Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 ✝ Aðalbjörg varfædd 8. mars 1930 í Geitafelli, en ólst upp í Ysta- hvammi í Aðaldal. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Þingeyinga 7. febr- úar 2013. For- eldrar hennar voru Guðrún Gísladóttir og Jón Gunn- laugsson. Systkini hennar voru Ásta, látin, Oddný, látin, Valgerður Ólöf, Helga, Baldur og Þórólfur. Árið 1951 giftist Aðalbjörg Sigtryggi Árnasyni og bjuggu þau á Litlu-Reykjum allan sinn búskap. Þau eignuðust fjögur börn elst er 1) Kristrún, gift Hermanni Larsen og eiga þau tvær dætur og tvö barnabörn. 2) Árnína Laufey, gift Gísla Níelssyni og eiga þau tvær dæt- ur, en fyrir átti hún einn son, Sigtrygg, sem alinn er upp á Litlu-Reykjum, hann á þrjú börn frá fyrra hjóna- bandi, sambýlis- kona hans er Svan- dís Dóra Einars- dóttir. 3) Signý, gift Garðari Vigni Sigurgeirssyni, þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn. 4) Þráinn Ómar, giftur Esther Björk, þau eiga tvo syni þrjú barnabörn og tvö stjúpbarnabörn. Aðalbjörg verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag, 16. febrúar 2013, og hefst athöfnin kl. 14. „Æ, ertu komin þarna Krist- rún mín, gott að sjá þig.“ Þannig heilsaði mamma mér ætíð þegar ég kom til vinnu eftir vaktafrí og henni þótti ég hafa verið nokkuð lengi í burtu. En nú er komið að leiðarlok- um og dagskráin á okkar lífsleið saman á enda runnin, en hver veit nema við eigum eftir að taka upp þráðinn með nýjum tímum í nýju landi. Mig langar að kveðja þig með þessum línum og þakka þér fyrir alla hjálp og þá löngu og ljúfu vegferð sem við og fjölskylda mín höfum átt saman. Takk fyrir allt. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Kristrún Sigtryggsdóttir og fjölskylda. Hlý sunnan gola leikur um gamla reyniviðartréð, sem stendur sunnan við húsið á Litlu- Reykjum og sólargeislarnir stíga dans á dökkgrænum laufblöðun- um. Út um gluggana berst ómur af söng, ég opna dyrnar og trítla inn. Við eldhúsbekkinn stendur mamma og er að baka. Á borð- inu er haugur af kanilsnúðum og vínarbrauðum og marmarakök- urnar standa þarna bústnar og ilmandi. Þetta er löngu liðin minning en samt finnst mér svo ótrúlega stutt síðan, það liggur við að mér finnist ég enn finna ilminn af bakstrinum og heyra óminn af söngnum. En árin eru á hraðferð og næsta minningar- brot sem brýst upp á yfirborðið gerist löngu eftir að ég er flutt að heiman. Nú er ég „gestur“ mamma situr í bláa stólnum og er að prjóna sokka handa Ómari og Baldri því það eru að koma göngur. Það er kveikt á sjón- varpinu en hún gefur því lítinn gaum og raular gömul lög. Í fyrstu lágt, en eftir því sem hún nær betri hraða við prjónaskap- inn hækkar söngurinn. Og fyrr en varir er ég hætt að horfa á sjónvarpið, sit bara og horfi á þessa gráhærðu fallegu konu, sem mér þykir svo undur vænt um. Á stundum sem þessum er allur viðskilnaður óhugsandi. En nú er söngurinn hljóðnaður og prjónarnir hættir að tifa, og eftir standa allar góðu minningarnar og þær getur enginn tekið frá okkur. Eftir að ég flutti að heiman var alltaf mikil tilhlökkun að koma heim, og eftir að við eign- uðumst strákana biðu þeir eftir að sumarfríið kæmi svo hægt væri að fara til ömmu og afa. Já, ég er heppin. Heppin að eiga æsku þar sem mamma var alltaf til staðar, heppin að eiga heimili fullt af gleði, hamingju, og um- hyggjusemi. Elsku mamma, við Garðar þökkum þér allar góðu og skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman og biðjum þess að á nýjum stað fáir þú að syngja og dansa jafn kát og fjörug, eins og þú varst hérna hjá okkur. Guð geymi þig. Signý og Garðar. Elsku amma. Síðustu daga hefur hugurinn leitað til gömlu góðu daganna á Litlu-Reykjum. Við litlir guttar á leiðinni í sum- arfrí í sveitina til afa og ömmu. Leiðin var löng og tilhlökkunin mikil. Hvergi var betra og skemmtilegra að vera. Hlýjan, kærleikurinn og ástin sem um- vafði Litlu-Reyki í ykkar bú- skapartíð var einstök. Veislurnar sem þú skapaðir í eldhúsinu frá morgni til kvölds voru ótrúlegar. Ömmumatur er bestur í heimi enda hefur móðir okkar haldið vel í þínar hefðir. En hvort sem þú varst að baka í eldhúsinu, prjóna í stofunni eða líta eftir gamla þínum var húmorinn aldr- ei langt undan. Þú sagðir okkur skemmtilegar sögur sem við er- um enn að hlæja að. Þú hafðir einstaklega skemmtilega frá- sagnarhæfileika og kunnir svo sannarlega að gera grín að sjálfri þér. Það var alltaf gaman að vera í kringum þig elsku amma. Þið afi bjugguð til stór- kostlegt heimili þar sem við vor- um alltaf velkomnir. Þegar við vorum komnir vildum við helst ekki fara. En aldrei var langt á milli ferða, því á Litlu-Reyki urðum við að koma eins fljótt aftur og mögulegt var. Elsku amma, á þessum tíma- mótum ylja manni allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem við eigum um þig. Takk fyrir að vera besta amma í heimi. Við biðjum góðan Guð að passa þig því nú ert þú sannkölluð drottn- ing í hárri höll. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sindri Örn Garðarsson, Árni Rúnar Garðarsson. Ég sit aftur í. Held í sitt hvort framsætið. Sit í miðjunni. Belt- islaus. Það mátti þá. Má ekki núna. Afi við stýrið. Amma líka, þannig séð. Hún stjórnaði stund- um ferðinni þótt hún sæti hægra megin. Við erum á leiðinni niður í Aðaldal, Ystahvamm. Snjó- koma, skafrenningur, ekkert stöðvaði ferðir ömmu og afa í kvöldheimsóknir til ættingja, sveitunga. Svo var setið, fyrst inni í stofu, síðan í eldhúsinu og drukkið kaffi, snætt sætabrauð. Úti snjóaði, skóf, en alltaf kom- umst við heim aftur. Amma mín var engin venjuleg amma. Mér finnst einhvern veg- inn eins og öll börn sem komu til okkar í Litlu-Reyki hafi kallað hana ömmu. Hún var hlý. Hún var hláturmild. Var. Sorgin býr í þátíðinni. Því að þurfa að skrifa í þátíð um konu sem er mér svo óskaplega mikilvæg, svo ótrú- lega kær. Stundum þröngvar líf- ið og málfræðin manni til að nota þessa óvægnu tíð. Nei, amma var ekkert venju- leg amma og engin venjuleg kona. Hún gat verið þver, al- máttugur, já. Ef amma beit eitt- hvað í sig borgaði sig varla að reyna að telja henni trú um eitt- hvað annað. Hún gat verið hvöss, „þú ert nú ljóti hálfvitinn, Diddi minn“ sagði hún stundum og þessi orð voru sögð af svo mikilli væntumþykju. Maður fann að maður var henni mikils virði. Amma gat verið tiltölulega af- dráttarlaus í skoðunum sínum á mönnum og málefnum (nú brosir einhver). Ákveðnir stjórnmála- menn voru sérstaklega ekki í náðinni. „Ef ég sæi hann myndi ég spýta í augun á honum,“ sagði hún um stjórnmálaforingja sem hún hafði ekki mikið álit á. Ég sá þetta alltaf fyrir mér, smá stressaður, af því á Íslandi hitta einhvern veginn allir alla. En ekki þau. Þótt foringinn hefði ef- laust haft gott af því. Smám saman er að renna upp fyrir manni að svolítið stór hluti af lífinu er horfinn. Núna hefur maður aðeins minningarnar um konuna sem var önnur mæðra minna. Minningar um rauða kjólinn