Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 47. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 699 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 4190 I-PAD ÁSKRIFT 4190 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. 2012 DA14 nálgast jörðina 2. Yfir 250 slasaðir eftir loftsteina… 3. Íslenskt ökuskírteini ónógt í … 4. Beckham býr vel - og dýrt - í París  Tvær af stærstu sýningum vetr- arins verða frumsýndar aðra helgi. Söngfuglinn Mary Poppins dansar á fjölum Borgarleikhússins 22. febrúar, en kvöldið eftir verður Fyrirheitna landið frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Þar er Hilmir Snær Guðnason í svo miklu burðarhlutverki að einungis eru fjór- ar síður í handriti þar sem hann er ekki fyrirferðarmesta persónan. Í hinu húsinu er það Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem fetar í fótspor Julie Andrews. Morgunblaðið/Golli Hilmir Snær í miklu burðarhlutverki  Verðlaunahátíð Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarps- verðlaunanna, fer fram í Eldborgarsal Hörpu í kvöld og verður sýnt beint frá henni á Stöð 2 frá kl. 19.30. Logi Bergmann Eiðsson kynnir. Edduverðlaunin afhent í kvöld  Hljómsveitin Retro Stefson hélt tónleika á tónlistarhátíðinni By:Larm í Osló miðvikudaginn sl. og er lofuð fyrir frammistöðu sína á norskum vef tónlistartímaritsins Gaffa, hlýtur fimm stjörnur af sex mögu- legum fyrir frammistöðu sína. Hljómsveitin kem- ur fram í Kennedy Center í Wash- ington í næstu viku á vegum Iceland Airwaves auk FM Belfast og Sóleyjar. Retro Stefson lofsungin í Gaffa FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG N og NA 8-13 m/s og yfirleitt þurrt, en A 10-15 syðst á landinu síð- degis og rigning með köflum. Hiti 0-5 stig við suðurströndina, en annars um frostmark. Á sunnudag Austan 13-20 m/s og rigning eða slydda, einkum sunnan- og suðaust- anlands, en hægari og þurrt að kalla norðantil fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig sunnantil á landinu, en hlánar smám saman fyrir norðan. Á mánudag SA 8-13 m/s og rigning með köflum, en léttir til norðanlands síðdegis. Aðeins sjö lið úr ensku úrvals- deildinni í knattspyrnu eru eftir í bikarkeppninni en sextán liða úr- slitin eru leikin um helgina. Mikil pressa er á Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Manchester City, en bikarinn er nú eini titillinn sem hans dýra lið á raunhæfa möguleika á að vinna á þessu tímabili. »2 Mikil pressa á Roberto Mancini í bikarnum Mikil körfuboltaveisla verður í Laugardalshöllinni í dag þeg- ar leikið verður til úr- slita í Poweradebikar karla og kvenna. Keflavík og Valur mæt- ast klukkan 14 í kvennaflokki en Stjarnan og Grindavík klukkan 16 í karlaflokki. Morg- unblaðið fékk Finn Frey Stef- ánsson þjálfara KR og Pétur Már Sigurðsson þjálfara KFÍ til að spá í spilin. » 3 Til tíðinda dregur í bikarnum í dag Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur dvalið við æfingar á Tenerife á Kanaríeyjum í rúma viku ásamt æf- ingahóp sínum þar sem hún býr sig undir kom- andi tímabil. „Það hefur gengið alveg ótrúlega vel og ég er búin að eiga hér alveg frábærar kas- tæfingar,“ sagði Ás- dís við Morg- unblaðið í gær en hún æfir nú undir handleiðslu Írans Terry McHugh. »1 Ásdís ánægð með æfingar á Kanaríeyjum Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Hópur skáta á aldrinum 13-15 ára tekst þessa dagana á við íslenskan vetur við Úlfljótsvatn og á Hellis- heiði. Um er að ræða verkefni á vegum Bandalags íslenskra skáta, unglingadeildar Landsbjargar og bandalags írskra skáta og er mark- miðið að þátttakendur verði færari að bjarga sér í vetrarferðum á fjöllum. Er þetta í annað skipti, sem slík vetraráskorun fer fram hér á landi. „Kjarninn í þessu hjá okkur er vetrarferða- og fjallamennska. Krakkarnir læra það sem fólk þarf að kunna í slíkum ferðum. Meðal þess við kennum er rötun, skyndi- hjálp, veðurfræði til fjalla, vinna með göngu- og siglínu og margt fleira,“ sagði Guðmundur Finn- bogason, verkefnisstjóri vetrar- áskorunarinnar. „Leiðbeinendur á staðnum halda utan um verkefnið, en svo höfum við líka fengið til okkar góða gesti. Vilborg Arna Gissurardóttir kom í heimsókn og svo fengum við kynningu frá Hundasleðafélagi Íslands og Fjalla- leiðsögumannafélagi Íslands,“ sagði Guðmundur. Mjög krefjandi dagskrá „Hugmyndin hjá okkur er að búa til mjög krefjandi verkefni. Í fyrradag fóru þátttakendurnir í 12 klukkustunda langa göngu frá Úlfljótsvatni upp á Hellisheiði. Á heiðinni er skátaskáli þar sem þau gista í tvær nætur. Alla daga vikunnar var farið í göngur og í gær var svo farið á gönguskíði í Blá- fjöllum. Landsbjörg sér fyrir bílum til að flytja þau á milli,“ sagði Guð- mundur. Þátttakendur eru bæði írskir og íslenskir, og af báðum kynjum. Guðmundur sagði að reynt hefði verið eftir fremsta megni að jafn- margir Íslendingar og Írar tækju þátt og að kynjahlutföllin yrðu sem jöfnust og það hefði tekist. Guðmundur svaraði því neitandi þegar hann var spurður hvort eitt- hvert ungmennanna hefði gefist upp á þessu verkefni. Ef einhver þreytist eða meiðist lítillega þá er honum ekið milli staða frekar en að senda viðkomandi heim. „Við reyn- um að ýta krökkunum að sínum þolmörkum og aðeins lengra svo þau sjái hvað býr í þeim og hverju þau geta áorkað ef þau leggja sig fram við að ná settum mark- miðum,“ sagði Guðmundur. Tjaldútilega um hávetur  Ungir skátar og björgunarfólk á fjöllum Siglingar Hluti af verkefnum ungmennanna er að sigla á Úlfljótsvatni en einnig læra þau skyndihjálp og rötun. Til að taka þátt í vetrar- áskoruninni þurfa umsækjendur að skila inn vandaðri og ítarlegri umsókn haustið áður en verk- efnið hefst. „Umsóknirnar eru margar mjög ítarlegar og ljóst að mikil vinna hefur verið lögð í þær. Krakkarnir þurfa að safna með- mælum og helst sýna fram á að þau hafi burði til að takast á við jafn krefjandi verkefni og þetta raunverulega er,“ sagði Guðmundur. „Hópurinn fer í langar göngur nánast upp á hvern dag og sofið er úti í tjaldi yfir nótt. Það er ekki fyrir hvern sem er að takast á við slíkt verkefni. Það er líka skemmtileg tilbreyting að mæta allt í einu umframeftirspurn í þessu starfi, sérstaklega meðal ungmenna á þessum aldri.“ Umsóknarferlið strembið ÍSLENSKIR OG ÍRSKIR DRÓTTSKÁTAR SOFA Í TJALDI Í FEBRÚAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.