Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Á jólaföstu flutti útvarpið rás 1 tón- leika alþjóðlegu frið- arsveitarinnar til minningar um stofn- andann, Sir Georg Solti György (1912- 1997). Styrjaldir og byltingar 20. aldar efldu með honum hugsjón um frið, hljóðfæraleikarar úr 40 þjóðlöndum léku í friðarsveit hans. Ósk hans var sú að stjórn- málamenn heimsins, til vinstri og hægri, hlýddu þeim hljómi. Gyðingar og sannir Ungverjar Hljómsveitarstjórinn György Solti var af kynkvísl gyðinga í Búdapest. Upprennandi tónsnill- ingur þurfti hann að flýja land undan ákvæðum nýsettra þjóðern- islaga, þá var komið undir heims- styrjöld sem Solti þreyði í Sviss. Eftir stríð tók við einstæður stjórnandaferill sinfóníuhljóm- sveita í full fimmtíu ár víða um heim. En aldrei byrjaði til heima- landsins. Samt kaus hann sér leg í ættborg sinni, þar hvílir hann við hlið tónskáldsins Béla Bartók sem lést í útlegð á lokaári stríðsins. Tíminn líður, nú verður æ ólík- legra að mannvinir og friðarsinnar af tagi þeirra Soltis og Bartóks kjósi að snúa dauðir heim til Búdapestar úr þvingaðri eða sjálf- valinni útlegð til að hvíla í ung- verskri mold. Borgin ymur af takt- föstu fótataki fánum veifandi múgs sem skanderar: „Gula stjörnu á gyðinga. Gyðingana í gasið.“ Slíkt hefir ítrekað gerst, nú síðast í kjölfar vináttulandsleiks Ung- verjalands og Ísraels í knatt- spyrnu sumarið 2012. Lögreglan aðhefst ekki, stjórnvöld biðjast ekki afsökunar. Nóbelshöfundurinn Imre Ker- tész, gyðingur sem ritaði um hel- för sína, treystir sér ekki til að búa í Búdapest lengur heldur kýs að eyða ellidögunum í Berlín. Hann hefir ánafnað þýskri stofnun skjalasafn sitt. Einn helsti formælandi stjórn- arandstöðuflokksins Jobbik á þinginu í Búdapest, Márton Gyöngyösi, krafðist þess í nóv- ember 2012 að stjórn- völd gerðu lista um alla gyðinga í op- inberu starfi. Fólki hnykkti við, á aftur að setja gyðingalög? Að vísu varð Rogán, þingflokksformaður stjórnarflokksins Fi- desz, til að taka undir mótmæli en forsætis- ráðherrann Viktor Or- bán þagði þunnu hljóði. Eru sígaunar mennskir? Á nýársnótt síðustu kom til áfloga milli hópa drukkins roma- fólks (sígauna) í smábænum Szi- gethalom skammt suður af Búda- pest. Hnífar voru á lofti og tveir náungar þjálfaðir í bardagaíþrótt- um stungnir en ekki til ólífis. Þetta varð Gábor Vona, formanni Jobbik-flokksins, tilefni til gleið- gosalegra yfirlýsinga um óþverr- ana sem ekki skirrðust við mann- dráp og boðaði að hann mundi efna til fjöldafundar í bænum með óeirðaliðssveitum sínum. Þetta var eins og við manninn mælt. Einn helsti vígamaður orðs- ins í hópi Fidesz-manna, eins kon- ar óopinber formælandi stjórn- arflokksins og náinn vinur forsætisráðherrans allt frá æsku- dögum, blaðamaðurinn Zsolt Ba- yer, brást snarlega við í ungverska fréttablaðinu og dró hvergi af sér að komast upp að hægri síðunni á Vona í því skyni að draga vind úr seglum hans: „Umtalsverður hluti sígauna er ófær um að lifa í samfélagi manna. Þeir eru skepnur og haga sér sem skepnur. Þessir sígaunar eru ófærir um nokkur þau samskipti sem mannleg geta talist. Í mesta lagi að sundurlaus hljóð brjótist fram úr dýrslegum hvoftinum, það eina sem hann skilur í sinni aumu tilveru er endurgjaldshöggið. Að umbera og skilja, það á ekki við heldur harka og hefndir.“ Það verður að segjast Ungverj- um til hróss að margir létu til sín heyra og fordæmdu blaðamanninn. Meira að segja dómsmálaráðherr- ann Navracsics kvað svona tal ól- íðandi og Bayer ætti ekki heima í flokknum Fidesz. Að vísu er ráð- herrann sá talinn standa höllum fæti og blaðafulltrúi Fidesz flýtti sér að segja að Bayer hefði ritað grein sína sem prívatpersóna en ekki sem flokksfélagi og því mundi flokkurinn ekkert aðhafast. Og forsætisráðherrann þagði sem fastast. Hann veit sem er að hann á í atkvæðakapphlaupi við Jobbik. Fidesz og ESB Í vetur var sýnd í þýsku sjón- varpi heimildamynd um Ungverja- land og spurt: Er landið lýðræð- isríki eða á leið til harðstjórnar? Blaðamaðurinn