Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 16
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Lesa má úr svörum sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB í neyt- endalöggjöf að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildar-lántöku- kostnaði. Fallist EFTA-dómstóll- inn á þessa nið- urstöðu í próf- málum gæti það orðið afdrifaríkt á Íslandi. Má í því samhengi nefna málshöfðun Hagsmunasam- taka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði sem rætt hefur verið um að gæti kostað ríkið hundruð milljarða. Það var sérfræðingurinn Maria Lissowska sem svaraði fyrirspurn dr. Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Há- skóla Íslands, fyrir hönd Tonio Borg, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmdastjórn ESB, en spurningin var jafnframt lögð fyrir Stefan Füle, stækkunar- stjóra sambandsins. Tilefnið var rannsóknir um lög- mæti verðtryggingar í ljósi Evrópu- réttar sem Mendez-Pinedo hefur stundað undanfarin ár og umsagnir sem hún og fleiri sendu til Alþingis vegna nýs frumvarps til laga um neytendalán. Aðrir sérfræðingar hafa rannsakað verðtryggingu og má þar nefna að Íris Ísberg og Arn- ar Kristinsson sömdu meistararit- gerðir undir hennar umsjón. Ófrávíkjanlegt skilyrði Kjarninn í svari Lissowsku er, að mati Mendez-Pinedo, að verð- tryggðir lánasamningar eins og framkvæmdin er á Íslandi, stangist á við lög um neytendalán. Ófrávíkj- anlegt skilyrði er að lánveitandi upplýsi neytandann um heildar- kostnað af lántöku fyrirfram. Lög um neytendalán nr. 121/1994 tóku gildi í tengslum við aðild Íslands að EES-svæðinu og byggjast á tilskip- un 87/102/EBE um neytendalán. Tilskipun 2008/48/EB um lána- samninga fyrir neytendur kveður á um skyldu söluaðila til að upplýsa um kostnað við lántöku þegar láns- tilboð er auglýst, þegar neytandi spyrst fyrir um það og loks þegar samið er um lántöku. Samkvæmt svörum íslenskra stjórnvalda í sam- bandi við inngöngu Íslands í ESB hefur sú tilskipun að hluta verið inn- leidd í íslenskan rétt með lögum um neytendalán nr. 121/1994 þar sem reglur um útreikning árlegrar hlut- fallstölu kostnaðar og heildarlán- tökukostnað eru svipaðar og í til- skipun 87/102/EBE um neytendalán. Ekki óheimil í eðli sínu Verðtrygging neytendalána er í eðli sínu ekki óheimil samkvæmt Evrópurétti, en er háð mjög ströng- um skilyrðum um upplýsingaskyldu allan lánstímann samkvæmt tilskip- un um neytendalán, að því er fram kemur í svari sérfræðingsins. Framkvæmdin verði að vera í samræmi við neytendalánalöggjöf, samningalög og lög um óréttmæta viðskiptahætti. Almennar reglur um fasteignaveðlán séu ennþá í vinnslu hjá Evrópusambandinu. Samkvæmt tilskipun um neyt- endalán getur verðtrygging lána- samnings ekki talist til heildarlán- tökufjárhæðar þar sem heildar- upphæð láns til neytanda breytist ekki. Breyting höfuðstóls og vaxta- kostnaðar verður því að teljast sem lántökukostnaður í skilningi regln- anna. Verður því að líta á verðbætur sem kostnað sem fellur undir reglur um heildarlántökukostnað, að því er segir í svari sérfræðingsins. Verðtrygging geti því ekki fallið utan reglna um upplýsingagjöf og reiknireglna árlegrar hlutfallstölu kostnaðar. Framkvæmd verðtrygg- ingar feli því hugsanlega