Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2013, Blaðsíða 25
BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Rekstur ríflega 72% íslenskra sveitarfélaga er í lagi og ætti að öðru óbreyttu að standa undir skuldbindingum sínum. Það eru einkum fjölmennustu sveitarfélögin – þau sem eru með fleiri en tíu þúsund íbúa – sem geta stað- ið undir skuldum; rúm 83% þeirra eru ann- aðhvort með litla skuldsetningu og rekstur stendur vel eða mikla skuldsetningu en rekst- ur stendur engu að síður undir núverandi skuldsetningu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslands- banka um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. Tutt- ugu sveitarfélag, meðal annars Ísafjarðarbær og Reykjanesbær, ráða hins vegar ekki við skuldabyrði sína. Íbúafjöldi þeirra sveitarfé- laga sem eru í slíkri stöðu, sé Álftanes ekki tekið með, er samtals tæplega 36 þúsund manns. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á Íslandi hækkuðu gríðarlega í kjölfar hruns bankakerfisins haustið 2008. Gengisfall krón- unnar og í kjölfarið mikil verðbólga voru helstu ástæður þessa en bróðurpartur skulda sveitarfélaganna var verðtryggður eða í er- lendri mynt. Á uppgangsárunum 2006 og 2007 varð hins vegar samtals ríflega 82 millj- arða króna hækkun á skuldum sveitarfélag- anna að undanskildum lífeyrisskuldbinding- um. Rétt eins og segir í skýrslu Íslandsbanka hefur rekstur sveitarfélaga aftur á móti verið að styrkjast allt frá árinu 2009. Flest sveit- arfélögin hafa lagt áherslu á hagræðingu í rekstri og framkvæmdir verið í lágmarki. Lítið samhengi virðist vera milli þess hvernig sveitarfélag er rekið og íbúafjölda þess. Fram kemur í skýrslunni að tæplega 30%, eða 12 af 42 sveitarfélögum með íbúa- fjölda undir þúsund manns, geta ekki staðið undir skuldum sínum. En þegar skoðuð eru sveitarfélög með fleiri íbúa, milli 1.000 og 5.000 manns, kemur í ljós að þau eru síður en svo í betri stöðu – en 33% ráða ekki við skuldabyrði sína. Sveitarfélögum hefur hins vegar fækkað um 64% frá árinu 1990 – úr 204 í 74 – og í byrjun árs 2012 voru aðeins fimm sveitarfélög með færri en hundrað íbúa. Bent er á mik- ilvægi þess í skýrslunni að þróun í samein- ingum sveitarfélaga haldi áfram þannig að eft- ir standi færri og sterkari, vel rekin sveitarfélög úti um allt land. Að mati skýrslu- höfunda eru 30-40 sveitarfélög hæfilegur fjöldi sveitarfélaga á Íslandi. Höfuðarborgarsvæðið skuldar 258% Landsvæðin eru mjög misskuldsett, allt frá því að vera með skuldahlutfallið 127% á Norð- urlandi vestra upp í 271% á Suðurnesjum, en hins vegar verður að hafa í huga að slíkt segir ekki alla söguna. Í skýrslunni er bent á að þjónusta við íbúa getur verið mjög misjöfn eftir sveitarfélögum. Því sé líkleg skýring á háu skuldahlutfalli hjá sumum þeirra einmitt þær miklu framkvæmdir sem var ráðist í á árunum fyrir 2008 til að auka þjónustu við íbúa. Höfuðborgarsvæðið er næstskuldset- tasta landsvæðið en þar er hlutfallið 258,4%. Mikill munur er ennfremur á þeim tekjum, án framlags frá Jöfnunarsjóði, sem hver íbúi skilar sveitarfélögum. Ekki ætti að koma sér- staklega á óvart að tekjur á hvern íbúa á Austurlandi eru þær hæstu – 589 þúsund krónur – enda gætir þar ríkulega áhrifa vegna umsvifa í stóriðju og sjávarútvegi. Á Suðurnesjum eru tekjur á íbúa án framlags Jöfnunarsjóðs hins vegar lægstar – 470 þús- und krónur – en þar hefur atvinnuleysi verið einna mest á landinu. Nærri 75% standa undir skuldum  20 sveitarfélög geta ekki staðið undir skuldum  Suðurnes skulda mest, Norðurland vestra skuldar minnst  Sveitarfélögum fækkað um 64% frá 1990  Austurland með mestar tekjur á hvern íbúa Meiri skuldir, færri sveitarfélög » 82 milljarða hækkun á skuldum að undanskildum lífeyrisskuldbindingum ár- in 2006 og 2007. » Um 60% sveitarfélaga með færri en 100 íbúa geta staðið undir skuldum. » Misskuldsett landsvæði – allt frá 127% skuldahlutfalli upp í 271%. » Sveitarfélögum hefur fækkað úr 204 í 74 frá árinu 1990. » Íbúar á Suðurnesjum skila minnstum tekjum til sinna sveitarfélaga, en íbúar á Austurlandi skila mestum tekjum. Skuldsett sveitarfélög - Þróun skulda- og skuldbindinga (A- og B-hluti)* Heimild: Skýrsla Íslandsbanka um fjárhagsstöðu sveitarfélaga. *Undir A-hluta falla lögbundin verkefni. Í B-hluta er rekstur fyrirtækja og stofnana sem eru að meirihluta í eigu sveitarfélagsins. Skuldbindingar Langtímaskuldir Sammtímaskuldir 600 500 400 300 200 100 0 M a. kr . 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.