Sugárka Sielaff frá Hamborg stóð fyrir myndinni; hún virðist ungversk að uppruna ef marka má nafnið. Í kynning- artexta segir: „Í apríl 2010 vann þjóðernis- íhaldssami stjórnmálaflokkurinn Fidesz þingkosningar með dæma- lausum tveggja þriðju meirihluta. Viktor Orbán forsætisráðherra hóf að umbreyta landshögum á rót- tækan hátt. Áhrifastöður í menn- ingarmálum, stjórnsýslu og op- inberum fjölmiðlum voru mannaðar ríkisstjórnaráhang- endum. Ný stjórnarskrá og íþyngjandi fjölmiðlalög urðu ádeiluefni um alla Evrópu. Fidesz- stjórnin kyndir undir völd sín með þjóðlegum tilfinningum. Nýja stjórnarskráin skírskotar til Guðs, kórónu og föðurlands. Útlönd eru sett í óvina tölu.“ Í myndinni er að hætti ESB- trúrra Þjóðverja mjög á því hamr- að að Fidesz og forsætisráð- herrann fjandskapist út í Evrópu- sambandið en þar standi menn vörð um lýðræði þjóðanna. Að mínu viti eru það innantóm orð, Ungverjar lúta efnahagsveldi ESB, reglur þess eru lög í land- inu. Orbán stýrir flokki sínum á innlendum valdapólitískum for- sendum, hann veit að ungverskt efnahagslíf er að verulegum hluta í höndum útlendinga og honum dettur síst í hug að blaka við stöðu þeirra. Alþjóðasinnar sem svo nefna sig guma mjög af lýðræð- iselsku ESB en í reynd lætur Or- bán ekki truflast af slíku hjali við að efla sjálfan sig og flokksræði Fidesz. Gerir gælur á báða bóga. Illska og gæska með Ungverjum Höfundur heimildamyndarinnar telur að „Evrópa“ láti evrukreppu trufla sér sýn á hættuna sem álf- unni stafi af pólitískri einsleitni og öfgum meðal Ungverja. Fleiri taka nú í svipaðan streng. Á al- þjóðaminningardegi helfararinnar, 27. janúar, efndi borgarstjórn Rómaborgar og samtök gyðinga til útifundar við hringleikahúsið forna, Colosseum. Í ávarpi dagsins var ungverski Jobbik-flokkurinn fordæmdur vegna ógnandi orða og gerða gegn gyðingum. „Hví bend- um við á Ungverjaland? Vegna þess að þar fara nasistar um hömlulaust.“ Yfirborgarstjórinn Gianni Alemanno sagði í ræðu sinni að sjálfsforræði þjóða mætti ekki ganga á æðri þjóðfélagsleg gildi mannkynsins. Að kveldi minningardagsins var Colosseum myrkvað til að fylgja eftir alvöru málsins. Skáldsaga Eiríks Arnar Norð- dahls, Illska, hefir að vonum feng- ið góðar viðtökur og höfundur verðlaunaður. Hann fjallar meðal annars um það hvernig mann- vonska getur grafið um sig í hug- skoti fólks. Og leitt til skelfilegra verka. Að ýmsu breyttu mætti flytja frásögu Eiríks Arnar frá Eystrasaltinu suður til Ungverja- lands. Jafnaðarlega er þarflaust í lýðræðisþjóðfélagi að hengja vonskuna á tiltekna stjórn- málaflokka, skiptingin milli gæsku og illsku fer eftir öðrum brautum en flokkspólitík. Það er fjarri lagi að ungverski flokkurinn Fidesz eigi sér þá hugsjón að koma gyð- ingum í hel og slátra sígaunum á almannafæri. Enda flokkurinn ekki trúfélag. Öðru máli kynni að gegna um fólk sem ánetjast Job- bik. Sá flokkur hefir faðmað guð- spjall þeirra varmenna sem biðu ósigur í heimsstyrjöldinni síðari. Og þar er lýðræðið ekki í fyr- irrúmi né virðing fyrir mannhelgi. Frjálslyndir, og þar með fjöldi Fi- desz-liða, snúast öndverðir gegn rísandi öldu kynþáttahyggju því að sporin hræða. Þeir óttast hvað af því getur hlotist að sýna mann- hatri umburðarlyndi. Myndir frá Ungverjalandi Eftir Hjalta Krist- geirsson » Vaxandi kynþátta- hyggju gætir í land- inu og beinist gegn gyð- ingum og sígaunum, efnaborgurum og ves- aldarlýð. Hjalti Kristgeirsson Höfundur er eftirlaunamaður, hann var á ungum aldri við nám í Ungverjalandi. AFP Útifundur var haldinn í Búdapest 13. janúar til að mótmæla kynþátta- fordómum, aðskilnaði og hatursáróðri. Tilefnið var hatursfull skrif Bayers Zsolts um sígauna. –– Meira fyrir lesendur . Food and Fun verður haldin í Reykjavík 27. febrúar - 3. mars. Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað Food and Fun matarhátíðinni föstudaginn 22. febrúar. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 18. febrúar. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.