í sér órétt- mæta samningsskilmála eða órétt- mæta viðskiptahætti þegar skilyrði tilskipana Evrópusambandsins hafa ekki verið virt. Ákvörðunin um það hvort skilmáli um verðtryggingu teljist vera ósanngjarn samningsskilmáli eða óréttmætir viðskiptahættir sé í höndum íslenskra dómstóla með vís- an til atvika máls hverju sinni. Telur dr. Mendez-Pinedo að í þessu svari felist að sé heildarlán- tökukostnaður ekki tilgreindur við lántökuna standi Íslendingar frammi fyrir aðstæðum sambæri- legum þeim sem koma fram í mál- um C-76/10 Pohotovost og C-453/10 Perenicová fyrir Evrópudómstóln- um. Fella bæri niður allan kostnað Hefði sú staða í för með sér að fella bæri niður allan kostnað af lán- um sem ekki uppfylltu skilyrði reglnanna. Þetta leiðir af þeirri staðreynd að dómstólum ber að túlka innlendan rétt í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum og í því felst að taka mið af túlkun Evrópudómstóls- ins, að því er Morgunblaðið hefur eftir heimildarmönnum sínum. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Mikið hefur verið rætt um verðtrygginguna, kosti hennar og galla. Nú hefur framkvæmdastjórn ESB sagt álit sitt á henni. Verðtryggð lán geti verið ólögleg  ESB vísar til krafna um upplýsingaskyldu lánveitenda GENEVA S Magnari, útvarp, iPod stöð og klukka. GENEVA M Magnari, útvarp, iPod stöð, klukka. Verð: 65.000.- Tilboð: 50.000.- Verð: 114.000.- Tilboð: 90.000.- Verð: 150.000.- Tilboð: 110.000.- www.genevalab.com GENEVA L Magnari, útvarp, iPod stöð, CD. Verð: 200.000.- Tilboð: 160.000.- GENEVA XL Magnari, útvarp, iPod stöð CD Verð: 366.000.- Tilboð: 290.000.- Standur: 30.000.- Standur: 30.000.- GENEVA M/CD Magnari, útvarp, iPod stöð og CD spilari. thdan@simnet.is ÁRMÚLA 38 - SÍMI 588 5010 Söluaðili Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013 Spurður hvað umrædd niður- staða gæti haft áhrif mörg ár aftur í tímann segir Arnar það vera álitamál. „Hér þarf meðal annars að horfa til fyrningarreglna. Kröfur vegna skuldabréfa fyrnast á tíu árum en kröfur vegna vaxta og verðbóta fyrnast á fjórum árum. Við erum ekki alveg búin að greina það að fullu hvort tíu ára reglan eigi við. Ef kostnaðarhluti verðtryggðra lána verður dæmd- ur ólögmætur gæti það að minnsta kosti þurrkað út öll verðbóta- og vaxtaáhrif af hruninu og til framtíðar á gild- andi samningum.“ Arnar telur einsýnt að stjórn- völd þurfi að hafa aðkomu að málinu, enda geti orðið hætta á kerfishruni, líkt og haustið 2008. „Við höfum skotið á að þetta gætu verið allt í allt þúsund milljarðar króna miðað við ýtr- ustu niður- stöðu, þ.e. að allur kostnaður af lántöku falli niður. Það er þó aðeins lausleg ágiskun. Við teljum að nú þurfi að- komu stjórnvalda að málinu, að það verði reynt að semja um sanngjarna niðurstöðu á leið- réttingum á þessum lánum, þótt það sé í rauninni lagalega óþarft að okkar mati.“ Eins og rakið er hér til hliðar hafa Hagsmunasamtök heim- ilanna höfðað mál vegna verð- tryggðra lána. Það sama hefur Verkalýðsfélag Akraness gert og er sú málshöfðun frábrugðin að því leyti að þar er horft til af- leiðusamninga. Leiðrétti áhrif hrunsins HUGSANLEGAR AFLEIÐINGAR DÓMSINS Arnar Kristinsson Maria Elivira Mendez-Pinedo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.