í
hvaða samfélagi er hann að spila úr
þeim? Var það fyrir öld eða í dag?
Þetta eru allt þættir sem við getum
ekki stjórnað. Við lifum meðan við
öndum en það svo margt sem við
höfum ekki stjórn á,“ segir Eirún.
Pumpað í sandinn
Uppi í Ásmundarsal er verkið „Yf-
irborð“. Þar er búið að reisa háan
vegg úr plötum sem alla jafna eru
notaðar í steypumót við byggingar.
Yfir vegginn liggja slöngur og á end-
um þeirra eru litlar pumpur sem
gestir geta knúið, án þess að vita til
hvers. Þegar gengið er aftur fyrir
vegginn taka aðrir veggir við, úr lak-
ara mótatimbri, þar til komið er að
stórum kassa fullum af sandi, en nið-
ur í hann liggja slöngurnar.
„Það er spurning hvað hægt er að
hafa mikil áhrif með svona blæstri,“
segir Eirún og bætir við að stór hluti
af undirbúningnum fyrir sýninguna
hafi verið að finna rétta efnið. Hluti
mótatimbursins kemur frá einbýlis-
húsi í Keflavík, annað var notað við
byggingu húss við Mýrargötu, þar
sem áttu að vera glæsiíbúðir en hef-
ur verið brotið niður, og þarna eru
líka plötur frá byggingu stúd-
entagarða.
Ósýnileg mót sem hverfa ekki
„Þessi mót eru notuð til að móta
umhverfi fólks og það tengist líka
kynjapælingunum. Þegar hús eru
byggð er steypu hellt í þessi mót og
þau síðan fjarlægð en hafa áfram
áhrif. Eins er það með samfélagið,
sem mótar okkur, þau mót eru
ósýnileg en hverfa ekki,“ segir hún.
Inni á gangi er loks myndbands-
verkið „Fyrsta gerð“, með höndum
barns sem tekst á við verkefni.
Síðar á árinu gefur Eirún út bók
um sýninguna og verkefnið og fær
hún arkitekt, kynjafræðing, skáld og
listfræðing til að skrifa texta.
Eirún er einn þriggja félaga
Gjörningaklúbbsins en á síðustu ár-
um hafa þær allar sýnt einar og sér
af og til. „Við tókum okkur nú það
sem við köllum „rannsóknarleyfi“ og
ég tók til að mynda tvo kúrsa í
kynjafræði í Háskólanum. Hér má
sjá afraksturinn af mínu „rannsókn-
arleyfi“ en síðan taka við tvö mjög
spennandi verkefni með Gjörn-
ingaklúbbnum,“ segir hún.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gæfusmiður „Fólk á ekki að þurfa að svara spurningum um kynferði þegar það kemur á myndlistarsýningu,“ segir
Eirún Sigurðardóttir. Hún opnar í dag sýningu í Listasafni ASÍ og fjalla verkin um val, mótun og samfélag.
„Þeir verða líka að fara
gegnum hitt kynið“
Eirún Sigurðardóttir tekst á við spurningar um mótun
Enn lengist listinn yfir þá tónlist-
armenn og hljómsveitir sem fram
koma á hátíðinni Keflavík Music
Festival sem haldin verður 5.-9.
júní. Nú hefur enski rapparinn Ti-
nie Tempah bæst í hópinn, skv.
frétt á vef Víkurfrétta. Af öðrum
sem fram koma má nefna rapp-
arann DMX, Friðrik Dór, Skálmöld,
Steed Lord, Kiriyama Family, Pál
Óskar og Moniku, SIGN, Bloodgro-
up og Agent Fresco. Það stefnir því
í heljarinnar tónlistarveislu á
Reykjanesskaga. Tónleikar hátíð-
arinnar verða haldnir á átta stöð-
um, í Reykjaneshöllinni, Stapanum,
Keflavíkurkirkju, Center, Paddy’s,
Ránni, Manhattan og tjaldi í mið-
bænum. Hátíðina má kynna sér á
vef hennar, keflavikmusicfest-
ival.com og á Facebook.
Tempah í
Keflavík
Vinsæll Tinie Tempah á umslagi
plötu sinnar, Disc-overy.
STOFNAÐ 1987
einstakt
eitthvað alveg
Ú r v a l e i n s t a k r a m á l v e r k a o g l i s t m u n a e f t i r í s l e n s k a l i s t a m e n n | Sk ipholt 50a Sími 581 4020 | www.gal ler i l i s t . i s
VA
XTALAUS
M
ál
ve
rk
:
Æ
ja
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
VIP
WARM BODIES KL. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20
WARM BODIES VIP KL.1:30-3:40-5:50-8-10:20
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL.1:30-2-4-6
HANSEL AND GRETEL KL. 6 - 8 (10:10 3DÓTEXTUÐ)
BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10:20
PARKER KL. 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 5:40 - 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 1:30 - 3:40 - 5:50
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40
KRINGLUNNI
RIGOLETTO ÓPERA KL. 17:55
WARMBODIES KL.5:50-8-9:10(LAU)-10:20-11:20(LAU)
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 2 - 4
HANSEL AND GRETEL KL. 8 - 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 1:40 (LAU) - 2 - 4
WRECK-ITRALPH ÍSLTAL KL. 1:30 - 3:40 - 3:50 (LAU)
AGOODDAYTODIEHARD KL.5:50-8-10:10
WARM BODIES KL. 5:50 - 8 - 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 5:50 - 10:30
PARKER KL. 8 - 10:30
GANGSTER SQUAD KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 3:50 - 5:50 (SUN)
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 3:50
WRECK-IT RALPH ÍSLTAL KL. 3:50
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 3:50 (SUN)
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
WARM BODIES KL. 8
A GOOD DAY TO DIE HARD KL. 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 10:20
THE IMPOSSIBLE KL. 8
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 2 - 6
ÖSKUBUSKA Í VILLTA VESTRINU ÍSLTAL KL. 2 - 6
SAMMY 2 ÍSLTAL KL. 4
HVÍTI KÓALABJÖRNINN ÍSLTAL KL. 4
AKUREYRI
WARM BODIES KL.6-8
ÖSKUBUSKAÍVILLTAVESTRINU ÍSLTAL KL. 2 - 4
HANSEL AND GRETEL KL. 10:10
BULLET TO THE HEAD KL. 8 - 10
THE IMPOSSIBLE KL. 6
MONSTERS INC ÍSLTAL3D KL. 2
RISE OF THE GUARDIANS ÍSLTAL3D KL. 4
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
-NY OBSERVER
-ZOO
700.KR
NÝTTÚTLITÁKLASSÍSKUÆVINTÝRI
Í VILLTA VESTRINU
ÖSKUBUSKA
-VARIETY
-HOLLYWOOD REPORTER
ÞRÆLMÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ
JEREMY RENNER Í AÐALHLUTVERKI NAOMI WATTS TILNEFNDTIL ÓSKARSVERÐLAUNA
EMPIRE
EIN
FRUMLEGASTA
GAMANMYND
SEM GERÐ
HEFUR VERIÐ
FÓRBEINT ÁTOPPINN ÍUSA