með hvítu slaufunum sem hún saumaði á mig fyrir grímuball; hljóðið í prjónunum hennar; raulið með síðasta lagi fyrir fréttir (millirödd); kíkirinn í eldhúshillunni tilbúinn til að grípa næsta bíl sem kom suður Hverfið; kótiletturnar og brúnuðu kartöflurnar sem biðu þegar maður kom að sunnan og morgunverðurinn sem börnin mín dýrkuðu: kókosbuff og súkkulaðikaka með kremi. Í dag fylgi ég ömmu minni síðasta spölinn hérna megin. Í kringum mig fólkið sem ég elska mest. Við söknum hennar. Von- um að ferðin verði henni góð. Þökkum fyrir allt það sem hún gaf okkur. Vonandi er tekið á móti henni með kótilettum og brúnuðum kartöflum og smá kaffisopa á eftir. Sigtryggur, Svandís Dóra, Þórir, Bríet og Rebekka. Hún bauð mig velkomna á heimili sitt og varð mér traustur félagi og vinkona. Við áttum margar góðar stundir í eldhús- inu á Litlu-Reykjum þar sem ávallt voru miklar kræsingar á borðum og vel tekið á móti gest- um og gangandi. Við Didda sett- umst líka iðulega niður á slaginu sex og fengum okkur kaffisopa og einn sykurmola, oft eftir óformlega kennslustund í prjónalistinni, en hún var sér- lega lagin prjónakona. Þó að ferðum mínum til þeirra hjóna hafi fækkað héldust tengslin í gegnum börnin. Þau höfðu alltaf jafn gaman af því að fara og hitta ömmu og afa á Litlu-Reykj- um í sveitinni sem þau kölluðu sína. Didda var myndarleg kona og sterkur persónuleiki og margar góðar minningar sitja eftir úr okkar samskiptum. Ég kveð nú mína fyrrverandi tengdaömmu og ömmu barnanna minna og sendi fjölskyldunni allri mínar einlægustu samúðarkveðjur. Ég minnist – þakka allt og óska þér um eilífð góðs er héðan burt þú fer. Far vel, far vel. Þig vorsins dísir geymi og vaki blessun yfir þínum heimi. (Hulda) Inga Hanna Guðmundsdóttir. Ég kynntist Diddu og Didda sumarið 2000 þegar við Sindri vorum farin að vera saman. Þetta sumar var alveg einstak- lega skemmtilegt. Komum við í heimsókn til ykkar tvisvar yfir sumarið og kynntist ég þér Didda mín þá sérstaklega vel. Þessi tími er mér ógleymanleg- ur, þú sagðir mér frá ýmsu skemmtilegu úr sveitinni og gát- um við talað og hlegið tímunum saman. Einnig keyrðum við um sveit- ina og þú upplýstir mig um alla helstu staðina. Það er þess vegna sem þessi staður hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan. Didda hafði einstaka frásagnar- hæfileika og sagði skemmtilega frá. Það sem heillaði mig við þig var hvað þú varst hrein og bein. Talaðir skýrt og sást líka spaugi- legu hliðarnar á hlutunum. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Elsku Didda mín, takk fyrir allar góðu stundirnar og gest- risnina. Það var dásamlegt að koma til ykkar Didda á Litlu- Reyki. Nú kveð ég þig með söknuði og trega og veit að þér verður tekið fagnandi í Guðsríki. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég Didda, Signýju, Krist- rúnu, Árnínu og Ómari. Ingibjörg Einarsdóttir. Látin er heiðurskonan Didda frá Litlu-Reykjum, sem ég er búin að þekkja að góðu í 40 ár. Margs er að minnast, elsku Didda, ég geymi minningarnar hjá mér, ástarþakkir fyrir allt og allt, hvíl í friði. Við áttum hér saman svo indæla stund, sem aldrei mér hverfur úr minni, og nú ertu gengin á guðanna fund, það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Elsku Diddi, Kristrún, Árnína, Signý, Ómar og fjöl- skyldur, ég sendi ykkur mínar hlýjustu samúðarkveðjur, minn- ingin lifir. Kristjana Helgadóttir (Didda). Aðalbjörg Jónsdóttir ✝ Brynjólfur Jóns-son fæddist á Lækjarbotnum í Landsveit 26. októ- ber 1922. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands hinn 4. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Árnason, f. 20.7. 1881, d. 27.12. 1968, og Steinunn Loftsdóttir, f. 16.10. 1879, d. 20.4. 1958, bændur á Lækjarbotnum. Börn þeirra: Árni Kollin, f. 13.10. 1915, d. 21.2. 1964, Loftur Jóhann, f. Brynjólfur ólst upp á Lækjarbotnum og tók við búinu af föður sínum Jóni Árnasyni. Hann var bóndi til ársins 1983 en þá fluttist hann til Hellu. Um nokkurra ára skeið vann hann við vörubíla- akstur hjá Jóhanni Bjarnasyni frá Árbakka. Hestamennska var hans aðaláhugamál og þeg- ar hann flutti á Hellu keypti hann hesthús og var með hesta á húsi yfir vetrartímann. Á sumrin stundaði hann útreiðar á Lækjarbotnum ásamt því að fara í hestaferðir með vinum og kunningjum. Útför Brynjólfs fer fram frá Skarðskirkju í Landsveit í dag, 16. febrúar 2013, og hefst at- höfnin klukkan 14. 14.12. 1916, d. 9.4. 1983, Matthías, f. 21.9. 1918, d. 20.10. 2006, Þór- unn, f. 28.10. 1919, d. 1.6. 2003, og Geirmundur, f. 20.1. 1924, d. 21.10. 1979. Börn Jóns og fyrri konu hans, Jónínu Mar- grétar Sigurð- ardóttur, eru: Ásta, f. 13.10. 1903, d. 8.6. 1993, Sigþrúður, f. 21.2. 1908, d. 17. 8. 2007, og Jón, f. 20. ágúst 1912, d. 1. nóvember 2001. Í dag kveðjum við Billa frænda á Botnum. Hann var fæddur og uppalinn á Lækjarbotnum í Landsveit og var næstyngstur af níu systkinum. Hópurinn saman- stóð af þremur systrum og sex bræðrum og var faðir okkar Matthías eitt af systkinunum á Lækjarbotnum. Billi og systir hans Þórunn, kölluð Tóta, tóku við búinu að Lækjarbotnum af föður sínum, Jóni Árnasyni, og þar var oft mannmargt á sumr- um. Við systkinin vorum mörg sumur í sveit hjá Billa og Tótu. Fleiri börn voru þar sumarlangt og heilmikið fjör. Minnisstætt var þegar farið var í ferðir á bind- indismótið í Galtalæk um versl- unarmannahelgina, íþróttaæfing- ar og íþróttamót á Brúarlundi 17. júní og réttir og réttarböll koma upp í hugann þegar við rifjum upp tímann í sveitinni. Beljurnar sem við munum enn hvað sumar hétu, hundurinn Píla, heyskapur- inn og kvöldkaffið. Pönnukökurn- ar hennar Tótu og lambalærið á sunnudögum var einnig ógleym- anlegur hluti af sveitadvölinni. Billi var ótrúlega hress eftir aldri en ungur að árum fékk hann berkla og dvaldi á Farsótt í Reykjavík þar sem hann náði heilsu á ný. Hann var ekki mikið fyrir að ræða sín mál en hafði óbilandi áhuga á landsmálum og pólitík enda upplifði hann tímana tvenna í íslensku samfélagi. Hann var mikill hestamaður, fór gjarnan í hestaferðir, þótti vænt um skepnurnar og var hagleiks- maður. Billi hætti búskap árið 1983 þegar Guðlaugur, sem verið hafði í sveit um árabil á Lækj- arbotnum, tók við búrekstrinum. Hann og Tóta fluttu þá á Hellu en voru í miklum og góðum sam- skiptum við Guðlaug og eigin- konu hans Nínu og börnin þeirra, Þórunni og Þórhall. Billi keyrði um allt níræður maðurinn og hafði gaman af að fara í bíltúra í sveitinni sinni, þekkti þar hverja þúfu og gjarn- an fylgdu sögur hverjum stað. Honum var umhugað um heils- una, hætti að reykja á fyrsta reyklausa deginum, hætti að drekka kaffi og svo var hann dug- legur að hjóla á þrekhjólinu með- an hann var að horfa á sjónvarp- ið. Þeir voru ófáir kílómetrarnir sem hann lagði að baki á hjólinu í sjónvarpsherberginu í Nestúni á Hellu. Billi veiktist um jólin og var lagður inn á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem hann lést að morgni 4. febrúar síðastliðins. Þá eru Jónsbörn á Botnum gengin á vit feðra sinna. Hvíl í friði. Steinunn og Ísak. Þegar ég var lítil fékk ég alltaf að koma til Billa og ömmu í Nest- ún um áramótin þar sem ég horfði á teiknimyndir, var þjón- ustuð með mat og nammi eins og prinsessa. Síðan keyrði Billi mig út að brennu þar sem við gátum fylgst með brennunni og flug- eldasýningunni. Eftir mjaltir komu svo mamma og pabbi í mat að Nestúni og áramótin haldin saman. Þetta eru stundir sem ég mun geyma í hjarta mínum það sem eftir er. Við fjölskyldan héld- um í þá hefð að fara til Billa um áramótin, borðuðum góðan mat, horfðum á fréttaannálinn, skaup- ið og svo sprengdum við upp flug- elda rétt fyrir miðnætti. Við Billi deildum sameiginlegu áhugamáli, hestamennskan var okkur báðum hjartans mál. Hest- arnir hans voru ótrúlegar skepn- ur, þeir voru samheldnir og gerðu allt fyrir húsbónda sinn. Við fórum í ófá skipti í reiðtúra saman, á sumrin fórum við inn í heiði þar sem hestarnir urðu fjör- ugir og skemmtilegir á þægilegu og mjúku landinu, auðvitað var Billi með 2-4 til reiðar, sjaldnast einhesta. Hann hafði gaman af því að ríða hratt svo það var oft kapp heim á yfirferðartölti eða svifmiklu brokki, tímamet slegin jafnvel. Billi var mikill skepn- umaður og við gátum talað um hross og almennt um öll dýr þeg- ar við hittumst og hann sá alltaf það góða í hverri skepnu, það fengu öll dýr tækifæri hjá Billa. Það er undarleg tilfinning að koma í Nestún núna og það er enginn Billi sem tekur á móti manni. Sakna hans gífurlega mikið en veit að þetta var það sem hann vildi helst, að fara áður en veikindi yfirtækju hug hans. Elsku Billi, ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér og ánægð að hafa notið góðra stunda með þér og ömmu þegar hún var á lífi. Ég mun ávallt geyma minn- ingu þína í hjarta mínu og minn- ast þín á brúnum gæðingum að stinga mig af í reiðtúr. Þórunn Guðlaugsdóttir. Ég man alltaf eftir Billa sem sterkum persónuleika og manni sem stóð alltaf fast á sínu. Hann hjólaði t.d. 15-20 km að lágmarki á dag, einkum eftir að hann hætti að fara á hestbak. Það var ekkert gefið eftir og þetta finnst mér lýs- andi fyrir þrautseigju hans. Ég fékk alltaf að gista í gamla herberginu hennar ömmu þegar ég kom heim af böllum í sveitinni, og þegar ég vaknaði þá var matur kominn á borðið handa mér, þá helst kjötsúpa, bjúgu eða fiskur. Billi var duglegur við elda- mennsku í seinni tíð og ekki var slæmt að lenda hjá honum í heim- sókn á matmálstíma. Hann sat oft í sófanum og horfði á sjónvarpið þega maður kom í heimsókn eða var að leggja kapal og sagði manni frá síðustu góðu mynd sem hann hafði séð í sjónvarpinu. Honum virtist aldr- ei leiðast þótt hann væri einn í Nestúninu, hann hafði alltaf nóg fyrir stafni. Við gátum þrætt saman endalaust á léttu nótunum samt, þá helst um bíla og tæki. Billi var mikið heima á Lækj- arbotnum, hann kom oft á hest- bak og var duglegur að hjálpa til við ýmislegt kindastúss. Ég sat yfirleitt í bílnum hjá honum þeg- ar við fórum með kindur á fjall eða vorum að ná í þær í réttirnar. Þá talaði Billi mikið um fjöllin og hafði margar sögur að segja um sig og vini sína þegar þeir voru á hestbaki um hálendið, ég sat og hlustaði á hann með aðdáun. Billi var einstakur maður sem ég mun minnast í hjarta mínu, sakna þín og vona að þér líði vel núna. Þórhallur Guðlaugsson. Brynjólfur Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.